SunnudagsMogginn - 04.03.2012, Blaðsíða 39

SunnudagsMogginn - 04.03.2012, Blaðsíða 39
Hér má sjá Pixie Geldof með tónlistarkonunni Azealiu Banks og leikkonunni Oliviu Palermo í fremstu röð á sýn- ingu breska tískuhússins Mulberry á nýliðinni tískuviku í London. REUTERS ’ Pixie er eins og svo mörg önnur smástirni skráð á Twitter en þar fylgjast rúmlega 17.000 manns með at- höfnum hennar. 4. mars 2012 39 Ömmur eru til alls vísar. Ungt fólk og saklaust ermeira og minna varnarlaust gegnvart óvæntumuppátækjum þessara vísdómskvenna. Þær eru nefni-lega svo heppnar að vera orðnar nógu lífsreyndar til að vita að það skiptir engu máli hvað öðrum finnst. Þær láta bara vaða. Skella kannski óforvarendis framan í okkur einni af þessum blautlegu vísum sem þær lærðu fyrir margt löngu og geyma eins og gull í kolli sínum. Eina veit ég ömmu sem á það til að gjóa glottandi auga til dótturdóttur sinnar (sem er fullorðin, bara svo því sé haldið til haga) og svo fer hún stundarhátt með þessa ágætu vísu og slær út handleggjunum með þó nokkrum til- þrifum: Ingibjörg var afar gleið einkanlega að neðan, Holtamaður henni reið hún var að prjón’á meðan. Þetta er náttúrlega ekkert annað en dásemd og dýrð að kunna að skemmta sér svona í hversdeginum og þora að vera amma sem kann að meta góðar klámvísur. Og vísan er svo miklu meira en lítil saga af henni Ingibjörgu, hún er líka tímanna tákn, svipmynd frá gömlum og horfn- um tíma. Þegar Ingibjörg gleiða var upp á sitt besta þá létu konur ekki nokkra stund til spillis fara við að sinna húsverkum og því sem þurfti að gera á heimilinu, enda verkefnin ærin og endalaus. Það er eitthvað ein- staklega heimilislegt og rómantískt við þessa mynd af konu sem prjónar af yf- irvegun á meðan Holtamaður gagnast henni. Nútímafólk ætti hiklaust að taka sér þetta til fyrirmyndar og tvinna sem oftast saman hversdags- störf og ástarleiki. Uppvask, skúringar, eldamennska, tölvu- vinna, bóklestur, allt býður þetta upp á hinar ýmsu útfærslur. Eitthvað er það líka við þessar gömlu góðu klámvísur sem er svo heillandi, þær eru listilega saman settar, til þeirra hefur ekki verið kastað höndum. Og þær hafa það fram yfir margar nýrri að vera fallegar en ekki sóðalegar. Og húmorinn er ekki langt und- an: Hringasólir hjá honum hafa skjól um nætur. Eru tólin á honum eins og njólarætur. Mikið sem það er bjart yfir því að kalla konur Hringasólir, segi ekki meir. Konur heyra bara allt of sjaldan svona falleg orð um sig höfð. Enn og aftur erum við minnt á horfna tíma í líkinga- málinu, því hver þekkir njólarætur í dag? Allt illgresi er niður slegið og upprætt, ekkert fær að vaxa í friði villt. Þessi vísa er ágæt áminning til okkar um að gramsa aðeins meira í moldinni. Vera ekki svona helvíti sótthreinsuð, klippt og skorin alltaf hreint. Hættum að vera ferköntuð og prúð. Slökum aðeins á taumnum, hleypum klárnum, leyfum honum að finna til sín og njótum þess að sitja hann. Hér er ein ljósblá vísa til viðbótar, fjarska fögur mynd frá gleðistund sem hefur örvað geð höfundarins og hleypt blóðinu af stað: Dansa sprundin dátt í nótt, dilla lund með sanni. Langar stundir líða fljótt, lifnar undir manni. Og að lokum er það kurteislega bónin um að fáða: Undarlega ástin skín, ævinlega svona ferðað. Gætirðu ekki góða mín gert svo vel að lofa mérðað. Hún var að prjóna á meðan ’ Nútíma- fólk ætti hiklaust að taka sér þetta til fyrirmyndar og tvinna sem oftast saman hversdagsstörf og ástarleiki. Stigið í vænginn Kristín Heiða khk@mbl.is urnar væru ekki munnmæli eins og talið væri, heldur verk stílfærra höfunda eins og Snorra Sturlusonar sem hann taldi höfund Eglu. Þá dró Sigurður efni í Íslenska lestrarbók 1400-1900 sem út kom 1924. Þar birti hann ritgerð sína um samhengi íslenskra bókmennta og hafði bók þessi mikil áhrif enda var hún notuð í skólum í áratugi. „Sigurði var jafnumhugað um að efla íslenska menningu í samtíð- inni og að breytingarnar í þjóðfélaginu leiddu ekki til menningarrofs. Hann var því ekki aðeins menningarfrömuður heldur einnig varð- veislumaður. Áhrifa hans hér á landi gætti því ekki síður í menningar- umræðu en rannsóknum og gætir enn. En lengst verður hans líklega minnst sem eins helsta rithöfundar hér á landi á 20. öld,“ segir á Vís- indavefnum. Um heimspeki Sigurðar segir á Heimspekivefnum að áhugi hans á þeirri fræðigrein hafi beinst einkum að lífinu, manninum og þroskanum. „Heimspekin er ekki aðeins starfsgrein heldur hluti af tilveru mannsins sem frjálsrar, hugsandi veru,“ eins og komist er að orði. „Sigurður Nordal var af þeirri gerð hugvísindamanna sem leita skilnings og sannleiks jöfnum höndum af rökfastri hugsun sem innsæi ímyndunaraflsins — sem hjá honum var öðrum þræði skáldæð, þrá eftir fegurð og gleði. Hann elskaði lífið. Öll fræði voru honum fyrst og fremst leit að lífi í víðtækustu merkingu — öllu brölti og bjástri mann- anna, draumum þeirra og vilja ... Bækur, fornar sem nýjar, voru hver þeirra varðveisla einhvers úr mannlegu lífi, og hlutverk fræðimanns- ins að hjálpa þessu lífi til að lifa áfram í sem skærastri birtu, mönnum til yndis, þekkingarauka og visku,“ sagði Kristján Albertsson í minn- ingargrein að Sigurði látnum haustið 1974. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is ’ Öll fræði voru honum fyrst og fremst leit að lífi í víðtækustu merkingu. Kristján Albertsson. Kattakaffihús hafa löngum verið vinsæl í stórborginni Tókýó í Japan en þar hefur kattafólk getað mætt eftir vinnu til að slaka á, leikið sér við ketti og drukkið te. Nú er verið að breyta reglunum í borginni þannig að kettirnir megi ekki „vinna“ eftir klukkan átta á kvöld- in. Hiromi Kawase, eigandi katta- kaffihúss í borginni, er ósáttur við þetta. „Það vita all- ir að kettir eru svo ánægðir á kvöldin,“ sagði Kawase sem óttast um framtíð kaffihússins en hún lokar núna klukkan tíu og margir viðskiptavinanna mæta eftir klukkan átta á kvöldin. Vinsældir kaffihúsanna má rekja til strangra laga um dýrahald í fjölbýlis- húsum þannig að kaffihúsin eru kjörin til að fá að komast í tengsl við dýr. Fyrir þetta borga kattakaffi- húsagestir um 1.500 krónur á klukkustund. Breytt kattakaffihús Frakki nokkur er búinn að lögsækja Google út af mynd sem hægt er að sjá á götu- korti Google Maps. Á mynd- inni sést maðurinn pissa úti í sínum eigin garði. Hann segir að vegna þessa sé hann orðinn aðhlátursefni í þorpinu sem hann býr í. Maðurinn er í kringum fimm- tugt og býr í 3000 manna þorpi í Maine-et-Loire- héraði. Hann krefst þess að myndin verði fjarlægð en þorpsbúar þekktu manninn þrátt fyrir að andlit hans hefði verið tekið úr fókus. Hann krefst skaðabóta að upphæð 1,7 milljóna króna. Pissar í Google Með Alexu Chung á tískusýningu House of Holland. REUTERS

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.