Morgunblaðið - 27.10.2012, Page 36

Morgunblaðið - 27.10.2012, Page 36
36 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2012 Fyrir 30 árum vildi ég hafa áhrif á stefnu Sjálf- stæðisflokksins og lýsti því. Reyndur maður svaraði: „Flokknum er stjórnað af þremur fjöl- skyldum, þú ert ekki í neinni þeirra“. Ólöf Nordal tók til varna fyr- ir formann sinn í Mbl. í gær. Hún gagnrýndi þá skoðun mína að skilja beri á milli stjórnmála og atvinnulífs. Menn megi ekki standa í viðskiptum og stjórnmálum samtímis. Ólöf hallar réttu máli þegar hún segir mig telja slæmt að menn í stjórn- málum hafi bakgrunn í atvinnulífinu. Nægir að vísa í skýr ummæli mín í Mbl. grein fyrir viku. Menn úr at- vinnulífinu eru æskilegir í stjórnmálin, en þeir verða samt að gera hlé á með- an. Þá segir hún mig „vega að for- manni flokksins með aðdróttunum um að Bjarni Benediktsson geti ekki vegna ættartengsla og tengsla við við- skiptalífið staðið vörð um hagsmuni þjóðarinnar“. Einnig þetta er óná- kvæmt hjá Ólöfu. Ég hefi þá skoðun að vegna þess að formaðurinn tengist gríðarlegri lánsfjárnotkun byggðri á aðgangi að lánsfé sem flest fólk hefur ekki, í BNT/N1-samstæðunni og út- lánatöpum sem af því leiddu, þá sé það ekki trúverðugt að hann verði for- sætisráðherraefni. Hvað er svona hættulegt við þessa skoðun? Finnast ekki málefnaleg svör, af hverju kýs varaformaðurinn að halla réttu máli? Annarra manna fé Hugtakið „viðskiptalíf“ innifelur bæði atvinnulíf og aðra hagn- aðarviðleitni. Þeir sem stunda atvinnu- rekstur eru nefndir fjárfestar, þeir leggja fé sitt í atvinnutæki, skapa at- vinnu og vöxt. Þjóðin vinnur fyrir sér hjá þessu fólki, sem ber heiður og þökk. Það á erindi í stjórnmál, en ekki samhliða rekstri sínum. Hinir eru oft nefndir „spákaupmenn“. Þeir reyna að ná í auð sem aðrir hafa skapað, með eignatilfærslum. Þeir afla sér gríð- arlegs lánsfjár og verja til kaupa á fasteignum og hlutabréfum. Kjós- endur, sem ekki hafa þennan aðgang, horfa stóreygir á. Kjósendur borga Ef allt gengur upp selja þeir eignirnar á háu verði, borga lánin og hirða mismuninn. Al- menningur er seinni til að skynja tækifærin og kaupir seint. Fólkið borg- ar gróða spákaupmanna. Yfirgnæfandi kaupendur að markaðsverðbréfum eru samt lífeyrissjóðir og verð- bréfasjóðir. Þeir kaupa jafn og þétt, dreifa áhættunni og eiga bréfin lengi. Hverjir eiga sjóðina? Sparifjáreig- endur og sjóðfélagar, stundum nefndir kjósendur. Þeir borga. Stundum fer því miður illa. Menn ná ekki að selja, bólan springur, verð fellur en lán hækka. Það verður útlánatap sem banki þarf að mæta. Hann eykur því vaxtamun sinn og hækkar gjaldskrá. Hverjir borga? Lánþegar og sparifjár- eigendur, stundum nefndir kjósendur. Breytingar hafa orðið Ólöf krefst svara minna við því hvort skyldleiki við aðila í viðskiptalíf- inu útiloki þátttöku í stjórnmálum? Svarið hefi ég þegar gefið, nei, en menn verða að skilja á milli stjórnmála og viðskipta. Lausnin er ekki fólgin í því að setja reglur sem geri mönnum kleift að halda iðju sinni áfram í nafni „gagnsæis“. Það hugtak er ógrundað í lögum og reglum. Ólöf nefnir Ólaf Thors, af einni ættanna þriggja, sem var samtímis í útgerð. Þá voru aðrir tímar. Nú veita menn hagsmuna- árekstrum athygli. Thorsarar hafa fyrir löngu skilið það. H.Ben. fjöl- skyldan líka. Fjölskyldan sem kennd er við Engey mun læra þetta núna í vetur. Það er mikilvægt að skilja kall samtímans og taka breytingum af skilningi. Gríðarleg töp Ólöf minnir á að Bjarni Benedikts- son hætti afskiptum af atvinnulífinu í árslok 2008 og segir þau bönd hafa verið „slitin áður en hann var kjörinn formaður flokksins“. Síðan hafi Bjarni í tvígang endurnýjað umboð sitt og fengið skýran stuðning í prófkjörum. Hún telur „dapurlegt að menn telji það sér og flokknum til framdráttar að ráðast að samherjum sínum með raka- lausum málflutningi“. Ég hefi sagt sameiningu stjórnmála- og við- skiptaarma Engeyjarfjölskyldunnar í einum manni ekki trúverðuga, ekki geta gengið. Bjarni var í stjórnum BNT og N1. Samkvæmt ársreikn- ingum félaganna voru skuldir þeirra í árslok 2010 rúmlega 47 milljarðar króna, en í árslok 2011 voru þær komnar niður í 13 milljarða króna, sem svarar til lækkunar um 34 milljarða króna eða 73%. Vegna þátttöku Bjarna í stjórnum þessara hlutafélaga er staða hans ekki trúverðug. Þetta er mín skoðun, Ólöf, og ég tel þessa skoð- un málefnalega. Kjósendur munu meta þetta, hvorugt okkar fær haggað dómi þeirra. Úr glerhúsi? Ólöf minnir á í lokin að í mars 2011 sagði ég mig úr stjórn Framtakssjóðs- ins. Ástæðan var sú að Kastljós RÚV tók á dagskrá þriggja ára gamla sátt í samkeppnismáli, sem ég hafði ekki fengið að koma að. Einstaklingur stendur augljóslega höllum fæti gagn- vart slíku. Staða mín var orðin „ótrú- verðug“ þó að ég sjálfur teldi mála- tilbúnaðinn rangan. Ég sagði því strax af mér til að hlífa umbjóðanda mínum VR, því kosningar fóru í hönd. Reynsla mín af þessum viðbrögðum er góð. Ég get vel mælt með þeim við þá sem lenda í ótrúverðugri stöðu. Nú fara einmitt kosningar í hönd, hvað getur Bjarni best gert fyrir umbjóð- anda sinn, Sjálfstæðisflokkinn? Hvað er svona hættulegt við skoðanir, Ólöf? Eftir Ragnar Önundarson » Þeir afla sér gríð- arlegs lánsfjár og verja til kaupa á fast- eignum og hlutabréfum. Kjósendur, sem ekki hafa þennan aðgang, horfa stóreygir á. Ragnar Önundarson Höfundur býður sig fram í fyrsta sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í SV-kjördæmi. Er ég lærði um feiti og fituolíur á 7. áratug síðustu aldar var stórfelld bylting að eiga sér stað í fitufram- leiðslu heims- ins. Ódýrar verksmiðju- unnar jurta- olíur sem í myndast við vinnsluna, transfitusýur voru að yf- irtaka mark- aðinn og sel-, hval- og fiskiolíur (lýsi) féllu í verði. Mikill hluti lýsis fór í herslu og var notað í margarín o.fl. Margarín varð vinsælt úr kæliskápnum því það hélst mjúkt og var auðvelt að smyrja á brauðið auk þess sem fólki hugn- aðist vel bragðgott brauð bakað úr því. Enginn veit hvaða áhrif transfitusýrur frá vetnisherðing- unni sem hófst 1910 geta haft á heilsuna. Transfitusýrur myndast yf- irleitt af fjölómettuðum fitusýr- um og olíusýru. Rúmmynd keðj- unnar breytist úr cis í trans. Þetta efnaferli getur líka átt sér stað við steikingu í jurtaolíum. Þarna verða því til nýjar áður óþekktar fitusýrur eða olía í mannheimi en mannkynið hafði til þessa neytt fitu cisfitusýra frá örófi alda. Áróður fyrir minna af mettaðri fitu og meira af jurta- olíum í matnum auk gífurlegra kólesterólsrannsókna hefur litlu skilað í baráttunni við þennan menningarsjúkdóm hjarta og æða. Eitt eru þó flestir sammála um en það er að þetta komi frá mataræðinu og þá helst fitunni. Þessu má líkja við amínósýrur prótínanna sem eru bæði L og D gerðar en líkaminn velur bara L gerðina. Ef líkaminn gerir ekki mun á trans- og cisfitu mætti álykta að æða- og hjarta- sjúkdómarnir sem varla þekktust fyrir 100 árum gætu verið vegna transfitusýra mengunar. Við erum eins og svín og hest- ar að því leyti að forðafitan mót- ast af fitunni í fóðrinu á nokkr- um dögum, ólíkt jórturdýrum. Hestar á beit eru þó betur settir en svínin sem maðurinn fóðrar. Í hestafitu er t.d. mikið af fjöl- og einómettuðum fitusýrum.1932 uppgötvaðist að tvær fitusýrur eru lífsnauðsynlegar manninum: Í næringarfræði nefndar ómega 3 og omega 6 fitusýrur með þrjá og hin tvo tvíbindinga. Með jurtaolíum síðustu 100 árin hefur jafnvægi hinna um 31 fitusýra líkamans raskast þannig að 25-30 sinnum meira er af omega 6 mið- að við ómega 3. Það er yfirleitt lítið af þessari ómega 3 í jurta- olíum, nema helst hörfræolíu og kaldpressaðri íslenskri repjuolíu. Líkaminn efnasmíðar aðrar fitusýrur eins og EPA og DHA sem eru líka ómega 3 fitusýrur en með 5 og 6 tvíbindinga og tal- in eiga að vera minnst 2% af blóðfitunni. Þær fást tilbúnar í þorskalýsi eða innyflamat. Hjá hjartveikum finnst minna af fjölómettuðum fitusýrum í blóði. Án fitu værum við ekki til svo mikilvæg er hún. Eitt ráð varð- andi fituna væri að hverfa til fyrri tíma blóðfitu sem fékkst með því að neyta jafnmikils af mettaðri fitu og einmettaðri fitu auðugri af olíusýru og minnst 15% fjölómettaðar fitu. Þá var fi- tubúskapurinn í jafnvægi. Forð- ast ætti alla transfitu sem er m.a. í flestu margaríni, kökum, kexi, flestu djúpsteiktu eins og frönskum kartöflum og steikja með eins mettaðri og einómett- aðri olíu og unnt er. Fita er hóf- leg um 30% af daglegri orkuþörf sem reiknast um 80 g af 2.500 hitaeiningabrennslu. PÁLMI STEFÁNSSON, efnaverkfræðingur. Fitan og saga hennar Frá Pálma Stefánssyni Pálmi Stefánsson Bréf til blaðsins Kolabrautin er á 4. hæð Hörpu Borðapantanir í síma 519 9700 info@kolabrautin.is www.kolabrautin.is JÓLAHÁTÍÐ frá 14. nóv. til 23. des. Það er eins með jólamatseðilinn okkar og jólapakkana, það er ekkert gaman nema hlutirnir komi svolítið á óvart. Að þessu sinni bjóðum við upp á tíu rétta jólaveislu þar sem við bregðum á leik með jólahlaðborð að okkar hætti. Þú og þínir sitjið kyrr í rólegheitunum meðan við stjönum í kringum ykkur. Slagdagurinn 2012 Þekktu Púlsinn þinn! Taktu púlsinn í 60 sekúndur einu sinni í mánuði til að kanna hvort þú sért með gáttatif. Það getur dregið verulega úr hættunni á SLAGI Laugardaginn 27. október frá kl. 13 til 10 í Kringlunni, Smáralind og á Glerártorgi www.birkiaska.is Bodyflex Strong Bodyflex Strong vinnur gegn stirðleika og verkjum í liðamótum og styrkir heilbrigði burðarvefja líkamans.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.