Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.10.2012, Side 47

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.10.2012, Side 47
28.10. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 47 Landsliðið í hópfimleikum kvenna á góðri stund að loknum fræknum sigri á Evrópumeistaramótinu sem fram fór í Danmörku. Morgunblaðið/Eggert Hávinkill Ein erfiðasta gólfæfing íslenska liðsins sem Harpa Snædís Hauks- dóttir klárar með stæl. Hópfimleikar eru tiltölulega ung íþrótt en upp úr 1980 var byrjað að keppa í íþróttinni í Dan- mörku. Í kjölfarið breiddist hún út og nýtur nú mikilla vinsælda á Norðurlöndunum. Bæði kvenna- liðið og unglingalið stúlkna báru sigur úr býtum á Evrópumeist- aramótinu í hópfimleikum í Dan- mörku um liðna helgi og verður árangurinn að teljast einstakur fyrir svo fámenna þjóð. Sunnudagsblað Morgunblaðs- ins fékk að líta inn á æfingu hjá kvennaliðinu í vikunni og þar var glatt á hjalla. Þjálfarar kvennaliðsins eru fjórir, tveir einbeita sér að gólf- æfingum og tveir eru í stökkum og dýnu. Liðið er skipað 14 stúlkum en tveir varamenn til viðbótar fara með á mót. Með- alaldur liðsins er rúmt 21 ár, sú elsta í liðinu er 27 ára en sú yngsta 16 ára. Kvennaliðið kem- ur allt úr Gerplu í Kópavogi. Unglingaliðið er svo skipað stúlkum á aldrinum 13-17 ára en þær koma úr mörgum félögum, þó eru átta stúlkur í því liði úr Stjörnunni í Garðabæ. Fimleikar álíka vinsælir og fótbolti Víðast hvar í Evrópu er knatt- spyrna sú íþrótt sem flestir iðka og Ísland er engin undantekn- ing. Ef aðeins er horft til kvenna lætur hins vegar nærri að jafn- margar æfi fimleika og fótbolta hér á landi, en alls er talið að iðk- endur fimleika hér á landi séu um 12 þúsund og meirihluti þeirra eru konur eða stelpur. Fimleikar eru fjórða stærsta íþróttagreinin innan ÍSÍ ef tekið er tillit til fjölda iðkenda. Að sögn þjálfara kvennalands- liðsins hafa vinsældir hópfim- leika aukist undanfarið í tengslum við velgengni liðsins. Flestar stúlkurnar komi þó upp- haflega úr áhaldafimleikum en færi sig svo yfir í hópfimleika þar sem þær þurfa ekki að keppa hvor við aðra heldur sé enn meiri áhersla lögð á liðsheild og hóp- efli. ÓTRÚLEGUR ÁRANGUR FIMLEIKAKVENNA Á SKÖMMUM TÍMA Ísland fremst í Evrópu í hópfimleikum Jafnvægi Að gera hinn fullkomna „pirouette“ snúning reynir á jafnvægi. Það veit landsliðskonan Ingunn Jónasdóttir Hlíð- berg mætavel.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.