Morgunblaðið - 27.10.2012, Page 58

Morgunblaðið - 27.10.2012, Page 58
58 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2012 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Æðri máttarvöld ýta þér út á ystu nöf í sjálfsuppgötvuninni. Fagnaðu tæki- færi til að sinna eigin hugðarefnum. 20. apríl - 20. maí  Naut Þótt það sé mikið að gerast í kring- um þig máttu ekki gleyma að gefa þér tíma til að hvílast. Þú þráir að komast í stutt frí. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Beindu orkunni sem er allt um kring þessa dagana í réttan farveg. Sam- starfsmenn þínir gera þér lífið leitt, reyndu að bíta á jaxlinn. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Haltu ró þinni því þú hefur alla möguleika á að finna réttu lausnina. Góð- ur vinur skýtur upp kollinum og það gleð- ur þig mikið. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það veltur mikið á því að þú náir að notfæra þér sérstök tækifæri sem bjóðast í dag. Reyndu að taka hlutunum með jafn- aðargeði og gera það besta úr aðstæðum þínum. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú þarft hugsanlega að annast ein- hvern á næstunni og gerir það með glöðu geði. Vertu vandlátur í vali vina. 23. sept. - 22. okt.  Vog Leitaðu leiða til þess að koma systk- inum þínum og ættingjum til hjálpar. Segðu fólki að þú þurfir að fá að hugsa málin í ró og næði. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Fjölskyldumeðlimur lumar á gamalli áskorun. Vertu tillitssamur og biddu ekki um meira en ástvinur er fær um að veita. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú ert ekki alveg eins og þú átt að þér og skalt þess vegna ekki taka neinar stórar ákvarðanir. Ekki láta áhyggj- ur annarra hafa svo mikil áhrif á þig að þú sinnir ekki þínum málum. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það fer afskaplega í taugarnar á þér að horfa upp á vinnufélagana troða skóinn hver af öðrum. Hugsaðu vel um sjálfa/n þig. Þú færð frábært tilboð. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú munt rekast á einhver um- mæli sem hafa mikil áhrif á þig. Einhver sendir þér skilaboð sem vekja með þér óróa. 19. feb. - 20. mars Fiskar Vertu ekkert að skafa utan af hlut- unum þótt þú haldir að einhverjum í áheyrendasalnum verði ómótt. Dagurinn felur í sér mikil tækifæri. Þegar ég hitti karlinn á Lauga-veginum gaf hann sér naum- ast tíma til að tala við mig. Hann hnykkti höfðinu upp á Holtið svo að ég hafði orð á því, að kerl- ingin væri að kvarta yfir einsemd og segði að ekki væri dropi til í kotinu. Þá rauk hann af stað um leið og hann kallaði yfir öxlina á sér: Kerling áðan kom til mín, í kotinu verður gleði og hlátur, nú fer ég og næ í vín, nú er hún að gera slátur. Mér hefur borist skemmtilegt bréf með vísum eftir Emil Ragn- ar Hjartarson frá Flateyri, for- mann Félags kennara á eft- irlaunum, þar sem hann þakkar fyrir gómsæta sláturmáltíð í Hafnarfirði í október 2011. Þetta er einkar viðeigandi vegna þess, að sviðamessa FEB í Reykjavík er í dag: Þótt æði sóttir yfir jörð er ég hress og kátur, hraða mér í Hafnarfjörð og háma í mig slátur. Það er létt að leysa hér lífsins þungu gátur ef á diski á ég mér ofurlítið slátur. Ég skal, vina, vera þér vænn og eftirlátur ef rausnarlega réttir mér rófustöppu og slátur. Núna maginn mettur er, má ég lítillátur af öllu hjarta þakka þér þetta góða slátur. Í Sögu daganna segir Árni Björnsson og færir rök fyrir því, að sennilegast sé að Barðstrend- ingurinn Jón Thoroddsen eigi við allraheilagramessu (1. nóvember) þegar hann yrkir um sviðamess- una: Etum, bræður, ákaft svið, oss svo hrokafyllum, höfum góðan sveitasið, sveltum þá á millum. Seinnipartinn hafði hann líka á þessa leið: höfum tóu- og hunda sið, hungrum þá á millum. Einhvern tíma lærði ég þessa vísu eftir Guðmund Sigurðsson: Freistar mín að fornum sið feitur sauðakjammi, var í nótt að svíða svið Sverrir bóndi í Hvammi. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Nú er hún að gera slátur Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÉG GET EKKI STOPPAÐ!“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þegar þú getur ekki einbeitt þér eftir símtal frá honum. NEYÐARMÓTTAKA „Andvarp“ UPPLÝSINGAR VIÐRUN ÞAÐ ER GOTT AÐ HVÍLA SIG Í GARÐINUM. O-Ó! NEMA MAURAR KOMIOG BERI MANN Í BURTU. HVAR EIGUMVIÐ AÐ FÁ STÓRVIRKAR VINNUVÉLAR? HÓST HÓST ÉG ER MJÖG LISTRÆNN OG SKAPANDI OG Í STAÐ- INN FYRIR AÐ RÆNA OG RUPLA ER ÉG AÐ HUGSA UM AÐ SNÚA MÉR AÐ SKAPANDI STÖRFUM OG LIST. MÉR LÍST VEL Á ÞAÐ! Fyrir viku varð Víkverja á að kallaBreiðholtið gettó. Glöggum les- endum féll ekki vel að lesa slíkt, svo ekki sé minnst á nágranna Víkverja, Breiðhyltingana sjálfa. Víkverji hef- ur því ákveðið að koma út úr skápn- um sem Breiðhyltingur. Honum láð- ist nefnilega að geta um búsetu sína þegar gripið var til orðanotkunar- innar. Því hann taldi að hann hefði efni á að gera góðlátlegt grín að þeirri goðsögn að ekki sé gott að búa í Breiðholtinu. x x x Tilgangurinn var hrein og klárglettni, sem augljóslega hitti ekki í mark. Það er mikill gálgahúm- or að kalla blómlegt, fjölskylduvænt hverfi gettó. Það jaðrar hreinlega við dólgshátt, það viðurkennist hér með. Víkverji hefur alið manninn nánasteingöngu í holtinu breiða og hef- ur varla hætt sér út fyrir hverfa- mörkin. Í þau fáu skipti sem hann hleypti heimdragann sneri hann snarlega aftur á heimaslóðir. Kennd- in sem hann ber í brjósti til æsku- slóðanna er svo sterk að hann býr þar enn. Römm er sú taug. x x x Frelsi og fjör einkenndi áhyggju-lausa æsku Víkverja í nýbyggðu Breiðholti. Skipulag hverfisins er einstaklega hentugt. Stutt er að rölta og/eða hjóla í skóla og hvers kyns þjónustu; sundlaug, matvöruverslun, bókasafn og annað þarflegt. x x x Því skal ekki neita að hverfið er aðeldast, komið er að viðhaldi og öðru slíku. Vaskir drengir stofnuðu samtökin Synir Breiðholtsins til að benda á að víða væri pottur brotinn m.a. á leikvöllum í Breiðholtinu. Þeir ólust allir upp í öruggu og fallegu umhverfi Breiðholtsins. Þeir vöktu athygli fjölmiðla á útkrotuðum leik- völlum því þeim sveið að sjá hvernig umhorfs var á æskuslóðunum. Reykjavíkurborg tók sneiðina til sín og hefur lappað upp á ýmis leiktæki, snyrt gróður og annað þarflegt. En vissulega má gera betur því það er gott að búa í Breiðholti. víkverji@m- bl.is Víkverji Guð vonarinnar fylli yður öllum fögn- uði og friði í trúnni svo að þér séuð auðug að voninni í krafti heilags anda. (Rómverjabréfið 15:13) Grandagarði 8 | Sími: 862 9010 | kokkurinn@kokkurinn.is veisluþjónusta hinna vandlátu Kokkurinn hjálpar þér að halda hina fullkomnu veislu Árshátíðir Brúðkaup Erfidrykkjur Fermingar Fundir Kynningar Þema kokkurinn.is Ferskur fiskur öll hádegi í Víkinni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.