Morgunblaðið - 30.01.2013, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.01.2013, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 2013 Sumir meðlimir stjórnlagaráðs virðast álíta að ráðið hafi ekki verið fært um að semja tillögu að nýrri stjórnarskrá fyrir Ís- land heldur þurfi að leita aðstoðar út- lendra fræðimanna. En kurteisir menn eru ekkert að gagn- rýna það sem þeim kemur ekki við og svo eru ekki til neinar reglur um hvernig stjórnskipun eins lands skuli vera og því ekki neinn fróð- leik að sækja til útlanda í því efni. Hvað útlendum mönnum finnst hefur hins vegar enga þýð- ingu. Það lítur einmitt út fyrir að ráð þetta hafi ekki verið þessu starfi vaxið þrátt fyrir stóran hóp há- skólaborgara (eða kannski vegna þeirra?) Í fyrstu grein tillögunnar er ákvæði um að Ísland sé „lýðveldi með þingræðisstjórn“ og í annarri grein er sagt að Alþingi hafi lög- gjafarvald. Þó segir í 60. grein að forseti geti neitað að staðfesta lög innan viku frá því hann fékk þau í hendur og skal þá efnt til þjóð- aratkvæðagreiðslu um málið. En þjóðaratkvæðagreiðsla sem þann- ig er haldin gegn vilja Alþingis er ekki þingræði. Forseti fær þarna viku frest til að ákveða sig og ef hann synjar ekki um staðfestingu hlýtur hann að staðfesta lögin. Synjun forseta ef því er að skipta skal vera rökstudd. Eins og lög frá Alþingi séu ekki rökstudd! En því er slegið föstu hér að rök for- setans hafi meira gildi en rök Al- þingis. Í 65. grein segir svo að 10% kjósenda geti krafist þjóð- aratkvæðagreiðslu um venjuleg þingmál og skal sú krafa vera lögð fram innan þriggja mánaða frá því að Alþingi samþykkti lög- in. En forsetinn hefur aðeins viku til að staðfesta, samt á að vera hægt að heimta þjóðaratkvæða- greiðslu eftir að lögin eru frá- gengin að öllu leyti, búið að stað- festa þau og birta og þau jafnvel komin til fram- kvæmda. Allt þetta sýnir að ákvæðin í fyrstu og annarri grein eru eintóm blekking. Þingræði er ekki tryggt, löggjafarvald Alþingis er ekki tryggt. Er hægt að trúa því að nokkur maður vilji byggja stjórnskipun landsins á slíkum blekkingum. Ein krafa þjóð- fundarins var heiðarleiki en nú geta bæði forsetinn og 10% kjós- enda komið aftan að Alþingi og sagt „nei ekki þetta“ eftir að allri vinnu við lagasmíðina er lokið, sem oft er mikið verk. Og Alþingi getur aðeins beygt sig í duftið. Hvers vegna getur t.d. forsetinn ekki aðvarað þingið á fyrri stigum þeirrar vinnu og sparað þannig heilmikla fyrirhöfn? Nei, forset- inn má ekki skipta sér af pólitík, hann er „ábyrgðarlaus á öllum stjórnarathöfnum“ þá er augljóst að sá sem er ábyrgðarlaus er að sama skapi réttlaus. Réttur og ábyrgð eru tvær hliðar á hinu sama. Þetta tvennt verður því ekki aðskilið. En því má hann þá skipta sér af pólitík eftir á, þegar Alþingi hefur tekið ákvörðun. Það er algerlega óskiljanlegt af hverju þess er krafist að meiri- hlutinn sé yfir 90% kjósenda. 60% fylgi þykir firnasterk stjórn. Ef 65. greinin verður lögfest þá verður varla hægt að stjórna landinu, stjórnarandstaðan hlýtur að nýta þennan rétt sinn til að gera meirihlutanum erfitt fyrir, tefja mál og hindra framgang mála eins og hægt er. Það sýnir reynzlan. En viti menn. Þess er ekki krafist að tíu prósentin rökstyðji sína kröfu um þjóðaratkvæða- greiðslu. Hvers vegna ekki? Það hlýtur að vera lágmarks- krafa að það sé meirihluti kjós- enda sem stendur að slíkri kröfu, ef lögfesta á slíkan kröfurétt á annað borð, annað samræmist ekki grundvallarreglu lýðræðis sama hvort minnihlutinn er einn maður eða fleiri. Þessi tillaga að stjórnarskrá felur mun frekar í sér anarkisma heldur en lýðræði. Vissulega virð- ast oft þokukennd mörkin milli lýðræðis og anarkisma en hafa má það til marks að ef fólkið á að stjórna stjórnvöldunum … hvar er þá stjórnin? Hvar er þá hin pólí- tíska ábyrgð? Þá er búið að snúa lýðræðinu á hvolf. Vert er að minna á kosninga- fyrirkomulagið, þar sem menn geta boðið sig fram á landslista eða kjördæmislista eða báðum á vegum sömu samtaka. (Í tillög- unni er talað um „samtök fram- bjóðenda“, sem virðist þýða „flokkar“ Kjósandinn velur nöfn af hvaða lista sem er í sínu kjör- dæmi og af landslista líka, t.d. sum nöfn af einhverjum landslista og önnur af einhverjum kjördæm- islista. Þannig virðist hann geta blandað saman nöfnum manna á listum allra samtaka (flokka) og virðist meira að segja geta kosið sama manninn tvisvar, bæði af landslista og kjördæmislista? Það er auðséð að það verður æði erfitt fyrir kjósandann að átta sig á öllum þeim fjölda fram- bjóðenda, sem yrði úr að velja. Reyna að meta hvað menn vilja og fyrir hvað menn standa, yf- irleitt hvaða erindi hver og einn þeirra ætti á þing. Einnig yrði nær ómögulegt að mynda fastan meirihluta á þinginu svo hætt er við að sam- þykktir Alþingis verði handahófs- kenndar, ómarkvissar og mót- sagnakenndar, enda byggt á geðþótta þingmanna eingöngu. Persónukjör kallar á geðþótta stjórn. Stjórnmálaflokkarnir samræma skoðanir flokksmanna á rökrænan hátt, menn þurfa ekki annað en lesa stjórnmálaályktanir flokk- anna til að vita fyrir hvað þeir standa og hvaða tillagna er að vænta frá hverjum og einum þeirra. Stimpill útlendinga Eftir Pétur Guðvarðsson » Þessi tillaga er meira í ætt við anarkisma en lýðræði. Pétur Guðvarðsson Höfundur er lýðræðissinni. Stjórnmálamenn tala gjarnan fagurlega um mikilvægi þess að hafa samráð við al- menning og hags- munaaðila þegar laga- setning er undirbúin. Sannleikurinn er hins vegar sá að oftast er ekkert hlustað á þá sem eru kallaðir til að gefa álit. Þetta var að minnsta kosti raunin þegar við í Ferðaklúbbnum 4x4 vor- um beðin að koma með athugasemd- ir við frumvarp að nýjum nátt- úruverndarlögum. Nú, þegar frumvarpið liggur fyrir Alþingi, er ljóst að nær ekkert hefur verið á okkur hlustað. Rýnivinna er því unn- in fyrir gýg og alvarlegar at- hugasemdir okkar hunsaðar. Ég skora hér með á alþingismenn að fresta afgreiðslu málsins og vinna frumvarpið aftur frá grunni. Ferðaklúbburinn 4x4 vill vekja at- hygli alþingismanna og lesenda Morgunblaðsins á eftirfarandi sjón- armiðum og staðreyndum: 1) Ekkert samráð var haft við Ferðaklúbbinn 4x4 við undirbúning að frumvarpi til breytinga á nátt- úruverndarlögum. Þar með voru sjónarmið þúsunda fjallamanna og náttúruunnenda sniðgengin. Þá var frestur til að skila inn athugasemd- um allt of stuttur. 2) Á frumvarpinu eru alvarlegir formgallar sem gera að verkum að nær ómögulegt verður að framfylgja nýjum lögum. Efnislega felur frum- varpið í sér breytingar sem stór- skaða ferðamennsku á Íslandi og gera almenningi nær ókleift að ferðast um hálendið. 3) Í frumvarpinu er ákveðnum úti- vistarhópum ítrekað mismunað eftir ferðamáta. Sérstakt horn er haft í síðu þeirra sem ferðast um á eigin bílum. Ekkert tillit er tekið fatlaðra, aldraðra, fólks með ung börn eða þeirra sem af ýmsum ástæðum geta ekki farið um hálendið fótgangandi. 4) Samkvæmt frumvarpinu er ráð- herra falið óhóflegt vald til geðþótta- ákvarðana. Honum er m.a. heimilað að banna umferð ákveðinna hópa ef hann metur það svo að þeir geti valdið öðr- um óþægindum án þess að tilraun sé gerð til að skilgreina í hverju þau felist. Við teljum slíka stjórnarhætti gam- aldags tímaskekkju. 5) Almennt eru frumvarpsdrögin hroð- virknislega unnin. Samráð við útivist- arfélög hefur verið sýndarmennskan ein. Ljóst er að þúsundir nátt- úruunnenda eru hundóánægðar með þetta frumvarp og að nær ómögu- legt verður að framfylgja sumum ákvæðum nýrra náttúruvernd- arlaga, verði frumvarpið að lögum. Mikilvægt er að sátt ríki um skip- an náttúruverndarmála. Sátt næst ekki nema með víðtæku samráði við alla náttúruunnendur, óháð því hvaða ferðamáta þeir kjósa sér. Því fer Ferðaklúbburinn 4x4 þess ein- dregið á leit við þingmenn að þeir fresti afgreiðslu frumvarpsins og sendi það aftur til frekari vinnslu. Í þeirri vinnu þarf að hafa raunveru- legt samráð við fólkið í landinu í stað þess sýndarsamráðs sem til þessa hefur verið raunin. Ferðaklúbburinn 4x4 lýsir sig sem fyrr reiðubúinn til að funda um mál- efnið sé þess óskað og/eða tilnefna sérfræðinga til setu í nefndum eða starfshópum er fjalla munu um mál- efni tengd náttúruvernd og rétt al- mennings til að ferðast um eigið land. Eftir Hafliða S. Magnússon » Í frumvarpinu er ákveðnum útivist- arhópum ítrekað mis- munað eftir ferðamáta. Sérstakt horn er haft í síðu þeirra sem ferðast um á eigin bílum. Hafliði S. Magnússon Höfundur er formaður Ferðaklúbbsins 4x4. Við viljum samráð en ekki sýndarmennsku Vatnagörðum 12 - 104 Reykjavík - Sími: 588 5151 - Fax: 588 5152 - glerslipun.is Glerslípun & Speglagerð ehf. Speglar Flotgler Öryggisgler Hert gler Bílspeglar Sandblástur Álprófílar Máltöku- og uppsetningaþjónusta Sjáðu sjálfan þig í nýju ljósi Við leggjum metnað okkar í að bjóða sérhæfðar og vandaðar lausnir á baðherbergi. Við bjóðum upp á sérsmíðaða spegla, sturtuklefa og sturtuskilrúm. Þá erum við komnir með nýja útgáfu af ljósaspeglunum okkar vinsælu. Á nýrri heimasíðu okkar glerslipun.is er gott yfirlit yfir það sem er í boði. Auk þess bjóðum við alla velkomna í Vatnagarða 12 þar sem fagfólk veitir góða þjónustu og allar þær upplýsingar sem þarf. SÉRBLAÐ –– Meira fyrir lesendur Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 11. febrúar. Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað um Tísku & förðun föstudaginn 15. febrúar Í blaðinu verður fjallað um tískuna vorið 2013 í förðun, snyrtingu, fatnaði og fylgihlutum, auk umhirðu húðarinnar, dekur og fleira. Tíska & förðun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.