Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.10.2012, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.10.2012, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.10. 2012 Matur og drykkir M eðlimir hljómsveit- arinnar Varsjár- bandalagið eru fjörugir. Sigríður Ásta Árna- dóttir, harmonikkuleikari sveit- arinnar, bauð félögum sínum heim í mat en allir lögðu í púkk. Auk Sig- ríðar Ástu mættu til leiks þeir Hall- ur Guðmundsson, Karl James Pestka, Magnús Pálsson, Stein- grímur Guðmundsson og Ásgeir Ás- geirsson. Heimili Sigríðar Ástu er hlýlegt en þar á bæ er ekki til taug af ótta við að nota liti enda er hönnuðurinn og harmonikkuleikarinn þekkt fyrir allt annað en svarthvítar taugar. Litfríður, prjónabók hennar sem kom út á dögunum, ber þess glögg- lega vitni, en matarboðið og annað sem hún kemur nálægt er frumlegt. Hljómsveitin er líka nokkuð óvenju- leg. Hún spilar svokallaða balkan- tónlist og heldur uppi „austantjalds- legu“ útliti í stíl. Matarboðið þótti meðlimum hljómsveitarinnar tilvalið til að komast í stuð fyrir veturinn en í Iðnó verður til að mynda ball 29. desember en hljómsveitin Júpí- ters mun einnig spila á dans- leiknum. Hér getur að líta á mat- arboð að hætti Varsjárbandalagsins – með indversku lambalæri raunar, girnilegum eftirrétti og fordrykk. Hátíðarstund áður en sest var að snæðingi. Meðlætið með lærinu var meðal annars hrísgrjón, sætar kartöflur steiktar í olíu í ofni og ferskt salat. Balkankvöldstund í Hafnarfirði KVÖLD EITT HITTUST MEÐLIMIR VARSJÁRBANDALAGSINS Í HEIMAHÚSI OG ELDUÐU IND- VERSKT LAMBALÆRI, REIDDU FRAM FAGRAN FORDRYKK OG GIRNILEGASTA EFTIRRÉTT Texti: Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Ljósmyndir: Eggert Jóhannesson eggert@mbl.is FJÖRUGT MATARBOÐ TÓNLISTARFÓLKS Gullfallegur fordrykkurinn í tveimur lögum, fagurlega skreyttur. Fiðluleikarinn blandar fordrykkinn í eldhúsinu. 1 laukur 1 hvítlauksrif 1 chilialdin svolítil engiferrót eftir smekk 2-3 msk. milt karrímauk ólífuolía lítill blómkálshaus 400-500 g soðnar kjúklingabaunir 1 dós kókosmjólk 100 g grænar sykurbaunir 2 tómatar sjávarsalt og nýmalaður pipar ferskt kóríander Skerið lauk í fernt, afhýðið engiferrót og skerið tómata í bita. Fræhreinsið chilialdin. Setjið lauk, hvítlauk, engiferrót, chili og karrí- mauk í matvinnsluvél og maukið. Steikið maukið í 2 mín. í olíu á pönnu. Setjið blóm- kál, kjúklingabaunir og kókosmjólk út í og sjóðið í 15 mín. Bætið sykurbaununum og tómötunum út í og sjóðið í 10 mín. Kryddið. Kjúklingabaunir klarínettuleikarans Gula lagið ½ l heilsusafi 1 banani (gulur eða svartur) 1-2 frosið mangó 1/4 bolli hveitikím (valfrjálst) Rauða lagið ½ l morgunsafi 1 banani (gulur eða svartur) ½ bolli frosin hindber ½ bolli frosin jarðarber 1 bolli spínat (valfrjálst) Fyllið ½ bolla með þykkara laginu og svo því þynnra ofan á. Setjið teskeið af fyrsta lag- inu, á við krónustærð, í hring ofan á og rennið hnífi í gegn- um hringinn til að mynda hjarta. Tveggja laga fordrykkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.