Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.12.2012, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.12. 2012
Ferðalög og flakk
OPNUNARTÍMI: Laug. 15. des . 10-18 • Sunn. 16. des . 13-18 • Mán. 17. t i l sunn 23. des . 10-22. Aðfangadag 10-13 • Sími : 558 1100
WRITEX vegghillur
Litur: Svartlakkaður viður
einnig til hvítar.
B: 63 H: 183 cm.
Verð KR. 19.990
SÖDAHL AKRÍL-DÚKAR
Br. 140 cm. Metravara.
Má þvo í þvottavél.
Mikið úrval.
Verð KR. 5.990
Metraverð
NÝIR
JÓLADÚKAR
KERTASTJAKI
5 arma
Verð KR.
5.990
SÖDAHL DÚN-
FYLLTIR PÚÐAR
Margar stærðir og
mikill fjöldi munstra
og mynda. Verið má
þvo í þvottavél.
Verð frá KR.
4.990
„JÁ NÚ ER KÁTT Í HÖLLINNI, HÖLLINNI, HÖLLINNI ...“
G
eimnálin og Pikes-fiskimark-
aðurinn eru líklega kunnustu
kennileitin í stórborginni
Seattle. Ef til vill mætti
einnig nefna húsbátinn úr hugljúfu
gamanmyndinni Svefnlaus í Seattle eða
„Sleepless in Seattle“ með Meg Ryan
og Tom Hanks.
En margir ferðamanna sem leggja
leið sína til borgarinnar fara beint í Ell-
iott Bay-bókabúðina, sem er hálfgerð
goðsögn meðal þeirra sem elska pappír
í kápum og státar af 150 þúsund bóka-
titlum í hillum.
Ástæða vinsældanna er margþætt,
ekkert síður en flókin morðgáta Agöthu
Christie eða harmleikur Shakespeares.
Fyrir það fyrsta er notalegt að ráfa um
búðina eða setjast og drekka í sig for-
vitnilega bók, innan um hina nautn-
þyrstu lesendurna, og gleyma bæði
stund og stað.
Sumir óttuðust reyndar að flutning-
urinn úr gamalli og fallegri byggingu í
fáförnu hverfi við Pioneer Square yfir í
hálfgert verksmiðjuhúsnæði í manngrú-
anum á Capitol Hill myndi spilla and-
rúminu í búðinni, en svo virðist sem
andinn hafi haldist á nýja staðnum.
Annað sem heillar við búðina eru
miðarnir sem standa út úr bókunum
með umsögnum starfsfólks, sem hefur
sökkt sér í bækurnar og skrifað eitt-
hvað um þær frá eigin brjósti. Starfs-
fólkinu er gert hátt undir höfði og það
er engin tilviljun, því það á það sam-
merkt að hafa lesið bækur og maður
kemur yfirleitt ekki að tómum kofunum
hjá því.
„Þessi ljóð eru þung eins og fjaðrir
og mjúkar eins og koss sprautunálar,“
skrifar Dave um ljóðabókina „Chronic:
Poems“ eftir D.A. Powell. En í uppá-
haldi hjá honum er bókin „Cloister
Walk“ eftir Kathleen Norris og um
hana skrifar hann: „Þessi bók hefur allt
til að bera! Sögu, ljóð, minningar, bæn-
ir, femínisma, játningar, dýrlinga, bók-
menntir & gagnrýni, dreka – ójá!
Dreka.“
Svo er margt fleira í búðinni sem
maður á að venjast heiman frá, kaffihús
sem reyndar er ekkert sérlega vistlegt
og mun ónotalegra en hið upprunalega
Elliott Bay Café, auk upplestrarrýmis
þar sem höfundar lesa úr verkum sín-
um.
Mér virtist fjöldinn svipaður og á
Fróni á þeim upplestrum sem ég fylgd-
ist með en víst eru þeir tíðari vestra.
Þá er sérhilla með árituðum bókum,
eins og farið er að tíðkast hér á landi.
Allt miðar það að því að gera pappírinn
sem eigulegastan til að keppa við raf-
bækurnar, en ekki síður annan stáss-
varning.
Miðborg Seattle eins og hún blasir við úr Geimnálinni. Hlýtur að vera hressandi að vinna við gluggaþvott í borginni!
Elliott Bay-bókabúðin er dálæti allra bókaunnenda.
Bókabúð
nautnþyrstra lesenda
ÓRJÚFANLEGUR HLUTI AF ÞVÍ AÐ LESA BÓK ER AÐ FINNA EIRÐ Í SÁLINNI
TIL AÐ SETJAST NIÐUR MEÐ RITHÖFUNDUM OG SKÁLDUM – SJÚGA BLEKIÐ
ÚR FINGRUM ÞEIRRA. VANDFUNDIÐ ER VÆNNA UMHVERFI FYRIR NAUTNÞYRSTA
LESENDUR EN ELLIOTT BAY-BÓKABÚÐIN Í SEATTLE.
Texti og myndir: Pétur Blöndal pebl@mbl.is
Geimnálin er eitt helsta kennileiti stórborgarinnar Seattle.
AFP