Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.12.2012, Síða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.12. 2012
Græjur og tækni
MIKLU MEIRA EN MYNDAVÉL
HUGSAÐU ÞÉR NETTENGDA MYNDAVÉL SEM NOTA MÁ TIL AÐ DEILA MYNDUM SAMSTUNDIS. NEI, ÉG ER EKKI
AÐ TALA UM FARSÍMA, HELDUR NÝJA GALAXY-MYNDAVÉL FRÁ SAMSUNG SEM ER LÍKA ANDROID-LÓFATÖLVA.
* Vinnsluminni í henni er 1GB (sérkennilegt að skrifa svo
um myndavél) og geymsluminni,
fyrir ljósmyndir og fleira, er 8
GB. Á henni er rauf fyrir
microSD-minniskort, sem
fáanleg eru allt að 64 GB.
* Örgjörvinn er fjögurrakjarna 1,4 GHz Cortex-A9.
GPS er innbyggt, hreyfiskynjari
og áttaviti. Myndavélin sem ég
prófaði var hvít, en hægt að fá
hana líka svarta, bleika og app-
elsínugula. Á vélinni er Micro-
USB-tengi og einig HDMI-tengi.
Hún spilar myndskeið á ýmsum
sniðum og einnig tónlist, allt frá
MP3 í FLAC.
* Samsung Galaxy-mynda-vélin er ekki beinlínis nett, 12,8
x 7 x 1,9 cm, og þægilega þung,
300 g skjárinn á bakinu er mjög
bjartur og góður snertiskjár
með Multitouch, 4,8", 720 x
1280 dílar. Glerið styrkt
Corning Gorilla Glass 2.
Farsímar og spjaldtölvur eru brúkleg sem myndavélar, sum velbrúkleg en flest nógu góð ef svo má segja. Það sem gerir þógæfumuninn er annars vegar að maður er alltaf með farsímann
á sér hvort eð er og svo hitt að úr farsíma er sáraeinfalt að deila
myndum, senda, setja á facebook eða bloggsíðu svo dæmi séu tekin.
Það skiptir ekki höfuðmáli þó myndin sé
ekki frábær ef maður getur notað hana
strax, augnablikið
skiptir máli! Hvað
segja menn þá um
nettengda vasam-
yndavél sem tekur
frábærar myndir?
Til að mynda vél
eins og Samsung
Galaxy-myndavél-
ina sem er eins-
konar bræðingur af lófatölvu og fyrirtaks
myndavél?
Það að Samsung noti Galaxy-nafnið á
myndavélina kemur ekki á óvart í ljósi
þess að Galaxy-línan er vinsælasta far-
símalína heims, en það á líka við ef litið
er aftan á myndavélina því þar er ekki bara að finna frábæran skjá
til að stýra vélinni og skoða myndir, heldur breytir maður henni
með einum smelli í Android-lófatölvu. Á vélinni er Android v4.1
(Jelly Bean) og notendaskilin TouchWiz sem margir þekkja af Sam-
sung-símum. Hægt er að uppfæra stýrikerfið líkt og á farsímum al-
mennt. Það segir kannski sitt um hvað fólki finnst eðlilegt að taka
myndir á farsíma að fjölmargir spurðu mig: Af hverju er ekki hægt
að hringja með henni? Og skeyttu lítið um það hve afkáralegt
það er að vera með myndavél við eyrað aukinheldur sem ólík-
legt er að nokkur myndi nota hana sem síma þó það væri
hægt. Flest annað má þó gera, eins og til að mynda skoða og
skrifa póst, vafra um vefinn, senda SMS, og spjalla á Skype.
Vélin er með 16,3 Mdíla mynd-
flögu, 4.608×3.456 díla. Hún er með
sjálfvirkan fókus hvort sem verið er
að taka ljósmyndir eða myndskeið
og 21x aðdrátt í 23 mm linsunni.
Flass smellur upp þegar þess er
þörf. Hún tekur 1080p vídeó 30
ramma á sek., og 768x512 vídeó 120
ramma á sek. Hún er með innbyggt
þráðlaust net og rauf fyrir 3G / 4G
kort.
ÁRNI
MATTHÍASSON
Græja
vikunnar
Árið sem leið
á netinu
FACEBOOK, TWITTER OG GOOGLE GERÐU UPP ÁRIÐ 2012 Í
VIKUNNI OG SENDU FRÁ SÉR TÖLUR UM ÞAÐ SEM NOT-
ENDUR TÖLUÐU MEST UM OG LEITUÐU MEST AÐ. FÁTT KEM-
UR Á ÓVART Í ÞEIRRI UPPTALNINGU EN ÞAÐ ER GAMAN AÐ
HORFA TIL BAKA YFIR ÁRIÐ MEÐ AÐSTOÐ TÆKNIRISANNA.
Sveinn Birkir Björnsson sveinnbirkir@gmail.com
Í
síðastliðinni viku gerðu fyrirtækin Facebook, Twitter og Google upp árið
2012, og sendu frá sér tölur um hvað notendur þeirra töluðu mest um,
eða leituðu mest að, á þessu ári. Það er í sjálfu sér fátt sem kemur á
óvart í þeirri umfjöllun, en það er gaman að horfa til baka yfir árið með
aðstoð þessara tæknirisa. Árið 2012 hefur verið ákaflega viðburðarríkt ef
horft er til heimsatburða sem settu mark sitt á leit og samfélagsmiðla. Á
árinu voru bæði Ólympíuleikar, Evrópumót í knattspyrnu, kosningar í Banda-
ríkjunum. Dauðsföll og náttúruhamfarir var líka vinsælt efni. Allt skapar
þetta mikla umfjöllun á samfélagsmiðlum. Þessi atburðir settu líka mark sitt
á leit, en það gerði tæknin líka. Google var oft spurt um nýjustu vörur Apple
og tölvuleikinn Diablo 3, svo dæmi sé nefnt. Alls voru gerðar 1,2 trilljón
(1.200.000.000.000.000.000) leitir á Google á árinu 2012. Hér eru nokkrar per-
sónur, atburðir, og hlutir sem settu mark sitt á árið 2012.
www.google.com/zeitgeist/2012 | www.facebookstories.com/stories | www.2012.twitter.com
ÁRSLISTARNIR
Leitað að látnum
Fráfall söngkonunnar Whitney Houston síðastliðinn febrúar
vakti heimsathygli. Nafn hennar var það sem oftast var slegið
inn í leitarvélar Google á þessu ári. Hún er ein af fjórum per-
sónum sem ná inn á topp 10 lista Google. Leikarinn Michael
Clarke Duncan lést á árinu og náði fyrir vikið níunda sæti á lista
Goolge. Sorglegt fráfall Amöndu Todd er í áttunda sæti. Todd
var 15 ára stúlka frá Vancouver í Kanada sem féll fyrir eigin hendi
eftir að hafa lýst einelti og misnotkun með aðstoð handskrifaðra
spjalda í einhverju sorglegasta myndbandi sem fram hefur komið á
YouTube. Eina manneskjan sem náði á topp tíu hjá Google og er á lífi
til segja frá því er Kate Middleton hertogaynja. Hún er í sjötta sæti.
Vinsælasta tíst ársins
Barack Obama, forseti Banda-
ríkjanna, átti vinsælasta tíst árs-
ins 2012. Þegar niðurstöður úr
forsetavali Bandaríkjamanna
lágu fyrir hinn 7. nóvember tísti
Obama „Four more years“
ásamt mynd af sér og Michelle
Obama í faðmlögum. Þetta tíst
var endurtíst meira en 810.000
sinnum og rúmlega 300.000 manns hafa merkt það
sem eftirlætis-tíst. Þetta var ekki einungis vinsælasta
tíst ársins, heldur vinsælasta tíst í sögu fyrirtækisins.
Og það voru ekki bara Bandaríkjamenn sem sam-
glöddust Obama, því notendur í meira en 200 lönd-
um endurtístu það. Í öðru sæti var Justin Bieber.
Hann kvaddi Avalönnu Routh, sex ára aðdáanda sem
lést af völdum heilaæxlis, með orðunum: „Hvíl í friði
Avalanna. Ég elska þig.“ Rúmlega 200.000 þúsund
aðdáendur Biebers tóku undir kveðjuna.
Tíst frá skrýtnum stöðum
Það var víða tíst árið 2012. Leikstjórinn James
Cameron sendi frá sér tíst af hafsbotni. Nánar
tiltekið af 10,9 km dýpi úr Maríanadjúpdalnum
í Kyrrahafi sem er dýpsti hluti hafsins. Fjall-
göngumaðurinn Nobukazu Kuriki tísti um ferð
sína á tind Everest-fjalls, en hann varð frá að
hverfa vegna kulda áður en hann náði topp-
num. Starfsfólk Alþjóðlegu geimstöðvarinnar
tísti meðal annars með mikilfenglegum mynd-
um af fellibylnum Sandy. Þá sendi rannsóknar-
farartækið Rover tíst frá plánetunni Mars.
Bækurnar á Facebook
Í ljósi mikillar umræðu um skáldsöguna 50 gráir skuggar hefði
verið freistandi að álykta að það væri sú bók sem mest hefði
verið rædd á síðum Facebook. Hún nær hins vegar einungis 4.
sæti. Á undan henni eru allar þrjár bækurnar í þríleiknum um
Hungurleikana. Þessi skipting endurspeglar þó mögulega ald-
urssamsetningu notenda Facebook öðru fremur.
Vinsælustu lögin á Facebook
Það var hljómsveitin Fun sem átti það
lag sem oftast var deilt á Facebook árið
2012. Lagið We are Young skákaði þar
með Somebody That I Used to Know
með Gotye og Call me, Maybe með
Carly Rae Jespen.