Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.10.2012, Síða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.10. 2012
Matur og drykkir
M
eðlimir hljómsveit-
arinnar Varsjár-
bandalagið eru fjörugir.
Sigríður Ásta Árna-
dóttir, harmonikkuleikari sveit-
arinnar, bauð félögum sínum heim í
mat en allir lögðu í púkk. Auk Sig-
ríðar Ástu mættu til leiks þeir Hall-
ur Guðmundsson, Karl James
Pestka, Magnús Pálsson, Stein-
grímur Guðmundsson og Ásgeir Ás-
geirsson.
Heimili Sigríðar Ástu er hlýlegt
en þar á bæ er ekki til taug af ótta
við að nota liti enda er hönnuðurinn
og harmonikkuleikarinn þekkt fyrir
allt annað en svarthvítar taugar.
Litfríður, prjónabók hennar sem
kom út á dögunum, ber þess glögg-
lega vitni, en matarboðið og annað
sem hún kemur nálægt er frumlegt.
Hljómsveitin er líka nokkuð óvenju-
leg. Hún spilar svokallaða balkan-
tónlist og heldur uppi „austantjalds-
legu“ útliti í stíl. Matarboðið þótti
meðlimum hljómsveitarinnar tilvalið
til að komast í stuð fyrir veturinn
en í Iðnó verður til að mynda ball
29. desember en hljómsveitin Júpí-
ters mun einnig spila á dans-
leiknum. Hér getur að líta á mat-
arboð að hætti Varsjárbandalagsins
– með indversku lambalæri raunar,
girnilegum eftirrétti og fordrykk.
Hátíðarstund áður en sest var að snæðingi. Meðlætið með lærinu var meðal annars hrísgrjón, sætar kartöflur steiktar í olíu í ofni og ferskt salat.
Balkankvöldstund
í Hafnarfirði
KVÖLD EITT HITTUST MEÐLIMIR VARSJÁRBANDALAGSINS Í HEIMAHÚSI OG ELDUÐU IND-
VERSKT LAMBALÆRI, REIDDU FRAM FAGRAN FORDRYKK OG GIRNILEGASTA EFTIRRÉTT
Texti: Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is
Ljósmyndir: Eggert Jóhannesson eggert@mbl.is
FJÖRUGT MATARBOÐ TÓNLISTARFÓLKS
Gullfallegur fordrykkurinn í tveimur lögum, fagurlega skreyttur.
Fiðluleikarinn blandar fordrykkinn í
eldhúsinu.
1 laukur
1 hvítlauksrif
1 chilialdin
svolítil engiferrót eftir smekk
2-3 msk. milt karrímauk
ólífuolía
lítill blómkálshaus
400-500 g soðnar kjúklingabaunir
1 dós kókosmjólk
100 g grænar sykurbaunir
2 tómatar
sjávarsalt og nýmalaður pipar
ferskt kóríander
Skerið lauk í fernt, afhýðið engiferrót og
skerið tómata í bita. Fræhreinsið chilialdin.
Setjið lauk, hvítlauk, engiferrót, chili og karrí-
mauk í matvinnsluvél og maukið. Steikið
maukið í 2 mín. í olíu á pönnu. Setjið blóm-
kál, kjúklingabaunir og kókosmjólk út í og
sjóðið í 15 mín. Bætið sykurbaununum og
tómötunum út í og sjóðið í 10 mín. Kryddið.
Kjúklingabaunir
klarínettuleikarans
Gula lagið
½ l heilsusafi
1 banani (gulur eða svartur)
1-2 frosið mangó
1/4 bolli hveitikím (valfrjálst)
Rauða lagið
½ l morgunsafi
1 banani (gulur eða svartur)
½ bolli frosin hindber
½ bolli frosin jarðarber
1 bolli spínat (valfrjálst)
Fyllið ½ bolla með þykkara
laginu og svo því þynnra ofan
á. Setjið teskeið af fyrsta lag-
inu, á við krónustærð, í hring
ofan á og rennið hnífi í gegn-
um hringinn til að mynda
hjarta.
Tveggja laga
fordrykkur