SunnudagsMogginn - 04.03.2012, Side 18

SunnudagsMogginn - 04.03.2012, Side 18
18 4. mars 2012 Ásgeir Helgi Magnússon er dans-ari við Íslenska dansflokkinnþar sem hann er búinn að verafrá því um haustið 2010. Hann er jafnframt eini karlmaðurinn sem hefur útskrifast af dansbraut Listaháskóla Ís- lands og tilheyrir fyrsta árgangnum sem útskrifaðist af brautinni með BA-gráðu árið 2009. „Ég byrjaði seint að dansa. Ég var átján ára þegar ég tók minn fyrsta danstíma af algörri slysni. Mig langaði að gera eitthvað skemmtilegt eitt sumarið og ákvað að sækja námskeið hjá Jazzballettskóla Báru. Ég fór þar í byrjendanámskeið og fannst þetta svo skemmtilegt að ég fór í byrj- endahóp veturinn eftir. Hópurinn var lítill og við fengum mjög góða kennslu,“ segir Ásgeir sem var þarna næstu þrjú árin. „Á þessum tíma glæddist áhuginn og ég tók líka þátt í tveimur nemendamótssýn- ingum hjá Versló,“ segir hann en sýningar skólans hafa jafnan lagt áherslu á söng- og dansatriði. Varaplanið var jarðfræðinám „Eftir útskrift vissi ég ekki alveg hvað ég ætti að gera. Maður stóð á tímamótum og það var búið að leggja upp brautina fyrir mann. En ég var í einhverjum uppreisnar- hug á þessum árum. Dansinn færði mér mikla gleði og vellíðan og hjálpaði til við að byggja upp sjálfstraustið. Ég var ekki tilbúinn til að sleppa þessu og ákvað að gefa dansinum tækifæri. Ég fór út í inn- tökupróf til Svíþjóðar í staðinn fyrir að fara í útskriftarferðina,“ segir Ásgeir sem komst inn í Ballettakademíuna í Stokk- hólmi. „Þetta kom mér á óvart. Ég vildi bara prófa og sjá hvort ég kæmist inn en var al- veg tilbúinn með annað plan. Ég var búinn að sækja um í jarðfræði í Háskóla Íslands, ætlaði að fara að klífa fjöll og skoða steina.“ Það fór ekki svo en þess í stað var Ásgeir við nám í Stokkhólmi í þrjú ár en ákvað síðan að koma aftur heim og útskrifaðist úr diplómanámi við LHÍ árið 2007. „Það var rosalegt sjokk fyrir líkamann að dansa meira og minna allan daginn,“ segir Ásgeir um tímann eftir að hann byrj- aði í dansnámi. „Ég komst líka að því hvað maður þarf að borða mikið þegar maður hreyfir sig allan daginn!“ Skólinn í Stokkhólmi lagði áherslu á nútímadans og djassdans. „Þess vegna valdi ég skólann en síðan varð ég smám saman hrifnari af nútímadansinum og fannst á endanum ekki nóg um hann í skólanum. Þess vegna fór ég aftur heim því ég fann að ég vildi sérhæfa mig meira,“ segir Ásgeir en bætir við að námið í Stokk- hólmi hafi gefið honum breiðan grunn. „Ég hafði heldur ekki farið í marga ball- etttíma áður en ég fór út. Stuttu fyrir inn- tökuprófið fór ég í tíma til stelpu sem ég þekkti, sem kenndi mér undirstöðuatriðin og öll frönsku nöfnin. Mér fannst hrika- lega leiðinlegt í balletttímunum fyrsta veturinn. En þegar maður fór að verða að- eins betri tók ég hann í sátt.“ Æfði millivegalengdahlaup Ágeir var í frjálsum íþróttum sem barn í Hafnarfirði þar sem hann ólst upp. Hann sérhæfði sig í millivegalendahlaupum en hann byrjaði að æfa frjálsar þegar hann var þrettán ára. „Ég hef alltaf verið virkur og með mikla orku sem ég hef þurft að fá út- rás fyrir.“ Ásgeir fór sem skiptinemi í BA-náminu út til Amsterdam og síðan beint á vinnu- markaðinn, fékk eitt verkefni í Barcelona og annað á Englandi. „Maður lærir svo mikið á því að fara bara út og byrja. Ég var mjög heppinn og lenti í skemmtilegum og góðum dansflokkum.“ Til að fá verkefni þurfti Ásgeir að fara í áheyrnarprufur en í þær mæta oft 400- 500 manns. „Ég var nokkuð heppinn. Þegar maður starfar sjálfstætt er aðalmálið að finna verkefni sem passa saman. Maður fær kannski tvö mjög góð tilboð en getur ekki tekið bæði. Það er mikil excel-vinna í því að láta þetta ganga upp!“ Hann fór svo í inntökupróf hjá Íslenska dansflokknum og var fyrst ráðinn í eitt verkefni, sem vatt síðan upp á sig. Það var verkið Transaquania - Into Thin Air sem dró hann hingað heim. „Mér fannst mjög spennandi að fá að vinna með Ernu [Óm- arsdóttur], Damien [Jalet] og Gabríelu [Friðriksdóttur] sem eru höfundar að verkinu.“ Dansflokkurinn var langtímamarkmið Hvernig er síðan að vera kominn hingað heim? Sástu þetta alltaf fyrir þér? „Þetta var alltaf takmark. En ekkert Einskonar áhættuleikari Ásgeir Helgi Magnússon æfði frjálsar íþróttir sem barn en byrjaði ekki að dansa fyrr en hann var átján ára gamall. Hann er nú atvinnudansari hjá Íslenska dansflokknum. Texti: Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Myndir: Ómar Óskarsson omar@mbl.is

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.