SunnudagsMogginn - 01.07.2012, Blaðsíða 11

SunnudagsMogginn - 01.07.2012, Blaðsíða 11
1. júlí 2012 11 07:00 Vakna eldhress og fer upp í hesthús í Víðidal því Landsmót hestamanna er gengið í garð. Ég gef hestunum morgungjöfina sína og eftir það fæ ég mér sjálf morgunmat. 08:00 Hirði hesthúsið, það er að segja hreinsa úr stíum, set spæni inn í stíurnar og geri fínt svo að hestunum líði vel og geti hvílt sig yfir daginn. Hleypi hestunum mínum Þóri og Þresti út í gerði, ásamt fleirum til að viðra sig og kljást við hina hestana. 09:00 Keppni og kynbótasýningar hefjast. Aðstoða mína nánustu að leggja á og pússa. Horfi einnig á aðra keppendur. Maður verður líka að njóta þess að fylgjast með mótinu. 11:00 Fer á bak á einum hesti, sá hestur er nú ekki keppnishestur á mótinu en þó minn framtíðarhestur, hann heitir Héðinn Skúli og er gott að venja hann við allt áreitið sem fylgir á svona stóru móti svo hann verði betur undirbúinn fyrir komandi mót framtíð- arinnar. 12:00 Gef hádegisgjöf sem er mun minni en morgungjöf, sirka 1 kg og sumir hestarnir fá líka fóðurbæti. Sópa ganginn og leyfi hest- unum að fá sinn frið svo þeir geti hvílst því átökin verða mikil. Ég fæ mér einnig að borða og fer yfir í huganum hvernig ég ætla að sýna hestana mína sem best. 13:00 Legg á hestana mína, pússa þá og bursta og geri þá fína fyrir keppnina. Ég skipti um föt og fer í hvítar reiðbuxur, reiðstígvél og reiðjakka, maður verður að vera fínn á lands- móti. 14:00-16:30 Sýni hestana mína, frændurna Þóri og Þröst frá Hólum í kynbóta- sýningu. Þeir eru báðir alhliða hestar í flokki sjö vetra og eldri stóðhesta. Það gekk mjög vel að sýna þá þó svo að þeir hafi ekki haldið öllum sínum tölum. En við höfum yfirlitssýninguna á morgun til að sækja hærri tölur. 18:30 Aðstoða pabba við skeiðkappreiðarnar þar sem hann er með þrjá hesta sem allir hafa verið í minni þjálfun í vetur. Hann er með tvo hesta í 250 m skeiði, þá Flosa og Andra og þarf ég að vera tilbúin með næsta hest þegar hann er kominn úr sprettinum. Ég held í þá á hliðarlínunni. Einnig næ ég í Óðin sem keppir í 150 m skeiði þegar einn sprettur er eftir í 250 m skeiði. Árangurinn er frábær, hann nær besta tímanum í 150 m skeiði og 250 m skeiði. Á morgun er aftur keppt og verður gaman að sjá hvernig fer, hvort einhver nær að skáka þeim gamla. 19:30 Geng frá í hesthúsinu, næ í hestana út í gerði, gef kvöldgjöf, sópa ganginn. Fæ mér smá nasl í hesthúsinu, þó ekki kvöldmat. Allt er komið í ró og næði og hestarnir éta heyið sitt. 20:00 – 22:30 Hjálpa öðrum knöpum við að fínstilla fyrir keppni. Þetta eru börn og unglingar á ýmsum aldri og gengur þeim býsna vel og allt lítur mjög vel út. Ég aðstoða einnig pabba og unnusta minn, hann Árna, sem er að fara að keppa í tölti. 23:30 Komin heim, fæ mér eitthvað aðeins að borða, skelli mér í sturtu og rétt kveiki á sjónvarpinu en slekk fljótlega á því aftur þegar ég sé hvað tímanum líður. 24:00 Farin að sofa og stilli klukkuna 7:00 og er eflaust sofnuð áður en ég legg höfuðið á koddann. Dagur í lífi Sylvíu Sigurbjörnsdóttur Sylvíu Sigurbjörnsdóttur líður best í frelsinu í sveitinni umkringd hestum og náttúrufegurð. Morgunblaðið/Eggert Hestamennska frá morgni til kvölds Smiðjuvegi 7 - 200 Kópavogi - Sími: 54 54 300 Opnunartími: 08:00 - 17:00 alla virka daga www.ispan.is - ispan@ispan.is CE-VOTTUN ER OKKAR GÆÐAMERKI Sérfræðingar í gleri … og okkur er nánast ekkert ómögulegt HERT GLER: Í handrið • Í skjólveggi Jón Baldvin Hannibalssonhélt því eitt sinn fram, að„fjölskyldurnar fjórtán“ættu Ísland. Hann skýrði ekki nánar, hverjar þær væru, enda tók hann orðið traustataki frá El Salvador, þar sem iðulega var talað um „Las catorce fa- milias“. Greining Jóns Baldvins er ekki eins einföld og danska þjónsins á einni Kaupmannahafn- arkránni á nítjándu öld. Hann skipti íslenskum stúdentum í tvo hópa, Briemere og Blønda- lere, og sagði hin fleygu orð: „Briemerne, de er gode beta- lere, men dårlige sangere. — Bløndalerne, de er gode san- gere, men dårlige betalere.“ Sjálfur var Jón Baldvin raunar af einni af valdaættum Íslands á tuttugustu öld. Faðir hans, Hannibal Valdimarsson, var for- maður þriggja stjórnmálaflokka, forseti Alþýðusambands Íslands og ráðherra. Föðurbróðir Jóns Baldvins var bankastjóri og þingmaður. Bróðir Jóns Bald- vins er faðir forsetaframbjóð- andans Þóru Arnórsdóttur. Líklega var ein ættin, sem Jón Baldvin hefði getað nefnt, Thorsararnir, afkomendur stór- útgerðarmannsins Thors Jen- sens. Meinlegt var svar Steins Steinarrs, þegar hann var spurður, hvað honum fyndist um skáldskap Thors Vilhjálms- sonar, sonarsonar Thors Jen- sens: „Það veit ég ekki, en það er gaman, að Thors-ættin skuli vera farin að yrkja.“ Ekki var það síður meinlegt, sem ónefndur maður sagði í samkvæmi í Reykjavík, þegar maður af Gautlandaætt raupaði af ætterni sínu, en tveir menn af þeirri ætt voru ráðherrar á önd- verðri tuttugustu öld: „Gaut- landaættin er eins og kart- öflugras. Hið besta af henni er neðanjarðar.“ Er þessi fyndni líklega komin frá enska skáldinu Sir Thomas Overby, sem skrif- aði í Characters (Manngerðum) árið 1614: „Maður, sem getur ekki hrósað sér af öðru en merkum forfeðrum, er eins og kartöflugras, — hið besta úr honum er neðanjarðar.“ Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Ættir á Íslandi

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.