SunnudagsMogginn - 04.03.2012, Blaðsíða 30

SunnudagsMogginn - 04.03.2012, Blaðsíða 30
30 4. mars 2012 U mræður um landsdómsmálið á hendur Geir H. Haarde hafa leitt ýmislegt í ljós og þá ekki sízt það, að Alþingi er ófært um að taka ákvörðun um, hvort ákæra beri einhverja úr hópi þingmanna eða fyrrverandi þingmanna. Í Veftímariti um stjórnmál og stjórn- sýslu, 2. tbl. 2. árg. 2006 sagði Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor: „Krafan um að meirihluti þings standi að baki ákæru dregur verulega úr líkum á, að slík ákæra komi fram, a.m.k. á meðan flokkur viðkomandi ráðherra á aðild að þingmeirihlutanum.“ Þessi orð voru skrifuð tveimur árum fyrir hrun en þau urðu að köldum veru- leika við meðferð Alþingis á landsdóms- málinu. Geir H. Haarde er einn ákærður af þeim ástæðum, sem prófessorinn lýsti nokkrum árum áður. Í október 2009 kom út skýrsla vinnu- hóps, sem forsætisnefnd Alþingis „fól að fara yfir núgildandi lagareglur um eftirlit þingsins með framkvæmdarvaldinu og leggja mat á hvort breytinga sé þörf“. Í skýrslunni segir: „Sumar ákvarðanir heyra þó undir rík- isstjórnina alla í sameiningu. Á slíkum ákvörðunum bera ráðherrar allir sameig- inlega ábyrgð þótt aðeins einn ráðherra undirriti hana. Þótt ákvörðunarvald sé í höndum eins ráðherra geta samráðherrar hans átt hlut í athöfnum hans. Þeir geta því gerzt samsekir í brotum hans, t.d. með því að hvetja til þeirra eða stuðla að þeim með öðrum hætti. Það geta því fleiri en einn ráðherra átt saman hlut að brotum, sem ráðherraábyrgðalögin taka til, ýmist sem aðalmenn eða hlutdeildarmenn.“ Þessi skýrsla var samin að beiðni for- sætisnefndar Ástu Ragnheiðar Jóhann- esdóttur. Samkvæmt þessari niðurstöðu verður ekki betur séð en bæði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra, sem sætu áttu í ríkisstjórn Geirs H. Haarde frá vori 2007 til 1. febrúar 2009 geti talizt hlutdeildarmenn í meintum brotum Geirs H. Haarde. Hvers vegna voru þau ekki ákærð? Hvers vegna var hugsanlegt hlut- deildarbrot þeirra ekki rætt á Alþingi? Skýringuna á því má finna í fyrr- nefndum ummælum Gunnars Helga Kristinssonar, prófessors. Hvað heitir þetta? Þetta heitir pólitík og það af ómerkilegasta tagi. Eitt helzta ákæruatriðið, sem eftir stendur á hendur þessum eina manni er að hann hafi vanrækt að gæta þess að störf og áherzlur samráðshóps stjórnvalda um fjármálastöðugleika og viðbúnað, sem stofnað var til á árinu 2006 væru markviss og skiluðu árangri. Hvernig stendur á því, að hvorki Björg- vin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra í rík- isstjórn Geirs H. Haarde, eða Valgerður Sverrisdóttir/Jón Sigurðsson, sem gegndu því embætti í fyrri ríkisstjórn, eru ákærð? Ætlar ákæruvaldið, Alþingi, að halda því fram í alvöru að þeir ráðherrar hafi ekkert haft með þennan samráðshóp að gera? Skýringuna á þessu framferði ákæru- valdsins er að finna í fyrrnefndum um- mælum Gunnars Helga Kristinssonar, prófessors. Geir H. Haarde er ákærður fyrir að hafa vanrækt að hafa frumkvæði að virkum að- gerðum stjórnvalda til að draga úr stærð íslenzka bankakerfisins. Fyrstu vísbend- ingar um vanda bankakerfisins komu fram á fundi í Seðlabankanum í lok nóv- ember 2005. Þar voru m.a. Halldór Ás- grímsson forsætisráðherra og Geir H. Haarde. Næstu mánuði á eftir lék allt á reiðiskjálfi í bönkunum. Hvernig stendur á því að Halldór Ásgrímsson, þáverandi forsætisráðherra, er ekki ákærður fyrir að hafa vanrækt að grípa til aðgerða til að minnka bankakerfið þá? Og hvernig stendur á því að Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra frá vori 2007, er ekki ákærður fyrir þetta atriði? Skýringuna er að finna í fyrrnefndum orðum Gunnars Helga Kristinssonar, pró- fessors. Pólitík og það af ómerkilegasta tagi. Geir H. Haarde er ákærður fyrir að hafa ekki fylgt eftir og fullvissað sig um að unnið væri með virkum hætti að flutningi Icesave-reikninga yfir í dótturfélög. Ingimundur Friðriksson, þáverandi seðlabankastjóri, samdi merkan fyr- irlestur til flutnings í Finnlandi sem ekki var fluttur þar en í þess stað birtur á heimasíðu Seðlabanka Íslands í febrúar 2009. Í fyrirlestri þessum segir: „Seðlabanki Íslands taldi eindregið að innlánastarfsemi bankanna ætti að vera í dótturfyrirtækjum fremur en útibúum, þ.m.t. að innlánastarfsemi Landsbankans í Lundúnum yrði færð í dótturfyrirtæki bankans. Unnið var að undirbúningi þess í Landsbankanum snemma árs 2008 og var Seðlabankanum greint frá því hvað til þyrfti og hve langan tíma það tæki. Af við- ræðum við forsvarsmenn Landsbankans taldi Seðlabankinn mega ráða að það ferli væri þegar hafið sl. vor (þ.e. vorið 2008). Í júlí kom á daginn að svo var ekki.“ Af þessum orðum Ingimundar Friðriks- sonar má ráða að stjórnvöld hafi fengið rangar upplýsingar um gang þessara mála en enn og aftur vaknar sú spurning hvers vegna þáverandi viðskiptaráðherra var ekki ákærður fyrir þetta meinta brot með sama hætti og Geir H. Haarde. Skýringuna er að finna í fyrrnefndum ummælum Gunnars Helga Kristinssonar, prófessors. Pólitík og það pólitík af versta tagi. Meðferð þessa máls fyrir Landsdómi eftir helgi verður því miður einhver mesti pólitíski sirkus, sem settur hefur verið upp á Íslandi. Og ástæðan er sú, sem hér hefur verið rakin. Pólitískir leikir á Alþingi fram og til baka til þess að koma í veg fyrir að samflokksmenn þeirra, sem meirihlut- ann hafa yrðu ákærðir. Lög eru lög. Þess vegna hlutu lögin um ráðherraábyrgð og landsdóm að koma til umfjöllunar í framhaldi af hruninu. Þá þegar var þó orðið ljóst, að það gat verið álitamál hvort þau væru nothæf nú á tím- um. Á það benti nefnd á vegum forsæt- isráðuneytis þegar árið 1999. Alþingi hefur sannað með málsmeðferð sinni að þau eru ónothæf. Pólitískur sirkus og ónothæf lög Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Mjög dró til tíðinda í Háskólabíói í fyrra-kvöld. Efnt var til miðnæturhljómleika,þar sem 5 hljómsveitir léku, 4 hljómsveit-anna léku að mestu sömu lögin, hver á fætur annarri. Voru það tónsmíðar, sem hinir marg- umtöluðu „Beatles“ hafa ært ungt fólk með að und- anförnu. Húsið var fullsetið unglingum, sem flestir voru á aldrinum 14 til 18 ára. Þegar hávær strengjasláttur hljómsveitanna og skerandi óp söngvaranna dundu við sem hæst, missti mikill hluti áheyrendanna stjórn á sér og klappaði af sefjun, æpti og stappaði niður fótunum, sumir í gólfið, en aðrir dönsuðu á stólsetum eða jafnvel stólbökum. Sumir drengjanna drógu af sér jakkana og hentu þeim í loft upp í hita leiksins.“ Þannig lýsti Morgunblaðið fyrstu bítlatónleikunum sem haldnir voru á Íslandi, á þessum degi fyrir 48 árum. Viðtökur gesta voru með þeim hætti að ekki varð aftur snúið – bítlið hafði gengið á land á Íslandi. Að öðrum sveitum ólöstuðum stálu Hljómar úr Kefla- vík senunni í Háskólabíói. Það staðfestir frásögn Morg- unblaðsins: „Mest sefjun greip um sig undir leik „Hljóma“ frá Keflavík, sem léku bæði fyrir og eftir hlé. Er þeir höfðu lokið leiknum í fyrra skiptið, var klappið og orgið svo ærandi, að köll kynnisins, Jónasar Jón- assonar, í hljóðnemann, þess efnis að „Hljómar“ léku aftur eftir hléð, bárust ekki til eyrna áheyrenda.“ Og ekki var allt búið. „Það var í síðara skiptið sem „Hljómar“ léku, að leikurinn tók að ærast fyrir alvöru. Drukkinn piltur dansaði um allt húsið og fóru tveir menn á eftir honum og ýmist handsömuðu eða misstu hann aftur. Svo kom þó, að honum rann nokkuð móð- urinn, en þegar lögreglumenn komu skömmu síðar að fjarlægja tónlistarunnanda þennan, sté hann enn nokk- ur spor. Stóðu þá flestir þeir, sem fyrir framan inngang- ana sátu, upp og sneru sér við, klappandi þó og æpandi. Stóðu margir á stólum og slógu höndunum saman fyrir ofan höfuð sér. Um hríð heyrðist ekkert í „Hljómum“, sem þó þykja hafa allhávær tæki í þjónustu sinni. Fyr- irmyndir þeirra „The Beatles“ hafa látið hafa eftir sér, að þeir séu ekki ánægðir fyrr en hætt er að heyrast til þeirra fyrir ólátum í salnum – þá fyrst hafi þeir náð takmarki sínu. Mega „Hljómar“ því vel við una.“ Hljómsveitin Hljómar var stofnuð fimm mánuðum áður af yngstu meðlimum hljómsveitar Guðmundar Ingólfssonar, Gunnari Þórðarsyni gítarleikara, Einari Júlíussyni og Erlingi Björnssyni. Þeir fengu til liðs við sig trommarann Eggert Kristinsson og Rúnar Júlíusson sem lék á bassa. Hljómsveitin lék fyrst í Krossinum í Ytri- Njarðvík en sló í gegn á landsvísu eftir téða tónleika í Háskólabíói. Hljómar voru fyrsta íslenska bítla- hljómsveitin sem náði almennum vinsældum. Hljóm- sveitin starfaði með nokkrum mannabreytingum til 1969 þegar hún leystist upp. Nokkrir meðlimir hennar tóku þátt í stofnun Trúbrots sama ár. Snúðu þér við í gröfinni, Beethoven! Í umfjöllun Morgunblaðsins um tónleikana kemur fram að sumar hljómsveitanna hafi leikið lagið „Roll Over Beethoven“ eftir Chuck Berry. Mun „stjórnandi“ einnar hljómsveitarinnar hafa þýtt nafnið á þessa leið: „Snúðu þér við í gröfinni, Beethoven!“ Um það uppátæki hafði Morgunblaðið eftirfarandi að segja: „Ef gamli meistarinn hefur ekki gert það á þessari stundu, þá er óhætt að full- yrða, að fátt muni á hann bíta.“ Persónulega var blaðamaður Morgunblaðsins, sem ekki er nafngreindur, hrifnastur af Savanna tríóinu sem „átti í engu samleið með hinum öðrum atr. skemmtunar þessarar“. „Áheyrendur fögnuðu Savanna tríóinu ekki síður en öðrum og ætluðu aldrei að sleppa því út af svið- inu, en hrifningin var látin í ljós með allt öðrum og sið- menntaðri hætti en þegar hinir áttu í hlut.“ orri@mbl.is Bítlið berst til Íslands Hinir íslensku „Bítlar“, Hljómar, á tónleikum árið 1964. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon ’ Um hríð heyrðist ekkert í „Hljómum“, sem þó þykja hafa allhávær tæki í þjónustu sinni. Gamla góða Savanna tríóið í góðra vina hópi árið 1965. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Á þessum degi 4. mars 1964

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.