SunnudagsMogginn - 04.03.2012, Blaðsíða 6

SunnudagsMogginn - 04.03.2012, Blaðsíða 6
Franski sjarmörinn segist ekki munu breytast vegna Óskars Dujardins var í gamanþáttaröðinni Un gars, une fille sem var gríðarlega vinsæl 1993 til 2003 og þegar þar var komið sögu stóðu honum margar dyr opnar í kvikmyndaheiminum. Hann hefur verið vinsælasti gamanleikari Frakklands síðustu ár, myndir hans hlotið bestu aðsóknina og Duj- ardin kallaður hinn nýi Belmondo. Sá gam- alkunni leikari, Jean-Paul Belmondo, er mörgum að góðu kunnur. Frakkinn Maurice Chevalier var tilnefndur til Óskars fyrir bestan leik í aðalhlutverki 1929 og 1930, Charles Boyer 1961 og Gérard Depardieu 1990. Franskri dömu hefur einu sinni hlotnast Óskarsstytta sem sú besta í aðalhlutverki; Marion Cotillard þegar hún túlkaði söngkonuna Edith Pi- af í La Vie en Rose árið 2007. Ógleymanleg frammistaða það. Áður höfðu Claude Colbert (1934) og Simone Signoret (1959) verið tilnefndar. „Ég lét mig ekki einu sinni dreyma um þennan starfsferil þegar ég var lítill. Þetta er í raun fárán- legt en samt gaman að sjá hvað lífið hefur upp á að bjóða. Ég hlýt að vera fæddur undir heilla- stjörnu,“ sagði Dujardin nýlega. Leikarinn, sem er 39 ára, segir Óskarsverðlaunin þó ekki munu breyta sér hætishót. „Þau munu veita mér aukið frelsi en eðlisávísunin breytist ekki. Mér líður vel og þess vegna er ekki ástæða til þess að breyta neinu.“ Vikuspegill Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Dujardin gengur til móts við franska blaðamenn á Charles de Gaulle flugvelli í París á þriðjudaginn var. AP Kvikmyndagerðarlistin varð til í Frakk-landi undir lok 19. aldar en ekki leið álöngu þar til Bandaríkjamenn náðuheimsyfirráðum í greininni. Þeir eru reyndar ekki stórtækastir í framleiðslu lengur en horft er á bíómyndir ættaðar úr Hollywood og nágrenni í hverju krummaskuði í heiminum og hvarvetna um að ræða þær vinsælustu, eins og Íslendingum er kunnugt. Í ljósi sögunnar var það því stór stund og gladdi Fransmenn mjög þegar Listamaðurinn, The Art- ist, fékk Óskarsverðlaun sem besta mynd ársins og Jean Dujardin Óskar fyrir bestan leik í aðaðal- hlutverki, fyrstur franskra karla, fyrir frammi- stöðu í þessari frábæru, svart-hvítu og nánast þöglu mynd, sem hefur sópað að sér verðlaunum. Velgengni Listamannsins er stór sigur fyrir franska menningu, að mati þarlendra. Kvikmyndagerð hefur lengi staðið í blóma í Frakklandi, verk þaðan verið kjörin best í flokki erlendra og heim- ildamynda, en aldrei í eftirsóttasta flokknum. „Þetta er eins og að vinna heimsmeistaramótið í fótbolta,“ sagði Dujardin eftir að hann tók við viðurkenningu sinni, að rifna úr stolti. Dujardin ólst upp í Rueil Malmaison, sveitarfé- lagi í vesturhluta Parísar þar sem nú búa um 80 þúsund manns. Að loknum framhaldsskóla hóf hann störf í byggingarfyrirtæki foreldra sinna og það var ekki fyrr en meðan á herskyldu stóð að leiklistin náði tökum á Dujardin. Hann átti auð- velt með að bregða sér í ýmissa kvikinda líki, samdi einleiki og tróð upp í hermannaskálunum. Eftir dvölina í hernum hélt hann uppteknum hætti, kom fram á börum og kabarettum í höf- uðborginni og gekk til liðs við gamanflokkinn Nous C Nous sem vakti þjóðarathygli í hæfi- leikakeppni í sjónvarpi. Fyrsta stóra hlutverk Bestur! Jean Dujardin sleppti fram af sér beislinu í fagnaðarlátunum. AP Eins og að vinna HM í fótbolta 6 4. mars 2012 Hundurinn Uggie, sem segja má að hafi stolið senunni í Lista- manninum (The Artist), er hætt- ur leik þá hæst hann stendur, af heilsufarsástæðum. Uggie er 10 ára Jack Russell- terrier. Hann hefur leikið í fimm kvikmyndum, komið fram í aug- lýsingum og sýnt listir sínar á skemmtunum víða í Bandaríkj- unum og Suður-Ameríku. Hundurinn var við hestaheilsu þar til fyrir nokkrum mánuðum er í ljós kom að flókinn taugasjúk- dómur herjaði á hann. Veikindin lýsa sér í skjálfta annað veifið en eigandi hans og þjálfari, Omar von Muller, segir að hundinum líði reyndar best þegar hann hef- ur nóg fyrir stafni. Sjúkdómurinn ágerist þegar Uggie geti slakað á, en engu að síður ákvað von Muller að draga hund sinn úr sviðsljósinu og tryggja honum áhyggjulaust ævikvöld. Von Muller segir álagið í hund sinn hafa verið mjög mikið við tökur á Listamanninum, hann hafi ekki látið veikindin hafa áhrif á sig en nú sé komið nóg. Skv. nýjustu fregnum virðist þó ekki vera loku fyrir það skotið að Uggie rétti fram hjálparloppu við gerð eins og einnar myndar í við- bót, en aðeins í mjög litlu hlut- verki. Uggie sestur í helgan stein Það urðu miklir fagnaðarfundir þegar leikararnir Jean Dujardin og Uggie hittust á ný á Óskarsverðlaunahátíðinni í Hollywood um síðustu helgi. AP Raðhús í Fossvoginum. Húsið er einstaklega vel staðsett, næstneðst í dalnum, þar sem veðursæld er sérstaklega mikil. Húsið var byggt árið 1971 og teiknað af Jóni Kaldal. Húsinu hefur verið vel við haldið. V. 56,9 m. 1252 OPIÐ HÚS Á MÁNUDAG FRÁ KL. 17:00-18:00 LJÓSALAND 15 - FALLEGT HÚS OPIÐ HÚS

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.