Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.12.2012, Qupperneq 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.12.2012, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.12. 2012 Háskólanemarnir átta sem unnu að rannsókn á eyðibýlum á Vesturlandi og Norðausturlandi sumarið 2012. Efri röð frá vinstri: Hildur Guðmundsdóttir, Axel Kaaber og Birkir Ingibjartsson. Neðri röð frá vinstri: Steinunn Eik Egilsdóttir, Þuríður Elísa Harðardóttir, Bergþóra Góa Kvaran, Olga Árnadóttir og Sólveig Guðmundsdóttir Beck. Gamli bærinn á Eyjardalsá er staðsettur inni í Bárðardal, tæpan kílómetra vestur af Skjálfandafljóti. ÚT UM ALLT LAND ERU EYÐIBÝLI SEM VITNA UM BARÁTTUANDA ÍSLENDINGA EN EINNIG UM ÓSIGRA ÞEIRRA. NÚ HAFA ÞAU VERIÐ RANNSÖKUÐ OG NIÐURSTAÐA RANNSÓKNARINNAR GEFIN ÚT. Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Eyðibýlum verði bjargað Ú t er komið fyrsta, annað og þriðja bindi af riti sem nefnist Eyðibýli á Íslandi og sýnir rannsóknir á eyðibýlum og yfirgefnum húsum á Íslandi. Heilum 339 eyðibýlum eru gerð skil í bókunum. Um afrakstur verkefnis er að ræða sem hefur verið í gangi í nokkur ár. Markmið verkefnisins Eyðibýli á Íslandi er að rann- saka og skrá umfang og menningarlegt vægi eyðibýla og annarra yfirgefinna íbúðarhúsa í sveitum landsins. Verk- efnið er unnið með stuðningi Nýsköpunarsjóðs náms- manna, Húsafriðunarnefndar, mennta- og menningar- málaráðuneytisins, sveitarfélaga og annarra aðila. Verkefnið hefur verið tilnefnt til Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands, Menningarverðlauna DV og Hvatningar- verðlauna iðnaðarráðherra. Á Íslandi er mikill fjöldi eyðibýla og yfirgefinna íbúð- arhúsa. Sum þessara húsa standa í blómlegum sveitum nálægt annarri byggð. Önnur eru á eyðijörðum, fjarri byggð. Hugtakið eyðibýli er hér notað í nokkuð víðum skilningi. Það er látið ná yfir yfirgefin hús í sveitum, jafnvel þótt þau standi þar sem enn er önnur byggð til staðar, þ.e. ekki eingöngu á eyðijörðum. Áhugamannafélag um eyðibýli Þessi yfirgefnu íbúðarhús eru afar misjöfn. Það er grundvöllur að gera mörg þeirra upp, en önnur eru lé- leg eða illa farin. Vorið 2011 var félagið Eyðibýli – áhugamannafélag stofnað eftir um tveggja ára undirbún- ing. Félagið hóf umfangsmikla rannsókn með yfirskrift- ina: „Eyðibýli á Íslandi“. Tilgangur rannsóknarinnar er að meta menningarlegt vægi þessara húsa, mögulega björgun þeirra, endurgerð og nýtingu, meðal annars í ferðaþjónustu. Fyrsti hluti rannsóknarinnar fór fram sumarið 2011 og sáu fimm háskólanemar úr arkitektúr, stjórnmálafræði og verkfræði um hana. Farið var að öll- um eyðibýlum og yfirgefnum íbúðarhúsum á Suður- og Suðausturlandi, húsin metin og aflað upplýsinga um sögu þeirra og ástand. Sumarið 2012 unnu átta há- skólanemar úr verkfræði, arkitektúr, og fornleifafræði rannsóknina og náði hún til tveggja landsvæða; Norður- lands eystra og Vesturlands. Afrakstur þessara rann- sókna liggur nú fyrir í þessum þremur útgefnu bindum. Umsjónarmenn verkefnisins eru Sigbjörn Kjartansson arkitekt og jarðeðlisfræðingur og Gísli Sverrir Árnason, menningar- og stjórnsýsluráðgjafi. Aðspurður hvernig það hafi komið til að þetta verkefni fór af stað segir Gísli Sverrir að það hafi verið þannig að einn þeirra keyrði framhjá svona fallegu eyðibýli og spurði þeirrar spurningar í góðra vina hópi, hvort ekki væri hægt að bjarga því. „Síðan fór boltinn að rúlla,“ segir Gísli Sverrir. „Við erum ekki búin að ná yfir nema um helm- ing allra eyðibýla á Íslandi með þessum þremur bindum. Ef áfram heldur sem horfir þá stefnir í að þetta verði upplýsingar um 600 hús þegar öll bindin eru komin út.“ Framlag til menningararfsins „Vonir standa til þess að útgáfan stuðli að aukinni um- ræðu og verkefnið geti verið hvatning þeim sem eiga húsin,“ segir Gísli. „Nú eru húsin komin á bók sem gef- ur þeim annan sess. Svo kemur í ljós að inn á milli þessara eyðibýla eru mjög merkileg hús. Sem fagmenn í byggingarlist og menningarsögu segja að megi alls ekki eyðileggjast. Heldur verði að gera allt sem hægt er til að varðveita þau.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.