Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.12.2012, Side 46
H
ljómsveitin Retro Stefson var
á dögunum tilnefnd til Nor-
rænu tónlistarverðlaunanna
fyrir samnefnda plötu sína.
En mikill uppgangur hefur
verið hjá hljómsveitinni síðan hún gerði samn-
ing við Universal í fyrra. Í framhaldinu varð
hún vinsæl á tónleikahátíðum í Þýskalandi,
Sviss, Austurríki og nokkrum löndum Mið- og
Austur-Evrópu.
Aðeins eru sjö ár síðan hljómsveitin var
stofnuð og með tilliti til ofangreinds árangurs
er skemmtilegt að horfa til þess hvernig hún
varð til.
Retro Stefson hóf göngu sína í Austurbæj-
arskóla. Þá langaði Unnstein Manuel Stefáns-
son á Samfésballið og það var hægt að kom-
ast frítt inn á það með því að vinna
söngvakeppni Samfés. Hann valdi þá vini sína
sem hann langaði til að skemmta sér með á
ballinu í hljómsveitina og var ekki horft til
þess hvort þeir kynnu mikið á hljóðfæri eða
ekki. Sjö árum síðar er hljómsveitin orðin
þekkt á erlendri grundu. hljómsveitarmeðlim-
irnir hafa bætt verulega leik sinn á hljóð-
færin. Það sást strax á fyrstu plötunni þeirra,
Montana, sem kom út fyrir fjórum árum. Árið
2010 kom síðan út önnur plata þeirra, Kim-
babwe og vakti mikla athygli. Það var „tjilluð“
tilfinning í lögunum á Kimbabwe en sveitin
lagði ekki mesta metnaðinn í textasmíðina
heldur góðan fíling.
Hljómsveitin fullorðnast
Margir sem mættu á tónleika hljómsveitar-
innar á Airwaves-hátíðinni í Hörpunni sáu allt
í einu fágaða hljómsveit sem spilaði ekki jafn
mikið á stráksgleðina og áður. Lög hljóm-
sveitarinnar voru þéttari og vandaðri og sam-
dóma álit að hún væri að taka stórstígum
framförum. Eins og einn áhorfandinn orðaði
það; „Það er eins og hljómsveitin hafi full-
orðnast. Allt í einu er þetta orðið rosa gott
band.“
Unnsteinn Manúel Stefánsson, söngvari og
aðaltextahöfundur sveitarinnar, segir að slíkar
umsagnir komi honum ekki á óvart. Þeir hafi
gefist upp í sköpuninni með báðar hinar plöt-
urnar og bara gefið þær út. En í þetta skiptið
var hann búinn að gefast upp þrisvar sinnum
áður en hann var orðinn sáttur við útkomuna.
Þegar Retro Stefson gerði samning við
Vertigo, eitt undirfyrirtækja Universal, fór
boltinn að rúlla. Útsendari Vertigo heyrði
fyrst í Retro Stefson á Airwaves-tónleika-
hátíðinni fyrir nokkrum árum og fylgdist með
henni í nokkurn tíma áður en gerður var
samningur við hana. Hljómsveitin fluttist öll
út til Berlínar og hefur gengið vel að fóta sig
á þeim stóra markaði.
Þjóðverjar borga möglunarlaust
Aðspurður hvers vegna þeir hafi frekar valið
Þýskaland en Bretland til dæmis, segir Unn-
steinn að það séu margar ástæður fyrir því.
„Það er margt sem gerir þetta þægilegra fyr-
ir okkur þar heldur en í Bretlandi, eins og til
dæmis að stéttarfélagavitundin er svo sterk
þar. Maður fær borgað fyrir allt, það er alltaf
matur baksviðs og þess háttar en þessir hlutir
eru oft ekki í lagi í Bretlandi.“
Unnsteinn segir að þeir hafi spilað í fjögur
eða fimm skipti í Bretlandi og það hafi ekki
allt verið slæmt. „Þegar við spiluðum í Koko í
London á tónleikum sem tónlistartímaritið
NME skipulagði var staðið við allt og mikil
fagmennska í gangi í kringum tónleikana. En
það besta sem við kynntumst í Bretlandi var
bara eins og hverjir aðrir tónleikar í Þýska-
landi, því þetta er alltaf þannig hjá þeim. Það
er algengt í Bretlandi að starfsfólkið sé dóna-
legt við þig, þú fáir ekki borgað og það sé
enginn standard á hljóðkerfunum og ekki búið
að undirbúa neitt af því sem beðið var um.
Mér finnst reyndar áhorfendurnir svipaðir
á báðum stöðum, þeir eru mjög áhugasamir
um íslenska tónlist.
Svo er mikill munur á Íslandi og Þýska-
landi með skipulagninguna. Á Íslandi er alltaf
verið að redda öllu en þannig er það ekki í
Þýskalandi. Ef þú ert ekki búinn að biðja um
það tveimur vikum fyrir tónleikana þá færð
þú það ekkert á sviðið þegar þeir eru að
byrja.
Ein af minningunum frá Þýskalandi er þeg-
ar við vorum með bókaða tónleika í ein-
hverjum smábæ í Þýskalandi en á Íslandi
færðu þeir Airwaves-tónleikana með það sem
myndi kallast mikill fyrirvari á Íslandi, hálfu
ári áður en tónleikarnir áttu að fara fram. En
þá vorum við bókaðir í þessum smábæ og af-
bókuðum okkur vegna Airwaves-tónleikana.
En þeir urðu brjálaðir vegna þessa. Þeir voru
með planað Íslendingakvöld og hátíð í gangi
og það er enn talað um þetta þar. Það er erf-
itt að skýra þetta út fyrir þeim, en Airwaves
er þannig hátíð að það er eins og 17. júní okk-
ar tónlistarmanna á Íslandi og því miður lenti
þetta á sama tíma.
Þetta hefur verið mjög lærdómsríkt. Við er-
um farnir að skipuleggja okkur meira á þýsk-
an hátt núna.“
Hálfberir á tónleikunum
Spurður um menningarmuninn og menningar-
árekstra sem hljóta að vera tíðir þegar Ís-
lendingurinn fer af hólnum sínum og út í
heim að sjá aðra siði og kynnast undar-
legheitum annarra og sjá undarlegheitin í
sjálfum sér, segir hann að auðvitað séu menn-
ingarárekstrar tíðir en sjaldan alvarlegir.
Aðallega upplýsandi og gleðilegir. „Mér
fannst til dæmis mjög gleðilegt þegar ég fór
til Tyrklands og maður kynntist því hvers
konar menningarþjóð þetta var, því hér í
Þýskalandi eru Tyrkirnir næstum því annars
flokks þegnar. Viðhorf gagnvart Pólverjum á
Íslandi er líka enn meira pirrandi eftir að
hafa túrað þar og fundið hvað þetta er falleg
þjóð og hvað saga þeirra og menning er mikil.
Það skal enginn fá að tala illa um Pólverja í
mín eyru. Þetta er allt upplifun sem er gott
og gaman að ganga í gegnum. Tónleikarnir á
þessum stöðum gengu mjög vel. Það er
reyndar minnisstætt hvað það var mikill hiti á
tónleikunum í Póllandi, rétt eins og í Króatíu
þegar við héldum tónleika þar. Manni leið
miklu betur í slíkum aðstæðum heldur en
heima á Íslandi þar sem er alltaf svo kalt. Ég
er frekar viðkvæmur fyrir kulda. Gaman að fá
að vera í hlýrabol á sviðinu og Haraldur
næstum því allsber alla tónleikana.“
Í kjól og strigaskóm
Retro Stefson fór í febrúar í fyrra út til
Þýskalands á túr og var að hita upp fyrir
breska hljómsveit sem heitir The Go! Team.
Svo fóru þau aftur í apríl á túr og voru þá
marga mánuði. Þann tíma voru þau með tón-
leika tvisvar til þrisvar í viku víða um Þýska-
land en höfðu alltaf búsetu í Berlín. Spurður
um menningarmuninn sem þau upplifðu segir
hann að hann hafi vissulega verið nokkur.
„Það er ótrúlegt pappírsstúss að redda sér
íbúð og þess háttar í Berlín,“ segir Unnsteinn.
„En Berlín er ótrúlega opin borg fyrir útlend-
ingum og ýmiskonar afbrigðum manneskj-
unnar. Við bjuggum í Tyrkjahverfi og ég var
mestmegnis bara í íslamskri skyrtu, hálf-
gerðum kjól og strigaskóm alla daga. Berlín
er svo flott borg, þar er engin Gróa á Leiti.
Svo framarlega sem þú ert ekki að bögga
neinn, þá böggar enginn þig.“
Spurður um söluna á plötunum segir hann
hana vera þónokkra ofan á launin. „Við fáum
alltaf borguð laun fyrir tónleikana og í ofan-
álag lágmark nokkra tugi sem við seljum af
plötum á hverjum tónleikum. Í Berlín koma
kannski 500 manns á Retro Stefson-tónleika.
Þegar við erum að fara til Berlínar að spila
förum við ekkert að spá í þetta fyrr en viku
fyrir tónleikana en það er búið að vinna hell-
ings kynningarvinnu fyrir okkur. Það er mjög
Deilur eru skapandi
RETRO STEFSON ER EIN VINSÆLASTA HLJÓMSVEIT LANDSINS OG VAR NÝLEGA
TILNEFND TIL NORRÆNU TÓNLISTARVERÐLAUNANNA. UNNSTEINN MANÚEL
STOFNAÐI SVEITINA Í AUSTURBÆJARSKÓLA EN BÝR NÚ Í BERLÍN.
Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is
Retro Stefson: Ingvi Seljeseth,
Logi Pedro Stefánsson, Þórður Jörundsson,
Unnsteinn Manuel Stefánsson, Þorbjörg
Roach Gunnarsdóttir, Gylfi Sigurðsson
og Sveinbjörn Thorarensen.
46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.12. 2012
SAMSTARF TIL GÓÐRA VERKA