Morgunblaðið - 08.06.2012, Síða 25
FRÉTTIR 25Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2012
Börkur Gunnarsson
borkur@mbl.is
„Upp úr 2025 er viðbúið að menn
muni vera að vinna á þremur olíu-
svæðum norðan Íslands, við Austur-
Grænland, á Drekasvæðinu og við
Jan Mayen,“ sagði Össur Skarphéð-
insson, utanríkisráðherra Íslands, á
morgunverðarráðstefnu sem haldin
var um olíu á Drekasvæðinu í Arion
banka í gær. Að mati Össurar gæti
þjónusta við olíusvæðin þrjú skapað
umtalsverðan auð fyrir Íslendinga.
Össur sagðist hafa rætt við kollega
sína á Grænlandi og í Noregi og það
væri mikill vilji til samstarfs um
þróun þjónustusvæða. Össur sagð-
ist líka vilja setja upp sérstakan
Auðlindasjóð sem og auðlindagjald
fyrir helstu orkulindirnar, eins og
olíu, jarðhita, fallvötn í eigu ríkisins
og fiskinn.
Hefja undirbúning strax
Í máli Thinu Margrethe Saltvedt,
greinanda hjá Nordea bankanum,
og Per Mathis Kongsrud, frá
norska fjármálaráðuneytinu, komu
fram skýrar ábendingar um að þótt
það væri kannski ekki kominn tími
til mikillar uppbyggingar vegna
mögulegs olíufundar að þá þyrfti
samfélagið, pólitíkusar og embætt-
ismenn að hefja viðræður sem fyrst
um hvernig skyldi bregðast við. Eða
einsog Saltvedt orðaði það í samtali
við Morgunblaðið eftir ráðstefnuna:
„Ef íslenskir pólitíkusar eru jafn
hægir í hreyfingum og þeir norsku,
er eins gott að hefja þessar umræð-
ur strax til að samkomulag sé í höfn
áður en allt fer af stað,“ sagði hún.
Fyrst hafði Þórarinn Sveinn
Arnarsson, verkefnastjóri olíuleitar
hjá Orkustofnun, haldið erindi um
líkindi þess að olía finnist á svæðinu
og verða þau að teljast þónokkur.
Kongsrud deildi með fundar-
mönnum reynslu Norðmanna og
hversu mikilvægt það hafi verið að
ná sátt um norska olíusjóðinn sem
fylgir 4% ávöxtunarkröfu og tryggir
Norðmönnum góðan lífeyri. Kongs-
rud sagði það mikilvægt að halda
þjóðinni upplýstri um hættur þess
að fara að beina olíupeningunum
inn í norskt samfélag. En sjóðurinn
fjárfestir allstaðar annarstaðar en í
Noregi til að forðast þenslu í
samfélaginu.
Samfélög á landsbyggðinni
gætu blómstrað
Saltvedt lagði áherslu á að pen-
ingarnir af olíuvinnslunni væru ekki
endilega mikilvægastir heldur gæti
þjónustan við hana gefið mikið af
sér. Hún benti á að Stavanger og
fleiri byggðarlög í Noregi, sem
hefðu verið lítil og ekkert að gerast
þar, væru orðnar myndugar borgir í
dag þar sem allt blómstraði. En
Stavanger er gjarnan köllluð höf-
uðborg olíunnar. Þannig gætu
svæði á Norð-Austurlandi orðið
hentug til að þjónusta olíusvæðin og
hafa yrði það í huga við framtíð-
aráætlanir á svæðinu. Allt sam-
félagið græddi á svona fundum, allt
frá bakara, hárgreiðslumönnum og
sjoppueigendum til sveitarfélag-
anna og ríkisins.
Líkur á olíu á Drekasvæði miklar
Morgunblaðið/Ómar
Húsfyllir Troðið var á morgunfundi Arion banka í gær og sáust mörg þekkt andlit úr atvinnulífinu og pólitíkinni.
Mikilvægt að stjórnmálamenn komist sem fyrst að samkomulagi um hvað skuli gera ef olía finnst
Um 2025 munum við hugsanlega þjónusta þrjú olíusvæði Svæði úti á landi gætu blómstrað
Drekasvæðið
» Norðurhluti svæðisins er
42.700 ferkílómetrar að flat-
armáli og staðsett norðaustur
af Íslandi.
» Á svæðinu hafa fundist móð-
urberg sem er forsenda tilvistar
olíu og geymsluberg þar sem
olía eða gas gæti hafa safnast
saman.
» Um hluta svæðisins gildir
milliríkjasamningur milli Íslands
og Noregs frá 1981 um land-
grunnið milli Íslands og Jan Ma-
yen og þekur sá hluti 12.720
ferkílómetra innan þess.
NÁÐU EM OG ÓLYMPÍULEIKUNUM
Í HÁSKERPU MEÐ GERVIHNATTABÚNAÐI
FRÁ OKKUR
VERÐ Á BÚNAÐI FRÁ 44.300,-
• CONAX AFRUGLARI
• USB FYRIR UPPTÖKU
• 3D READY
• YOUTUBE SPILARI
• PICASA SPILARI
• RSS LESARI
• VEÐURSPÁ
• MARGMIÐLUNARSPILARI
Þar sem að gervihnattabúnaðurinn fæst
Auðbrekku 3 ~ 200 Kópavogur ~ Sími: 564 1660 ~ oreind.is