Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.12.2012, Page 4
Steingrímur J. Sigfússon fjár-málaráðherra fór mikinn íFréttablaðinu á miðvikudag
og vitnaði í vísu sem kveðin er í
gangnakofum á haustin:
Nóttin vart mun verða löng
vex mér hjartastyrkur.
Inni er bjart við yl og söng
úti svartamyrkur.
Þar brá Steingrímur fyrir sig
kaldhæðninni. Myndin væri tákn-
ræn fyrir það að stjórnarandstaðan
drægi upp mynd af svartnættinu
úti á meðan birta og ylur ríkti inn-
andyra hjá fjölskyldum landsins „í
fábreyttum húsakynnum og glöðum
hópi“.
Fjárlagahallinn
Máli sínu til stuðnings vísaði Stein-
grímur í fyrsta lagi til þess að í
fjárlagafrumvarpinu væri einungis
gert ráð fyrir 2-4 milljarða halla.
Hallinn hefði hinsvegar verið 216
milljarðar árið 2008 og 140 millj-
arðar ári síðar.
En er dæmið svona einfalt?
Tryggvi Þór Herbertsson hefur
bent á að ef útgjöld séu reiknuð á
greiðslugrunni, eins og Steingrímur
geri er hann talar um fjárlög næsta
árs, þá hafi einungis verið 24 millj-
arða halli á fjárlögum ársins 2008.
Ástæðan er sú að einskiptis-
kostnaður eða óreglulegir liðir
vegna bankahrunsins námu tæpum
200 milljörðum. Á greiðslugrunni
bókast útgjöld inn á fjárlögin þegar
greiðslan fer fram, en á rekstrar-
grunni þegar stofnað er til skuld-
bindinganna. Vilji Steingrímur tala
um fjárlögin 2013 á rekstrargrunni,
eins og hann geri er hann ræði um
fjárlögin 2008, þá geti hann ekki
sleppt því að taka með í reikning-
inn 13 milljarða framlag ríkissjóðs
til Íbúðalánasjóðs sem þegar hafi
verið ákveðið.
Við það bætist 54 milljarða gat á
sjóði á næsta ári, auk þess
sem forsendur kjarasamn-
inga séu brostnar. Allt sé
spennt til hins ýtrasta og
gáttin muni bresta. Þegar
þessi harði veruleiki blasi
við verði myndin mun svart-
ari en sú sem Steingrímur
bregður upp með gangna-
mannavísunni.
Á móti heldur Steingrímur því
fram að ekki þurfi að bókfæra
framlagið til Íbúðalánasjóðs á fjár-
lögum af því að með því sé verið að
auka eigið fé sjóðsins. „En bók-
haldslega séð verður auðvitað að
bóka tapið einhvers staðar,“ segir
Tryggvi. „Þar sem er debet, þar er
kredit. Steingrímur er því að villa
um fyrir fólki og þetta er algjör-
lega glórulaus greining hjá hon-
um.“
Fjárfestingar
Það vakti athygli þegar haldinn var
blaðamannafundur til að kynna
fjárfestingaáætlun ríkisstjórnar-
innar, en slíkt hefur almennt ekki
tíðkast er ríkisstjórnir leggja fjár-
lögin fram. Steingrímur segir þær
fjárfestingar til marks um að svig-
rúm hafi skapast hjá ríkissjóði.
En það er ekki hafið yfir gagn-
rýni. Samkvæmt úttekt Hagstof-
unnar á fjármálum hins op-
inbera frá því í september
á þessu ári drógust fjár-
festingarútgjöld hins opin-
bera allnokkuð saman á
árinu 2011, eins og sjá má
á meðfylgjandi töflu. Þau
„námu 29,5 milljörðum
króna og lækkuðu um ríf-
lega 15 milljarða króna
milli ára og urðu 1,8% af lands-
framleiðslu, sem er lægsta hlutfall
á lýðveldistímanum. Fjárfesting
ríkissjóðs lækkaði um rúmlega 10,3
milljarða króna og fjárfesting sveit-
arfélaga um 5 milljarða.“
Þegar til þess er litið að fjárfest-
ingar voru minnstar á lýðveldistíma
virðast horfurnar ekki bjartar fyrir
árin 2012 til 2014. Samkvæmt þjóð-
hagsspá Hagstofunnar frá því í
nóvember er gert „ráð fyrir að
fjárfesting hins opinbera dragist
saman á yfirstandandi ári … og er
samdrátturinn um 11% í ár að
raungildi …“
Og ekki virðist rofa mikið til á
næstu árum eins og ráða má af
þjóðhagsspá Hagstofunnar frá því í
nóvember, sem birtist með grein-
inni. Það er svo lesenda að gera
það upp við sig hvort framundan er
birta eða myrkur í íslensku efna-
hagslífi.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Birta eða myrkur?
STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON SEGIR YL OG SÖNG Í FJÁRLAGAFRUMVARPINU OG AÐ STJÓRNARANDSTAÐAN DRAGI
UPP OF SVARTA MYND AF ÁSTANDINU. STJÓRNARANDSTAÐAN SAKAR STEINGRÍM UM VÍSVITANDI BLEKKINGAR.
Steingrímur
J. Sigfússon
Fjárfesting hins opinbera 2004-2014
20
04
20
05
20
06
20
07
20
08
20
09
20
10
20
11
20
12
20
13
20
14
5
4
3
2
1
0
Hlutfall af vergri landsframleiðslu
%
A-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna
ríkisins upp á 54 milljarða, sem
eðlilegt sé að bóka strax. Þá sé vit-
að að meira tap verði á Íbúðalána-
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.12. 2012
Töluverð óvissa er framundan, að
því er fram kemur í Hagsjá hag-
fræðideildar Landsbankans, en þar
segir: „Þó að staða fjárlagafrum-
varpsins líti formlega vel út eftir
aðra umræðu [á Alþingi] er engu að
síður um að ræða verulega óvissu
um mögulega útgjaldaaukningu rík-
isins. Þar má nefna vanda Íbúða-
lánasjóðs og Lánasjóðs íslenskra
námsmanna, mögulegan kostnað
vegna reksturs Hörpu tónlistarhúss,
niðurstöðu Icesave-málsins, og
hækkun fjármagnskostnaðar.“
Lakara en lagt
var upp með
Einnig er á það bent að niðurstaða
ríkisreiknings varð um 40 millj-
örðum lakari en niðurstaða eftir
fjáraukalög bæði árin 2010 og 2011,
og 25 milljörðum lakari en endanleg
fjárlög kváðu á um á árinu 2010 og
53 milljörðum lakari en á árinu 2011.
„Með samþykkt fjáraukalaga eru
þegar komnar fram upplýsingar um
lakari niðurstöðu fyrir 2012 en gert
var ráð fyrir í fjárlögum. Sé einnig
vísað til þess að kosningavetur sé
framundan er full ástæða til þess að
vera á verði varðandi útgjöld ríkisins
á næsta ári.“
Hvað hangir á spýtunni?
Í skýrslu IFS-greiningar segir að
Íbúðalánasjóður þurfi samtals 48
milljarða framlag frá ríkissjóði á
næstu 3-5 árum. Þar af 33 milljarða
stofnfjárframlag sem greitt yrði út í
áföngum eftir þörf, 20 milljarða þeg-
ar á þessu ári. Um það segir í
Hagsjá: „Rætt hefur verið um að
fjármagna útgjöld til ÍLS með út-
gáfu skuldabréfs þannig að bein út-
gjöld sjást ekki vel. Yrði framlagið
fjármagnað með útgáfu skulda-
bréfs … yrði vaxtakostnaður á árinu
2013 tæpar 900 milljónir og endur-
greiðsla miðað við 20 ára endur-
greiðsluferli 650 milljónir. Þessi að-
gerð felur því í sér beinan útgjalda-
auka upp á rúman einn og hálfan
milljarð króna strax á næsta ári.
Væri álíka aðferð beitt við lífeyris-
skuldbindingar ríkisins, sem munu
nema u.þ.b. 400 milljörðum um
næstu áramót, yrði árlegur kostn-
aður um 47 milljarðar. Þetta eru tvö
dæmi um dulinn kostnað sem skatt-
greiðendur standa frammi fyrir og
stjórnmálamenn virðast forðast að
ræða um af fullri alvöru.“
Búist er við að ríkið leggi 48 milljarða
í Íbúðalánasjóð á næstu árum.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Óvissa um
útgjöldin
„Við þurfum
að standa
skil á 370
milljörðum í
vaxtagjöld á
næstu fjór-
um árum og
mér sýnist
ríkisstjórnin
ætla að fresta því að greiða
niður skuldir til að létta á
vaxtabyrðinni,“ segir Bjarni
Benediktsson um útlitið í fjár-
lagafrumvarpinu.
„Maður hlýtur að spyrja:
Hvernig lítur Ísland út ef ekki
verður hagvöxtur? Það gerist
ekkert af sjálfu sér, þetta
reddast ekki, vaxtagreiðsl-
urnar hverfa ekki. Og getan
til að mæta launakröfum eða
skuldavanda heimilanna fer
hverfandi með hverjum mán-
uði sem líður. Um leið drög-
umst við aftur úr í samkeppni
við Norðurlönd. Horfur eru
ekki góðar í sjávarútveginum
og útlit er fyrir samdrátt í
ferðaþjónustu. Þetta er stóra
samhengið. Og við blasir að
við þurfum að búa í haginn
fyrir nýjar fjárfestingar og
stuðla að vexti í atvinnulíf-
inu.“
HVAÐ ER
FRAMUNDAN?
Bjarni
Benediktsson
* „Þetta eru glórulaus fjárlög. Ég hefaldrei áður séð slíkar blekkingar.“ Tryggvi Þór Herbertsson ÞjóðmálPÉTUR BLÖNDAL
pebl@mbl.is