SunnudagsMogginn - 04.03.2012, Blaðsíða 22

SunnudagsMogginn - 04.03.2012, Blaðsíða 22
22 4. mars 2012 Umræðan á Íslandi lagast lítið. Margursem vindur sér á vettvang hennar hef-ur litla burði til að taka þátt en læturþað þó ekki aftra sér. Minnir á löngu liðna sögu úr breska þinginu og er stundum á reiki hvaða stórmenni á í hlut, en það breytir ekki sögunni. Ein útgáfa hennar segir að stjórn- málajöfurinn Churchill hafi á efri árum verið í setustofu þingsins og yngri þingmenn í kring til að njóta návistar hans og geta hreykt sér af henni síðar. Inn í stofuna hraðar sér þingmaður, allur á iði, snýr sér í ógöngum sínum að næsta manni og leggur hönd á öxl hans og spyr hvar næstu snyrt- ingu sé að finna. Churchill, því sá var maðurinn sem hinn þurfandi spurði til vegar, sneri sér hægt í átt að manninum um leið og yngri þingmenn- irnir ætluðu að flæma hinn óuppdregna dóna burt frá mikilmenninu. En Churchill bandaði þeim frá og sagði með röddinni sem kom úr barka breska ljónsins þegar mestu varðaði: „Þér gangið svo sem 10 skref eftir ganginum þarna. Þá beygið þér til vinstri og gangið svo ein 15 skref áfram. Þá komið þér að svartmáluðum dyrum. Á þeim stendur gylltum stöfum: „GENTLEMEN“. Látið þá yfir- skrift ekki stöðva yður.“ Sagan flaug um þinghúsið eins og eldur um sinu og fór svo víðar. Hlandsprengur þingmannsins varð hans minnsti vandi á næstunni. Hann átti sér ekki viðreisnar von og var úr sögunni með næstu kosningum. Sendiherra fer fram úr sér Og á Íslandi láta menn það ekki aftra sér frá að belgja sig út um öll umræðuefni, þótt þeir þekki manna minnst til þess sem þar skiptir öllu. Yfirgengileg framkoma sendiherra Evrópusam- bandsins á Íslandi hefur vakið nokkra eftirtekt að undanförnu. Hann fer um landið með skefja- lausan áróður fyrir því að Íslendingar skuli ganga í Evrópusambandið. Vitnisburðir eru um það að við áróðurstilburði sína gagnvart íslenskum bændum og starfsmönnum í sjávarútvegi leyfi hann sér að gera lítið úr framgöngu og þekkingu framámanna í þessum tveimur greinum. Þetta bætist við fréttir um þær fúlgur fjár sem Evrópusambandið setur nú í sama áróður gagnvart Íslendingum almennt. Óduldu greiðslurnar (við kölluðum slíkt fé „hags- munafé“ í Nígeríu) eru háar, en þær duldu enn hærri. Þegar einstaklingar réttilega furða sig á þessu atferli þá tekur umræðustjóri Ríkisútvarps- ins sig til og líkir starfseminni sem um ræðir við þá sem lítil stofnun, kennd við Johann Wolfgang von Goethe, stóð fyrir á sínum tíma! Ekki er hægt að fullyrða hvort þetta inngrip umræðustjórans hafi verið heimska eða hótfyndni. Og breytir ekki öllu. Þessi fámenna menningarskrifstofa Vestur- Þýskalands blandaði sér að sjálfsögðu aldrei í heitustu deilumál innlend á sinni tíð. Hún var ekki að myldra út miklu fé inn í viðkvæmt póli- tískt andrúmsloft til að reyna að fá íslensku þjóð- ina til að varpa frá sér drjúgum hluta fullveldis og sameinast Vestur-Þýskalandi. En hver er skýr- ingin á því að sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi sýnir slíkan yfirgang hér á landi? Og af hverju setja íslensk yfirvöld ekki ofan í við hann og ef hann lætur ekki skipast vísa honum úr landi? Framganga hans er augljóst brot á 41. grein Vínarsáttmálans um samskipti ríkja (The Vienna Convention on Diplomatic Relations (1961)). (1. Without prejudice to their privileges and immunities, it is the duty of all persons enjoying such privileges and immunities to respect the laws and regulations of the receiving State. They also have a duty not to intervene in the internal affairs of that State.) Nú er auðvitað öllum ljóst að sá ráðherra ís- lenskur sem á að gæta þess að erlendir sendimenn brjóti ekki gegn grundvallarreglum, á meðan þeir njóta friðhelgi og fríðinda hér á landi, er persónu- lega löngu genginn í Evrópusambandið. En það hefur sú þjóð sem borgar honum ennþá launin á hinn bóginn ekki gert. Honum ber því að láta gera alvarlegar athugasemdir við hina óviðunandi framgöngu hins erlenda sendimanns. Því skal hér spáð að núverandi utanríkisráðherra Íslands muni í þessu máli sem öðrum er snúa að ESB líta á sig að öllu öðru leyti en að formi til sem undirmann sendiherra sambandsins hér á landi, en ekki sem háttsettan fulltrúa gestgjafaþjóðarinnar, sem enn eigi að gæta hagsmuna hennar. Allt gert til að fela þingviljann Og umræðan um landsdómsmálið á Alþingi í sl. viku var einnig óravegu frá því að vera fram- bærileg. Óþarft er að rekja þá sögu, því hana þekkja flestir. En upp úr standa þó þau sér- kennilegheit, þegar talsmenn hinna pólitísku réttarhalda, líka þeir sem greiddu atkvæði á móti ákæru á sínum tíma, segjast ekki mega „blanda sér í dómsmál“, og taki þess vegna þátt í að koma í veg fyrir að formlega verði í ljós leitt að ekki sé lengur stuðningur við ákæruna á þinginu. Dóms- málið, sem Alþingi má ekki blanda sér í, er málið sem það stofnaði sjálft til! Málið, þar sem þingið fer með hlutverk ákæruvaldsins frá byrjun til enda, eins og starfsmaður þess í málinu, sjálfur ríkissaksóknarinn, hefur reynt að útskýra fyrir hinum tornæmu þingmönnum. Ekkert gekk það þó hjá saksóknaranum. Þingmennirnir láta enn eins og verið sé að kalla eftir því að þeir blandi sér í framgang máls sem hafi verið höfðað af lögregl- unni í Kópavogi vegna innbrots í söluturn í bæn- um. Ákæruatriðunum hefur fækkað nokkuð í lands- dómsmálinu. Eitt lítið og skrítið ákæruatriði er þó m.a. eftir. Það er um það að fyrrverandi forsætis- ráðherra hafi brotið gegn 17. grein stjórnarskrár- innar um að nýmæli í lögum og mikilvæg stjórn- armálefni skuli ræða á ráðherrafundi (reyndar er ekki sagt að öll mikilvæg stjórnarmálefni skuli rædd né gefin vísbending um hvað séu „stjórn- armálefni“ og hvenær einstök mál verði það). Mjög er vandmeðfarið að ákveða hvenær slík grein er brotin, ef í henni felst eitthvað annað og meira en hið almenna viðmið, sem svo víða finn- ast, jafnvel í sjálfri stjórnarskránni. Hvar var seytjándagreinin þá? Í merkri bók, Sögu landhelgismálsins, eftir Davíð Ólafsson, kennir margra grasa. Á blaðsíðu 238 er birt minnisblað úr skjalasafni Guðmundar Í. Guð- mundssonar utanríkisráðherra. Þar segir: „Með- ferð mín á utanríkismálum hófst á árinu 1956 í ríkisstjórn Hermanns Jónassonar. Fyrsta veiga- mikla utanríkismálið, sem ég fjallaði um, var end- urskoðun varnarsamningsins við Bandaríkin. Ég samdi um það mál við Bandaríkjastjórn í full- komnu og nánu samstarfi við forsætisráðherra og aðhafðist ekkert í málinu, nema með hans sam- þykki og vilja. Það var í algjöru samráði við for- sætisráðherrann, að á meðan á samningum stóð Reykjavíkurbréf 02.03.12 Látið það ekki stöðva yður Guðfinna Ragnarsdóttir með fullnaðarprófsskírteinið 1956 á ljósmynd Folkes Kahlins, sem frá segir í rabbi hér á opnunni. Á næstu mynd sitja Ulla og Folke með Guðfinnu lengst til vinstri, Ragnari Jónssyni föður hennar fyrir miðju og Ólöfu yngstu dóttur hans. Og á þriðju myndinni úr safni Kahlins er giftingarmynd af Ullu og Kahlin.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.