Morgunblaðið - 30.01.2013, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.01.2013, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 2013 SVIÐSLJÓS Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is „Vellíðunarferðaþjónusta felst í því að njóta; taka sér tíma til að vera í stundinni og njóta þess sem náttúr- an hefur upp á að bjóða. Þetta er grein bæði upplifunar, og heilsu- tengdrar ferðaþjónustu. Í þessu felst í raun allt sem lætur þér líða vel; jóga, nudd, göngur, heilnæmt mataræði o.s.frv,“ segir Erla Sig- urðardóttir, verkefnisstjóri hjá Ný- sköpunarmiðstöð Íslands. Heimamenn í Mývatnssveit halda í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands málþing í Skjólbrekku á fimmtudaginn um vellíðunarþjón- ustu. Málþingið ber yfirskriftina Mývatn – vetur og vellíðun. Aðstæður á Íslandi þykja vel til þess fallnar að stunda slíka ferða- þjónustu. „Það sem fólk sækir hingað er kyrrð og ró og að komast í burtu úr erli hversdagsins. Aðstæður á Ís- landi þykja einstaklega góðar til þess. Fyrir einstaklinga sem koma úr stórum borgum felst heilmikil heilun í því að komast í kyrrðina,“ segir Erla. Hún bendir á að vellíðunarferða- þjónustan sé að aukast á Íslandi. „Hún er kannski komin ívið lengra í Mývatnssveit en víða ann- ars staðar. Mývatnssveit er ein af fáum stöðum úti á landi sem nálg- ast að vera heilsárs staður sem býður upp á ferðaþjónustu. Vetr- arferðaþjónustan er að eflast en betur má ef duga skal,“ segir Erla. Miðstöð heildrænna meðferða „Við erum að byggja upp starf- semi við hópa í tengslum við hið andlega og heildræna eins og jóga, jurtanámskeið og fleira í þeim dúr,“ segir Harpa Barkardóttir, jóga- kennari og eigandi ferðaskrifstof- unnar Alkemia í Mývatnssveit, og einn fyrirlesara á málþinginu. Hún hefur rekið ferðaþjónustu í Mý- vatnssveit ásamt eiginmanni sínum, Frakkanum Jean-Marc Plessy, frá 2010. Þau hafa fengið 12 til 15 frönskumælandi hópa yfir árið. „Hér vantar sárlega góða aðstöðu fyrir t.d. nudd og jóga. Við Berg- þóra [Kristjánsdóttir] sjáum fyrir okkur einhvers konar miðstöð fyrir heildrænar meðferðir. Þar yrði að- staða til að stunda þetta,“ segir Harpa. Þau hafa lagt mest upp úr mark- aðssetningu fyrir vetrarhópa í Mý- vatnssveit og starfa undir formerkj- um „slow travel“. Hóparnir sem koma eru viku í senn og dvelja úti í náttúrunni, borða heilsufæði, fara í heit böð, hvíla sig og láta sér líða vel. Þau hafa einnig fengið til sín er- lenda kennara. Þeir koma með hópa með sér til þess að upplifa sína ástundun úti í íslenskri náttúru. „Þessir hópar hafa verið að fást við ýmislegt; hugleiða úti í nátt- úrunni og vinna í ýmiskonar sjálfs- vinnu. Fyrir stuttu kom hópur para sem voru á tantra-námskeiði,“ segir Harpa. „Þetta er alveg nýr markhópur sem við erum með. Þessi markhóp- ur er til en hann hefur farið á aðra staði hingað til. Við erum að koma Íslandi á kortið hjá þessum hóp,“ segir Harpa. Svisslendingar eru fjölmennir. „Hugarfar þeirra er op- ið fyrir hinu óhefðbundna, fyrir ut- an það virðast þeir hafa kaupmátt- inn. Einnig koma Frakkar, Belgar og Kandamenn,“ segir Harpa og bætir við að eftirspurn sé eftir ferð- um fyrir enskumælandi. Bjóða upp á vellíðan í Mývatnssveit  Vellíðunarferðaþjónusta komin langt í Mývatnssveit  Ferðamenn næra andann í náttúruperlunni á veturna  Fjáðir Svisslendingar eru fjölmennir og sækjast eftir óhefðbundnum námskeiðum Morgunblaðið/Birkir Fanndal Náttúruperla Aðstæður á Íslandi, einkum í dreifbýli, þykja hentugar til svokallaðrar vellíðunarferðaþjónustu. „Ég held erindi um hvernig hægt er að nota jurtir fyrir mis- munandi hópa í ferðaþjónustu. Þetta er hugleiðing um hvernig hægt sé að koma gjöfum jarðar inn í ferðaþjónustuna. Jurtirnar er hægt að nota á fjölbreyttan hátt,“ segir Bergþóra Kristjáns- dóttir, nuddari og náttúrupati. Hún sér mörg tækifæri á þessu sviði en bendir á að fyrsta skrefið sé að finna mark- hópinn og hefjast handa þar. „Það er samvinnan sem gildir í þessu eins og svo mörgu öðru,“ segir Bergþóra. Á meðal þeirra sem halda er- indi eru Margrét Hólm Vals- dóttir, sölu- og markaðsstjóri hjá Hótel Reynihlíð. Erindi hennar ber heitið Mývatnssveit – heimili vellíðunar. Þá talar Guðrún Brynleifsdóttir, fram- kvæmdastjóri Mývatnsstofu, um Vetrarparadísina Mývatn. Í takt við umhverfið er yf- irskrift erindi Ástu Price, sér- fræðings í fyrirbyggjandi og heilandi meðferðum. Í lok málþingsins verður hug- myndavinna með „þjóðfundar- sniði“ eins og stendur í tilkynn- ingu. Þar eru þátttakendur virkjaðir í hugmyndavinnu sem verður grundvöllur aðgerða- áætlunar vegna heilsu- ferðaþjónustu í Mývatnssveit. Guðlaug Gísladóttir, við- skiptastjóri hjá Íslandsbanka og MPM í verkefnastjórnun, stýrir vinnunni. Jurtir, kyrrð, orka, töfrar FJÖLBREYTT ERINDI Flugvél Landhelgisgæslunnar TF- SIF flaug í gærmorgun sjúkraflug til Malmö í Svíþjóð en þetta mun vera í annað sinn í mánuðinum sem vélin flýgur með sjúkling til borgarinnar. Hrafnhildur Brynja Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæsl- unnar, segir að vélin þyki hentugri til sjúkraflugs milli landa en aðrar sjúkraflugvélar. „Það þykir mjög góð aðstaða um borð til þess að sinna gjörgæslu- sjúklingum og því mjög gott að athafna sig,“ sagði hún m.a. í samtali við mbl.is í gær. Hrafnhildur sagði sjúkraflug af þessu tagi ekki algengt en Landhelgis- gæslan gerði sitt besta þegar til hennar væri leitað. TF-SIF flaug með sjúkling til Malmö TF-SIF í Malmö í gærmorgun. Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segist opin fyrir hugmyndum Garðbæinga um að sveitarfélagið taki yfir rekstur Fjölbrautaskólans í Garðabæ. Fulltrúum sveitarfélagsins verði boðið til fundar um málið í byrjun febrúar. Katrín segist hafa verið þeirrar skoðunar að framhaldsskól- arnir muni færast yfir á forræði sveitarfélagana en að mörgu sé að hyggja áður en ráðist verði í svo stórt verkefni. „Það stendur yfir innleiðing á nýj- um framhaldsskólalögum og nám- skrá, sem lýkur 2015, og við höfum svona horft til þess að það sé mikil- vægt að henni ljúki áður en einhver risaskref verða tekin. En við erum auðvitað alveg opin fyrir því að skoða einhver svona tilraunaverk- efni,“ segir ráðherrann. Katrín segir þróunina í nágranna- ríkjunum hafa verið í þessa átt og þá hnígi rök til þess að hafa skólastigin á einni hendi vilji menn skapa meiri samfellu í skólastarfinu. „Það sem hins vegar á eftir að svara er að við rekum núna fram- haldsskólakerfi þar sem nemendur hafa frjálst val um það hvernig þeir velja sér skóla og það er auðvitað spurning hvernig við ætlum að þróa það ef við færum þetta til sveitar- félaganna. Eru þá nemendur meira bundnir sínum sveitar- félögum?“ spyr ráðherra. Hún bendir einnig á að sam- kvæmt nýju námskránni sé skól- unum frjálst að móta sér mikla sér- stöðu og tryggja þurfi að nemendur hafi aðgang að skólum í öðrum sveit- arfélögum en sínu eigin. Líkt og fram kom í Morgun- blaðinu í gær stunda um þrjú þús- und nemendur nám í skólum í Garðabæ og þar starfa á sjötta hundrað manns. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, segir kostnaðinn við rekstur skólanna nema um 3,2 milljörðum á ári en að hægt væri að ná fram sparnaði með því t.d. að stytta nám til stúdents- prófs. Í greinargerð sem unnin var fyrir bæjarstjórn Garðabæjar er gert ráð fyrir að gerður verði sérstakur samningur við ráðuneytið um rekst- ur FG, þar sem m.a. verði kveðið á um fjölda ársnemenda og um fjár- veitingar með hverjum nemanda. Hyggjast funda með fulltrúum Garðabæjar  Ráðherra tilbúinn að skoða að sveitarfélagið taki FG yfir Katrín Jakobsdóttir Í fyrra komu fram hugmyndir um að tekið yrði upp nýtt einkunna- kerfi í 10. bekk þar sem gefið yrði í bókstöfum: A, B, C og D. Um væri að ræða hæfnisþrep þar sem nemendur þyrftu að sýna fram á ákveðna þekkingu til að komast á næsta þrep en þannig myndi einkunnin endurspegla þekkingu nemenda. Katrín segir hugmyndirnar hafa sætt ákveðinni gagnrýni en verið sé að rýna í þær. „Það er verið að tala um að prófa þær í einum eða tveimur skólum og það á að kalla aftur til samráðs- hóp um skil grunnskóla og fram- haldsskóla og leita eftir sjónar- miðum nemenda, kennara og skólastjórnenda.“ Vonir stóðu til að hægt yrði að taka upp einkunnakerfið nú í vet- ur en ekki verður af því fyrr en í fyrsta lagi 2015, að sögn ráð- herra. Leita álita um kerfið A, B, C OG D Tunguhálsi 10, 110 Reyjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.