SunnudagsMogginn - 04.03.2012, Blaðsíða 33

SunnudagsMogginn - 04.03.2012, Blaðsíða 33
4. mars 2012 33 ari stigu um fjallaskörð og voru ekki ætlandi venjulegu fólki heldur þaulkunn- ugum fjallahetjum. Á 18. og 19. öld eyddu bæði Bretar og Rússar miklum fjármunum til að rannsaka þetta svæði vegna deilna um landamæri og áhrifasvæði. Stóra spurning breska heimsveldisins var hvort Rússar gætu komist yfir Mið-Asíufjöllin með stóran her og ráðist á Indland. Þó þeirri spurningu hafi aldrei verið svarað endanlega þá liggur svar í því að Rússa- keisari lagði aldrei í slíka herför þó að hún hafi öldum saman verið á teikniborðinu. Fyrir utan hættur náttúrunnar af kulda, skriðum og illviðri lágu hvarvetna í leyni ræningjahópar. Þegar bresk yfirvöld færðu það í tal við Safdar Ali konung Hunza sumarið 1889 að þjóð hans yrði að hætta ránum svaraði konungur því til að þjóð sín hefði afar fáar náttúruauðlindir og lítið annað að til framfæris. Fyrir Safdar Ali voru Rússakeisari, landstjóri Indlands og keisarinn í Kína ættbálkahöfðingjar eins og hann sjálfur en slík heimssýn hneykslaði breska hershöfðingja. Bretar háðu síðar bardaga við þennan sérstæða konung og höfðu þar nauman sigur. Heil heimsálfa Silkivegur Kínverja lá um fjallaskörð Mið- asíu og blómstraði fram á 12. öld þegar út- breiðsla íslamtrúar á svæðinu gerði hinu búddíska stórveldi erfitt fyrir. Endalok þessarar verslunarleiðar milli Kína og Evrópu voru þó ekki fyrr en með siglingu Vasco de Gama sjóleiðina milli Asíu og Evrópu 1497. Auk Kínverja settu hér sitt mark norð- lægari Mið-Asíuþjóðir og óteljandi innrás- arherir inn í Indland í árþúsunda sögu mannsins á þessum slóðum. Niður í Ind- usdalnum runnu þjóðir þessar saman og mynduðu eina menningarheild en öðru máli gegnir um fjallaskörðin. Þar varð hver dalur sem eitt land, með sinn kóng, sinn her, sérstök þjóð- areinkenni, sitt tungumál og sína siði. Tal- ið er að á 1200 kílómetra Karakoram leið- inni séu töluð á þriðja tug tungumála. Sum innbyrðis skyld en önnur af mjög óræðum og lítt þekktum uppruna. Hugmyndir Hunzakonungs á 19. öld um að Bretar, Kínverjar og Rússar væru ættbálkar næstu dala er lýsandi fyrir einangrun svæðisins. Nýleg og raunar síendurtekin mannvíg þar sem öfgahópar drepa menn út frá þjóðerni og trú á þessu svæði er önnur birtingarmynd einangrunar í fjallaskörð- unum. Í yfirstandandi viku lágu þannig 18 shíta-múslimar fallnir eftir morðárás vígamanna. Þrjú þúsund manna þjóð Ævintýralegust allra þessara byggða er Chitralhéraðið í norðvesturhorni Pak- istan. Karakoramvegurinn er örlítið austar en algeng ferðamannaleið er að fara af honum við borgina Gilgit og þaðan er dag- leið til Chitral um nærri 4000 metra hátt Shandur skarð. Bretar herjuðu á konungsríkið Chitral 1895 vegna ótta um að Rússar væru þar á leið til áhrifa. Eftir að hafa hrakið sitjandi konung settu þeir til valda 12 ára gamlan leppkonung. Hann var einn fjölmarga sona hins fallna Aman ul-Mulk. Þetta litla land sem er allt í 1000 metra hæð yfir sjáv- armáli hélt sjálfstæði sínu að nafninu til fram 1969 þegar það var endanlega inn- limað í Pakistan. Fjöllin hér ná yfir 7000 metra hæð en landið allt er um 350 kíló- metra langt fjallaskarð. Á fyrri öldum var konungsríki Chitral til muna stærra og náði yfir hluta þess sem í dag telst til Afg- anistan. Hér býr hin forna Chitral þjóð í sam- nefndri höfuðborg, múhameðstrúarfólk í dag en hátindi í völdum og menningu náði þjóð þessi undir stjórn hins mystíska búddakonungs Bahman á 8. öld eftir Krist. Nágrannar Chitralþjóðarinnar og innan hennar ríkis er Kalash fólkið sem ein allra þjóðarbrota á þessu svæði hefur komist hjá því að vera snúið til múðhameðstrúar. Þeir hafa vitaskuld sitt eigið tungumál, Kalasha sem er af Dardickvísl indóevr- ópskra mála. Trú þeirra er fjölgyðistrú og höfuðguðinn heitir Mahjandeo. Þeir iðka trú sína með brennifórnum dýra, dansi og margræðri samræðu við náttúru jarðar og stjörnur himinhvolfsins. Þó svo að áfengi sé stranglega bannað í Pakistan leyfist Kalashi fólki að brugga sitt vín og drekka það en notkun þess tengist um leið trúariðkun. Þetta er þó langt því frá að vera mjög stórt frávik frá bann- lögum Pakistana því Kalashifólkið er fátt, rétt um 3000 manns og hefur fækkað verulega á seinustu áratugum. Árið 1951 var Kalashi þjóðin talin um 10 þúsund manna. Bláeygir afkomendur Alexsanders mikla Blár augnlitur þekkist meðal Kalash fólks- ins og goðfræðilegar sögur þessa fólks segja frá því að þjóðin eigi uppruna sinn í hersveitum Alexsanders mikla sem gerðu víðreist rétt fyrir Krists burð. Aðrar sögur þessa sama fólks segja að það hafi komið frá hinu fjarlæga og þjóðsagnakennda Tsiyam landi. Nútíma mannfræðingar hafa talið að blá augu Kalash manna og fleiri ættbálka á þessu svæði séu arfur frá Aríum Mið-Asíu að því marki sem ekki mega rekja þau til afskipta breska hersins. Chitralhérað er lokað ferðamönnum þessa dagana eins og svo mörg af þessum fjallahéruðum. Blaðamaður Morgunblaðs- ins verður því að láta sér nægja að hitta nokkra burtflutta Kalashbúa í borginni Peshawar. Túlkur við þær samræður er Kausar Hussein leiðsögumaður og hann byrjar á að skýra mér frá einu og öðru um Kalash fólkið. Undir lok þess samtals lækkar hann róminn og vill greinilega ekki að aðrir heyri um hvað hann er að tala. „Þeir aðhyllast ástarhjónabönd og drengirnir þar velja sér konur á dans- samkomum.“ Þetta er mjög frábrugðið hinu pakistanska normi og raunar langt utan þess velsæmis sem hérlendir þekkja. Bjarni Harðarson skrifar frá Pakistan. Það er kalt í Abbottobad í febrúar og rakinn í loftinu er mikill. Þess vegna er nauðsynlegt að þíða fingurna yfir eldi í pásum. Myndin er tekin á verkstæði rennismiða við aðalgötu bæjarins. Götumynd frá gamla bænum í Abbottobad. Torgið er í dag hluti af hinum mikla Karakoram-vegi.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.