SunnudagsMogginn - 04.03.2012, Blaðsíða 44

SunnudagsMogginn - 04.03.2012, Blaðsíða 44
44 4. mars 2012 Ron Suskind _ Confidence Men bbbnn „Já, við getum,“ hrópaði Barack Obama eftir að hann var kjörinn forseti Bandaríkjanna haustið 2008 í kjölfar afar vel heppnaðrar kosningabar- áttu. Allt virtist leika í höndunum á Obama og margt benti til þess að hann hefði góðan skilning á fjármálakreppunni, sem þá var nýskollin á. Nú hefur blaðamaðurinn Ron Suskind, sem skrifaði nokkrar bækur um forsetatíð Georges W. Bush, sent frá sér bókina Confidence Men, þar sem fjallað er um glímu Obama við bandarísk efnahagsmál á fyrstu tveimur árunum í for- setastóli. Ef marka má bókina fórst forsetanum margt óhöndug- lega, þar á meðal að velja sér starfsmenn og ráðgjafa, sem flestir voru bólgnir af sjálfsáliti og karlrembu. Þótt ráðgjafarnir og Hvíta húsið hafi mótmælt harðlega ýmsum fullyrðingum í bókinni virð- ist ljóst að reynsluleysi forsetans háði honum mjög fyrstu misserin í embætti. Larry Summers, fyrrverandi efnahagsráðgjafi hans, lýsti ástandinu í Hvíta húsinu þannig: „Við erum aleinir heima. Það er enginn fullorðinn við stjórnvölinn.“ Obama hefur síðan skipt um efnahagsráðgjafa og starfsmannastjóra og hefur enn 8 mánuði til að sanna sig. Ben Lieberman - Odd Jobs bbnnn Þegar brimað er á gjöfulum rafbókamiðum net- verslunarinnar Amazon synda oft framhjá torfur af reyfurum sem ekki hafa komist á metsölulista og kosta afar lítið og stundum ekki neitt. Það er freistandi að grípa einn og einn slíkan og lesa þegar drepa þarf tíma og hvíla heilann. Bókin Odd Jobs mun hafa sigrað í bandarískri hand- ritakeppni. Hún fjallar um ungan mann sem fyllist hefndarþorsta þegar hann kemst að því að eigandi kjötverksmiðju er samviskulaus skúrkur sem lét myrða föður hans á sínum tíma. Sumt í bókinni er vel gert en annað síður. Það gengur oft mikið á í sögunni, sem er á köflum nokkuð teikni- myndaleg og klisjukennd en stundum er dvalið of lengi við auka- atriði. Svo gripið sé til annarrar dýralíkingar minnir söguþráð- urinn á íslenskan sveitahund, sem hefur afar gaman af að smala en kann það ekki. Hann rekur féð í ýmsar áttir af miklu fjöri og geltir hátt en sér skyndilega þúfu og gleymir rollunum, hnusar lengi, lyftir afturlöpp og stekkur svo aftur af stað. Guðm. Sv. Hermannsson gummi@mbl.is Erlendar bækur 12. - 25. febrúar 1. Heilsuréttir Hagkaups - Sólveig Ei- ríksdóttir / Hagkaup 2. Svartur á leik - Stefán Máni / JPV útgáfa 3. Gamlinginn sem skreið út um gluggann - Jonas Jonasson / JPV útgáfa 4. Hausaveiðararnir - Jo Nesbø / Uppheimar 5. Húshjálpin - Kathryn Stockett / JPV útgáfa 6. Hollráð Hugos - Hugo Þór- isson / Salka 7. Táknmál blómanna - Vanessa Diffenbaugh / JPV útgáfa 8. Hjarta mannsins - Jón Kal- man Stefánsson / Bjartur 9. Einvígið - Arnaldur Indriðason / Vaka-Helgafell 10. Baldursbrár - Kristina Ohlsson / JPV útgáfa Frá ára- mótum 1. Heilsuréttir Hagkaups - Sólveig Ei- ríksdóttir / Hagkaup 2. Gamlinginn sem skreið út um gluggann - Jonas Jonasson / JPV útgáfa 3. Þóra - heklbók - Tinna Þór- udóttir Þorvaldsdóttir / Salka 4. Almanak Háskóla Íslands 2012 - Þorsteinn Sæmunds- son o.fl. / Háskóli Íslands 5. Hausaveiðararnir - Jo Nesbø / Uppheimar 6. Einvígið - Arnaldur Indriðason / Vaka-Helgafell 7. Brakið - Yrsa Sigurðardóttir / Veröld 8. Húshjálpin - Kathryn Stockett / JPV útgáfa 9. Baldursbrár - Kristina Ohlsson / JPV útgáfa 10. Hollráð Hugos - Hugo Þór- isson / Salka Bóksölulisti Lesbókbækur Skannaðu kóðann til að lesa Listinn er byggður á upplýsingum frá Bókabúð Máls og menningar, Bóka- búðinni Eskju, Bókabúðinni Hamra- borg, Bókabúðinni Iðu, Bókabúðinni við höfnina Stykkishólmi, Bóksölu- stúdenta, Bónus, Hagkaupum, Kaupási, N1, Office 1, Pennanum- Eymundssyni og Samkaupum. Rann- sóknasetur verslunarinnar annast söfnun upplýsinga fyrir hönd Félags íslenskra bókaútgefenda. Minnesota-þríleik norska rithöfund-arins Vidar Sundstøl lýkur meðHröfnunum sem nú er komin út í ís-lenskri þýðingu Kristínar R. Thorla- cius. Sundstøl hóf þríleikinn með Landi draumanna, sem kom út á íslensku árið 2010 og hlaut á sínum tíma Riverton-verðlaunin sem besta glæpasaga ársins í Noregi. Í Landi draumanna snýst atburðarásin um morð á norskum ferða- manni við Lake Superior í Minnesota. Lög- reglumaðurinn Lance Hansen rannsakar morðið en þegar búið er að handtaka meintan morðingja sækja efasemdir á Lance. Hann fer að gruna bróður sinn Andy um morðið. Önnur bókin í þríleiknum, Hinir dauðu, kom út í íslenskri þýðingu í fyrra. Þar fara Lance og Andy á veiðar. Veiðiferðin snýst upp í magnað tauga- stríð milli þeirra tveggja. Þessi millibók er kannski besta verkið af þessum þremur, allavega það óvenjulegasta, og er mun meira í ætt við sálfræðit- rylli en spennusögu. Sögusviðið er afmarkað og persónur á vettvangi eru fáar en höfundi tekst einstaklega vel að lýsa sálrænu stríði milli tveggja manna. Með Hröfnunum lýkur þríleiknum eins og við er að búast með lausn morðgátunnar og ekki er rétt að segja meira hvað varðar þann þátt verksins. En vitaskuld á það við í þessu verki eins og flestum öðrum glæpasögum að ekki er allt sem sýnist. Ekki dæmigerð glæpasaga Í þessari síðustu bók tengir Sundstøl saman lausa þræði og lokar verkinu prýðilega. Niðurstaðan er býsna góður og ágætlega spennandi þríleikur sem er mun vitsmunalegri en dæmigerðar has- arspennusögur. Lesandinn fær góða tilfinningu fyrir umhverfi sögusviðsins, Lake Superior, og fornar sagnir um indjána eru rifjaðar upp og draumar og draugar fá veigamikið hlutverk í verkinu. Það eru þessir þættir sem lyfta verkinu yfir það að vera dæmigerð norræn glæpasaga. Þar sem nokkur tími hefur liðið á milli útgáfu bókanna þriggja er hætt við að jafnvel minnugustu lesendur séu nokkuð farnir að ryðga í því hvað gerðist nákvæmlega í fyrri bókunum tveimur. Sundstøl gerir sér mæta vel grein fyrir þessu og leysir vandann ágætlega, læðir nauðsynlegum upplýsingum um efni fyrri bóka lipurlega inn í textann. Þetta merkir hins vegar ekki það að les- endur sem ekki hafa lesið fyrri bækurnar tvær geti kastað sér yfir Hrafnana. Því fer fjarri, höfundur hugsar bækurnar sem heild og þær verður að lesa þannig. Stakar skila þeir engan veginn sömu áhrifum og þegar þær eru lesnar sem heild. Lífsþreytt aðalpersóna Fjölskyldusaga aðalpersónunnar, Lance Hansen, fær aukið vægi í Hröfnunum. Sterk áhersla er lögð á samskipti hans við bróðurdóttur sína, Chrissy – og svo kemur gömul kærasta aftur til sögunnar. Aðalpersónan, Lance, verður víst seint sögð frumleg persónusköpun í norrænum saka- málasögum. Hann er miðaldra, fráskilinn, á eitt barn og er vitaskuld fremur lífsþreyttur. „Að axla byrði og bera hana möglunarlaust var það sem Lance Hansen var skapaður til,“ segir á einum stað í Hröfnunum. Það virðist ekki mikil hamingja bíða slíkrar persónu, en lífið hefur nú yfirleitt sínar að- ferðir við að koma á óvart, eins og sannast í þess- um þríleik. Þar er vissulega þrúgandi andrúmsloft og óhamingjan leynist víða, en einstaka ljós- greislar finnast þó. Kannski er alltaf mögulegt að hefja nýtt líf. Vidar Sundstøl og lesendur hans geta verið vel sáttir við Minnesota-þríleikinn. Þetta eru vel hugsaðar, áhugaverðar og spennandi bækur. Vel þess virði að lesa, en þá er um að gera að byrja á byrjuninni. Vidar Sundstøl. Hefur vakið athygli og fengið lof fyrir Minnesota-þríleik sinn. Morgunblaðið/Sigurgeir S Minnesota- þrí- leiknum er lokið Hrafnarnir, síðasta bókin í hinum spennandi Minnesota- þríleik norska rithöfundarins Vidar Sundstøl, er nýkomin út í íslenskri þýðingu. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.