Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.10.2012, Page 33

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.10.2012, Page 33
28.10. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 33 Peugeot framleiddi sína fyrstu piparkvörn 1840. Verkið í kvörnunum er ennþá það áreiðanlegasta á markaðnum og ástæðan fyrir því að Peugeot býður 30 ára ábyrgð. Í yfir 200 ár hefur Peugeot framleitt allt frá trésögum og víravirki fyrir krínólín pils til bifreiða og saumavéla. Piparkvörnin á þó alltaf sérstakan stað á framleiðslulínunni og hafa yfir 1.000 tegundir af kvörninni verið hannaðar og seldar um allan heim. J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • jl .i s • S ÍA Peugeot, skoðaður til 2042 Frá vinstri: Hallur Guðmundsson, Ásgeir Ásgeirsson, Sigríður Ásta Árnadóttir, Magnús Pálsson og Karl James Pestka. Súkkulaðimúsin er með lárperum í stað eggja fyrir Karl grænmetisætu. Í borðstofunni á heimili Sigríðar Ástu í Hafnarfirði. *Indversktlambalærivarð fyrir valinu því einn meðlimurinn er með Indlandsdellu og er á leið þangað Jógúrt- og kryddlegið lambalæri, upprunnið úr múslímahéruðum Norður-Indlands. 1 lambalæri 1 l ósæt, lífræn jógúrt 1 laukur 5 msk. grófsaxaður hvítlaukur 20 cm af engiferrót 5 tsk. salt 1 tsk. cayennepipar 1 msk. garam masala 1 bolli möndluflögur 12 þurrkaðar fíkjur kókosolía til steikingar 6 msk. sesamfræ Pikkið lærið með beittum hníf. Setjið jógúrt, hálfan lauk, hvítlauk, og grófskorið engifer, salt og cayennepipar í blandara og þeytið saman. Setjið lærið í djúpt fat og hellið þeytingnum yfir. Geymið lærið á köldum stað í 24-48 klukkustundir. Ausið yf- ir það nokkrum sinnum. Hitið ofninn í 180 gráður. Breiðið álpappír yfir lærið og lokið þétt. Steikið það í einn og hálfan tíma. Takið lærið út, hrærið möndlum út í sósuna og setjið fíkj- urnar heilar í. Lærið þarf að vera einn og hálfan tíma enn í ofni. Á meðan er hinn helmingurinn af laukn- um skorinn í sneiðar, steiktur á pönnu í mikilli feiti. Ristið sesamfræin á þurri pönnu og hrærið í til að þau brenni ekki. Fræin eru möluð í kaffikvörn og hrært út í sósuna. Ausið sósu yfir lærið og hafið það að lokum 10 mínútur í ofninum. Lauknum er stráð yfir lærið þegar það er borið fram. Norðurindverskt lambalæri 2 þroskaðar lárperur (eða 4 eggjarauður) 2 þroskaðir bananar 100 ml velgd kókosolía 100 ml agavesíróp, ekta hlyn- síróp eða gott hunang 50 ml kakó 200 ml kókosmjólk Lúka af fersku myntulaufi úr garðinum eða 1 tsk. van- illuduft Í stuttu máli er allt hráefnið sett í blandara og maukað saman á minnsta hraða. Það þarf að stoppa oft og hjálpa aðeins til með sleikju. Hellið þessu þá í skál og kælið í klukkustund. Hafið þeyttan rjóma og ber með. Súkkulaði- mús

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.