Morgunblaðið - 27.10.2012, Page 68

Morgunblaðið - 27.10.2012, Page 68
LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 301. DAGUR ÁRSINS 2012 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 699 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 4190 I-PAD ÁSKRIFT 4190 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Komi í veg fyrir gjaldþrot Íslands 2. Skipta á milli sín 10 milljónum kr. 3. Penthouse-íbúð við Klapparstíg 4. Hin íslenska Angela nýtur …  Íslenskur titill á skáldsögu J.K. Rowling, The Casual Vacancy, er fundinn: Hlaupið í skarðið. Útgefandi bókarinnar, Bjartur, efndi til sam- keppni um besta titilinn og hann átti Smári Pálmarsson. AFP Hlaupið í skarðið varð fyrir valinu  Um 7.000 gest- ir munu sækja tónlistarhátíðina Iceland Airwaves sem hefst um miðja næstu viku, að meðtöldu tón- listarfólki, fjöl- miðlamönnum, starfsfólki og öðr- um úr tónlistargeiranum. Um 5.000 miðar hafa verið seldir á hátíðina og í fyrsta sinn í sögu hennar eru erlendir gestir fleiri en innlendir, skv. upplýs- ingum frá skipuleggjendum. Erlendir gestir fleiri en innlendir  Music Hack Day nefnist viðburður sem fer fram í Háskólanum í Reykja- vík í dag og stendur í sólarhring. Þar koma saman forritarar, hönnuðir og listamenn og vinna að nýsköpunar- verkefnum sem tengjast tækni og tónlist. Slíkir viðburðir hafa verið haldnir allt frá árinu 2009 og hátt í 30 talsins. 100 manns munu taka þátt í viðburðinum í HR og verður afrakst- urinn kynntur undir lok hans. Music Hack Day í Há- skólanum í Reykjavík FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Vestan 8-13 m/s S- og V-lands. Rigning eða súld, en slydda eða snjókoma fyrir norðan síðdegis. Hiti 0 til 8 stig. Slydda eða snjókoma á N- og A-landi. Á sunnudag Minnkandi norðanátt og léttir víða til, en dálítil él NA-til framan af degi. Frost 0 til 8 stig. Snýst í vestan 5-13 um kvöldið og þykknar upp V-lands. Á mánudag V 5-13 í fyrstu, en lægir síðan. Súld í fyrstu SV- og V-lands, annars skýjað með köflum og yfirleitt þurrt. Hiti 0 til 7 stig, mildast syðst, en vægt frost á N- og A-landi. „Þessi árangur liðsins er gríðarlega mikilvægur fyrir grasrótina. Það kom mikill kippur í kvennafótboltann þeg- ar liðið komst á EM fyrir þremur ár- um og ég held að það gerist aftur nú,“ segir Geir Þorsteinsson, formað- ur Knattspyrnusambands Íslands, eftir að kvennalandsliðinu í knatt- spyrnu tókst að tryggja sér keppn- isrétt á EM næsta sumar. »1 Árangurinn mikilvægur fyrir grasrótina Keflavík vann sinn fyrsta sigur í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Dominos- deildinni, í gærkvöld þegar liðið lagði nýliða KFÍ að velli, 79:69, á heimavelli Ís- firðinganna. Keflvíkingar léku í búningum frá KFÍ þar sem búningar suðurnesja- manna urðu eftir fyrir sunnan. Á sama tíma vann Skallagrímur ÍR, 80:71. »4 Unnu á Ísafirði í lánsbúningum Hjörtur Logi Valgarðsson, bakvörð- urinn snjalli sem leikur með sænska liðinu IFK Gautaborg, segir að ekkert þýði að fara í fýlu þótt hann hafi ekki verið valinn í íslenska landsliðið fyrir leikina í undankeppni HM í haust. Hann segist stefna á að endurheimta sæti sitt í liðinu. »3 Ætlar sér að komast í landsliðið á nýjan leik Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „Við erum eiginlega orðnir góðir en einn er samt enn á sýklalyfj- um,“ segir Jens Kristinn Gíslason, fyrirliði íslenska landsliðsins í krullu, sem varð í 5. sæti í C- keppni Evrópumótsins í krullu fyrr í mánuðinum. Liðið stefndi á að vinna sér sæti í B-keppninni en liðsmennirnir fengu allir mat- areitrun og hún gerði þeim lífið leitt. Ísland tók fyrst þátt í Evr- ópukeppninni 2007. Ekki var sent lið til keppni árið eftir vegna fjár- skorts en síðan 2009 hefur Ísland verið með. EM fór að þessu sinni fram í Erzurum í Tyrklandi og kepptu sjö lið um að komast í B- keppnina síðar á árinu. Aðeins á Akureyri Hérlendis er krulla eingöngu stunduð á Akureyri og má ætla að um 50 manns, mest karlmenn, æfi íþróttina, en undanfarin ár hafa um átta lið tekið þátt í Íslandsmótinu. Íslandsmeistararnir hverju sinni taka þátt í EM fyrir hönd Íslands og Mammútar frá krulludeild Skautafélags Akureyrar voru fulltrúar landsins í Tyrklandi. „Þetta gekk hörmulega,“ segir Jens Kristinn. „Við vorum ekki upp á okkar besta í leikjunum vegna matareitrunar- innar. Við vorum orku- lausir og þetta setti okkur út af laginu.“ Kvöldið fyrir fyrsta leik var boðið upp á kjúkling á hótelinu, þar sem liðin dvöldu, og í kjölfarið veiktust liðsmenn flestra liða nema heimamanna. Jens Kristinn segir að allir fimm leikmenn íslenska hópsins hafi ver- ið veikir alla keppnisdaga en önnur lið hafi sloppið betur og heimamenn best. Framfarir „Þetta var mjög erfitt og við nut- um þess ekki að spila,“ segir fyr- irliðinn um ástandið í Tyrklandi, en liðið spilaði tvo leiki á dag. „Við vor- um veikir á svellinu og spiluðum með hita. Eftir seinni leikinn á fyrsta leikdegi skriðum við undir sæng, titruðum allir og skulfum, en ástandið var verst morguninn eftir.“ Jens Kristinn byrjaði að æfa krullu 2006 og segir að Íslendingum fari fram með hverju árinu. „Mað- ur er alltaf að læra en vandamálið er að hinum liðunum fer líka fram þannig að árangurinn hjá okkur er alltaf svipaður.“ Veikir á svellinu í Tyrklandi  Íslenska lands- liðið hefur náð sér eftir matareitrun Ljósmynd/Haraldur Ingólfsson Krulla Jens Kristinn Gíslason í Mammútum var fyrirliði landsliðs Íslands á Evrópumótinu í Tyrklandi. Fyrst var keppt í krullu (e. curling) á vetrarólympíuleikunum 1998, en aðild Íslands, fyrir tilstilli bandarísku hjónanna Sophie og Tims Wallace 1992, að alþjóðakrullusambandinu gerði útslagið. Árið 1995 fóru fjórir Íslendingar til Gimli í Manitoba í Kanada til þess að læra íþróttina hjá fólki af ís- lenskum ættum í þessum vinabæ Akureyrar. Fyrsta Ís- landsmótið fór fram 2002 og var Íslandsbikarinn tileink- aður Wallace-hjónunum. Þegar Skautahöllin á Akureyri var formlega opnuð árið 2000 komu hjónin Alma og Raymond Sigurdson frá Gimli og gáfu heimamönnum Gimli-bikarinn, en næsta keppni um hann hefst á mánudag. Handtökin lærð á Gimli KRULLA TILTÖLULEGA NÝ ÍÞRÓTT Á ÍSLANDI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.