Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.12.2012, Side 23

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.12.2012, Side 23
16.12. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23 Skýringin á því að lögreglumennirnir þrír æfa með þeim er sú að lögreglan heldur að staðaldri ekki úti liði. „Þetta eru einu löggurnar sem gætu orðið slökkviliðs- menn,“ segir Helgi sposkur á svip. Hann hvetur lögregluna til að gera á þessu brag- arbót, stofna sitt eigið lið. „Ekki myndi standa á okkur að skora á þá!“ Birkir Árnason, einn fárra slökkviliðs- manna sem höfðu reynslu af íþróttinni, var skipaður þjálfari og segir hann framfar- irnar vera með ólíkindum. „Ég hef aldrei séð þetta gerast svona hratt,“ fullyrðir hann. Leikið hefur verið reglulega við „old bo- ys“-lið skautafélaganna og keppt í Utan- deildinni í íshokkí. „Til að byrja með töp- uðum við öllum leikjum stórt en núna erum við ekki bara farnir að standa í lið- unum, heldur vinna þau líka,“ segir Helgi. Æfingatíminn, milli kl. 9 og 11 á morgn- ana, vekur athygli en Helgi og Birkir segja hann þannig til kominn að afar erfitt sé að fá ístíma á höfuðborgarsvæðinu. Það sé helst á morgnana eða nóttunni. „Þar sem við vinnum á vöktum hentar þessi tími okkur en það á ekki við um marga hópa. Skortur á höllum er farinn að standa íþróttinni fyrir þrifum. Væru hallirnar fleiri, þó ekki væri nema ein í viðbót, myndi iðkendum fjölga hratt,“ segir Birkir. Meira en bara íþrótt Ekki vantar áhugann í hópnum. „Ég hef keppt í öllum mögulegum íþróttagreinum gegnum tíðina en þetta er það skemmtileg- asta sem ég hef gert,“ segir einn liðs- manna, Óskar Steindórsson. „Þetta er svo miklu meira en bara íþrótt,“ bætir Birkir við. Menn eru vígalegir í íshokkígallanum og sú spurning vaknar hvort þeir séu á bak- vakt á æfingum og gætu verið kallaðir út. „Nei, það erum við ekki,“ svarar Helgi. „Það tekur alltof langan tíma að komast úr búningnum. Við æfum á frívaktinni.“ Framundan eru Heimsleikar lögreglu- og slökkviliðsmanna í Belfast í ágúst á næsta ári og þangað er förinni heitið. Um er að ræða eitt stærsta íþróttamót í heimi með á bilinu tíu til tólf þúsund keppendur. Keppt er í öllu mögulegu á leikunum, svo sem skeifukasti, dorgveiði, stigahlaupi og auðvit- að kleinuhringjaáti en íshokkíið mun vera stærsta greinin. Í fjáröflunarskyni fyrir leikana hafa slökkviliðsmenn gert sérstök dagatöl sem hægt er að kaupa í Smára- lindinni. Ljósmyndirnar eru eftir Veru Pálsdóttur. Íslendingar hafa unnið til fjölda verð- launa á leikunum gegnum tíðina og spurð- ur hvort stefnt sé á verðlaun í íshokkíinu næsta sumar hristir Helgi höfuðið. „Nei, það er heldur snemmt. Takmarkið í þessari lotu er að verða ekki drepnir!“ Leikmenn Brunavarðafélags Reykjavíkur vígreifir að æfingu lokinni. Það er ekki tekið út með sældinni að verja markið í íshokkí. Helgi Finnbogason segir skemmtigildi íþróttarinnar hafa komið á óvart. * „Ég hef keppt í öllum mögulegumíþróttagreinum gegnum tíðina en þetta er það skemmtilegasta sem ég hef gert.“ Birkir Árnason þjálfari er hæstánægður með framfarir leikmanna. Hágæða sæn gurverasett og sloppar - Mikið úrval Jólagjöfin í ár 20% afslát tur

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.