SunnudagsMogginn - 04.03.2012, Blaðsíða 19

SunnudagsMogginn - 04.03.2012, Blaðsíða 19
4. mars 2012 19 sem ég hélt að kæmi svona snemma á ferl- inum. Það breytti miklu í mínu lífi að slíta þessar rætur sem ég var kominn með í Amsterdam og koma hingað heim,“ segir hann og leggur áherslu á að það sé gott að tilheyra þessu samfélagi og hafa fasta vinnu. „Þetta er frábær fjölskylda hérna í dansflokknum og ég gæti varla hugsað mér betri félagsskap. Þetta er svo ynd- islegt og hæfileikaríkt fólk,“ segir Ásgeir sem segist hafa lært mikið af hinum döns- urunum rétt eins og danshöfundunum sem hafa unnið með flokknum. „Maður lærir svo mikið af fólkinu sem er í kring- um mann, hvernig það tekst á við hlut- ina.“ Hvernig er það að hafa ekki farið að dansa fyrr en átján ára gamall? Er það ekkert erfitt? „Ef maður hefur brennandi áhuga og finnst þetta ótrúlega skemmtilegt skiptir ekki máli þó maður byrji seint. Það er um að gera að prófa og láta reyna á þetta. Hjá mér byrjaði dansinn sem áhugamál. Síðan ákvað ég að fara í nám en var ekki viss um að ég vildi starfa við þetta. Ég beið alltaf með þessa ákvörðun að verða dansari. Það var í raun ekki fyrr en ég var að útskrifast úr námi og taka að mér mín fyrstu verk- efni að ég husgaði: „Þetta er eitthvað fyrir mig!“ Maður hreyfir sig allan daginn, þetta er skapandi umhverfi, frábært til að halda sér í formi og maður er alltaf að fást við eitthvað nýtt.“ Fleiri en ein leið að markmiðinu Það eru greinilega fleiri en ein leið að þessu takmarki að verða dansari. „Já algjörlega, það fer eftir því hvernig dansari þú vilt vera. Viltu tilheyra nú- tímadansflokki, viltu vera í klassík eða breikari? Það er svo ótrúlega margt til.“ Hann er ánægður með nám sitt við LHÍ. Úr verkinu Transaquania - Into Thin Air, sem var það fyrsta sem Ásgeir tók þátt í með Ís- lenska dansflokknum eftir að hafa verið ráðinn til starfa 2010. Hér er dansað við manninn með ljáinn. Um er að ræða dúett með Valdimari Jóhannssyni úr verkinu Við sáum skrímsli eftir Ernu Ómarsdóttur. 7.45 Klukkan hringir og ég skrölti fram úr. Fyrstu skrefin á morgnana eru stundum erfið ef mikið er um að vera og fæturnir lúnir. Fæ mér morgunverð, í þetta sinn hafragraut með kókós, sesam- og hörfræjum. Sit í rólegheitunum og les fréttamiðlana í tölvunni. Finnst gott að eiga smá stund með sjálfum mér áður en ég held út í daginn. 9.30 Mættur upp á fjórðu hæð Borgarleikhússins, búinn að fá mér sterkan kaffibolla og byrjaður að hita upp fyrir vinnudaginn. Hálftíma síðar er það ball- etttími undir stjórn Katrínar Ingvadóttur. Eftir tímann sting ég höfðinu inn á skrifstofu dansflokksins og ræði við þau Gunnar markaðsstjóra og Sigrúnu fram- kvæmdastjóra um námskeið sem ég kenni á vegum dansflokksins fyrir börn og ungmenni á Akureyri næsta mánudag. 11.30 Dansararnir safnast allir saman á stóra sviði Borgarleikhússins og við rennum í gegnum verkin sem við erum að sýna um þessar mundir, Gross- stadtsafari og Mínus 16. 13.00 Hádegismatur. Sveittur, þreyttur og svangur sest ég niður í mötuneyti Borgarleikhússins. 13.30 Aftur upp á fjórðu hæð. Æfingastjórinn Osnat Kelner gefur nótur, þ.e. fer yfir það sem vel tókst til og einnig það sem þarf að laga. Við vinnum í verk- unum tveimur og æfum m.a. dúetta, tríó og hópatriði. Eftir stutta pásu skiptum við um gír og hugum að næsta verkefni sem er spunasýning í miðbænum um miðjan mars. 17.00 Vinnudagurinn búinn en þó ekki alveg. Ég hendist yfir götuna yfir í gamla Moggahúsið og tek stuttan hring í ræktinni. 18.30 Ég kem við í fiskbúðinni á leiðinni heim, skelli fiski og grænmeti í ofn- inn og á meðan allt bakast stekk ég í sturtu. Hef mig til og borða. 19.25 Stekk út úr húsi og hleyp niður í Þjóðleikhús því ég er orðinn seinn á sýninguna Dagleiðin Langa. Ég sest inn í salinn, fullan af prúðbúnu fólki og sé örlítið eftir því að hafa ekki valið betri föt. En svo kemur myrkrið, sýningin byrj- ar og ég slaka á í sætinu. 22.30 Geng heim, ánægður með sýninguna og daginn. Dagur í lífi dansarans

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.