Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.12.2012, Page 33

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.12.2012, Page 33
Morgunblaðið/Árni Sæberg * „Ég er tilrauna-kokkur og ermjög óþekk að fara eftir uppskriftum. Mér finnst ótrúlega gefandi að setja sam- an mat og prófa mig áfram. Mér finnst skipta máli að matur- inn sé fallegur og hollur og að hráefnið sé ferskt.“ Húsfreyjan Nathalía Druzin Halldórsdóttir, Áslaug Gunnlaugsdóttir lögfræðingur og meðeigandi hjá Local lögmönnum, Rakel Skarphéðinsdóttir verslunareigandi Radísu, Anna Jörgensdóttir lögfræðingur og starfsmannastjóri Hafnarfjarðarbæjar og Áslaug Helga Hálfdánardóttir tónlistarkennari og söngkona. 16.12. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 33 Blandað salat sett á stórt fat. Fennel smátt skorið í lengjur, mangó skorið í teninga, gul og rauð paprika í strimla, tóm- atar í sneiðum og bauna- spírur. Öllu dreift samviskusamlega yfir salatblöðin þannig að það komi fallega út. 350-400 g af reyktum laxi sem skorinn er í þunnar sneiðar og lagt ofan á laufin og grænmetisfjallið. Magn/hlutföll af grænmeti og ávöxtum í salatinu fara eft- ir smekk. SALATDRESSING 100 ml góð ólífuolía 2 msk. balsamikedik 1 hvítlauksrif pressað 1 tsk. dijon-sinnep 1 tsk. hunang salt nýmalaður pipar Gott er að setja t.d. ferska steinselju smátt sax- aða út í, en má sleppa. Hrært vel og smakkað til. Borið fram með salatinu ásamt góðu brauði. Lax á ljúfum laufum PERUSKÍFUR MEÐ GRÁÐOSTI, HUNANGI OG RISTUÐUM MÖNDLUM Í EFTIRRÉTT 3-4 vel þroskaðar perur afhýddar og skornar næfur- þunnt í skífur langsum og sett- ar á stóran disk. Gráðostur 2-3 msk mulinn og dreift yfir peruskífurnar. Ristaðar möndlur (ristaðar á pönnu með ólífuolíu, salti, rósmaríni og cajun pipar) sett- ar yfir perurnar eða hafðar með í skál. Góðu hunangi dreypt yfir.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.