Morgunblaðið - 08.06.2012, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 08.06.2012, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2012 Kristján Jónsson kjon@mbl.is „Við höfum árangurslaust reynt að ná eyrum stjórnvalda. Að stöðva fiskiskipaflotann í þessari viku er neyðarkall okkar til þeirra,“ sagði Adolf Guðmundsson, formaður Landssambands íslenskra útvegs- manna, á samstöðufundi á Austur- velli gegn kvótafrumvörpum ríkis- stjórnarinnar. Útvegsmannafélög og starfsfólk í sjávarútvegi stóðu fyrir fundinum. Margir ræðumenn andmæltu kröftuglega fullyrðingum um að vinnuveitendur hefðu skikkað starfs- menn sína til að mæta. Á fundinum var samþykkt með almennu lófataki ályktun þar sem því er beint til al- þingismanna að taka tillit til alvar- legra athugasemda fjölmargra aðila við frumvörpin tvö til laga um stjórn fiskveiða og veiðigjöld. Fundurinn skoraði á Alþingi að vanda til verka við endurskoðun fisk- veiðilöggjafarinnar og hafa um það víðtækt samráð. Var ályktunin af- hent forseta Alþingis og formönnum þingflokkanna eftir fundinn. Vald ráðherra allt of mikið Ávörp fluttu auk Adolfs þau Árni Bjarnason, forseti Farmanna- og fiskimannasambands Íslands, Guðný Sverrisdóttir, sveitarstjóri Grýtu- bakkahrepps við Eyjafjörð, Ólöf Ýr Lárusdóttir, framkvæmdastjóri Vél- fags á Ólafsfirði, Þorvaldur Garðars- son, útgerðarmaður og skipstjóri á smábáti í Þorlákshöfn, og Arnar Hjaltalín, formaður stéttarfélagsins Drífanda í Vestmannaeyjum. Árni Bjarnason sagði að vald ráð- herra yrði með frumvörpunum miklu meira en eðlilegt gæti talist í lýðræð- isríki. „Stóraukin bein ríkisafskipti af útgerð hafa hvergi í veröldinni leitt til annars en spillingar og hnignunar og engin ástæða er til annars en að sama verði hér upp á teningnum verði þessi lög að veru- leika,“ sagði hann. Hætta væri á því að afar erfitt yrði að ná samningum um kaup og kjör við útvegsmenn ef frumvörpin færu í gegn. Gjá myndi skapast milli aðila vegna þeirra bú- sifja sem frumvörpin merktu fyrir sjávarútveginn. Árni gagnrýndi óbeint ummæli Sævars Gunnarssonar, formanns Sjómannasambands Íslands, en Sævar sagði í vikunni að útvegs- menn beittu sjómenn og aðra starfs- menn sína þvingunum til að fá þá til að taka þátt í aðgerðum gegn nýju kvótalögunum. „Ég vísa því alfarið til föðurhúsanna að stjórn sam- bandsins sé hér að mótmæla vegna þrælsótta við útgerðarmenn,“ sagði Árni. Ekki sótt fram „með öngulinn einan að vopni“ Guðný Sverrisdóttir lagði áherslu á að með mikilli hækkun veiðileyfa- gjalds væri verið að leggja á lands- byggðarskatt. Byggð hefði verið upp sterk atvinnugrein sem byggðist á öflugum fyrirtækjum, Grenivík væri lítið þorp, þar væri mikil náttúrufeg- urð en fólkið þyrfti líka að hafa sitt lífsviðurværi. „Eru Íslendingar ekki búnir að fá nóg af gjaldþrotum?“ spurði Guðný. Vissulega yrði áfram veiddur fiskur við landið en menn gætu ekki sótt fram í sjávarútveg- inum „með öngulinn einan að vopni“. Þorvaldur Garðarsson sagðist koma á fundinn sem fulltrúi Lands- sambands smábátasjómanna en stjórn þess hefði samþykkt að styðja aðgerðirnar gegn allt of mikilli hækkun veiðileyfagjalda. Hann sagði að sáttanefndin svonefnda hefði loks fundið málamiðlun sem hefði mátt nota til að leysa áratuga deilur um kvótakerfið en þeim tillög- um hefði núverandi ríkisstjórn hafn- að. Hún vildi frekar skattleggja greinina úr hófi, blóðmjólka kúna. En þá yrði kýrin geld, það vissu bændur. Geta kollvarpað atvinnuöryggi Arnar Hjaltalín sagði bæði sjó- menn og landverkafólk vera að verja störf sín. „Frumvörpin geta á örfáum árum lagt góð störf verkafólks og sjó- manna í rúst til þess eins að skapa verri og illa launuð störf annars stað- ar. Við sem gjörþekkjum aðstæður í sjávarútvegi á þessum stöðum vitum að ef þessi frumvörp verða samþykkt verður til veikari sjávarútvegur með afar slæmum afleiðingum fyrir alla þjóðina, því enn og aftur er öflugur sjávarútvegur drifkraftur endur- reisnar úr kreppunni,“ sagði Arnar. Neyðarkall til stjórnvalda  Sjómenn og landverkafólk óttast um atvinnuöryggi sitt verði kvótafrumvörp ríkisstjórnarinnar samþykkt óbreytt Þétt setinn bekkurinn Straumur fiskiskipa lá til Reykjavíkur í gær og voru þau bundin hvert utan á annað til að öll kæmust fyrir í gömlu höfninni. Gísli Gíslason hafnarstjóri segir daginn sögulegan því um 70 stærri skip hafi verið í höfninni, sem sé með því mesta sem menn hafi séð í áratugi. Samstöðufundur á Austurvelli Ólöf Ýr Lárusdóttir, fram- kvæmdastjóri Vélfags ehf. á Ólafsfirði, sagði fyrirtækið eitt af mörgum sem dafnað hefðu vel í sjávarútvegsklasanum með þjónustu við öflug og vel rekin fyrirtæki. Hún sagði erfiðara fyrir landsbyggðarfólk sem ætti allt sitt undir sjávarútveginum en Reykvíkinga að koma sjón- armiðum sínum á framfæri; fjöl- miðlar þytu ekki á staðinn. „Ég kem hingað á eigin veg- um, kem hingað af því að ég vildi það sjálf,“ sagði Ólöf. „Það sem ég segi hér er hvorki ritskoðað né samið af Landssambandi ís- lenskra útvegsmanna. Ég er ekki í neinum stjórnmálaflokki, ég skilaði auðu síðast og líklegast að ég geri það næst.“ Hún sagðist hafa lesið skýrslu sem óháðir sérfræðingar gerðu að ósk stjórnvalda um frum- vörpin en þeir gagnrýndu þau harkalega. Kveðið hefði við sama tón í athugasemdum allra hags- munaaðila, hvar sem borið var niður, sagði Ólöf. Hún skoraði á fólk að lesa umrædd gögn, þau væru upplýsandi. Beitt væri harkalegum áróðri. „Útgerðarmenn sem keyptu sér kvóta eða héldu áfram að reka sín fyrirtæki eru orðnir eins konar ígildi Hells Angels og aðr- ir hagsmunaaðilar, sem voga sér að efast um heilbrigði þessara frumvarpa, eiga vafalaust líka mótorhjól.“ kjon@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Skelegg Ólöf Ýr Lárusdóttir. Ávarpi hennar var vel fagnað. „Orðnir eins konar ígildi Hells Angels“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.