Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.12.2012, Side 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.12.2012, Side 13
16.12. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13 Bærinn Einbúi stendur við eystri bakka Skjálfandafljóts í Bárðardal, gegn Eyjadalsá. Byggingin er fallega steypt og reisuleg á bæjarstæðinu. Skjálfandafljót rennur þarna rétt hjá og fylgja því veiðihlunnindi. Hólmur í Landbroti er á Suðurlandi. Skaftá rennur hjá norðan við húsið. Eitt þeirra eyðibýla sem fjallað er um í rannsókninni er bærinn Suðurhús, en byggingarlag þess er sérstakt og frumlegt. Húsið, sem er parhús, er samhverft með tveimur burstum, þar sem framhlið með göflum snýr til suðurs auk þess sem mjóar, stakar burstir standa út á hliðunum. Grunn- form byggingarinnar liggur nánast í kross. Húsið situr vel í landi og er eft- irtektarvert. Mikilvægt er að húsinu sé lokað sem fyrst og stuðlað að verndun þess eða friðun. Sérstaða hússins og samhengi SUÐURHÚS Í SUÐURSVEIT Í HORNAFIRÐI Nú hafa arkitektarnir í hópnum nefnt dæmi úr Aust- ur-Skaftafellssýslu. Þar eru til dæmis tvö hús með svip- uðu sniði, í Suðursveit, annað er Suðurhús og hitt er Uppsalir. Þetta eru mjög merkileg hús út frá bygging- arsögunni. Þau eru svipuð, með mörgum kvistum og eru byggð hálfvegis í kross. Víða á þessu svæði eru svona háreist, steinsteypt hús. Þegar við erum búin að skrá öll húsin á landinu þá verður fróðlegt að bera saman hvort um einhver svæðis- bundin einkenni sé að ræða. Við teljum okkur vera að leggja fram ákveðinn skerf til byggingar- og menningararfsins.“ Ferðaþjónustan nýti sér eyðibýlin „Það liggur fyrir gagnasafn og ítarefni um hvert einasta hús,“ segir Gísli. „Formið er knappt í bókunum. Sagt er frá staðsetningu þeirra og síðan er húsinu lýst, ástandi þess og reynt að leggja mat á varðveislugildið.“ Bækurnar eða skýrslurnar eru eitt, en aðspurður hver séu næstu skref hvað varðar eyðibýlin segir Gísli að hann heyri oft þá spurningu. „Við erum ekki búin að svara þeirri spurningu. Svarið er sjálfsagt jafn ólíkt því sem húsin eru mörg. Það hafa samt komið margar hugmyndir um að hægt væri að nýta þau í ferðaþjónustu. Menn hafa látið sér detta í hug að gera sum húsin upp og leigja þau út til gistingar. Það virðist vera áhugi á því en við höfum at- hugað þær hugmyndir í samráði við sérfræðinga. Ef fólki byðist að gista í eyðibýli á Íslandi þá hefðu margir áhuga á því. Margir hafa áhuga á kyrrðinni og myrkrinu. Menn vilja þá hafa þjónustuna litla og aðstæður frumstæðar,“ segir Gísli Sverrir. Suðurlandsbraut 12 l 108 Reykjavík l S. 557-5880 l kruska@kruska.is l kruska.is SENDUM Í FYRIRTÆKI OPIÐ VIRKA DAGA FRÁ 11-20 Á Krúsku færðu yndislegan og heilsusamlegan mat. Opið frá 11-20 alla virka daga

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.