Morgunblaðið - 30.01.2013, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 30.01.2013, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 2013 Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Bækur Blöð til sölu Veiðimaðurinn 1940-1972, ib. í gott skinnband. Heima er best 1 -60, ób. Nátturufræðingurinn 1.-60. árg. ób. Sjávarfréttir 1.-11. árg. ib., Ægir 1949-1975 ib., Gangleri 1968-2000 ib., Framsókn (ve) 1.-5. árg. ib., Eyjablaðið 1. árg. ib., Víðir (ve) 1-24, árg. ib., Nýja dagblaðið 1.- 4 .árg. ib., Fjallkonan I-XIX ib. Upplýsingar í síma 898 9475. Dýrahald Hundaskóli Heiðrúnar Klöru Næsta námskeið hefst 7. febrúar. Hvolpanámskeið og grunnnámskeið fyrir eldri hunda. Námskeiðið er samþykkt og býður uppá afslátt af hundaleyfisgjöldum. Framundan er einnig Klikker-námskeið fyrir byrj- endur. Sjá nánar á www.heidrunklara.is eða í síma 6614008 Gisting Gisting Akureyri Skógarhlíð 27, 601 Akureyri, 160 fm einbýlishús, 4 svefnherbergi. Að- staða fyrir ca. 13 manns. Leyfilegt að hafa hund í Skógarhlíð. Er með fleiri orlofshús við Akureyri og öll með heitum potti. orlofshus.is Leó 897 5300 Atvinnuhúsnæði Skrifstofuherbergi til leigu Til leigu tvö skrifstofuherbergi á ann- ari hæð að Súðarvogi 7, Reykjavík 18 m2 og 48 m2. Aðgangur að sameiginlegu fundar- herbergi og kaffistofu. Uppl. í síma 824 3040. Iðnaðarmenn Helgi pípari Hitamál, viðgerðir, endurlagnir, nýlagnir og allar pípulagnir. Hafið samband í s. 820 8604 eða: helgipipari@gmail.com Til sölu Ódýr blekhylki og tónerar verslun í Hagkaup Smáralind og Fjarðargötu 11, Hafnarfirði. Blekhylki.is, sími 517-0150. Saumavélar- saumavélaviðgerðir Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Viðgerðir á flestum gerðum sauma- véla. Skoðaðu úrvalið á saumavelar.is eða hringdu í s. 892 3567 eftir hádegi alla daga. Óska eftir Kaupi silfur Vantar silfur til bræðslu og endur- vinnslu. Fannar verðlaunagripir, Smiðjuvegi 6, rauð gata, Kópavogi. fannar@fannar.is, s. 551 6488. KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR Kaupum allt gull. Kaupum silfur- borðbúnað. Staðgreiðum. Heiðar- leg viðskipti. Aðeins í verslun okk- ar Laugavegi 61. Jón og Óskar, jonogoskar.is - s. 552-4910. KAUPI GULL! Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða- meistari, kaupi gull, gullpeninga og gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt, gamalt og illa farið. Leitið til fagmanns og fáið góð ráð. Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000 eða komið í Pósthússtræti 13 (við Austurvöll). Verið velkomin. Bílaþjónusta Ökukennsla Kenni á BMW 116i Snorri Bjarnason, sími 892 1451. Bilaskoli.is Byssur Útsala á skotfærum Bjóðum út janúar 20% afslátt af skotfærum í riffla, ýmis caliber í boði. Tactical.is, Verslunarmiðstöðinni Glæsibæ, sími 517 8878. Opið alla virka daga frá kl. 11-18. mbl.is alltaf - allstaðar Nýlega hringdi Björn Stefánsson, frændi minn, að tilkynna að móðir hans væri látin. Ég var full undrunar. Hún var alltaf svo ungleg og smart. Þarna var farin til ættfeðra sinna kona sem ég hafði þekkt frá blautu barnsbeini. Sigríður bjó í næstu götu við okkur, ásamt manni sínum, Stefáni Björnssyni, framkvæmdastjóra Sjóvár, og sonum þeirra. Mér í fersku minni atvik þegar þeir frændur mínir, Bjössi og Volli, byggðu snjóhús. Við krakkarnir ✝ Sigríður Jóns-dóttir fæddist í Reykjavík 22. nóv- ember 1908. Hún lést á Landakots- spítala 9. janúar 2013. Útför Sigríðar fór fram frá Dóm- kirkjunni 23.1. 2013. hópuðumst í kring- um þá til að fylgj- ast með bygginga- meisturunum. Þegar kúluhúsið var tilbúið, með hringbekk og borði með kerti á, buðu þeir mér, frænku sinni, fyrstri allra krakkanna að skríða inn og setj- ast á bekkinn og horfa á logann. Foreldrar mínir, Birna Hjaltested og Geir Stefánsson lögfræðingur, og Sigríður og Stefán voru náið vinafólk alla tíð. Eftir lok seinni heimsstyrj- aldarinnar fluttumst við til Sví- þjóðar. Sumarið 1947 komu Sigga og Stefán í heimsókn og gistu hjá okkur í Djursholm. Móðir mín fór t.d. með Siggu í búðir í Stokkhólmi, en margt vantaði á Íslandi eftir stríðið. Eitt af því sem þær fundu voru mjög falleg borðstofuhúsgögn, úr hnotu, sem enn eru í íbúð fjölskyldunnar. Fyrir nokkru fann ég mynd af þeim hjónum þetta sumar. Þar lá Stefán í sól- baði í grasinu milli eplatrjánna og Sigga í forsælunni að lesa bók. Sumarið 1950, eftir fimm ár erlendis, heimsóttum við ætt- ingja og vini á Íslandi. Nú vor- um við systurnar þrjár; Birna yngst. Þá bauðst Sigga til að hafa okkur Önnu í gistingu hjá sér þar sem drengir hennar „voru í sveit“. Sigríður var fyr- irmyndarhúsmóðir og var mjög góð við mig á meðan ég bjó hjá henni. Hún var smekkleg og eld- húsið hennar var sérstaklega nýtískulegt og flott. Sigríður fann upp á hinu og þessu okkur til dægrastyttingar. Einn dag- inn sýndi hún mér Hellisgerði, nýja skemmtigarð Hafnfirðinga í hrauninu. Þar gengum við um og dáðumst að litfögrum blóm- unum og gosbrunninum í miðj- unni. Við fórum líka í bíltúr í upp Mosfellsdal, þar sem Sigga keypti fangið fullt af blómum fyrir andvirði þess sem tvær rósir hefðu kostað í Svíþjóð. Mikið var ég hissa. Árin liðu og ég var erlendis við nám og störf. Eitt sinn um jólin var Sigga í heimsókn hjá okkur, en ég átti þá svartan minkapels. Sigga var ólm í að fá að máta hann, en hún var aðeins stærri en ég. Þarna fékk hún þá hugmynd að hún þyrfti endilega að eignast svipaðan pels. Seinna eignaðist hún pels í sama lit og með hatt í stíl. Eftir að ég var alkomin heim fór ég oft ásamt foreldrum mín- um til Siggu og Stefáns 17. júní vegna afmælis Stefáns. Þar kynntist ég betur öllu frænd- fólki okkar. Það var alltaf glatt á hjalla hjá þeim Sigríði og Stef- áni á þessum björtu sumar- kvöldum. Nú kveð ég Sigríði Jónsdótt- ur í hinsta sinn, bið guð að blessa sálu konunnar sem hugs- aði alltaf vel um mig og til mín. Einnig votta ég sonum hennar, þeim Ólafi Walter, Birni og Jóni Ragnari, og syni Björns, Gunn- ari og frú, mína dýpstu samúð vegna fráfalls móður þeirra sem hugsaði alltaf vel um þá og seinna þeir vel um hana. Sigríður Geirsdóttir (Sirrý Geirs) og fjölskylda. Sigríður Jónsdóttir Elsku Gerða mín, nú ertu far- in frá okkur. Ég á eftir að sakna þín og að fá knús og faðmlag frá þér þegar ég kem heim til Ís- lands. Ég man eftir því þegar Eddi bróðir kom fyrst með þig heim til okkar í Kópavoginn. Mér fannst þú vera svo falleg og fín. Þið kynntust í Tónlistaskólan- um, og varst þú að læra á píanó og hann á klarínett. Oft, þegar veðrið var gott, fékk ég að fara með ykkur út úr bænum og man ég hvað mér fannst það gaman, sérstaklega að fá að keyra í bíl með ykkur, en í þá daga voru ekki margir sem áttu bíl. Fannst mér þetta mjög spennandi. Eftir að þið giftuð ykkur bjugguð þið, til að byrja með, hjá foreldrum þínum á Merk- urgötunni. Þar fæddist Nonni og var ég stundum að passa hann með vinkonu minni. Seinna flutt- ust þið aðeins ofar í Merkurgöt- una og bjugguð þar alla ykkar ævi. Ingólfur fæddist þar og svo kom hin langþráða stúlka, Anna Vala. Man ég þegar hún fæddist að þá hringdi Eddi bróðir í mig til San Francisco og sagði að allt hefði gengið vel með fæðinguna. Hann sendi mér mynd af ykkur þar sem þú hélst á Önnu Völu í fanginu, ljómandi af hamingju. Það voru allir alltaf velkomnir til ykkar á Merkurgötuna og var oft margt um manninn. Enda voruð þið afar gestrisin. Þegar við Siggi trúlofuðum okkur vilduð þið Eddi endilega halda smá trúlofunarveislu fyrir okkur. Ég man að þú varst búin að setja logandi kerti og blóm fram í eldhús og þú hvíslaðir að mér: „Farið þið nú fram í eldhús og setjið upp hringana þar.“ Þessu gleymi ég aldrei. Við Siggi fluttum til útlanda en alltaf þegar við komum heim vorum við boðin í mat til ykkar og alltaf var hjartahlýjan í fyr- irrúmi hjá þér og okkur tekið Hallgerður Jónsdóttir ✝ HallgerðurJónsdóttir fæddist í Hafnar- firði 15. maí 1930. Hún lést á Hrafn- istu í Hafnarfirði 21. janúar síðastlið- inn. Úför Hallgerðar fór fram frá Hafn- arfjarðarkirkju 28. janúar 2013. opnum örmum. Elsku Anna Vala mín og elsku Nonni minn og þið öll, megi Guð styrkja ykkur og megi minningin um hana, bjarta brosið henn- ar og hlý faðmlög lifa í huga okkar allra. Valgerður Ingólfsdóttir. Þegar ég sit hérna og hugsa til baka koma margar góðar minningar upp í hugann. Ég var svo heppin að fá Gerðu inn í mitt líf þegar ég var aðeins tíu ára gömul. Ég vissi að Nonni og Ingó, sem áttu heima á Merk- urgötu 9a og voru leikfélagar bræðra minna, höfðu eignast litla systur, Önnu Völu, sem var rétt eins árs. Ég ákvað að banka upp á hjá Gerðu og Edda. Til dyra kemur þessi fallega kona, hún Gerða, og ég spyr hana hvort ég geti fengið að vera með Önnu Völu litlu í vist um sum- arið. Gerða brosti til mín með sínu fallega brosi, henni fannst ég heldur ung, en hún ákvað samt að gefa mér tækifæri. Þar með varð ekki aftur snúið og í 47 ár hef ég verið eins og ein af fjölskyldu Gerðu og Edda. Þeg- ar við hjónin bjuggum í New York komu reglulega símtöl og bréf frá Gerðu, einnig komu þau Eddi og heimsóttu okkur til New York. Við fjölskyldan eigum margar yndislegar og góðar minningar um Gerðu og Edda. Alla tíð komu þau fram við mig eins og ég væri ein af þeirra börnum. Sama með börnin mín, en þau hafa alla tíð litið á Gerðu sem ömmu sína og kallað hana Gerðu ömmu. Mig langar til að þakka Gerðu fyrir hvað hún var alltaf góð við mig og börnin mín og fyrir að hafa verið svona stór hluti af okkar lífi. Guð geymi þig elsku Gerða mín. Um þig minning á ég bjarta sem yljar eins og geisli er skín. Þú áttir gott og gjöfult hjarta og gleði veitti návist þín (Höf. ók.) Rannveig Oddsdóttir, Carlos Sanchez, Gerða Rún Sanchez og Carlos Friðrik Sanchez. Hún Elín Bjarnadóttir eða „Ella amma“ eða „Amma á Réttó“ var ein yndislegasta amma sem hvert barnabarn getur hugsað sér að eiga. Alltaf stutt í brosið og umhyggjuna sem hún sýndi hverjum þeim er settist við eldhúsborðið hjá henni og afa á Réttó. Okkur er minnisstætt eitt skipti þegar við bræður vorum í pössun hjá afa og ömmu. Við höfðum verið að leika okkur úti allan daginn og komum því þreyttir og svangir aftur inn um kvöldmat- arleytið. Þegar inn kom beið hvors okkar sinn kjúklingurinn og heilt fat af frönskum sem Elín Baldvina Bjarnadóttir ✝ Elín BaldvinaBjarnadóttir fæddist á Reykjum í Tungusveit í Skagafirði 20. júní 1915. Hún lést á heimili dóttur sinn- ar og tengdasonar í Reykjavík 7. janúar 2013. Útför Elínar fór fram í kyrrþey frá Bústaðakirkju 15. janúar 2013. við áttum að sporð- renna því við vor- um jú enn að vaxa að ömmu sögn. Búðarferðirnar fyrir ömmu eru okkur minnisstæð- ar. Alltaf vildi hún að við fengjum smá aur til þess að kaupa okkur eitt- hvað gott. Hún vildi alltaf að við hefðum nóg að narta í. Á ung- lingsárunum þegar við syst- kinin kíktum við í kaffi á Réttó var alltaf veisla. Borðið hlaðið af kexkökum, pönsum, kleinum og jólaköku með rúsínum í og amma settist hjá okkur með molakaffið sitt og spurði okkur spjörunum úr. Oftast snerust svo umræðurnar um sögur úr æsku hennar og hló hún oft svo dátt að hún beinlínis skoppaði í stólnum. Eitt sinn hjóluðum við bræð- ur ásamt einum vini okkar til ömmu á Réttó úr Ártúnsholt- inu. Amma tók fagnandi á móti okkur og auðvitað með hlaðið borðið af góðgæti. Settumst við niður í eldhúskrókinn hennar og spjölluðum. Amma var í sér- lega góðu skapi og fékk svo mikið hláturkast sem smitaði okkur alla svo að við sátum og skellihlógum öll örugglega í klukkutíma. Öllum þótti gott að koma til ömmu og afa á Réttó og oftar en ekki voru margir ættingjar þar á sama tíma og á meðan fullorðna fólkið rabbaði saman í eldhúsinu eða stofunni fórum við krakkarnir að ærslast eitt- hvað uppi á efri hæðinni. Bjuggum við til virki eða hús úr bláa dívaninum eða lékum okkur með dótið í dótakörfunni hennar ömmu og alltaf var glatt á hjalla. Þannig minnumst við Ellu ömmu. Hún var gestrisin, góð, elskuleg og yndisleg kona sem við munum aldrei gleyma og veit ég að hún mun ávallt vaka yfir okkur. Sofðu, elsku amma mín, seint munum við þér gleyma. Vaki yfir oss minning þín, á himnum átt þú nú heima. Daði Rúnar Pétursson, Sölvi Rúnar Pétursson og Signý Rún Pétursdóttir. Nú eru þau hjónin saman á ný. Það var á fallegum vetr- ardegi að hún Elín Baldvina, eða amma á Réttó, dó. Það var alltaf jafn notalegt að koma í heimsókn til hennar. Hún sagð- ist aldrei eiga neitt með kaffinu en eftir nokkrar mínútur var komið hlaðborð og nýtt kaffi á leiðinni. Það var fátt jafn ynd- islegt og að koma til hennar þegar enginn var hjá henni. Þá var allt svo rólegt og við gátum spjallað um heima og geima. Það var svo notalegt að segja henni fá einhverju skemmtilegu og heyra hana hlæja. Hún var með mikið jafnaðargeð og það var stutt í hlátur og gleði. Það hefur eflaust hjálpað henni í gegnum árin, því ekki hafa þau öll verið auðveld. Þakklæti er okkur efst í huga að fá að kynnast henni og afa. Allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Þegar við hugsum til þeirra hjóna er sumar. Afi situr ber að ofan á kolli úti í litla garðinum og amma er að huga að rósunum sínum. Við þökkum samfylgd- ina og erum þess full viss að þið séuð komin á enn betri stað. Við munum sakna þín, elsku amma og langamma, blessuð sé minning þín. Kveðja Hildur og fjölskylda. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Hildur Kristinsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.