SunnudagsMogginn - 04.03.2012, Blaðsíða 16

SunnudagsMogginn - 04.03.2012, Blaðsíða 16
16 4. mars 2012 ósjaldan sofið á bílpallinum enda snýst þetta ekki um þægindi – heldur um að taka myndir.“ Spurður hvers vegna í ósköpunum hann hafi aldrei sýnt áður svarar Haraldur því til að það hafi aldrei verið sér kappsmál í sjálfu sér. „Ég hef heldur aldrei tranað mér fram, það er einfaldlega ekki í karakt- ernum. Undanfarin ár hef ég verið að taka myndir meira á mínum eigin forsendum og það gerði útslagið þegar mér var boðið að halda þessa sýningu. Mér fannst ég hafa meira fram að færa en oft áður. Það er heldur ekki amalegt að halda sína fyrstu sýningu í svona fínu safni,“ segir hann brosandi. Myndirnar á sýningunni, sem eru frá síðustu tíu árum eða svo, eru bæði teknar á filmu og einnig stafrænar myndavélar sem Haraldur hefur notað til jafns en þó hallast meira að stafrænni tækni und- anfarin ár. „Gæðin eru þau sömu, bæði kostir og gallar í hvoru fyrir sig þó svo ákveðin nostalgía hafi verið að taka á filmu og fara síðan að framkalla og vinna myndirnar endanlega. Við horfum á breytta tíma og stafrænar myndavélar eru í stöðugri þróun og orðnar býsna góðar þó svo að í dag reyni meira á færni í mynd- vinnslu en áður. Það sem hefur gerst með þessari nýju tækni er að áhugi fólks á ljós- myndun hefur vaxið ótrúlega hratt og frá- bært að sjá hversu mikla sköpunargleði Ís- lendingar hafa. Það sem hefur reyndar setið eftir hér á Íslandi er skilningur myndkaupenda á gæðum því það er ekki nóg að hafa fangað gott augnablik því myndvinnslan, prentunin og almennur frágangur þarf að vera í takti svo úr verði frábær ljósmynd.“ Orka, gleði og sköpun Haraldur, eða Halli eins og hann kallar sig, fékk snemma gríðarlega mikinn áhuga á ljósmyndun, bæði vegna tjáningarforms- ins sem og hrifningar af orku, gleði og sköpunarkrafti ljósmyndaranna sem voru aðal töffarar bæjarins á þeim tíma, eins og hann orðar það. „Ég fékk vinnu sem sendill á Morgunblaðinu fjórtán ára gamall og var svo lánsamur að kynnast Ragnari Axelssyni sem gerði það að verkum að ég heillaðist af ljósmynduninni. Raxi var ein- staklega hjálplegur á alla vegu og kenndi mér undirstöðuatriðin sem ég bý enn að.“ Hann tók sína fyrstu ljósmynd á alvöru myndavél þann 11. ágúst 1980 (safn Har- aldar er vandlega skráð) og var myndefnið Gísli Ástþórsson og Ólafur K. Magnússon ljósmyndari sem stóðu glaðbeittir í Aust- urstræti. „Fyrstu árin tók ég myndir af fólki og ýmsu öðru í svart-hvítu og lærði þá um leið hvernig átti að framkalla filmur og stækka myndir í myrkraherbergi. Með árunum horfði ég meira til landslags- mynda og hef stundum velt fyrir mér hvort það hafi verið feimnin við fólk sem gerði það að verkum að ég hneigðist í þessa átt. Í dag er ég mjög ánægður með þessa þróun, annars hefði ég kannski aldrei upplifað landið okkar með sama hætti.“ Sami staður – ólík upplifun Í dag er Haraldur heillaður af landinu, veðrinu og því frábæra ljósi og birtu sem við Íslendingar búum að. „Þannig upp- lifum við landið með ólíkum hætti í hvert sinn sem gerir það einmitt svo fjöl- breytilegt. Ég á mér marga uppáhalds landslagsljósmyndara sem hafa veitt mér innblástur og má nefna Christopher Lund, Pál Stefánsson, Ragnar Th. Sigurðsson og Sigurgeir Sigurjónsson sem mér finnst hafa náð að sýna íslenska náttúru á ein- stakan hátt. Verk þeirra eru þannig að þau hvetja mann til að fara af stað, finna sinn eigin stíl og skapa eitthvað fallegt, eitt- hvað sem er í náttúrunni eins og hún kemur fyrir. Kannski er það landinu að þakka að við eigum fleiri framúrskarandi ljósmyndara en nokkur önnur þjóð, líkt og með ís- lenska hestinn þar sem harðgert landið hefur mótað bæði menn og dýr. Þrátt fyrir að ég heillist mest af landslagsljósmyndun þá finnst mér afskaplega gaman að fylgjast með öllum þeim ljósmyndurum sem hafa ástríðu fyrir heimildarljósmyndun (docu- mentary). Hvernig þeir nálgast verkefnið og búa til heilsteypta sögu úr verkinu og koma því á framfæri er aðdáunarvert. Þó svo ég hafi stundum hugsað hvort ég ætti að reyna fyrir mér á þessum vettvangi þá hef ég ekki fundið löngunina eins og að fanga fegurðina sem er í landslaginu.“ Selur myndir sínar Haraldur tók eingöngu svart/hvítar myndir fyrstu árin en skipti fljótt yfir í lit- myndir þegar áhuginn kviknaði á lands- lagsljósmyndun og hefur nánast eingöngu tekið litmyndir síðustu 28 árin. Myndir hans hafa verið til sölu hjá erlendum myndabönkum og eru þær þá helst not- aðar til auglýsinga, í bækur og tímarit. Einnig hefur hann starfrækt vefsíðuna www.global-photos.com í tíu ár. Hún er myndabanki þar sem nokkrir ljósmynd- arar eru saman. „Ég hef einnig selt myndir í römmum sem prýða bæði heimili og fyrirtæki hér á landi sem og erlendis og fer sá áhugi vax- andi og myndi ég telja við ættum eftir að sjá mikla aukningu í áhuga fólks á svo- kölluðum „Fine Art“ myndverkum. Gall- erí víða um heim hafa sýnt ljósmyndun mikinn áhuga og hefur sala ljósmynda aukist gríðarlega og því er annað óumflýj- anlegt að slíkt verði einnig hér á landi.“ Eftir að hafa tekið litmyndir í áratugi sem eru hugsaðar sem „stock photos“ þá langaði Harald að skipta þessu í tvennt, annars vegar myndir sem fara í mynda- bankana og síðan myndir sem eru þær myndir sem hann langar að taka. Þær myndir eru svarthvítar landslagsmyndir og hefur hann unnið að þessu verkefni undanfarin tvö ár og opnaði af því tilefni vefsíðuna www.halli.is. Framkvæmdastjóri Toyota Haraldur hefur um langt árabil starfað við sölu bíla. Hann hóf að selja notaða bíla með framhaldsskólanámi og fyrir tuttugu árum réð hann sig til Toyota í Kópavogi. Þar gegnir hann nú starfi framkvæmda- stjóra. „Þetta tvennt fer afar vel saman,“ upp- lýsir hann. „Bisness á daginn og sköpun í frítímanum. Það gæti ekki verið betra.“ Spurður hvort hann hafi aldrei íhugað að leggja ljósmyndunina fyrir sig af fullum þunga kinkar Haraldur kolli. „Ég hug- leiddi það strax um tvítugsaldurinn og hef oft velt því fyrir mér síðan. Það sem mælir gegn því er sú staðreynd að það er alls ekki auðvelt að komast að í vinnu sem ljós- myndari á Íslandi, fjölmargir mjög færir ljósmyndarar hafa þurft að snúa sér að öðru. Síðan hentar þetta bara svo vel með bílasölunni. Ég vinn hjá stóru fyrirtæki og hef mjög gaman af því að umgangast fólk en þegar ég er ekki að vinna veit ég ekkert betra en að fara í allt annað umhverfi, það er kyrrðina úti á landi.“ Eigendur Toyota eru líka skilningsríkir í garð ástríðunnar. „Byrji að gjósa eða gangi ísbjörn á land þá er ég farinn. Svo einfalt er það. Það vita menn og sætta sig við. Þetta gerist samt ekki oft. Ætli ég vinni þetta ekki líka upp, hef til dæmis ekki gert mikið af því að taka mér löng sumarfrí gegnum tíðina. Það á bara ekki við mig að sitja með tærnar upp í loftið.“ Þegar hér er komið sögu hleypir höf- undur þessa skrifs brúnum enda virkar Haraldur sultuslakur á hann. „Láttu það ekki blekkja þig,“ segir hann glottandi. „Rólegir menn geta líka verið bullandi of- virkir. Orkustigið hjá mér er mjög hátt. Fyrir nokkrum árum keypti ég sumarhús og ætlaði að innrétta það á tveimur árum. Ég fann fljótt að það var alltof langur tími, gaf fyrir vikið allt í botn og kláraði verkið á sex mánuðum.“ Hann hlær. Það er ekki öllum gefið að höndla í senn krefjandi starf og tímafrekt áhugamál. Til allrar hamingju fékk Haraldur skipulags- gáfu í vöggugjöf. Hann er mjög duglegur að setja sér ný og ný markmið og vinna Maður á ísjaka á Breiðamerkursandi. Seljalandsfoss. ’ Haraldur tók eingöngu svart/hvítar myndir fyrstu árin en skipti fljótt yfir í litmyndir þegar áhuginn kviknaði á landslagsljósmyndun og hefur nánast eingöngu tekið litmyndir síðustu 28 árin.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.