Morgunblaðið - 15.01.2013, Síða 2

Morgunblaðið - 15.01.2013, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2013 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Heimir Snær Guðmundsson heimirs@mbl.is Ökuskírteini sem gefin verða út eftir 19. janúar næstkomandi gilda til 15 ára í senn. Hingað til hafa ökuskírteini að jafnaði gilt til sjötugs. Breyting á umferðarlögum þess efnis hefur ver- ið samþykkt að því er segir á heimasíðu innan- ríkisráðuneytisins. Þessa breytingu má rekja til ákvæða í til- skipunum Evrópuþingsins og Evrópuráðsins frá 2006 um ökuskírteini. Tilskipunin var tekin upp í EES-samninginn með ákvörðun sameig- inlegu EES-nefndarinnar frá 2008. Í tilskip- uninni segir að reglur um ökuskírteini séu mik- ilvægar þegar kemur að sameiginlegri stefnu í flutningamálum, feli í sér aukið umferðaröryggi og auðveldi frjálsa för fólks sem býr, starfar eða á leið um í öðru aðildarríki en ökuskírteini er gefið út í. Þeir sem þegar eru með ökuskírteini sem gildir til 70 ára aldurs þurfa ekki að hafa áhyggjur næsta árin. Nú liggur fyrir frumvarp í umferðarlögum en í bráðabirgðaákvæði þar segir að ökuskírteini í tilteknum flokkum sem gildi til 70 ára aldurs skuli endurnýja í síðasta lagi 31. desember 2032. Þeir sem nú þegar eru með ökuskírteini til 70 ára aldurs hafa því 20 ár til að endurnýja þau samkvæmt þeim breyt- ingum sem nú eru yfirvofandi. Ofangreint bráðabirgðaákvæði er hluti af innleiðingu Evr- óputilskipunar. Ný ökuskírteini gilda til 15 ára  Innleiða nýja Evróputilskipun um ökuskírteini  Sögð auðvelda frjálsa för í öðrum ríkjum og auka umferðaröryggi  Núverandi skírteinishafar þurfa væntanlega að endurnýja fyrir 2032 Morgunblaðið/Sigurgeir S. Réttindi Breytingar á gildistíma útgefinna ökuskírteina eiga að stuðla að auknu öryggi í umferð. Nýjar reglur um ökuskírteini » Fullnaðarökuskírteini gefin út frá og með 19. janúar gilda í 15 ár. » Áður var skírteinið gefið út til 70 ára aldurs. » Þeir sem þegar eru með ökuskírteini sem gildir til sjötugs þurfa að endurnýja skírteinið fyr- ir 31. desember 2032 samkvæmt frumvarpi til umferðarlaga sem nú er til umfjöllunar á Alþingi. » Ný gerð ökuskírteina sem uppfylla auknar öryggiskröfur er væntanleg og útgáfa þeirra mun væntanlega hefjast í apríl. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Örnefnanefnd hafnaði óskum um breytingar á þremur bæjarnöfnum á síðasta ári. Ástæðan var í öllum til- vikum örnefnavernd, enda löng hefð fyrir umræddum bæjarnöfnum, samkvæmt upplýsingum Þórunnar Sigurðardóttur, formanns örnefna- nefndar. Breytingu á nafninu Efri-Brunna- staðir á Vatnsleysuströnd í Brunna- staði var hafnað af því að hefð er fyr- ir nöfnunum Efri-Brunnastaðir og Neðri-Brunnastaðir frá því á 19. öld. Breytingu á bæjarnafninu Stapasel í Borgarbyggð í Selskógar var hafnað þar sem um fornt nafn er að ræða en jörðin byggðist um 1670. Stapasel hefur verið í eyði um árabil. Þá var breytingu á bæjarnafninu Hesjuvell- ir í Eyjafirði í Hlíðar hafnað. Hesju- vellir er mjög gamalt heiti á býlinu, kemur fyrst fyrir árið 1394. Hins vegar var samþykkt að breyta Reykjahlíð - garðyrkju í Mos- fellsbæ í Suðurá. Næsti bær ber upprunalega nafnið Reykjahlíð svo ekki er um að ræða að fornt örnefni glatist í því tilviki. Örnefnanefnd samþykkti á síðasta ári sautján heiti á nýbýlum en hafn- aði tveimur. Nafninu Hólahólar var hafnað af því að það passaði ekki við staðhætti og örnefni á svæðinu. Til- gangurinn var að vernda nafngifta- hefð. Þá var bæjarnafninu Mörk hafnað vegna þess að sumarhúsa- byggð með sama nafni er í næsta ná- grenni. Öryggissjónarmið réðu því ákvörðuninni. Örnefni eru huglægar menningar- minjar sem um allan heim er talið mikilvægt að varðveita fyrir kom- andi kynslóðir, samkvæmt upplýs- ingum Þórunnar. Að hennar sögn tekur fólk því afskaplega vel þegar því er bent á annmarka bæjarnafns sem það hefur stungið upp á og velur sér þá nýtt nafn. Breytingu hafnað vegna örnefnaverndar Ljósmynd/Leifur Runólfsson Eyðibýli Stapasel hefur verið í eyði um árabil en býlið á sér merka sögu.  Örnefnanefnd hafnar nýjum heitum býlanna Stapasels, Hesjuvalla og Efri-Brunnastaða  Heiti á nýbýlinu Hólahólum hafnað vegna þess að hólana vantaði og Mörk vegna öryggissjónarmiða Sífellt fleiri eru farnir að hjóla allan ársins hring. Í stað þess að leggja hjólunum þegar snjórinn lætur á sér kræla, setja margir nagla- dekk undir reiðhjólin. Íbúar á suðvesturhorninu þurfa þó ekki að hafa áhyggjur af snjó og kulda í bili því von er á leysingum á næstu dögum, væt- anlega með tilheyrandi slabbi. Vetur konungur heldur því áfram að fara mildum höndum um íbúa höfuðborgarsvæðisins. Morgunblaðið/Kristinn Barist í gegnum snjóinn á hjóli Vetrarlegt var um að litast í höfuðborginni í gær Ekki hefur náðst nógu góður ár- angur af borun RARIK eftir heitu vatni í landi Hoffells í Hornafirði. Ákveðið hefur verið að dýpka holuna um 200 metra til að reyna til þrautar að afla nægjanlegs vatns. Borunin er gerð í þeim tilgangi að afla orku fyrir hitaveitu fyrir Höfn og dreifbýlið meðfram að- veituæðinni frá Hoffelli. Haukur Ásgeirsson, deildarstjóri heitaveitu hjá RARIK, segir að helst þurfi 80 sekúndulítra af 70 stiga heitu vatni. Vatnið í holunni sem er 1.200 metra djúp er á bilinu 65 til 80 stiga heitt og vatnsmagn ekki fullnægjandi. „Það eru alltaf vonbrigði að finna ekki vatn við borun en við erum bjartsýnir. Endanleg niðurstaða er ekki fengin,“ segir Haukur. Borað verður niður á 1.400 metra og ár- angurinn metinn að því búnu. helgi@mbl.is Borholan dýpkuð um 200 metra  Ekki árangur af borun í Hornafirði Borun Ekki hefur fundist vatn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.