Morgunblaðið - 02.11.2012, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 02.11.2012, Qupperneq 44
AF AIRWAVES Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Það er ekkert grín að veljasér tónleika að sækja á Ice-land Airwaves. Framboðið er allsvakalegt og óumflýjanlegt að maður missi af einhverju safa- ríku. Ég tók að mér að skrifa pist- il um fyrsta kvöld hátíðarinnar í ár, miðvikudagskvöldið sl. og ákvað að flakka ekki of mikið milli staða, halda mig við tvo eða þrjá staði. Veðrið bauð heldur ekki upp á notalega göngutúra, það var ískalt og ég fór sem betur fer á milli staða á reiðhjóli. Það er allra veðra von á Airwaves. Fyrsti viðkomustaður var Silf- urberg í Hörpu. Þar var sú ágæta hljómsveit Tilbury á sviði. Eitt- hvað var hljóðið einkennilegt, sum hljóðfæranna of hátt stillt sem skemmdi verulega fyrir. Ég fór út eftir tvö lög. Seinna frétti ég að hljóðið hefði verið alltof lágt (!?). Tæknin var eitthvað að stríða strákunum. Á Gamla Gauknum var öllu meira stuð. Þar tróð upp RetroBot, sigurhljómsveit síðustu Músíktilrauna. Í fyrstu virtust strákarnir feimnir en síðan fór allt í gang, aðalsöngvarinn (hvað sem hann nú heitir) steig kostulegan dans og skvetti hári fram og aftur. „Nýrómantík dauðans“ tísti popp- spekingur á besta aldri um tón- leikana. Sami spekingur stóð einn á gólfinu þegar aðrir gestir krupu niður, að beiðni söngvarans, djúpt sokkinn í snjallsímann sinn. Eftir ítrekuð tilmæli söngvarans lét hann loks til leiðast og kraup með hjörðinni. RetroBot er hljómsveit sem vert er að fylgjast með, tón- listin dansvæn, drengirnir líflegir á sviði og njóta þess að spila. Á Þýska barnum tróð huldu- maðurinn Gabríel upp með fé- lögum sínum, m.a. Unnsteini úr Retro Stefson og Valdimari úr Valdimari. Þýski barinn er ómögu- legur tónleikastaður, illa sést á sviðið og aðeins hluti gesta sem sér hvað er að gerast þar. Fullt var út úr dyrum og bjór þambaður af gestum líkt og bjórbanni hefði verið aflétt fyrr um daginn. Flutn- ingur Gabríels og félaga var ágæt- ur, sérstaklega undir lokin þegar þeir fluttu hið fantagóða „Stjörnu- hröp“. Mikið hefði verið gaman að sjá þá á betri tónleikastað. Aftur var haldið í Hörpu, í þetta sinn á Mammút. Katrína Mo- gensen var að vanda fantagóð, gríðarlega góð söngkona þar á ferð en einhverra hluta vegna náði hljómsveitin ekki að hrífa mig. Kannski var um að kenna skorti á þekktum lögum, ég skal ekki segja. Gestir gerðu þó góðan róm að flutningnum og í þetta sinn var hljóðið í fínu lagi, ólíkt því sem gerðist hjá Tilbury. Kvöldinu lauk ég svo á allt öðrum nótum, lét mig hafa það að fara aftur inn á Þýska barinn að sjá diskódrottninguna Þórunni Anton- íu. Berndsen var henni til halds og trausts og hópur ungra kvenna í nágrenni við mig skríkti hvað eftir annað þegar Þórunn kynnti lög til sögunnar. Karlar stóðu stjarfir og góndu á Þórunni en konur voru öllu líflegri á gólfinu. Eini ljóð- urinn á þessum tónleikum var að Þórunn ávarpaði ekki gesti, að undanskildu því að nefna hvaða lag væri næst á dagskrá. Hvort hún steig dans veit ég ekki, ég rétt sá í höfuðið á henni. Ég hafði ekki úthald í að bíða eftir Ásgeiri Trausta en sá hann hins vegar meðal tónleikagesta og lét mér það nægja. Fínt fyrsta Airwaves-kvöld þrátt fyrir kulda og tæknilega örðugleika. Sjóðandi RetroBot í skítakulda » Fullt var út úr dyr-um og bjór þamb- aður af gestum líkt og bjórbanni hefði verið af- létt fyrr um daginn Morgunblaðið/Styrmir Kári Huldumaður Gabríel með grímuna sína ásamt Valdimari og Opee. 44 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2012 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is „Ég held að ég hafi aldrei verið svona spenntur fyrir tónleikum á Íslandi,“ segir Georg Holm, bassa- leikari Sigur Rósar, en hljómsveitin heldur lokatónleika Iceland Airwa- ves á sunnudaginn í Laugardalshöll. „Þetta verða öðruvísi Sigur Rósar- tónleikar en við höfum nokkurn tíma spilað hérna eða nokkurs stað- ar annars staðar, í raun og veru. Þetta verða flottustu tónleikar sem við höfum spilað hingað til,“ segir hann. Hljómsveitin sé að ná ákveðnum hápunkti með þeim tón- leikum. Sigur Rós lauk fyrir skömmu níu vikna tónleikaferðalagi um Banda- ríkin, Evrópu og Japan og verður meira eða minna á flakki um heim- inn á næsta ári, að sögn Georgs. Hann segir hugmyndavinnuna fyrir tónleikaferðina hafa hafist u.þ.b. ári áður en lagt var í hann og í apríl hafi hljómsveitin hafið æfingar fyrir hana, dustað af sér rykið eins og hann orðar það. Spurður að því hvort Sigur Rósar-menn hafi verið ryðgaðir segir Georg að svo hafi ekki verið og það hafi komið honum á óvart. „Þetta er kannski svolítið eins og að hjóla,“ segir hann. Vöðva- minnið hafi tekið við. – Hvernig hafa nýju lögin komið út á þessum tónleikum? „Þau hafa bara virkað mjög vel. Við byrjuðum á að æfa fleiri lög heldur en við spilum núna af nýju plötunni en það var eiginlega af því að við komumst að því að þau virka ekki öll á tónleikum. Þetta er rosa- lega mikil hljóðversplata og það er ekki hægt að endurskapa öll lögin. Sum þeirra hljómuðu bara ekkert vel þegar við fórum að reyna að spila þau,“ svarar Georg. Spurður að því hvort erfitt hafi verið að fara í svo langa tónleikaferð segir hann að þvert á móti hafi hún verið „tóm gleði“. Erfiðara að spila heima – Nú tala hljómsveitir stundum um að erfiðara sé að spila heima en erlendis. Finnst þér það? „Alveg hiklaust. Það er alltaf mesta pressan að spila heima, fyrir framan vini og fjölskyldu. Þetta er heimalandið og maður vill gera þetta extra flott fyrir Íslendinga.“ Georg segir tónleikana í Höllinni verða með nýju sniði og ólíka þeim sem hljómsveitin hefur haldið á síð- ustu mánuðum. „Útlitið á tónleik- unum var í raun endurhannað al- gjörlega frá grunni. Við fengum eitthvert svaka „hot shot“ með okk- ur áður en við lögðum af stað og svo þegar við vorum komnir hálfa leið í gegnum þessar níu vikur komumst við eiginlega að því að þetta var ekki það sem við vildum. Okkur fannst þetta skref afturábak og ekki nógu flott þannig að segja má að við séum að fara alla leið með þetta núna. Þetta verður rosa flott og al- veg endurhannað frá grunni. Svo erum við líka búnir að vera duglegir að spila saman strákarnir og byrjaðir að semja nýtt efni og að- eins að taka upp. Það er eiginlega útlit fyrir að við höldum því áfram og rumpum einni plötu af.“ – Sem kemur þá út á næsta ári? „Sem kemur á næsta ári. Hún verður öðruvísi en allt sem við höf- um gert áður, alveg „anti“-Valtari,“ segir Georg og hlær. Hljómsveitin muni að öllum líkindum flytja nýtt lag í Höllinni. Beðinn um nánari skýringu á því hvað sé „anti“- Valtari segir Georg að erfitt sé að gefa hana. „Ég get alla vega sagt að þetta er alveg ný stefna, alveg hik- laust.“ Georg segir ákveðinn Sigur Rós- ar-hljóm þó halda sér, hljóm sem fólk kannist við en þeir félagar reyni að þróa tónlistina í nýjar áttir. „Þetta er ekki í líkingu við neitt sem við höfum verið að gera áður.“ Tónleikahald næsta árið Um tónleikana í Höllinni segir Georg að mörg lögin verði þau sömu og hljómsveitin hafi leikið í tón- leikaferðinni, flutt verði góð blanda af eldri lögum auk nýrra. „En „show“-ið sem slíkt hefur verið end- urhannað frá grunni. Það er voða fátt eftir af því sem við höfum verið með áður í kringum hvert lag. Við erum að fara alla leið með þetta.“ – Munið þið svo halda áfram með þessa tónleikaumgjörð? „Já, þetta er í rauninni það sem við ætlum að fara með áfram. Við förum til Ástralíu í næstu viku og Malasíu og nokkra aðra staði í Asíu. Svo komum við heim fyrir jól, tök- um okkur smá jólafrí og förum aftur til Evrópu strax á næsta ári og höldum áfram þangað til í nóv- ember á næsta ári, eins og planið er.“ Georg segir framtíðina bjarta hjá Sigur Rós, hljómsveitin njóti þess að spila saman og eigi nóg eft- ir. – Nú eru tónleikarnir ykkar orðn- ir svo umfangsmiklir. Ætlið þið ekk- ert að spila á Gauknum aftur? Georg hlær. „Það er aldrei að vita. Það gæti alveg gerst en það gerist alla vega ekki á þessu ári.“ Tónleikar Sigur Rósar í Laug- ardalshöll hefjast kl. 19. Endurnýjuð Sigur Rós  Tónleikar í Höllinni með nýju útliti  „Öðruvísi en allt sem við höfum gert áður,“ segir Georg um næstu plötu Bjartir Framtíðin er björt hjá Sigur Rós. Yfir 6.000 miðar hafa selst á tón- leika hljómsveitarinnar í Laugardalshöll sem verða lokatónleikar Airwaves. Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Bandaríska hljómsveitin Blouse, eða Blússa, er önnur tveggja sem fóru með sigur af hólmi í keppni kenndri við styrktaraðila hennar, Reyka vodka, og fólust verðlaunin í því að koma fram á Iceland Airwaves. Keppnin fór fram netinu og mark- miðið að vekja athygli á lítt þekktum og vönduðum, bandarískum hljóm- sveitum en hin hljómsveitin sem boð- ið var á hátíðina er Vacationer. Hljómsveitina Blouse skipa söng- konan Charlie Hilton, bassaleikarinn Patrick Adams, gítarleikarinn Jacob Portrait og trommarinn Paul Roper. „Ég á vin sem býr hérna og hann sagði mér frá hátíðinni fyrir um tíu árum. Mig hefur alltaf langað á hana og ég hef heyrt að þessi hátíð skipti ykkur Íslendinga sífellt meira máli og fari sívaxandi,“ segir Hilton. – Hljómsveitin heitir Blússa. Hvers vegna? „Einn af strákunum í hljómsveit- inni átti leið fram hjá fatahreinsun þegar við vorum í upptökum fyrir nokkrum árum og sá í glugganum skilti sem á stóð „blússa“, af því blússur eru, jú, hreinsaðar í fata- hreinsunum. Við vorum þá að velta fyrir okkur hvað hljómsveitin ætti að heita og hann stakk upp á þessu,“ svarar Hilton. Þeim hafi þótt nafnið gott, orðið vísi í eitthvað sem er mjúkt, kvenlegt, sígilt, viðkvæmt og jafnvel gegnsætt og hljómi vel. – Á sú lýsing við um tónlist ykkar? „Ég vona það,“ segir Hilton og hlær. Hún kunni vel við að ákveðin dulúð sé yfir nafninu. – Hvers konar tónlist flytjið þið? „Fólk kallar þetta draumapopp. Ég er hryllilega léleg í að skilgreina tónlist. Á fyrstu plötunni okkar not- uðum við gamaldags hljóðfæri og hún bar keim af tónlist níunda áratug- arins, nýbylgjunni og við vorum undir áhrifum af síðpönki. Við erum að vinna að plötu núna og ég held að við sækjumst ekki eftir því að verða ein- hver ákveðin gerð af hljómsveit. Til- raunamennskan fer vaxandi.“ Hófst í listaskóla – Blouse var stofnuð í listaskóla? „Jú, ég var að læra grafíska hönn- un í Portland og hitti þar bassaleik- arann, Patrick. Ég lék mikið tónlist á æskuárum mínum með pabba mínum sem var tónlistarmaður og því var hún mér eðlislæg. Við fórum að spjalla um tónlist en ég var þá nýflutt frá Los Angeles. Þú veist hvernig þetta er með tónlist, líkt og með ást- ina þá getur maður ekki leitað að réttu manneskjunni, þetta gerist fyr- ir töfra. Þú verður ástfanginn, tónlist- arlega séð.“ Hilton segist hlakka mikið til tón- leikanna á Airwaves en þeir verða haldnir á Þýska barnum í kvöld kl. 23.20. Um helgina mun Blússa svo virða fyrir sér náttúruperlur lands- ins, m.a. Gullfoss og Geysi. Frekari upplýsingar og valin lög með Blouse má finna á heimasíðu hljómsveit- arinnar: blouseblouse.com. Tónlistin og ástin  Blouse vann keppni Reyka vodka og leikur á Iceland Airwaves í kvöld Draumapopp Hljómsveitin Blouse, eða Blússa. Á myndina vantar trommu- leikarann Paul Roper sem nýverið gekk til liðs við hljómsveitina.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.