SunnudagsMogginn - 04.03.2012, Blaðsíða 27

SunnudagsMogginn - 04.03.2012, Blaðsíða 27
4. mars 2012 27 fræðingar hafi á sínum tíma fjallað um innleiðingu samyrkjubúskapar í landbún- aði Sovétríkjanna þegar um átta milljónir manna voru myrtar. En einn fræðimað- urinn hafi varla minnst á mannfallið en hins vegar tíundað hve mikið hafi fallið af nautgripum og öðrum fénaði! Hvers vegna menn sáu ekki í gegnum áróðurinn -Vestrænir menntamenn vissu oftast hvað var að gerast austantjalds. Hvers vegna féllu þeir fyrir þessari helstefnu? „Það er ekki auðvelt að svara þessu. En ég freistast til að segja að menntamenn hafi oft sáralítið vit á stjórnmálum. Menntamenn eru vanir því að dunda sér í friði og góðu skjóli við skrifborðið, án þess að hafa endilega áhyggjur af veru- leikanum umhverfis þá, sjálfu lífinu eins og það er. Hægt er að leysa öll vandamál við skrifborðið. Sagt hefur verið að menn hafi þurft að vera menntamenn til að geta trúað áróðri kommúnista! En öll höfum við innbyggða þörf fyrir einföld svör við flóknum veruleika og kommúnistar áttu slík svör.“ -En hvað með njósnara kommúnista, voru þeir margir og náðu þeir árangri? Jensen segir að DKP hafi sannanlega út- vegað Sovétmönnum og Austur- Þjóðverjum mikilvægar, leynilegar upp- lýsingar um ákveðna stjórnmálamenn og í einhverjum mæli varnarmál. Greinarmunur sé gerður annars vegar á því sem á ensku nefnist „agent of influ- ence“, flugumanni eða njósnara sem ein- beitir sér að því að hafa áhrif á stefnuna en ekki endilega því að safna leynilegum hernaðarupplýsingum, og hins vegar á eiginlegum njósnurum í stíl James Bond. En oft eru skilin óljós. Jensen segir að áhrifanjósnarar hafi m.a. komið röngum upplýsingum á framfæri við almenning, ruglað umræðuna markvisst, komm- únistum í hag. Noti menn hugtakið land- ráð á sama hátt og gert sé í sakamálarétti hafi oft verið um að ræða hrein landráð, öðru ríki verið veittar upplýsingar sem gætu notast í stríði gegn eigin landi. -Ekki hafa sannast njósnir á neina Ís- lendinga fyrir kommúnistaríkin, getur verið að engir hafa verið munstraðir? „Ég hef heyrt að ekki hafi sannast njósnir á neinn Íslending og furða mig mikið á því þegar haft er í huga hvað Ís- land var landfræðilega mikilvægt í kalda stríðinu vegna bandarísku herstöðv- arinnar. Margir Danir hafa viðurkennt njósnir, þeir hafa gert það í yfirheyrslum, lagt spilin á borðið og iðrast. Síðan hefur þeim verið sleppt. Þetta veit almenningur í Danmörku ekkert um, mörg af þessum málum hafa aldrei komið fram op- inberlega. Það er mjög erfitt að útskýra þetta. En dönsk stjórnvöld voru ávallt með tvennt í huga: annars vegar varð auðvitað að berj- ast gegn njósnum en hins vegar var ekki áhugi á að gera of mikið veður út af þeim opinberlega. Það gæti skaðað sambúðina við Sovétríkin og ekki síst verslunar- viðskipti sem gátu verið mjög mikilvæg.“ -Oft er talað um að gera verði upp þessa tíma, láta menn standa reikningsskil gerða sinna. Hver er þín skoðun? „Sjálfur er ég ekki endilega á því að efna þurfi til réttarhalda vegna áhrifanjósnara enda er oft geysilega erfitt að sanna sök í þessum efnum. Vissi áhrifanjósnari alltaf að hann var að laga stefnuna að hags- munum Sovétmanna og ljúga fyrir þá, var þetta meðvitað? Það var ekki bannað með lögum að vera sammála Sovétmönnum og reka áróður fyrir þá. Margt gott og heiðarlegt fólk gekk erinda þeirra, kannski var þetta fólk hrekklaust en það er ekki brot á lögum að vera trúgjarn. Vandamálin varðandi sönn- unarbyrði gætu orðið hrikaleg. Til allrar hamingju er kalda stríðinu lokið og Rússland er ekki lengur nein ógn. Eftir sem áður þybbast margir embætt- ismenn við þegar við sagnfræðingar vilj- um fá að skoða gömul gögn og gerum það meira að segja að beiðni þingsins! En það sem skiptir öllu í opnu og lýðræðislegu samfélagi er að fá allar staðreyndir fram í opinskáum umræðum, leyna því ekki hvað gerðist og opna gagnasöfnin.“ Íbúar í Austur-Berlín fleygja grjóti í átt að sovéskum skriðdrekum í uppreisninni sem gerð var gegn kommúnistastjórn hins svonefnda Austur-þýska alþýðulýðveldis árið 1953. fram í réttarsölum heldur milli sagn- fræðinga, blaðamanna og annarra í op- inberum umræðum. En Dragsdahl fannst að brotið væri illa á sér, æran verið meidd og hann hefur að sjálfsögðu rétt til að fara í mál. Ég vona að ég verði sýknaður í landsréttinum [sem er milli- dómstig] og álít sjálfur að góðar líkur séu á því.“ Hann segir að í Danmörku njóti fréttamenn þess sem nefnt sé „útvíkkað tjáningarfrelsi“, þ.e. megi taka stærra upp í sig en aðrir, vera grófari. Fyrir liggi dómur hjá Mannréttinda- dómstólnum i Strassborg sem staðfesti þennan aukna rétt fréttamanna. Mark- mikið sé að tryggja sem mest frelsi í op- inberum umræðum en undirréttur álíti að fræðimenn njóti ekki sömu réttinda. „Þar var sagt að vissulega hefði ég birt greinina með þessum ummælum um Dragsdahl í dagblaði en tekið fram að ég væri prófessor, þess vegna gilti ekki útvíkkað tjáningarfrelsi. Og bæði aðalritstjórinn og aðrir starfsmenn blaðsins voru sýknaðir, ég einn var dæmdur sekur. Margir danskir lögfræð- ingar álíta að þetta sé röng túlkun á dómi Mannréttindadómstólsins. Auk þess er tekið fram í meið- yrðalögum að setji maður fram fullyrð- ingu í góðri trú geti það dugað til sýkn- unar. En allt þetta mál er mjög mikilvægt fyrir sagnfræðinga, hvort í reynd sé búið að þrengja rétt þeirra til að tjá sig um það sem þeir finna í gögn- um. Skoðuðu háleynileg gögn Ég á nú handrit upp á nærri þúsund blaðsíður að verki um Danmörku og kalda stríðið. Ég hef ásamt þrem öðrum kollegum haft aðgang að skjalasafni PET og einnig leyniþjónustu hersins, FET, auk fleiri stofnana. Þetta er háleynilegt efni, við megum skoða gögn og getum þá spurt hvort við megum birta tiltekna hluti. Þetta ferli hefur nú staðið yfir í 14 mánuði og er ekki enn lokið. Og jafnvel þótt við birtum það er hættan ekki liðin hjá. Enda þótt öryggi ríkisins hafi ekki verið stefnt í voða gæti einstaklingur sagt að hann álíti birt- inguna hafa skaðað sig. Þess vegna hef ég nú í fyrsta sinni á fræðimannsferl- inum látið lögfræðing forlagsins fara yfir hverja einustu síðu í handritinu til að tryggja að ég fái ekki á mig málsókn vegna meiðyrða. Ég vil ekki fá fleiri slík yfir mig.“ Blaðamaðurinn Jørgen Dragsdahl höfð- aði 2007 mál gegn Bent Jensen og Jyl- landsposten vegna meiðyrða. Þetta gerði hann í kjölfar greinar sagnfræðingsins um meintar njósnir Drags- dahls fyrir sovésku leyniþjónustuna, KGB, í kalda stríðinu. Jensen vitnaði í skjöl KGB sem leynd hafði verið létt af en þar er m.a. sagt að Dragsdahl sé „góður og mikilvirkur njósnari“. Einnig að fram kæmi í skjalasafni leyni- þjónustu dönsku lögreglunnar, PET, að grunur hefði beinst að Dragsdahl, fylgst hefði verið með honum og sími hans hleraður 1983-1985. PET taldi Jensen hafa brotið gegn þagnareiði með því að vitna í gögnin og sérstök rannsókn- arnefnd vegna málsins skilaði skýrslu 2009 og sagði að ekkert hefði sannast á vinstrimanninn Dragsdahl. Undirréttur dæmdi Jensen sekan 2010 og gerði honum að greiða Dragsdahl 200 þúsund danskar krónur, nær fimm milljónir króna, í sekt. Jensen hefur áfrýjað dómnum og hafin er fjársöfnun fyrir hann vegna sektarinnar og mála- ferlanna sem kosta sitt. Stuðningsmenn Dragsdahls safna einnig fé fyrir hann. Fullyrti ekki neitt um sekt „Margir halda að ég hafi verið dæmdur fyrir að segja að Dragsdahl hafi verið áhrifanjósnari í þjónustu KGB,“ segir Jensen. „Það skrifaði ég aldrei, ég vitn- aði í gögn sem ég hafði fundið í skrám leyniþjónustu lögreglunnar, PET, að þar stæði að Dragsdahl væri launaður KGB- maður. Síðan var niðurstaða mín ein- faldlega: „Það er að segja, að sögn bæði KGB og PET var Dragsdahl njósnari KGB.“ Sjálfum finnst mér því að málið snúist um það hvort ég hafi vitnað rétt í gögn annarra. En mér er sagt að jafnvel þótt ég hafi sett þarna skýran fyrirvara, að ég væri ekki að tjá eigin skoðun heldur vitna í skoðun annarra aðila, hafi mér samt borið skylda til að geta sannað það sem ég sagði. Geta sýnt sönnunargögn um að hann hafi verið njósnari. Það gat ég ekki og hef aldrei talið að ég gæti. Það er óhemju flókið að ætla sér að bók- staflega opna hug annars manns og toga út úr honum allan sannleikann um njósnir! Deilur af þessu tagi ættu ekki að fara Njósnari - eða hvað? Jörgen Dragsdahl Vesturlönd, rétt eins og nasismi og kommúnismi voru á sínum tíma. „Ég er enginn sérfræðingur í íslam,“ svaraði Jensen. „En ég ætla að rifja upp að breski heimspekingurinn Bertrand Rus- sell, sem þá var félagi í Verkamanna- flokknum breska, heim- sótti Moskvu 1920. Hann hitti Lenín og minntist þess reyndar að leiðtog- inn hefði sagt hlæjandi frá morðum á saklausu flokki. Russell skrifaði bók um ferðina. Þar ber hann bolsévismann beinlínis saman við ísl- am, segir að einkennin séu þau sömu: hug- myndafræði alræðis sem gangi út á að stýra fólki á öllum sviðum mannlegs lífs, líka þeim persónu- legustu. Já, það er mín skoðun að íslam sé ógn.“ Í þingkosningunum 2007 kaus Jensen Danska þjóðarflokkinn, DF, sem er andsnúinn innflytjendum og oft kallaður hægri-pópúlistaflokkur. Harðir and- stæðingar saka hann jafnvel um fasisma. Jensen sagðist ekki styðja stefnu flokks- ins en vilja með þessu mótmæla hatursáróðri sem Pia Kjærsgaard, for- maður flokksins, sætti af hálfu margra menntaðra yfirstéttarmanna. Jensen hefur varað við andvaraleysi gagnvart öfgafullum múslímum á Vesturlöndum og bent á að stuðningsmenn Pal- estínumanna forðist að ræða ofstækisstefnu og hryðjuverk Hamas- manna sem ráða á Gaza. Hann var á fundinum í Árnagarði spurður hvort íslam gæti orðið ógn við Álítur íslam vera ógn Reuters

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.