Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.12.2012, Side 26

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.12.2012, Side 26
Litlir jólatúlípanar eru fallegir þrír saman. Tákn hækk- andi sólar BLÓMASKREYTINGAR ERU KJÖRIÐ JÓLASKRAUT OG EKKI SPILLIR FYRIR AÐ ÞÆR ERU UMHVERFISVÆNAR, AÐ SÖGN BLÓMA- SKREYTISINS BERTU HEIÐARSDÓTTUR. Texti: Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Myndir: Kristinn Ingvarsson kring@mbl.is LIFANDI BLÓM Á JÓLABORÐIÐ Sannkölluð hátíðarskreyting að hætti Bertu með lifandi blómum, kerti og meira að segja eplum. Þ að er sérstaklega gaman að skreyta heimilið á jólunum og í því sambandi mega lifandi blóm ekki gleymast. Við Hagamel í Reykjavík er sérstaklega falleg blómabúð, Blómagallerí, en þar hitti Sunnudagsblaðið fyrir blóma- skreytingameistarann Bertu Heiðarsdóttur. Hún bjó til skreyt- ingar fyrir blaðið sem myndu sóma sér vel á hvaða hátíðarborði sem er auk þess að sýna hvaða möguleikar leynast í notkun laukblóma um jólin en þar eru hýasinturnar og túlípanarnir fremst í flokki. „Laukblómin eru tákn þess að daginn fer að lengja og tákn hækkandi sólar,“ segir Berta. „Þú færð andlega næringu frá lifandi blómum,“ útskýrir hún og segist hafa upp- lifað það margoft í starfi sínu. „Svo eru líka blómaskreytingar umhverfisvænar og verða aftur að mold,“ segir hún. Rósirnar í Blómagalleríi eru íslenskar, segir Berta og lauk- arnir og jólatúlípanarnir eru sömuleiðis ræktaðir hérna heima. Hægt er að kaupa lauka og skreyta sjálfur en líka er gott úrval af tilbúnum skreytingum. Stærri skreytingar er síðan ráðlegt að panta með einhverjum fyrirvara. „Við seljum líka mikið af túlípönum um jólin,“ segir hún og á þá við afskorin búnt. „Ég er algjört jólabarn,“ segir Berta og bætir við að hún fái innblástur frá náttúrunni. „Ég horfi á náttúruna og hvernig hlutirnir eru í náttúrunni. Og svo jólum við þá aðeins upp, til dæmis með glimmeri.“ 26 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.12. 2012 Heimili og hönnun 99.900 3 fyrir 2 búsáhöld

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.