Morgunblaðið - 30.01.2013, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.01.2013, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 2013 FRÉTTASKÝRING Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Rannsóknarnefnd Alþingis fjallaði í mjög ítarlegu máli um Icesave- reikningana, skuldbindingar Trygg- ingasjóðs innstæðueigenda og fjár- festa (TIF) og innstæðutrygginga- tilskipun ESB í skýrslu sinni á sínum tíma. Þó því sé ekki slegið föstu með afdráttarlausum hætti að undir engum kringumstæðum gæti komið til greiðslu- eða skaðabóta- skyldu ríkis vegna lágmarkstrygg- ingar innstæðueigenda, gengur sú ályktun eins og rauður þráður í gegnum alla umfjöllun nefndarinn- ar, að ríkið beri ekki ábyrgð á skuld- bindingum TIF. „Það ber heldur enga ábyrgð á skuldbindingum hans“ Röksemdir og skýringar nefndar- innar hníga í sömu átt og niðurstaða EFTA dómstólsins, sem úrskurðaði Íslandi í vil í Icesave-deilunni sl. mánudag. Þess má geta að Páll Hreinsson, formaður rannsóknar- nefndarinnar, er einn þriggja dóm- ara við EFTA dómstólinn sem kváðu upp úrskurðinn í máli Eftirlitsstofn- unar EFTA gegn Íslandi. Í skýrslu Rannsóknarnefndar Al- þingis er á það bent að við innleið- ingu innstæðutryggingatilskipunar ESB á sínum tíma var því lýst yfir í greinargerð frumvarpsins sem lagt var fyrir Alþingi, að ríkisábyrgð gæti ekki komið í stað innstæðu- trygginga. „Síðar, þegar fjallað var á Alþingi um þau áform að stofna til sjálfs- eignarstofnunar til að sinna skyldum Íslands samkvæmt tilskipuninni, var tekið fram að ríkissjóður bæri ekki ábyrgð á sjálfseignarstofnuninni. Það verður því ekki annað séð en að viðskiptaráðherra og Alþingi hafi gengið út frá því þegar fjallað var um þær skyldur sem af tilskipuninni leiddu að ríkissjóður bæri ekki með beinum hætti ábyrgð á skuldbind- ingum TIF,“ segir í skýrslu rann- sóknarnefndarinnar. Þá kemur fram í skýrslunni að Ríkisendurskoðun hafi í skýrslum sínum um endurskoðun ríkisreikn- ings, síðast fyrir árið 2007, vísað til þess að TIF „geti með engu móti tal- ist eign ríkisins og það ber heldur enga ábyrgð á skuldbindingum hans“. Afla mátti upplýsinga með ein- földum og skjótum hætti Nefndin kynnti sér sérstaklega skrif fræðimanna í Evrópu og ýmis gögn um hugsanlega ríkisábyrgð á innstæðum ef tryggingasjóður sem heyrir undir tilskipun ESB gæti ekki greitt út þær skuldbindingar sem féllu á hann. Þar koma m.a. fram þau sjónarmið að engin ábyrgð geti hvílt á ríki eða lögbæru stjórn- valdi svo framarlega sem viðkom- andi yfirvöld hafi innleitt tilskip- unina með réttum hætti. „Af þeim heimildum sem raktar eru þar verður ekki séð að skýrlega hafi verið gengið út frá því almennt á þessum tíma að bein ábyrgð aðild- arríkis væri til staðar á skuldbind- ingum tryggingarsjóðanna,“ segir nefndin. Eru stjórnvöld gagnrýnd fyrir að hafa ekki gert úttekt á skuldbind- ingum aðildarríkja EES-samnings- ins vegna innstæðutrygginga fyrir bankahrunið og segir nefndin að afla hefði mátt þessara upplýsinga með einföldum og skjótum hætti. Í skýrslu Rannsóknarnefndarinn- ar kemur fram að ýmsir ráðamenn voru haustið 2008 enn í óvissu um hverjar væru lagalegar skyldur rík- isins ef TIF gæti ekki staðið við skuldbindingar sínar. „[…] verður ráðið af svörunum að forstjóri Fjármálaeftirlitsins hafi lit- ið svo á að af tilskipun ESB leiddi að ríkinu bæri að aðstoða TIF þannig að sjóðurinn gæti greitt lágmarks- trygginguna. Sama viðhorf virðist hafa verið innan viðskiptaráðuneyt- isins. Bankastjórar Seðlabankans töldu ekki að um svo ótvíræða skyldu eða ríkisábyrgð væri að ræða og ráðuneytisstjóri fjármálaráðu- neytisins hafði uppi sjónarmið um að fara ætti varlega í að lýsa yfir að rík- ið bæri ábyrgð á lágmarkstrygging- unni,“ segir þar m.a. Vitnað er í minnisblöð þar sem fram kemur að Davíð Oddsson, þáverandi formaður bankastjórnar Seðlabankans, væri eindregið þeirrar skoðunar að engin ábyrgð ríkisins væri fyrir hendi gagnvart skuldbindingum TIF. Í skýrslu rannsóknarnefndarinn- ar er vísað til aðfararorða ESB-til- skipunarinnar, sem gilti á þessum tíma og hafði staðið óbreytt frá setn- ingu hennar 1994. Þar var tekið fram „að tilskipunin geti ekki gert aðild- arríkin eða lögbær yfirvöld þeirra ábyrg gagnvart innstæðueigendum ef þau hafa séð til þess að koma á einu eða fleiri kerfum viðurkenndum af stjórnvöldum sem ábyrgjast inn- lán eða lánastofnanirnar sjálfar og tryggja að innstæðueigendur fái bætur og tryggingu í samræmi við skilmálana í tilskipuninni“. Fann engin skilyrði um ríkisábyrgð  Rannsóknarnefnd Alþingis fjallaði ítarlega um skuldbindingar Tryggingasjóðs innstæðueigenda og fjárfesta og Icesave  Lýst yfir í frumvarpi að ríkisábyrgð gæti ekki komið í stað innstæðutrygginga Morgunblaðið/Kristinn Skýrslan kynnt Rannsóknarnefnd Alþingis skilaði skýrslu sinni í alls 9 bindum hinn 12. apríl árið 2010. Eftir að Landsbankinn hóf söfn- un innlána með stofnun Ice- save-reikninganna, sérstakra netreikninga fyrir einstaklinga í útibúi sínu í London haustið 2006, varð í reynd gjörbreyting á skuldbindingum íslenska inn- stæðutryggingarsjóðsins að mati Rannsóknarnefndar Al- þingis. Nefndin lýsti í skýrslu sinni þeirri gríðarlegu aukningu á innlánasöfnun íslensku bank- anna í gegnum útibú þeirra er- lendis,sem átti sér stað á stutt- um tíma. „Í upphafi árs 2005 voru heildarinnstæður sem féllu und- ir TIF alls um 530 milljarðar króna. Þær náðu 689,5 millj- örðum kr. í lok þess árs. Þar af voru 8% í útibúum bankanna erlendis. Í lok árs 2006 voru tryggðar innstæður komnar í rúma 1.000 milljarða króna. Stóra stökkið kom svo á árinu 2007. Í lok þess árs voru tryggðar innstæður hjá TIF komnar í 2.300 milljarða króna. Innstæður á Icesave-reikn- ingum í Bretlandi urðu líka hæstar kringum áramótin 2007-2008, 4,9 milljarðar sterl- ingspunda, eða 623,5 milljarðar kr. miðað við gengi þá. Í október 2007 hóf Kaupþing jafnframt að bjóða upp á Edge-reikninga og þá ýmist í útibúum sínum er- lendis eða erlendum dóttur- félögum. Þegar leið á árið 2007 varð einnig sú breyting að yfir 50% af innlánum í íslensku bönkunum stöfuðu frá erlend- um aðilum,“ segir í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. 2.300 millj- arðar króna INNLÁNIN ÞÖNDUST ÚT Skúli Hansen skulih@mbl.is Önnur lönd á Norðurlöndum beittu Ís- lendinga miklum þrýstingi í Icesave- málinu en þó ekki eins miklum og Bret- ar, að sögn Geirs H. Haarde, fyrrver- andi forsætisráðherra. „Hann fólst í því að þessi ríki töldu að við ættum að gera það sem þau köll- uðu „að uppfylla okkar alþjóðlegu skuldbindingar“ og þar var nú vænt- anlega meint að við ættum að taka ábyrgð á þessum innlánsreikningum og kannski í einhverjum mæli líka ábyrgð gagnvart lánardrottnum,“ seg- ir Geir og bendir á að það hafi verið heilmikil fyrirstaða að samþykkja að veita lán til Íslands í tengslum við efna- hagsáætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Fjármálaráðherra króaður af Að sögn Geirs voru önnur lönd á Norðurlöndum á sömu skoðun varð- andi þetta mál og flest Evrópulönd sem og Evrópusambandið. „Já, alla- vega Evrópusambandslöndin,“ segir Geir aðspurður hvort um hafi verið að ræða öll hin löndin á Norðurlöndunum og bætir við: „Þegar fjármálaráðherr- ann okkar, Árni Mathiesen, var króað- ur af, og það liggur við að megi segja að það hafi verið gerður að honum að- súgur, á fundi evrópskra fjár- málaráðherra í nóvember 2008 þá skáru norrænu fjármálaráðherrarnir sig ekki úr þegar var verið að knýja hann til að fallast á þessar skuldbind- ingar.“ Geir segir þó rétt að taka það fram að það hafi verið mjög þakkarvert að löndin skyldu fallast á að veita okkur lán þegar svona stóð á fyrir íslensku þjóðinni. „Síðan var það spurning hvernig það var skilyrt,“ segir Geir og bætir við: „En það sem það þýðir líka fyrir þetta er hvað það dróst að ganga frá þessu, því við byrjuðum að tala um þetta á forsætisráðherrafundi í lok október 2008. Þannig að þá fann mað- ur að það var í raun mikil tortryggni út í það að Íslendingar væru eitthvað hlaupa frá sínum skyldum og nú er auðvitað komið á daginn að það var alls ekki gert.“ Frændþjóðir þrýstu á Íslendinga  Geir H. Haarde segir frændþjóðir hafa beitt Íslendinga miklum þrýstingi í Icesave-málinu  Bendir þó á að þakkarvert sé að löndin skyldu fallast á að lána Íslandi þegar svona stóð á Morgunblaðið/Árni Sæberg Beittu þrýstingi Geir H Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, segir önnur lönd á Norðurlöndunum hafa beitt Ísland miklum þrýstingi í Icesave-málinu. Geir bendir á að nú sé talað um að ekki eigi að benda á sökudólga en samt hafi verið bent á hann með landsdómsákærunni. „Eitt atriði í henni snertir Ice- save og það snýr að því ég hafi ekki beitt mér nægilega fyrir því að flytja innistæðurnar úr útibú- um yfir í dótturfélög. Hví eru menn að ákæra fyrir það? Það hlýtur að vera vegna þess að menn hafi talið það svo alvarlegt mál vegna þess að ábyrgðin væri fyrir hendi, annars hefði það ekki skipt neinu máli fyrir Ísland og ekki verið neitt tjón og þess vegna ekkert ákærutilefni,“ segir Geir og bætir við að þeir sem stóðu að þessari ákæru hafi í raun verið að segja, með því að gera hann ábyrgan fyrir því að Ís- land bæri þessa fjárhagslegu ábyrgð, að ábyrgðin væri fyrir hendi. „Ef landsdómur hefði sakfellt mig fyrir þetta, sem hann gerði ekki en það var sýknað 15-0, þá hefði allur málatilbúnaður ís- lenska ríkisins veikst og það var náttúrlega verið að grafa undan honum og spilla stöðunni með svona ákæru,“ segir Geir og bendir á að þarna hafi menn verið að leggja vopn upp í hendurnar á málflutningsmönnum ESA. „Hví skyldu Steingrímur, sem tók þátt í að ákæra, og Jóhanna, sem tók þátt í að hafna því að afturkalla ákæruna, standa að þessum lið ef það væri ekki eitt- hvert efnisinnihald í honum?“ spyr Geir. Lögðu vopn í hendurnar á málflutningsmönnum ESA GEIR SEGIR ÁKÆRENDUR Í LANDSDÓMSMÁLINU HAFA GRAFIÐ UNDAN MÁLATILBÚNAÐI ÍSLANDS Í ICESAVE-DÓMSMÁLINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.