Morgunblaðið - 30.01.2013, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.01.2013, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 3 0. J A N Ú A R 2 0 1 3  Stofnað 1913  24. tölublað  101. árgangur  TÓNLISTIN NOTUÐ SEM TUNGUMÁL UNGLIÐAR Í SKUGGA FJÖLDAMORÐA NÝ TÓNVERK EFTIR KONUR ÁBERANDI NORSK HEIMILDARMYND SÝND 41 MYRKIR MÚSÍKDAGAR 38MÚSÍKMEÐFERÐ 10 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Allt frá því Jón Bjarnason neitaði að styðja fjárlögin skömmu fyrir jól hafa þingmenn Framsóknarflokks- ins íhugað að leggja fram van- trauststillögu á ríkisstjórnina. Þau tíðindi hafa síðan orðið að Jón hefur sagt sig úr þingflokki VG og Ísland unnið sigur í Icesave-málinu. Telja framsóknarmenn hvort tveggja hafa aukið líkur á að tillaga um vantraust hljóti brautargengi. Verða næstu dagar því notaðir til að ræða við aðra stjórnarandstæðinga. Mun niðurstaða þeirra viðræðna skera úr um hvort tillagan verður borin fram eða ekki. Axli ábyrgð og segi af sér Gunnar Bragi Sveinsson, þing- flokksformaður Framsóknarflokks- ins, telur stöðu stjórnarinnar hafa veikst eftir dóminn um Icesave. „Það er eðlilegt að fólk hugsi núna hvort ríkisstjórnin eigi ekki að segja af sér og fara frá og axla þannig ábyrgð á framgöngu sinni í Icesave- málinu. Vitanlega ættu þingmenn að setja þrýsting á forystumenn ríkis- stjórnarinnar. Það sama ætti ís- lenska þjóðin að gera og krefjast af- sagnar þeirra, enda ætlaði þetta fólk ætlaði að demba nokkur hundruð milljörðum króna yfir þjóðina sem nú er búið að dæma að eigi ekki að borga,“ segir Gunnar Bragi. „Nýtur einskis trausts“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, telur „að nú væri rétt að boða strax til kosninga“. „Það liggur fyrir og hefur legið fyrir lengi að þessi ríkisstjórn nýtur einskis trausts,“ segir Bjarni og rifj- ar upp vantrauststillögu sem hann lagði fram á þingi 2011, en hún var felld með 32 atkvæðum gegn 30. Lyktir Icesave hafi veikt stjórnina, enda hafi hún aldrei treyst þjóðinni til að eiga síðasta orðið í málinu. Illugi Gunnarsson, þingflokksfor- maður Sjálfstæðisflokksins, segir stöðu stjórnarinnar hafa veikst. „Það blasir við að ríkisstjórnin hef- ur ekki lengur meirihluta í þinginu og þarf að reiða sig á stuðning þing- manna í öðrum flokkum til þess að koma málum í gegnum þingið. Eftir niðurstöðu EFTA-dómstólsins er eðlilegt að sett sé spurningarmerki við pólitískra stöðu einstakra ráð- herra.“ Vantraust í farvatninu  Þingmenn Framsóknar leita hófanna um stuðning við vantrauststillögu á stjórnina  Hugmyndin kviknaði í desember  Formaður Sjálfstæðisflokksins vill rjúfa þing Nýtt 3.000 fm gróðurhús er risið á starfssvæði Lambhaga í Úlfarsárdal í Reykjavík. Fram- leiðslugeta fyrirtækisins tvöfaldast með tilkomu gróðurhússins og mun framleiðslan aukast í um 250 tonn á ári. Gróðurhúsið hefur verið rúm tvö ár í byggingu en helmingur þess, 1.500 fm, var tekinn í notkun fyrir ári. Nú er hinsvegar fram- leiðsla komin af stað í öllu húsinu. Í nýja gróðurhúsinu fer fram ræktun á salati og spín- ati. Hafberg Þórisson, eigandi Lambhaga, segir að þrátt fyrir framleiðsluaukningu fjölgi starfs- fólki ekki mikið henni samfara, búnaðurinn í nýja húsnæðinu sé mikið til sjálfvirkur. „Þetta er hátæknigróðurhús, allt tölvustýrt og bún- aður með því besta sem gerist í heiminum. Allt sjálfvirkt, s.s. hiti, vökvun, sáning, gardínur, rafmagn og svo erum við með loftslagstölvur. Okkar framleiðsla er öll mjög umhverfisvæn,“ segir Hafberg en gróðurhúsið er um 250 millj- óna króna fjárfesting. Lambhagi er rúmlega 30 ára gamalt fjölskyldufyrirtæki, fastir starfs- menn gróðrarstöðvarinnar eru 14, ásamt lausa- fólki. Að sögn Hafbergs munu framkvæmdir að öðru 3.000 fm gróðurhúsi hefjast á lóð Lamb- haga í ár. Því er ljóst að það er mikill metnaður í starfi þessa rótgróna fjölskyldufyrirtækis en Hafberg reiknar með að smíði hússins taki um tvö ár. heimirs@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Gróðurhús Aniela Badaszewska, starfsmaður Lambhaga, hefur í nógu að snúast í hinu stóra og glæsilega gróðurhúsi sem nýlega var tekið í notkun. 250 milljóna króna fjárfesting  3.000 fermetra gróðurhús tekið í notkun hjá Lambhaga  Framleiðslugeta tvöfaldast  Hyggjast hefja framkvæmdir við annað gróðurhús sömu stærðar Nýtt gróðurhús Lambhaga í Úlfarsárdal hefur verið í uppbyggingu í rúm tvö ár Önnur lönd á Norðurlöndum beittu Íslendinga miklum þrýstingi í Icesave-deilunni og vísuðu til þess að þeim bæri að standa við „al- þjóðlegar skuld- bindingar“ sínar. Evrópusambandið hafi höggvið í sama knérunn. Þetta kemur fram í viðtali við Geir H. Haarde, fyrrverandi for- sætisráðherra, í Morgunblaðinu í dag en hann rifjar upp þegar Árni Mathiesen, þáverandi fjármála- ráðherra, var króaður af á fundi evrópskra fjármálaráðherra í nóv- ember 2008, vegna málsins. Rannsóknarnefnd Alþingis fjallaði ítarlega um Icesave- reikningana og gekk það eins og rauður þráður í gegnum umfjöllun nefndarinnar að íslenska ríkið bæri ekki ábyrgð á innistæðunum. »14-15 Beittu Íslendinga miklum þrýstingi Talið er að stofn hnúfubaka á Ís- landsmiðum telji nú um 15 þúsund dýr og hvert þeirra éti daglega um eitt tonn af átu, sandsíli, loðnu, síld og öðrum minni fiskum. Alls gerir þetta um 15 þúsund tonn á sólar- hring, en ekki liggur fyrir hvernig matseðillinn er saman settur. Þrátt fyrir að hnúfubak hafi fjölgað mikið í Norður-Atlantshafi og víðar um heim á síðustu áratug- um má enn finna tegundina á vá- listum. Hnúfubakar hafa verið fyr- irferðarmiklir á loðnumiðunum undanfarið og valdið tjóni á nótum veiðiskipa. »22 Morgunblaðið/Kristján Fjölgun Hnúfubakur í Eyjafirði. Hnúfubakur enn á válistum þrátt fyrir mikla fjölgun Svonefnd vellíðunarferðaþjónusta hefur færst í vöxt hérlendis, meðal annars í Mývatnssveit, þar sem að- stæður þykja einstaklega vel til þess fallnar að veita slíka þjónustu. „Í þessu felst í raun allt sem læt- ur þér líða vel; jóga, nudd, göngur, heilnæmt mataræði o.s.frv.,“ segir Erla Sigurðardóttir, verkefnisstjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Efnaðir Svisslendingar eru fjöl- mennir á meðal þeirra sem sækjast eftir slíkri ferðaþjónustu. Málþing verður haldið í Mývatnssveit á morgun um ferðaþjónustuna. »4 Þjónusta við þá sem vilja láta sér líða vel

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.