Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.12.2012, Side 38

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.12.2012, Side 38
*Föt og fylgihlutir Jólafötin frá Igló eiga að vera létt og þægileg svo þau hefti ekki hreyfingar barnanna »40 Ein klassísk - hver hafa verið bestu kaupin þín fatakyns? Bestu kaupin voru án efa reimuðu Chie Mihara-skórnir mínir. Ég hef notað þá sleitulaust í mörg ár og myndi gjarnan vilja aðra alveg eins. Eins hafa flestar Aftur-flíkurnar mínar verið vel notaðar og þær eldast margar líka vel. En þau verstu? Ég geri oft slæm kaup á hlaupum í útlöndum. Þess vegna versla ekki mikið utan landsteinanna, nema ég detti um eitthvað alveg ómótstæðilegt. Hvar kaupir þú helst föt? Það er bara svo rosalega misjafnt. Ég versla alls ekki mikið og er nýtin en mér finnst gaman að kaupa mér eitt og eitt flott stykki. Til dæmis finnst mér gaman að kaupa girnilegar yfir- hafnir og gæðaskó. Hver er flottasta búð sem þú hefur komið í? Mín eigin búð finnst mér náttúrlega flottust þessa dagana :) En Prada-búðin í Soho í New York er mjög falleg og flott hönnuð. Manstu eftir einhverjum tískuslysum sem þú tókst þátt í? Já, já, þegar maður hugsar til baka, en á þeim tíma voru þetta alls engin tískuslys heldur vil ég frekar segja frjó útfærsla á flíkum :) Hvað hefurðu helst í huga þegar þú velur föt? Gæði, góð efni og snið sem klæða mig. Litadýrð eða svarthvítt? Litadýrð, engin spurning, þó svart sé alltaf klassískt. Hefurðu augastað á einhverju fallegu fyrir jólin? Ég hef bara ekki gefið mér tíma til að skoða nógu vel í búðirnar en það er pottþétt eitthvað þarna úti sem ég gæti hugsað mér í jólapakkann. Góðar bomsur og flotta tösku væri að vísu fínt að eignast. Svo er ég dálítið svag fyrir flottum skíða- og bretta- dressum. Hvaða þekkta andlit finnst þér með flottan stíl? Dýrleif vinkona mín er alltaf svo fallega til fara og glæsi- leg, eins finnst mér Ragga Gísla töff. Áttu þér einhvern uppáhaldsfatahönnuð? Nicolas Ghesquière finnst mér flottur, Isabel Marant og Gaultier er líka alltaf í uppáhaldi, íslenskir hönnuðir eru líka sumir skemmti- legir. Ef þú þyrftir aldrei að kíkja á verðmiðann, hvaða flík eða fylgihlut myndirðu kaupa? Yfirhafnir, töskur og skó. Ef þú fengir aðgang að tímavél sem gæti flutt þig aftur til árs að eigin vali og þú fengir dag til að versla, hvaða ár myndirðu velja og hvert færirðu? Ég myndi vilja fara aftur til áttunda áratugarins, ca. 1978-1979. Ég myndi vera í NY og kaupa glimmer, gull og pallíettur allan daginn, fara svo í því á studio 54 um kvöldið og dansa fram á rauða nótt:) KORA-armbönd. LITADÝRÐIN RÁÐANDI Keypti glimmer og gull og færi í studio 54 HILDUR HAFSTEIN SKARTGRIPAHÖNNUÐUR ER ÞEKKT FYRIR SKEMMTILEGAN OG SMART STÍL. MITT Í ÖNNUM VIÐ UNDIRBÚNING JÓLANNA, UPPELDI SONANNA OG SKART- GRIPAFRAMLEIÐSLU, FÉLLST HÚN Á AÐ SVARA NOKKRUM TÍSKUTENGDUM SPURNINGUM. Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir gunnhildur@mbl.is Frá studio 54 á ofanverðum áttunda áratugnum.Jean Paul Gaultier Ragga Gísla er töff. Morgunblaðið/Golli Nicolas-d Ghesquiere Isabel Marant Flíkurnar frá AFTUR hafa enst Hildi vel. Chie Mihara skór.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.