Morgunblaðið - 30.01.2013, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 30.01.2013, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 2013 Elsku amma Freyja. Nú komin er sú hvíld sem þú varst búin að undirbúa þig vel fyrir. Frá bernsku var Reykjaborg alltaf höllin ykkar afa og ég segi oft að ég sé alin hálfpartinn upp með nefið ofan í bílum í skúrnum á Reykjaborg með pabba og afa. Fyrir tæpum tveim árum komum við fjölskylda mín litla með bú- slóðina okkar, hófum sambúð með þér á Reykjaborg og byrjuðum að gera við fallega húsið þitt af okkar sálarkröftum. Þú sast dögum saman og fylgdist með miklum framkvæmdum og gladdist yfir því hvað við lögðum okkur mikið fram um að gera við húsið og gefa því tign á ný. Þú sast oft á stól úti á stétt og fylgdist með þegar við vorum að vinna í garðinum og sagðir mér frá hvernig grænmet- is- og jurtagarð þú áttir. Garður- inn var þér mikið stolt og mun ég reyna mitt besta að halda garð- inum fallegum með minningu þína í huga. Síðustu tvö ár höfum við eiginlega verið að kynnast á ný og varstu meira vinkona mín en amma. Þú fékkst að hitta vini okk- ar og áttir oft langt spjall við þá og það kom þér oft á óvart hversu Freyja Norðdahl ✝ Freyja Norð-dahl fæddist í Vestmannaeyjum 28. desember 1926. Hún andaðist á Landspítalanum, Fossvogi hinn 16. janúar. Útför Freyju fór fram frá Fossvogs- kirkju 28. janúar 2013. fjörbreyttan vina- hóp við hjúin eigum. Þú fékkst að upplifa nýja hluti, allt í einu að búa með ungu fólki og fá lítinn sól- argeisla, hana Krist- ínu litlu, til að lýsa upp daginn og upp- lifa fjörið sem henni fylgdi. Hundurinn okkar hann Susti var fljótur að vinna sér inn traust þitt, þér leið vel með hann hjá þér ef þú varst ein heima, fannst öryggi frá honum og ég sé það alveg að hann passar enn upp á stólinn þinn. Þú gast setið heilu tímana að tala um allt á milli himins og jarðar eins og þú værir að innprenta í mig heimildir svo ég vissi örugglega um eitt og annað sem tengdist þér og ég met það mikils. Mér þótti alltaf jafn vænt um það þegar þú sagðir að ég væri gullhjarta. Vegna slyss sem þú lentir í fyrir tæpu ári hafð- irðu verið að heiman á sjúkrahúsi og síðustu þrjá mánuði á hjúkr- unarheimilinu Eir í endurhæf- ingu. Sagðir oft að þú værir á hót- eli tímabundið þar til þú gætir gengið almennilega og komið heim. Þegar þú komst heim á að- fangadag biðu hér flottir herrar, sonur þinn ásamt unnusta mínum, sem báru þig upp eins og drottn- ingu beint inn í stofu og þar beið floti fólks sem bauð þig velkomna heim með lófataki. Þetta voru yndisleg jól, þú varst heima hjá þér með okkur og húsið iðandi af lífi og hlýju. Þegar Sigurjón unn- usti minn kom heim af sjónum þá ljómaðir þú öll og stundum varstu á undan að fá faðmlag og þér þótti einstaklega vænt um hann og dugnaðinn í honum að vinna í hús- inu. Þú hafðir oft áhyggjur af hon- um á sjónum í óveðrum. Núna passar þú líka upp á hann á sjón- um, það er ég viss um. Þú sagðir mér stundum að það kæmi þér á óvart hversu gömul sál ég væri og hvað við ættum mikið sameigin- legt og þykir mér óendanlega vænt um að hafa verið við hlið þér þegar þú kvaddir eftir skyndileg veikindi. Við litla fjölskyldan á Reykjaborg munum halda áfram ótrauð að halda heiðri ykkar afa uppi með virðingu við höllina þína og garðinn þinn. Ég gaf þér það loforð og ég vík ekki undan því amma mín. Hvíl í friði. Freyja, Sigurjón og Kristín Sæunn. Þegar flett er upp í minningum um Freyju Norðdahl er bjart yfir þeirri mynd. Við vorum 24 náms- meyjar, sem settumst á skólabekk í Húsmæðraskóla Reykjavíkur haustið 1949 að læra til ýmiskonar hússtjórnar. Ástand námsmeyja var á ýmsan máta. Sumar voru frá hinum ýmsu stöðum utan af landi og aðrar komu úr höfuðborginni og frá nágrannasveitum. Freyja var úr Mosfellssveitinni og var þá heitbundin Þórði Guðmundssyni frá Reykjum í Mosfellssveit. Flestar vorum við á aldrinum 19- 25 ára og margar búnar að festa okkur. Hópur þessi varð einstak- lega samrýmdur og lofaði góðu hvað samstarf snerti. Það sýnir okkar samheldni að haustið 1952 var kallaður saman hópurinn og ákveðið að stofna saumaklúbb, sem enn starfar, komið 61 ár. Eðlilega hefur klúbb- um fækkað seinni ár og kemur margt til. Þetta hafa verið skemmtilegar stundir. Það var spjallað og unnin ýmiskonar handavinna. Alltaf hefur Freyja sýnt áhuga á að vera með okkur og er það okkur dýrmætt. Hún var glæsileg kona svo eftir var tekið. Framkoma hennar og allt fas var virðulegt og fágað. En hún átti líka sín erfiðu ár svo sem missi efnilegs sonar o.fl. sem ekki verð- ur tíundað hér. Freyja og Þórður voru góð heim að sækja og á árum áður var gjarnan rennt í heimsókn í Reykjaborg, en þar var þeirra glæsilega heimili um langt árabil. Við skólasystur sendum börn- um hennar svo og öðrum aðstand- endum innilegar samúðarkveðjur, blessuð sé minning hennar. Fyrir hönd skólasystra, Guðfinna Snæbjörnsdóttir. Kveðja frá Kvenfélaga- sambandi Gullbringu- og Kjósarsýslu Freyja Norðdahl, fyrrverandi formaður Kvenfélagasambands Gullbringu- og Kjósarsýslu, lést miðvikudaginn 16. janúar sl. Hún var gerð að heiðursfélaga KSGK fyrir störf sín fyrir sambandið. Hún gegndi formennsku í KSGK árin 1966 til 1980 og sinnti for- mennskunni af trúmennsku og lét sér annt um störf sín og stjórnar sinnar og einnig bar hún starf og hag allra félaga innan KSGK fyrir brjósti. Innan KSGK er hennar minnst fyrir dugnað og atorku- semi. Sambandið vottar öllum að- standendum hennar samúð og minnist hennar með virðingu. Sigríður Finnbjörnsdóttir formaður. Mig langar að minnast elsku- legrar ömmu minnar sem var stór þáttur í lífi mínu. Amma var ekki venjuleg amma, hún var að- alskvísan, alltaf fínt klædd og á háhæluðum skóm. Hún var besta amma sem hægt var að óska sér. Hún var alltaf brosandi og hress. Ég mun aldrei gleyma hversu stolt ég var af henni ömmu. Hún átti Mótel Venus, Hafnarskóg, sjó og meira að segja fjall. Ég montaði mig alltaf að því að hversu flotta ömmu ég átti. Ég heimsótti ömmu oft í sveit- ina og mikið fannst mér gaman að fara til hennar því að hún var allt- af búin að kaupa nýja liti og lita- bækur fyrir mig, hún valdi alltaf flottustu litabækurnar. Amma mín var hæfileikarík og man ég vel eftir einu skipti þar sem mér leiddist mjög mikið í matarboði, þá kenndi hún mér að gera rós úr servíettu og það hefur oft komið sér vel að kunna það. Ég hlakkaði alltaf til að fara til hennar í sveit- ina. Til að hitta Jasmín og fá að leika í skóginum, fá vöfflur með rjóma og svo átti amma bestu kubbana sem við krakkarnir lék- um okkur með allan daginn. Amma var hetja í mínum aug- um, einn daginn þegar við Hulda vorum í heimsókn hjá henni kom risa stór geitungur inn. Við Hulda hlupum í burtu en amma labbaði bara rólega að geitungum með glas og náði honum. Það eru margar góðar og skemmtilegar minningar sem ég á um hana Margrét Jóna Jónsdóttir ✝ Margrét JónaJónsdóttir fæddist í Reykjavík 28. janúar 1949. Hún lést á sjúkra- húsinu á Akranesi 21. janúar 2013. Margrét var jarð- sungin frá Leir- árkirkju í Hval- fjarðarsveit 28. janúar 2013. ömmu og gæti ég verið að telja þær upp endalaust. Amma fór allt of snemma frá okkur en minningarnar mínar munu aldrei gleymast. Þú ert nú á betri stað. Ég sakna þín, amma. Minningar mínar munu aldrei gleymast, og djúpt í mínum huga munu þær geymast. Hvað þú varst góð og hugrökk amma, einnig frænka, vinkona og mamma. Hún amma mín sagði svo fallegar sögur um skáldaðar manneskjur og hvað ég er fögur. Amma, núna farin á fallegan stað ertu, og á himnum ánægð vertu. Þú varst falleg sem sólin á háhæluðu skónum og komin í kjólinn. Og alltaf þegar sólin skín, veit ég að þú ert að fylgjast með mér. Ég sakna þín, amma. Hafdís María Pétursdóttir. Magga mágkona kom, eins og alltaf svo eftir væri tekið, inn í líf okkar systkinanna fyrir um 45 árum. Ég hafði fengið far með henni og Mumma bróður heim og er ég kom inn fyrir þröskuldinn heima var ég hrifsuð inn í eldhús og spurð í þaula um það hvernig „hún“ liti út? Hver, hver? spurði ég á móti, hafði ekkert verið að hugsa út í það hvaða stelpa var með Mumma. Þá sögðu mamma mín og Dísa systir að þetta væri nýja kærastan hans Mumma. Oh, svaraði ég saklaus og bara tólf „hún er lítil með mjög stóran haus“. Túberað hár var þá vin- sælt, alltaf notað þegar mikið lá við, í þeim stærðum voru okkar fyrstu kynni. Þau byrjuðu sinn búskap í vesturbæ Reykjavíkur í litlu húsi við Drafnarstíg, yndis- legt heimili og þar fæddist þeim sonurinn Pétur Þór. Ég var mikið með þeim þessi fyrstu ár, leit eft- ir Pétri og ferðaðist talsvert með þeim. Við fórum á Vestfirði um Borgarfjörð og víðar, hver ferð annarri eftirminnilegri. Að lokum fluttu þau alfarin í Borgarfjörð- inn með strákana sína tvo, en Arnar Már er yngri sonur þeirra. Magga átti eftir að reynast mér vel, ég var alltaf velkomin í sveitina til hennar, er þau hjóna- kornin bjuggu í Hafnarlandi í Borgarfirði og ráku sitt bú og fyrirtæki. Ég rak oft inn nefið og var þar talsvert með mín börn, okkur leið vel hjá þeim í Borg- arfirðinum og þegar angur sótti að annars staðar var gott að geta sótt í hlýjuna hjá þeim Möggu og Mumma, draga í spena, elta hæn- ur og aðra og taka þátt. Magga var allt í öllu á þessum árum, hún var í kirkjukórnum, leikfélaginu „Sunnan Skarðs- heiðar“ og mjög virk í samfélag- inu sem og Mummi. Margar leik- sýningar sáum við í sveitinni á þessum árum, fjölskylda Mumma, því foreldrar okkar voru mjög duglegir að heimsækja þau og misstu ekki af neinni sýn- ingu. Heima fyrir var Magga mjög metnaðarfull og byggðu þau sér fallegt heimili, Nýhöfn, sem margir komu að við bygg- ingu og var oft mikið fjör og alltaf gott að vera hjá þeim og vinna með þeim. Það var alveg sama hvað Magga tók sér fyrir hendur, saumaskap, heimilishald, sveitabúskap (hennar fjós var hreinasta, gamla fjósið í heimi) ferðaþjónusta, hótelrekstur, allt var vel gert og vandað. Ég man eftir því t.d. fyrir jól þegar Pétur Þór var 2-3 ára þá saumaði hún gullfalleg tweed-jakkaföt með vesti á hann. Hún bjargaði sér alltaf. En sjúkdómur hennar elti hana hvert fótmál eins og skuggi sem hún gat ekki hrist af sér. Hún átti samt góð tímabil eins og dæmin sýna og það munum við, góðu stundirnar með henni Möggu okkar. Ég veit að systk- inum mínum og fjölskyldur er eins innanbrjósts á þessum tíma. Megi hún hafa þökk fyrir allt og allt. Gunnhildur. Elsku amma, takk fyrir allar þær yndislegu stundir sem við áttum saman, allar þær samveru- stundir sem við áttum þegar þú varst með okkur á jólunum og þegar við komum í heimsókn til þín í skóginn í mat eða kaffi. Manstu þegar ég sparkaði þér óvart næstum því út úr rúminu eitt skipti þegar ég var um 6-7 ára gömul að gista hjá þér uppi í Mótel Venus? Eða þau skipti sem við Hafdís gistum hjá þér þegar við vorum litlar og við fórum allar þrjár saman með bæn áður en við fórum að sofa? Ég man vel eftir því þegar þú kenndir okkur að fara með faðirvorið og að signa okkur. Ég man líka eftir því þeg- ar þú söngst fyrir okkur, þér fannst svo gaman að syngja. Og svo fórst þú líka stundum með okkur að leita að kanínum í Skóg- inum. Ég man hvað mér fannst það spennandi, ég var ekki vön að sjá kanínur úti í náttúrunni. Ó, hvað mér fannst gaman þegar þú fórst með okkur út í skóg að tína bláber, þar var svo mikið af stórum og góðum blá- berjum til að tína. Svo voru það líka trékubbarnir sem þú áttir. Í hvert einasta skipti sem ég kom í heimsókn til þín fór ég upp á háa- loft að leika mér með trékubbana, mér fannst æðislega gaman að leika mér með þá. Ég, Hafdís og Pétur vorum oft vön að leika okk- ur saman með þá. Allar þessar stundir sem við áttum saman eru mér alveg ómetanlegar, ég er mjög þakklát fyrir þær. Ég vildi að þær hefðu getað orðið fleiri. Ég elska þig óendanlega mik- ið, elsku besta amma mín. Það er svo skrítið að hafa þig ekki hérna hjá mér núna lengur. Ég sakna þín gríðarlega mikið. Sjáumst svo seinna í himnaríki. Hvíldu í friði. Þitt barnabarn, Arna Rós. Hinsta kveðja föður til sonar. Hæðir háfjalla, hnjúka bláfjalla skuggar skammdegis byrgja. Börn úthafseyja höfuð sín hneigja, öðling ágtan syrgja. Góð var kynning hans, geislar minning hans eins og ársól í heiði. Senn kemur sumar, svannar og gumar, leggið blóm á hans leiði! Yfir svarta sæng sólarbjartan væng heiður himinninn breiðir. Þjóninn sinn góða Guð allra þjóða inn í ljósheima leiðir. (Sigurbjörn Sveinsson.) Elsku Sigrún, Eysteinn Fann- ar, Íris Anna og Stefán Már sendi ykkur mínar innilegustu samúðarkveðjur og megi góður Guð styrkja ykkur í sorginni. Sveinn Oddgeirsson. Þegar hátíð, frið og ljóss var að ganga í garð og tendra átti annað aðventuljósið slokknaði á einu skærasta og bjartasta ljós- inu sem fyllti okkur mikilli hjartahlýju og gleði. Mágur minn, Oddgeir Már, sem var aðeins 43 ára gamall var tekinn snögglega burt frá okkur eftir stutt veikindi, og konunni sinni Sigrúnu og börnum þeirra þremur sem hafa misst mikið; eiginmann, föður og sinn besta vin. Og ég spyr alla daga hvern- ig er hægt að leggja þetta á þessa litlu fallegu fjölskyldu sem blómstraði og skein eins og sólin og allt gekk svo vel. Öll búin að koma sér vel fyrir hér í Noregi og í fallegu dúkku- húsinu sínu eins og mín kæra mágkona kallaði það, Eysteinn stúdent í vor, Íris Anna komin til Bandaríkjanna sem skiptinemi í tíu mánuði og Stefán kominn á fullt með 6. bekkinn og í íþrótt- um. Sigrún komin í myndlist- anám í haust þar sem hún undi sér eins og blómi í eggi og var að Oddgeir Már Sveinsson ✝ Oddgeir MárSveinsson fæddist í Reykjavík 27. janúar 1969. Hann lést á líkn- ardeild Bråta í Mjøndalen, Noregi hinn 15. desember 2012. Útför Oddgeirs Más fór fram í Mjöndalenkirkje 28. desember 2012. kynnast skemmti- legum verkefnum þar. Oddgeir kominn í flotta vinnu þar sem honum leið vel í flottu skemmtilegu fyrirtæki með skemmtilegu sam- starfsfólki þar sem hann var dáður og elskaður. Og ég bara spyr og enginn getur svarað, hvers vegna var hann tekinn burt frá fjölskyldu sinni og okkur en hon- um hefur verið falið nýtt krefj- andi verkefni á öðrum stað. Þetta er ennþá svo óskiljan- legt og við öll erum harmi slegin yfir þessu og þeir bræður ný- búnir að ganga í gegnum að kveðja móður sína sem lést í september sl. og erfitt hjá tengdaföður mínum að sjá á eftir konu sinni og þremur mánuðum seinna eftir syni sínum. Elsku maðurinn minn, Albert litli bróð- ir Oddgeirs, hefur misst svo mik- ið að orð eru ekki til. Hann hefur ekki aðeins misst stóra bróður sinn heldur sinn besta vin og trúnaðarvin sinn sem hann treysti og einnig Oddgeir Albert, ég hef ekki séð samrýndari bræður, næstum eins og tvíbur- ar þó að ólíkir í útliti væru, og töluðu mörgum sinnum á dag saman, enda gat ég og krakk- arnir mínir leitað til hans með hvað sem var ef Albert var að vinna fram eftir, t.d. með að keyra krakkana á íþróttaæfing- ar. Ef eitthvað bilaði eða færa þurfti til húsgögn, alltaf var Oddgeir mættur strax, boðinn og tilbúinn og er ég honum þakklát fyrir alla þessa hjálp. Rólegri og yfirvegaðri manni, þótt á móti blési, hef ég ekki kynnst og ég dáðist oft að hon- um að hafa svona góða hæfileika. Ef vandamál komu upp leysti hann öll verkefni af æðruleysi. Og það var svo gaman að hon- um að ef einhverjar hugmyndir komu upp þá kom hann með aðr- ar skemmtilegar hugmyndir í staðinn sem enginn annar en hann hafði fengið. Oft spurði ég hann um nýjar hugmyndir sem hann gaf manni og nú er ansi mikið tómarúm hjá okkur öllum, t.d. matarboðin, útilegurnar, skíðaferðirnar.. Missir okkar er mikill og ennþá meiri hjá konu hans og börnum, það er ólýsanlegt. Ég bið góðan Guð að fylgja og vera með Sigrúnu og börnum hennar á þessum erfiðu tímum og gefa þeim öllum styrk og kraft. Með hinstu kveðju, Jónína Hreinsdóttir. ✝ Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför elskulegs föður okkar, tengdaföður, bróður, mágs, afa og langafa, BJARNA DAGBJARTSSONAR, Eirhömrum, Mosfellsbæ. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki hjartadeildar Landspítalans, starfsfólki á Hlaðhömrum og Eir fyrir einstaka umönnun í veikindum hans. Aðalheiður Bjarnadóttir, Kristján Þór Ingvarsson, Dagbjartur Bjarnason, Guðrún Steinþórsdóttir, Guðbjörg Bjarnadóttir, Viðar Sigurðsson, Margrét Þyri Sigurðardóttir, Jónas Eydal Ármannsson, Jóhann Haukur Sigurðsson, Guðrún Leósdóttir, Hjálmtýr Dagbjartsson, Hjördís Bogadóttir, Jón Sverrir Dagbjartsson, Þóra M. Bjarnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf greinin að hafa borist á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.