Morgunblaðið - 27.10.2012, Síða 12

Morgunblaðið - 27.10.2012, Síða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2012 We now wish to strengthen our research in Product Innovation. Candidates should have a strong research background in product development and the ability to create results that are applicable to engineering design. We need an individual with interdisciplinary leader- ship qualities, innovative and creative skills, and who has an interest to progress the research area, lead the research subject and supervise PhD students For more information: www.ltu.se Deadline for application: January 18, 2013, ref no 1932-12 Contact: Head of division Peter Törlind, +46 (0)920-49 24 12, peter.torlind@ltu.se Professor Jan Johansson +46 (0)920-49 14 12, jan.johansson@ltu.se THE NORTHERNMOST UNIVERSITY of Technology in Scandinavia Luleå University of Technology expands Chaired Professor in Product Innovation luleå university of technology has an annual turnover of more than EUR 160 million.Today the University has 1,600 employees and 17,000 students. Research is carried out in close cooperation with companies such as Shell, Ericsson, Scania, LKAB,Airbus,Volvo Aero, IBM and international universities. Research conducted within Luleå University ofTechnology has a turnover of more than EUR 90 million. Bílasalar Undirbúningsnámskeið vegna prófs til leyfis sölu notaðra bifreiða verður haldið í Reykjavík 5. - 21. nóvember 2012 ef næg þátttaka næst. Umsóknarfrestur er til 3. nóvember 2012. Nánari upplýsingar og skráning í síma 590 6400 eða fjola@idan.is og www.idan.is. IÐAN fræðslusetur Skúlatúni 2 - 105 Reykjavík www.idan.is - s. 590 6400 Prófnefnd bifreiðasala Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Ísland er í hópi þeirra ríkja innan OECD þar sem hlutfall heildarskatt- tekna ríkis og sveitarfélaga af lands- framleiðslu jókst mest á seinasta ári miðað við árið á undan. Vöxturinn var meiri en hér í Síle, Frakklandi, Tékklandi, Þýskalandi og Finnlandi. Ísland var í 12. sæti í fyrra sé litið á tölur sem OECD birtir yfir skatt- tekjur sem hlutfall af vergri lands- framleiðslu í flestum aðildarland- anna fyrir síðasta ár og færðist upp um 2 sæti frá árinu á undan. Skattheimtan komin í 36% Hlutfallið jókst úr 35,3% á árinu 2010 í 36% af landsframleiðslu hér á landi fyrra og var tveimur pró- setntustigum yfir meðaltalinu innan OECD en Danmörk trónir á toppn- um þar sem hlutfallið er 47,6% og Svíþjóð er í 2. sæti (45,5%). Í frétt frá OECD kemur fram að ekki hafa fengist upplýsingar um skatttekjur frá öllum aðildar- löndunum fyrir síðasta ár en í lönd- um sem tölur ná yfir jukust skatt- tekjur hins opinbera í fyrra í 29 löndum en minnkuðu í 6 löndum. Skatttekjur aukast við uppsveiflur í efnahagslífinu bæði af óbeinum og beinum sköttum. Skatttekjur hins opinbera hér á landi hækkuðu veru- lega sem hlutfall af landsframleiðslu á seinustu árunum fyrir hrun, eink- um vegna stóraukinna skatttekna af umsvifum banka og fjárfestingarfyr- irtækja, af fjármagnstekjuskatti og vegna hærri launa í landinu. Skatt- tekjurnar sem hlutfall af landsfram- leiðslu féllu svo í hruninu en frá 2009 hafa þær aukist á ný, ár frá ári, þrátt fyrir takmarkaðan hagvöxt eða úr 33,9% 2009 í 36% af vergri lands- framleiðslu í fyrra. Tölur OECD fyrir síðustu ár sýna að á Íslandi jókst skattheimta hins opinbera af tekjum einstaklinga og hagnaði fyrirtækja úr 15,6% af landsframleiðslu á árinu 2010 í 16,4% í fyrra. Þetta hlutfall var til saman- burðar 14,8% á árinu 2000 en var komið í 17,8% á hrunárinu 2008. Upp um 2 sæti í skattasaman- burði OECD  Skatttekjurnar jukust töluvert milli ára Heildarskatttekjur á Íslandi og í OECD -löndum sem hlutfall af landsframleiðslu 42 41 40 39 38 37 36 35 34 33 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 34% 36% 35,2% 37,2% Heimild: OECDÍsland OECD-lönd Kristján Jónsson kjon@mbl.is Miklar breytingar munu verða á skipulagi í miðbænum þegar búið verður að reisa nýtt sjúkrahús og gera Umferðarmiðstöðina, þar sem BSÍ er til húsa, að miðstöð almanna- samgangna eins og Reykjavík- urborg áætlar að gera. Rebekka Pétursdóttir arkitekt lauk í vor mastersprófi frá Savannah College of Art and Design í Georgíu í Banda- ríkjunum. Loka- verkefni hennar fjallaði um hlutverk Umferð- armiðstöðvarinnar og hreppti hún verðlaun fyrir verkið. „Verkefnið mitt fjallar um menn- ingar- og samgöngumiðstöð á BSÍ- svæðinu,“ segir Rebekka. „Mér finnst mörgu ábótavant við teng- ingar við græn almenningssvæði og torg í Reykjavík og byrjaði því að rannsaka ákveðin svæði af því tagi.“ Menningarás milli Klambratúns og Hörpu „En svo vatt þetta upp á sig og endaði með því að ég bjó til mína eigin hönnun í masters-verkefninu. Ég hannaði svokallaðan menn- ingarás, með Hörpu á öðrum end- anum sem nýjan inngang í borgina en BSÍ á miðjum ásnum sem nær að Klambratúni. Ég tengdi líka verk- efnið við nýja Landspítalann og tók með í dæmið hugsanlegt lestakerfi fyrir borgina í framtíðinni, lokastöð þess gæti orðið í bílakjallara á BSÍ- svæðinu. Lestakerfi myndi aldrei borga sig peningalega séð, íbúar eru of fáir en frá vistvænu sjón- armiði myndi það geta það. Og ég velti mikið fyrir mér vist- vænum samgöngum og Reykjavík sem hjólaborg. Samgöngumiðstöðin á að ýta undir að fólk fari að ganga meira. Ég sé fyrir mér að fólk leggi í bílakjallaranum en gangi síðan um borgina. Það myndi minnka bíla- stæðaþörf í miðborginni. Ég tók tillit til mjög margra þátta. Veðráttan hér skiptir gríð- armiklu máli, hvernig við getum t.d. notað jarðvarmann á nýjan hátt sem hvata. Hvernig ferðast fólk í borg- inni að vetrarlagi? Hvað er hægt að gera til að fá fólk til að nenna að taka strætó og tefjast út af öllum þessu stoppistöðvum? Persónulega þykir mér þetta allt svo leiðinlegt og tók útgangspunkt í því af hverju ég hefði ekki sjálf nennt að taka strætó!“ Sumar Strætó á leiðinni að nýju miðstöðinni og ánægt fólk á staðnum enda veður gott. Af hverju er oft leiðinlegt að taka strætó í Reykjavík?  Ungur arkitekt með hugmyndir um nýtingu BSÍ Stöðin Menningar- og samgöngumiðstöð á BSÍ-svæðinu eins og Rebekka Pétursdóttir hugsar sér hana. Horft úr suðri, bensínstöð N1 vinstra megin. Rebekka Pétursdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.