SunnudagsMogginn - 04.03.2012, Blaðsíða 43

SunnudagsMogginn - 04.03.2012, Blaðsíða 43
4. mars 2012 43 tísk á persónulegan hátt; á sinn þátt hefur hún tekið þátt í umræðunni um um- hverfismál og á áttunda áratugnum gerði hún verk sem tengdust kvennabarátt- unni. „Ég hef aldrei litið á mig sem fem- ínískan listamann og enn síður á mig sem listakonu. Starfsheitið er listamaður og ég tel kynferðið ekki hafa neitt með það að gera, nema í þeim tilfellum þar sem lista- menn eru að fást við það í verkunum. Ég tel listina hafna yfir kynferði. Þetta er ekki eins og handbolti, þar sem eru karla- og kvennalið. Og á ekki að vera þannig.“ En hvað með þátttöku í umhverf- isorðræðunni? Rúrí vann til að mynda verk um fossana sem hurfu undir Hálslón og sýndi á Feneyjatvíæringnum 2003. „Með því verki vildi ég vekja athygli á því hvað náttúran og vatnið er okkur mikils virði. Við þurfum að hugsa okkur vel um áður en við fórnum þessum verð- mætum. Þau koma ekki aftur ef við fórn- um þeim. Fórnarkostnaður merkir að það sem fórnað er kemur ekki aftur.“ Og er listamaðurinn í góðri stöðu til að benda á slíka hluti? „Fyrir mér gerir listin þá kröfu að hún hafi einhvern tilgang. Í mínu tilfelli er það að vekja til umhugsunar. Það var mjög meðvitað að ég tók íslensku fossana fyrir. Að mörgu leyti hefði verið auðveldara að benda á Þriggja gljúfra stífluna í Kína, enginn myndi agnúast út í það. En mér hefði þótt það léleg aðferðafræði, eða sið- fræði, að þegja á sama tíma um það sem væri að gerast í bakgarðinum hjá mér. Mér finnst mikil ábyrgð fylgja því að vera listamaður. Ég verð að vera af- skaplega heiðarleg við sjálfa mig í verk- unum til þess að ég sé sátt, ég má ekki svindla. Jafnvel þó það kosti mig mikið erfiði að finna upplýsingar, þá verð ég að gera það. Það má aldrei svindla.“ Rúrí við verkin Einn rúmmetra, frá 1994, Rúmmetra III, frá 1996, og fyrir aftan hana er Fimmtíu og tveir metrar, frá 1997. „Ég tel þetta vera afar merkilega og mik- ilvæga sýningu,“ segir Christian Schoen, hinn þýski sýningarstjóri yfirlitssýning- arinnar á verkum Rúríar í Listasafni Ís- lands. Schoen er einnig ritstjóri bók- arinnar nýju um list Rúríar sem kom út í Þýskalandi á dögunum en hann gjörþekk- ir íslenska myndlist, eftir að hafa starfað í nokkur ár sem fyrsti framkvæmdastjóri Kynningarmiðstöðvar íslenskrar mynd- listar. Hann tekur fram að þegar hann tali um mikilvægi sýningarinnar, eigi hann ekki bara við umfang hennar í öllu safninu eða fjölda verkanna, heldur telji hann sýninguna bregða ljósi á mikilvægt tímabil í listasögunni hér auk þess að setja listsköpun Rúríar í samhengi. „Það er afar áhugavert að sjá þessi skýru tengsl á milli allra verkanna, allar götur frá áttunda áratugnum,“ segir hann. „Vitaskuld er ánægjulegt að geta lagt heilt listasafn undir verk eins myndlist- armanns. Á þennan hátt er hægt að sýna fram á þróunina á ferlinum og jafn- framt persónuleikann að baki sköp- uninni.“ Schoen vonast til þess að gestir á sýningunni muni rifja upp það sem þeir þekkja af eldri verkum hennar en upp- götvi jafnframt nýjar og jafnvel óvæntar hliðar á listsköpun hennar. „Það má finna svo margbreytilegan anda í þess- um verkum. Í sumum er mikill leikur, gleði eða ljóðrænn strengur, en önnur eru nánast yfirþyrmandi enda umfjöll- unarefnin alvarleg.“ Vantar betri stuðning hér heima Þegar litið er yfir feril Rúríar, þá vekur at- hygli hversu opin hún hefur verið fyrir því að nota hina ólíkustu miðla til að koma hugmyndum sínum á framfæri; á sýning- unni gefur að líta skúlptúra úr ýmsum efnum, ljósmyndir, myndbandsverk, textaverk og innsetningar. Schoen bendir á að Rúrí hafi aldrei gert tilraunir með efni tilraunanna vegna, þótt hún bindi sig ekki við neinn einn miðil. Hún hafi þaulhugsað hvert verk alla leið, enda sé hugmyndin lykilatriði í hennar sköpun. „Sum verka hennar eru mjög tvíræð, hvað varðar að ytra útlit þeirra getur ver- ið hannað út í hörgul og þau jafnvel köld að sjá, en um leið hreyfa þau við manni á áhrifaríkan hátt og eru þrungin tilfinn- ingum. Eins og ég sagði, þá skiptir hug- myndin þar mestu. Enda er Rúrí mik- ilvægur brautryðjandi hér á landi á sviði gjörninga og hugmyndalistar. Eftir því sem ég kynnist verkum Rúríar betur verð- ur heildarupplifunin áhugaverðari.“ Schoen segir Rúrí vera mikilvægan evrópskan listamann, eins og sýningin og bókin nýja staðfesti. „En eitt vantar Rúrí og það er betri stuðningur hér heima. Það sama má segja um flesta góða listamenn hér á Íslandi. Það vantar þroskað galleríumhverfi til að vinna með listamönnum eins og henni.“ Afar áhugavert að sjá þessi tengsl milli verkanna Sýningarstjórinn Christian Schoen við verk Rúríar, Fimmtíu metrar, frá 1992. Morgunblaðið/Einar Falur Hið virta þýska forlag Hatje Cantz hefur gefið út glæsilega 208 blaðsíðna bók um list og feril Rúríar. Christian Schoen er rit- stjóri verksins og skrifar samtal við Rúrí en aðrir höfundar texta eru þau Gunnar J. Árnason, Dorot- hea van der Koelen, Laufey Helgadóttir og Halldór Björn Runólfsson. Þá eru í bókinni hugleiðingar skrifaðar af Rúrí sjálfri. Bókinni er skipt í samskonar þematíska kafla og sýningunni í Listasafni Íslands, en þeir nefn- ast á ensku: Identity, Time, Relativity, Cos- mos og Environment. Verk frá öllum ferli Rúríar njóta sín vel í stóru broti bókarinnar en hún er hönnuð af Atelier Atla Hilmarssonar. „Það var svo sannarlega tímabært að svona bók væri gerð um verk og feril Rúríar. Í því felst verðskulduð viðurkenning, segir rit- stjórinn, Christian Schoen. „Rúrí hefur unnið afar markvisst og meðvitað að sinni sköpun. Þegar að er gáð þá renna sömu þræðirnir gegnum verk hennar, allan tímann, og tengja þau saman.“ Schoen hrósar samstarfinu við alla sem komu að bókinni, útgáfuna Hatje Cantz og hönnunarstofu Atla Hilmarssonar, og harm- ar það eitt að ekki hafi náðst að hafa text- ann þýddan á íslensku en til þess var ekki fjármagn. Tímabær bók um verk og ferlil Rúríar

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.