Morgunblaðið - 27.10.2012, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 27.10.2012, Qupperneq 34
34 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2012 Sum hafa gaman af því að fylgjast með hvernig málið breytist. Þeimþykir eðlilegt að lifandi tungumál taki breytingum og telja þær tilmarks um lífsmark tungumálsins. Öðrum þykja málbreytingarslæmar og telja þær vera til marks um sinnuleysi og sífellt verri máltilfinningu. Sem dæmi um þetta getum við tekið þágufallssýkina al- ræmdu. Sumum finnst hún vera til marks um mikið líf í fallakerfinu og styrk þess. Önnur telja að þágufallssýki beri málnotendum vitni um vonda máltil- finningu og jafnvel eitthvað enn verra. Í þessu samhengi eru mörg þeirrar skoðunar að best væri að málnotendur þekktu hvað er viðurkennt í málinu og hvað ekki og beittu málinu í samræmi við aðstæður. Þannig hafa sjálfsagt mörg hugmyndir um það hvar má nota slangur og slettur og hvar ekki og jafnvel hver mega nota slíkt mál. Ég leyfi mér til dæmis að fullyrða að mörgum þætti með öllu óviðeigandi að á þessum síðum væri notað óheflað slangur (það væri nú kannski tilraunarinnar virði að prófa það einhvern tím- ann). Sjálfri finnst mér hall- ærislegt að sum sem flytja okkur veðurfréttir geti ekki notað orðið skúr í kvenkyni og finnst það næstum því vera óviðeigandi málnotkun. En svona er þetta nú einu sinni, eitt orð kemur inn í málið og annað dettur út, kyn orða breytast og orð fá nýja merkingu. Og kannski er óþarfi að hafa af þessu miklar áhyggjur. Ég held samt að við eigum að gera kröfu til okkar allra að við vöndum okkur þegar við notum tungumálið, tölum og skrifum. Á þessum síðum hefur áður verið talað um mikilvægi þess að lesa og vera meðvituð um hvað við lesum. Vissulega eykur lestur orðaforða og bætir mál- tilfinningu þess sem les og af þeim sökum er sjálfsagt að gera kröfur um að bækur séu á viðeigandi máli. Ég hef þó ekki mestar áhyggjur af þessum þætti bóka. Þær geta nefnilega breytt öðrum hlutum ekki síður alvarlegum. Í bók nokkurri sem ég las er fjallað um 20. öldina á Íslandi. Bókin er eink- um ætluð ungu fólki og ríkulega myndskreytt og ýmislegt gert til að auð- velda fólki að fanga viðfangsefnið. Í upphafi hvers kafla er stutt yfirlit yfir eitt og annað sem gerðist á þeim tíma sem kaflinn sjálfur fjallar um. Sumt er fyndið annað minna fyndið en fróðlegt. Ákveðið hefur verið að gera grein fyr- ir forsetum lýðveldisins í þessum yfirlitum og þeir allir nefndir þegar kosn- ingar fóru fram. Allir nema einn. Af bókinni að dæma hafa forsetarnir bara verið fjórir og landið forsetalaust frá 1982-1996. Það eru sem sagt allir forset- arnir nefndir nema Vigdís Finnbogadóttir. Ég sé fyrir mér hugmyndafundinn þar sem ákveðið var að hafa forsetana með og þeir svo þuldir upp; Sveinn, Ásgeir, Kristján, Ólafur. Finnst þér þetta í lagi? Er allt í lagi að gleyma konunni? Að svona gerist óvart finnst mér ekki boðlegt, ég geri meiri kröfur til þeirra sem gefa út kennslubækur fyrir ungt fólk. Konan sem gleymdist Tungutak Halldóra Björt Ewen hew@mh.is Morgunblaðið/Eggert Eftir forsetakosningarnar 1952 varð til súkenning, sem áreiðanlega var rétt, að hinnalmenni borgari vildi hafa frið fyrir stjórn-málaflokkum, þegar ákvörðun væri tekin um hver vera skyldi forseti lýðveldisins. Ástæðan var sú, að fólk hafði að engu hvatningu tveggja stærstu stjórnmálaflokka landsins um hvern kjósa skyldi. Síðan hafa stjórnmálaflokkar varast það eins og heit- an eld að hafa afskipti af forsetakosningum. Að vísu voru sumir þeirrar skoðunar sl. vor, að pólitísk afskipti hefðu getað skipt sköpum um úrslit forsetakosninganna, sem fram fóru á þessu ári. Þeir hinir sömu sögðu sem svo, að ef Morgunblaðið undir ritstjórn Davíðs Oddssonar og Haraldar Johann- essen hefði hvatt stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins til að kjósa ekki Ólaf Ragnar Grímsson hefði það dugað til að breyta úrslitum þeirra kosninga. Það gerði Morgunblaðið hins vegar ekki. Og má þá velta því fyrir sér, hvort Ólafur Ragnar sitji nú á Bessa- stöðum í skjóli Davíðs Oddssonar! En það er önnur saga. Hitt er áhugaverð spurning, hvort hið sama geti átt við um breytingar á stjórnarskrá og forsetakosningar, að tilraunir stjórnmálaflokka til að hafa áhrif á kjósendur í þeim efnum hafi öfug áhrif. Alla vega virð- ist Sjálfstæðisflokkurinn ekki hafa haft erindi sem erfiði vegna afskipta sinna af þeirri skoðanakönnun, sem fram fór fyrir viku um ákveðin efnisatriði nýrrar stjórnarskrár. Þeir, sem ráðið hafa þessari ferð, hafa gert tvenn alvarleg mistök. Það var í sjálfu sér ekki fráleit hug- mynd að kjósa sérstakt stjórnlagaþing í ljósi þess að ítrekaðar tilraunir til að koma saman tillögu um nýja stjórnarskrá á vegum flokkanna höfðu mistekizt. En það voru grundvallarmistök að efna ekki til nýrra kosninga eftir að þær höfðu verið ógiltar en skipa í þess stað að mestu sama fólk í svokallað stjórnlaga- ráð. Þótt lýðræðið geti stundum verið seinvirkt er enn verra að reyna að stytta sér leið. Hin mistökin voru þau að efna til skoðanakönn- unar og kalla hana þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er alls ekki fráleitt að efna til skoðanakönnunar um veigamikið mál með þeim hætti sem gert var. En það er alvarleg tilraun til blekkingar að halda því fram, að slík skoðanakönnun sé „þjóðaratkvæða- greiðsla“. Og ekki síður að lýsa þeirri skoðana- könnun, sem einhverjum tímamótum í sögu þjóð- arinnar. Það var öllum ljóst, að innan stjórnarflokkanna var mismikil ánægja eða óánægja með tillögur stjórnlagaráðs. Þess vegna var efnt til þessarar könnunar. Sú hugsun, að þjóðin þyrfti á nýrri stjórnarskrá að halda, spratt upp í kjölfar hrunsins, þegar þjóðin var að leita skýringa á því sem gerðist. Og það var mikið til í þeirri skoðun, að núverandi stjórnskipan lands- ins ætti að hluta til þátt í hruninu. Þá er átt við að fulltrúalýðræðið í óbreyttri mynd væri búið að ganga sér til húðar. Í veikleikum þess mætti finna skýringu á því, að eins konar hallarbylting varð í landinu síð- ustu árin fyrir hrun, þegar bankarnir og nokkur stór- fyrirtæki tóku völdin af hinum kjörnu fulltrúum í krafti peninga. Tillögur stjórnlagaráðs tóku ekki á þessum veik- leika fulltrúalýðræðisins nema að mjög takmörkuðu leyti. Að vísu er þar gerð tillaga um að ákveðinn hluti þjóðarinar geti krafizt þjóðaratkvæðagreiðslu um til- tekin lög og það er vissulega skref í rétta átt. En íhaldssemi stjórnlagaráðs kemur m.a. fram í því að halda eftir sem áður málskotsrétti forseta, sem engin ástæða er til eftir að það vald er komið í hendur ákveðins hluta kjósenda. Hin miklu vonbrigði með til- lögur þessa hóps eru þó þessi: Ætla hefði mátt í ljósi um- ræðna eftir hrun og kröfunnar um aukið lýðræði, sem hvar- vetna hljómaði, að tillögurnar gerðu ráð fyrir þeirri grund- vallarbreytingu á stjórnskipun Íslands, að öll meginmál skuli ákveðin í þjóðaratkvæða- greiðslum en Alþingi sjái síðan um útfærslu þeirra meginákvarðana í lagasmíð. Þessa grundvallarbreytingu er ekki að finna í þess- um tillögum. Það er erfitt að skilja hvers vegna ekki. Það er engin önnur skýring en sú, að íhaldssemi hafi einkennt afstöðu meirihluta stjórnlagaráðsmanna. Þeir hafi einfaldlega ekki viljað gera svo róttækar til- lögur um breytingar á stjórnskipan landsins. Og það bendir aftur til þess, að í þessum hópi hafi forsjár- hyggjan ráðið ferð hjá meirihluta fulltrúa. Að þeir hafi verið þeirrar skoðunar að ekki hafi mátt ganga of langt í því að færa völdin yfir eigin málum í hend- ur fólksins í landinu. Einn þeirra sem komu að þessu verki sagði við mig á dögunum, að tillagan um að 10% kjósenda gætu krafizt þjóðaratkvæðagreiðslu um tiltekin lög væri svo mikilvægt skref í átt til beins lýðræðis, að hún ein væri nægileg röksemd fyrir því að þessar tillögur næðu fram að ganga. Það er rétt. Hún er mjög mikil- væg. En þá má spyrja á móti: Þurfti allan þennan umbúnað til þess að ná slíkri tillögu fram? Var ekki markmiðið með þjóðkjörnu stjórnlagaþingi að tryggja grundvallarbreytingu á stjórnskipan landsins í stað þess að stoppa upp í götin á 150 ára gamalli stjórnar- skrá? Og getur það verið að þeir sem börðu tunnur á Austurvelli, forystumenn búsáhaldabyltingarinnar, séu sáttir við að ná ekki meiri árangri? Kannski er meginþorri þjóðarinnar svo íhalds- samur og/eða varkár, að hann vilji ekki grundvall- arbreytingar á stjórnskipan landsins. Það skyldi þó aldrei vera? Tunnusláttur og stjórnarskrá Er þorri þjóðarinnar andvíg- ur grundvallarbreytingum á stjórnskipan landsins? Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Jón Þorláksson, verkfræðingur ogforsætisráðherra, var orðhepp- inn án þess að vera orðmargur. Gunnar Thoroddsen, sem þekkti hann vel, enda systursonur konu hans, sagði í útvarpserindi 1977, að Jón hefði eitt sinn verið þar við, er menn skröfuðu um, hvenær bylting gæti talist lögleg. „Bylting er lög- leg, þegar hún lukkast!“ sagði þá Jón. Jón Thor Haraldsson sagnfræð- ingur skrifaði greinarkorn um þessi orð Jóns Þorlákssonar í Sögu 1985. Fann hann hliðstæðu í endurminn- ingum norska stjórnmálamannsins Trygve Bulls, sem kvað kennara sinn í menntaskóla, Sigurd Høst (1866-1939), eitt sinn hafa sagt í kennslustund, að bylting væri rétt- mæt, þegar hún heppnaðist. Í Verklýðsblaðinu 25. apríl 1931 er hins vegar vitnað í sænska rithöf- undinn Ágúst Strindberg um þetta: „Hvenær er bylting lögleg? Þegar hún heppnast.“ Ég fann þessi um- mæli Strindbergs eftir nokkra leit í „Tal till svenska nationen“ frá 1910, sem prentuð er í heildarútgáfu verka Strindbergs, 68. bindi, en það kom út 1988. Hljóða ummælin svo á sænsku: „Detta kan endast ske ge- nom vad man kallar en revolution, vilken, I fall den lyckas, blir sank- tionerad.“ Þetta gerist aðeins með því, sem kalla má byltingu, og hún er lögleg, ef hún lukkast. Hugsanlega hafa þessi orð fæðst af sjálfu sér í munni Jóns Þorláks- sonar, en einnig getur verið, að hann hafi tekið eftir þessari tilvitnun í Strindberg í Verklýðsblaðinu og hugsunin meitlast í meðförum hans. Það er síðan sitt hvað, uppruni orðanna og merking. Hvenær lukk- ast bylting, svo að hún verði lögleg? Væntanlega þegar hún ber góðan ávöxt. Í þeim skilningi voru bylting- arnar í Bretlandi 1688 og Bandaríkj- unum 1776 löglegar, því að með þeim var rutt burt hindrunum á þró- un og vexti án verulegra blóðsúthell- inga. En franska byltingin 1780 og hin rússneska 1917 voru samkvæmt sama mælikvarða ólöglegar, því að þeim lauk báðum með ósköpum. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Hvenær er bylting lögleg?Þjónusta Vörubílastöðin Þróttur býður fjöl- breytta þjónustu s.s. jarðefnaflutninga, hífingar, fjarlægja tré og garðúrgang o.fl. og ræður yfir stórum flota atvinnutækja til margvíslegra verka. Sjáðu meira á heimasíðunni okkar www.throttur.is ÞRÓTTUR TIL ALLRA VERKA Þekking • Reynsla • Traust þjónusta Þið þekkið okkur á merkinu SÆVARHÖFÐA 12 · SÍMI 577 5400 · THROTTUR.IS • Vörubílar • Kranabílar • Flatvagnar • Körfubílar • Grabbar • Grjótklær • Hellusandur • Holtagrjót • og óteljandi aukabúnaður Bílar - tækjakostur og efni
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.