Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.12.2012, Qupperneq 44

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.12.2012, Qupperneq 44
44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.12. 2012 S ífellt berast nýjar fréttir af stjórnar- skrártillögunum, sem voru hrað- soðnar á átta vikum af umboðslausu úrtaki þátttakenda úr Silfri Egils. Þær áttu að feykja burtu stjórnar- skránni, sem rétt tæp hundrað pró- sent þjóðarinnar samþykktu í þjóðaratkvæði sem rétt tæp hundrað prósent þjóðarinnar tóku þátt í lýð- veldisárið 1944. Fyrsti forsetinn staðfesti Stjórnar- skrána með undirritun sinni og hún fékk dynjandi klapp á Lögbergi á Þingvöllum, 17. júní, á fæðingar- degi Jóns Sigurðssonar. Þessu samsæri um stjórnar- skrána, sem að framan er lýst, þurfti að kasta fyrir róða, enda hafði Jóhanna Sigurðardóttir komist að því að viðskiptabankarnir þrír hefðu notað þá stjórn- arskrá til að koma sjálfum sér á hausinn. Jóhanna mun hafa gætt ýtrustu jafnaðrasjónarmiða, í sam- ræmi við lífsskoðun sína og hefur því hvorki lesið gildandi stjórnarskrá né tillögurnar nýju, sem eiga að eyðileggja hana, og auðveldar þetta henni mjög alla leiðsögn í málinu. Þrjár nýjar fréttir Síðustu þrjár fréttirnar um stjórnarskrána eru í fyrsta lagi um að hinir nýju stofnforeldrar þjóðar- innar (the founding fathers) hafa ákveðið að koma orðinu „drengskapur“ út úr stjórnarskránni. Bíða verður næstu útgáfu á Njálu til að koma þeim góða dreng Bergþóru úr þeirri bók. Í öðru lagi berast nýjar fréttir af „Feneyjanefnd- inni.“ Sú nefnd var sem kunnugt er sett á laggirnar til að aðstoða fyrrverandi kommúnistastjórnir til að koma sér upp raunverulegum stjórnarskrám í stað lygafroðunnar og upphafins orðagjálfurs sem þau ríki bjuggu áður við og virtust samkvæmt orðanna hljóðan tryggja alþýðunni himnaríki á jörð. Feneyja- nefndin segist nú þurfa þrjá mánuði til að skoða mál- ið sem til hennar var beint frá Íslandi. Einstökum þingnefndum á Íslandi eru ætlaðar tvær vikur til þess verks og innifalið í því var að senda tillögurnar út til umsagnar, lesa þær umsagnir sem bærust þrátt fyrir ónógan tíma til að semja þær, ræða og spyrja umsagnaraðila út úr og fara yfir einstök ný stjórnarskrárákvæði. Það má vera að það veki undr- un hjá Feneyjanefndinni að sjá að höfundar „Nýju stjórnarskrárinnar“ fóru froðusnakksleiðina sem þótti ekki gefast vel austan tjalds forðum. Í þriðja lagi birtist í Morgunblaðinu sl. fimmtudag yfirgripsmikið viðtal við Gunnar Helga Kristinsson prófessor um hinn sérkennilega málatilbúnað sem einkennt hefur tilraun til að setja þjóðinni nýja stjórnarskrá. Hefur viðtalið við prófessorinn að von- um vakið mikla athygli og opnað augu margra. Meira að segja sóðalegustu bloggarar netheima hafa í til- efni þess veist harkalega að prófessornum með sví- virðingum að sínum hætti. Það gæti verið sjálfstætt og áhugavert rannsóknarefni að kanna hvers vegna sóðalegustu og svívirðilegustu mannorðsníðingar netheima séu svona hrifnir af nýju stjórnlagatillög- unum. Viðtalið, Feneyjanefndin og drengskapurinn Rétt er að fara nokkrum orðum um þessar þrjár nýju stórfréttir sem snúa að tilraunum til að setja þjóðinni nýja stjórnarskrá og byrja á hinni síðustu. Í viðtali við Baldur Arnarson blaðamann segir pró- fessor Gunnar Helgi: „Því miður held ég að þetta ferli allt saman sé þannig að það sé ekki hægt að gefa því annað en falleinkunn. Þá alveg frá því að ferlið byrjaði með stjórnlaganefnd og þjóðfundi yfir í störf stjórnlagaráðs, þjóðaratkvæðagreiðsluna og yf- ir í núverandi meðferð þingsins. Hvert einasta þrep í þessu ferli hefur verið gríðarlega gallað.“ Fræðimenn eru oft tregir til að vera algjörlega af- gerandi í umsögnum sínum eða úrskurðum og hafa gjarnan á þeim fyrirvara. Og ekki verður sagt að prófessorinn sem á í hlut hafi hrapað að sinni niður- stöðu. Hann hefur fylgst með málinu og þróun þess síðustu árin. Það er ekki ólíklegt að hann hafi lengi haldið í þá von að vinnubrögðin yrðu vandaðri og markvissari en einkenndi byrjunarskrefin og fyrsta framhald þeirra. En þegar við honum sem öðrum blasir að knýja á í gegn sjálf grunvallarlög landsins, þótt mikið og jafnvel flest vanti upp á, bæði um efni, aðferð, vinnubrögð og vísindalega nálgun, þá fái hann og aðrir fræðimenn ekki lengur orða bundist. Enda hlýtur fræðimannsheiður og samviska að hafa sín áhrif, þegar þeir eiga í hlut, sem taldir eru búa yfir sérfræðiþekkingu og gegna trúnaðarstarfi sem á henni er reist, annars vegar og stjórnarskráin hins vegar. Safnhaugur sérviskunnar * Það má vera að það veki undrunhjá Feneyjanefndinni að sjá aðhöfundar „Nýju stjórnarskrárinnar“ fóru froðusnakksleiðina sem þótti ekki gefast vel austan tjalds forðum. Reykjavíkurbréf 14.12.12
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.