Morgunblaðið - 30.01.2013, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 30.01.2013, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 2013 ✝ Héðinn Ágústs-son fæddist 1. júní 1928 á Urð- arbaki, Vestur- Hóp., V-Húnavatns- sýslu. Hann lést 21. janúar 2013 á Líkn- ardeild Landspít- alans í Kópavogi. Foreldrar hans voru Ágúst Bjarna- son, bóndi, f. 10. ágúst 1890, d. 3. febrúar 1981, og Marsibil Sig- urðardóttir, húsfreyja, f. 5. júlí 1896, d. 27. ágúst 1942. Alsystk- ini Héðins : Helga, Ágústa Unn- ur, Valgeir, Eiður, Ásta, Bjarni. Þau eru öll látin. Systkini sam- feðra: Hersteinn Heimir og Marsibil, lifa bróður sinn. Héðinn giftist Ingibjörgu Pet- Katrín Hrund og Hildur Björk. 5) Ágúst, f. 1966, í sambúð með Baldvinu Snælaugsdóttur, Ágúst á börnin Dagnýju Rún, Ír- isi Töru og tvíburana Ingibjörgu Petreu og Daníel Þór. Við lát Héðins eru langafabörn hans þrettán. Héðinn flutti ungur til Reykjavíkur og byrjaði að starfa sem bílstjóri hjá Sam- vinnufélaginu Kron, síðan vann hann hjá Samvinnufélaginu Hreyfli. Hann var stofnfélagi Hreyfils og starfaði þar sem leigubílstjóri í mörg ár. Héðinn byrjaði hjá Orkustofnun ríkisins 1961 sem bormaður og síðar verkstjóri. Starfaði hann þar í allmörg ár. Síðustu starfsárin vann hann hjá Byggingafélagi Gylfa og Gunnars, það fyrirtæki rekur sonur hans Gylfi Ómar. Úför Héðins fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 30. janúar 2013, og hefst athöfnin kl. 13. reu, 10. ágúst 1950, á Melstað í Miðfirði, f. 7. mars 1926 í Litlu-Tungu í Mið- firði, V-Húnavatns- sýslu. Látin 11. júlí 1994. Börn þeirra eru: 1) Gylfi Ómar, f. 1950, giftur Svövu Árnadóttur og eiga þau börnin Árna Sævar, Ingu Rut og Hörð Má. 2) Hörður, f. 1951, giftur Berglindi Bendtsen og eiga þau synina Gylfa Þór, Bendt og Brynjar. 3) Rut Marsibil, f. 1953, gift Þor- keli Einarssyni og eiga þau börnin Einar Örn, Héðin Inga og Hansínu. 4) Páll Vignir, f. 1956, giftur Gunnhildi Kjart- ansdóttur, dætur þeirra eru: Elskulegi afi minn hefur kvatt þennan heim eftir stutt veikindi. Afi hefði orðið 85 ára næstkom- andi sumar og var hraustur og kátur fram á síðustu stundu. Margar góðar minningar koma upp í hugann á stundu sem þessari. Fyrstu minning- arnar eru úr Ásgarðinum þar sem pabbi og þau systkinin ólust upp. Þangað komum við alltaf í sunnudagskaffið þar sem ég fór í sunnudagsfötin, hjálpaði ömmu að leggja síðustu hönd á heima- tilbúið bakkelsið, pönnukökur með sykri, randalínur og klein- ur. Þar sat ég í eldhúsinu, litaði og teiknaði myndir, horfði á Húsið á sléttunni og Stundina okkar í sjónvarpinu. Garðurinn var einstaklega skjólsæll með grasi og gróðri. Helst man ég eftir áfallinu þegar afi var búinn að klippa runnana við lóðarmörkin niður við jörðu. Afi sannfærði mig og okkur öll um að runnarnir yrðu fallegri og þéttari eftir klipp- inguna og myndu vaxa sem aldr- ei fyrr á eftir. Það var rétt hjá honum og áður en langt um leið voru trén komin aftur í sína fyrri hæð glansandi og falleg. Seinna færðist kaffiboðið í Seiðakvíslina þar sem afi og amma byggðu sitt hús og bjuggu þar um árabil. Eftir að amma dó fór afi að hugsa sér til hreyfings og flutti þá á Skúla- götuna. Rúm átján ár eru síðan amma dó og var afi einsamall alla tíð eftir það og spjaraði sig vel, eldaði, þvoði þvotta og ekki var rykkorn að sjá hjá honum. Heimili afa var einstaklega hlý- legt og fallegt þar sem öllu var haganlega fyrir komið. Þar feng- um við alltaf hlýjar móttökur þar sem spennandi var fyrir langafabörnin og okkur hin að horfa út um gluggann út á hafið, horfa í kíkinn og sjá nánar skip- in, fjöllin og annað sem fyrir augu bar. Ég er þakklát fyrir allar þær góðu stundir sem við höfum átt með afa, t.d á gamlárskvöld í gegnum árin þar sem hann kom alltaf stoltur með sínar miðnæt- urbombur og rakettur, sumar- bústaðadvöl í bústaðnum hjá mömmu og pabba, ferðalög bæði innanlands og erlendis og í öðr- um veislum. Þekktastur var hann fyrir bíl- túrana þar sem hann hikaði ekki við að skella sér í ferðalag út á land, rúntaði um götur bæjarins, fylgdist með fólkinu sínu, ný- byggingum og vinnufélögum. Eitt af því sem gladdi afa hvað mest voru ættarmótin á Hvammstanga. Þar mætti hann með fyrstu mönnum með tjald- vagninn góða, svaf í kuldagalla og sagði áhugaverðar sögur úr sveitinni. Einnig er gott að minnast ferðar til Orlando þar sem við stórfjölskyldan áttum gott frí saman í tilefni áttatíu ára afmælis afa. Þar myndaðist góð stemning þar sem samveru- stundirnar voru dýrmætar og afslappaðar. Góður matur, sól- bað ásamt golfi þar sem þrjár kynslóðir léku saman í miklu samlyndi. Helstu áhugamál afa voru golf og stangveiði. Í veikindun- um núna um jólin lyftist hann allur upp og neisti kom í röddina þegar langafastrákurinn spurði afa sinn út í síðustu veiðiferð. Ég er þakklát fyrir að synir mínir hafi átt langafa sem þeir þekktu vel og eiga góðar minn- ingar um. Við þökkum yndislega góðar samverustundir sem við munum ávallt minnast með þakklæti, virðingu og hlýju. Megi Guð umvefja og geyma elsku góða afa minn. Inga Rut. Þegar ég hugsa til þín, afi, kemur upp í huga mér eitt gull- korn sem lýsir þér svo vel: Við hættum ekki að leika okkur af því að við verðum gömul. Við verðum gömul af því að við hættum að leika okkur! Þessi orð eiga svo vel við þar sem þú varst duglegur í gegnum árin að sinna áhugamálunum þínum og þá sérstaklega stangaveiðinni og golfinu. Það hefur hjálpað til við að halda heilsunni og útlitinu góðu en fólk sem hitti þig fyrst á seinni árum minntist ávallt á það hvað þú litir vel út og bærir aldurinn vel. Ég hef þó ekki sjálfur stund- að golfið en við renndum fyrir lax á nokkrum stöðum. Flestar ferðirnar fórum við ásamt pabba og fleirum í Elliðaárnar og Brynjudalsá í Hvalfirði. Ég minnist þess að hafa farið með þér og ömmu í Brynjudalsá þar sem við tókum tjaldvagninn með og höfðum það gott. Það vantaði ekki kræsingarnar í ferðina þar sem amma var myndarleg í eld- húsinu og sá alltaf vel um sína, til dæmis með bakstri á kleinum og loftkökum sem voru í sérlegu uppáhaldi hjá mér. Áhugamálin voru fleiri og hafðirðu meðal annars mikinn áhuga á flugvélum og fylgdist vel með einkaflugvélunum á Reykjavíkurvelli. Ég hafði gam- an af því þegar ég hitti þig fyrir utan Loftleiðir fyrir nokkrum árum þar sem þú varst að þurrka bílinn til móts við nokkr- ar vélar. Þetta var ekki síður skemmtilegt þar sem þetta sýndi einnig aðra sterka hlið á þér þar sem bílarnir þínir voru alltaf skínandi hreinir og glans- andi af bóni. Þegar ég hugsa til baka til þeirra tíma sem ég átti heima hjá ykkur ömmu í Seiðakvíslinni eru nokkur atriði sem koma fyrst upp í hugann: Spilakaplar, kaffi og neftóbak. Þú kenndir mér að leggja spilakapal því daglega lagðirðu kapal inni í stofu. Kaffibollarnir voru eflaust ekki færri en kaplarnir því ég man að þú fórst með fullan kaffi- brúsa að heiman á morgnana og í hádeginu. Ekki má heldur gleyma neftóbakinu því þú varst alltaf með eina dollu í brjóstvas- anum, rétt eins og flestir vinn- andi menn á þessum tíma. Tíminn hefur sýnt okkur að lífið tekur oft skjótan enda. Þar sem þú varst ekki hættur að leika þér þegar veikindin dundu yfir náðirðu aldrei að verða gamall og fyrir vikið er fráfallið óvænt sem gerir söknuðinn meiri. Ég gerði mitt besta í að setja saman stutt minningarorð í bundnu máli: Elsku afi, þig ég kveð með söknuði og trega. Minningarnar fylgja með í hug mér ævinlega. Bílar þínir bestir voru og bónið þeim ekki spillti. Vagninn á eftir dróst og nestisbox amma fyllti. Í veiðiferð fórum við verðmætar minningar eftir sitja. Laxinn þú dróst á land lystugur síðar matreiddur var. Kaffi þig ávallt kætti og kapal þú lagðir. Nefið á tóbaki þú nærðir, nei takk þú aldrei sagðir. (Brynjar Harðarson) Bestu þakkir fyrir allt. Brynjar. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Kær tengdafaðir minn og vin- ur, Héðinn Ágústsson, er nú lát- inn eftir tiltölulega stutta bar- áttu við illvígan sjúkdóm. En það var nú í byrjun aðventu sem veikindi Héðins birtist okkur sem næst honum stöndum sem þruma úr heiðskíru lofti því tengdafaðir minn var einstak- lega heilsuhraustur. Ekki er vit- að til að hann hafi í nokkurn annan tíma lagst í rúmið vegna veikinda. Mín allra fyrstu kynni af Héðni voru eftir nokkra eftir- gangssemi við einkadóttur hans fyrir 42 árum. Eitt sinn átti ég erindi við ástina mína á frekar ókristilegum tíma, eftir hátta- tíma í Ásgarðinum og tók það til bragðs að henda steinvölu upp í gluggann hjá henni í von um að ná sambandi. En út í gluggann kom Héðinn, ekki par ánægður, sem í framhaldinu setti nokkurs konar nálgunarbann á drenginn. En það stóð reyndar ekki lengi og var sem betur fer aflétt skömmu síðar. Í framhaldinu varð drengurinn heimagangur í Ásgarðinum hjá verðandi tengdaforeldrum, Héðni og Ingu. Þar var alltaf tekið á móti manni með hlýhug og vinsemd svo ekki sé minnst á kleinurnar og annað bakkelsi. Í Ásgarði og síðar í Seiðakvísl ráku þau hjón- in heimili sitt af mikilli um- hyggju og hlýju sem stóð niðjum þeirra ávallt opið. Það var vett- vangurinn þar sem afkomendur hittust í sunnudagskaffi og var oft kátt á hjalla. Fastur liður í jólahaldi þeirra hjóna var annar í jólum þar sem stórfjölskyldan kom saman í sviða- og hangi- kjötsveislu. Þá var tekið í spil og hin ýmsu málefni krufin til mergjar. Þau hjón voru duglegt útilegufólk svo ekki féll úr eitt sumar að ekki var farið í eina eða fleiri ferðir innanlands eða utan. En um sumarið 1994 barði vá- gestur dyra í Seiðakvíslinni en þá veiktist tengdamóðir mín mjög snögglega og lést. Andlátið varð Héðni mjög þungbært og ljóst er að hann saknaði hennar mjög æ síðan. Í framhaldinu flutti Héðinn sig um set og keypti sér íbúð að Skúlagötu 20 þar sem hann bjó þar til yfir lauk. Héðinn hélt áfram í allar venjur þeirra hjóna. Annar í jól- um var haldinn í samkomusal húsfélagsins að Skúlagötu. Hann fór árlega í útilegur, nú síðast í fyrrasumar. Á seinni árum var fastur liður hjá Héðni og afkom- endum hans að halda einskonar ættarmót á Hvammstanga fyrstu helgina í júlí ár hvert. Þá var hann heldur betur í essinu sínu umvafinn niðjum sínum. Veiðiferðir voru honum hjart- ansmál og má segja að Ölfus- árósar hafi verið svo gott sem hans annað heimili á sumrin í áraraðir. Nú og svo golfiðkun á efri árum en hann vílaði ekki fyrir sér á áttræðisaldri að fara í golf með afkomendum sínum. Núna þegar að leiðarlokum er komið verður þín, Héðinn minn, sárt saknað af mér og minni fjöl- skyldu. Ekki síst á aðfangadags- kvöld þar sem þú hefur glatt okkur með nærveru þinni við borðhaldið og pakkaopnun und- anfarin 19 ár á heimili okkar í Mosó. Við búum svo vel að hafa átt þig, elsku Héðinn, takk fyrir okkur og hvíl í friði. Þorkell Einarsson. Héðinn Ágústsson Lífið er hverfult, njótum hvers dags með kærleik í hjarta því við vitum ekki hvenær jarð- vist okkar endar. Lindu grunaði ábyggilega ekki að hún ætti nokkra mánuði eftir ólifaða í haust þegar hún byrjaði síðustu önn sína í Borgarholtsskóla á félagsliðabraut. Með stolti fór hún ásamt börnum sínum, Berglindi og Guðbrandi, 20. desember sl. í skólann og sótti skírteinið sitt, hún hafði útskrif- ast sem félagsliði. Já stolt var hún, hún sagði það oftar en einu sinni, kvöldið sem fjöl- skylda og vinir samglöddust með henni. Eljan og æðruleysið hjálpaði Lindu að framkvæma það sem hún vildi. Hún var staðföst, lokuð, en samt hrein- skiptin manneskja. Lífið var ekki alltaf dans á rósum, svo mikið er víst, en það komu góð- ir tímar og er gott að geyma þá í fylgsnum hjartans. Lindu kynntist ég þegar Jón Ingi- björn, sonur okkar Arnars, fór að vera með Berglindi og fljót- lega eignuðust þau Kolbrúnu Lilju, sólargeisla okkar allra. Kolbrún Lilja, ákveðna kerling- in okkar, er búin að vera dugleg að heimsækja ömmu Lindu á líknardeildina, teikna handa henni myndir, ráðskast með hjólastólinn og fleira til. Það var yndislegt að sjá starfsfólk deildarinnar fylgjast með Kol- brúnu Lilju arka eins og lítil kerling inn og út úr herberginu, Lindu örugglega til ánægju. Það voru ekki lætin í kringum Lindu en staðföst var hún, trú- uð og kveið ekki að deyja. Hún vildi tryggja að börn hennar væru örugg og var það mikill léttir þegar hún vissi að Guð- brandur yrði áfram á Drangs- nesi. Hún varð líka glöð þegar Berglind sagði henni að hún og Jón Ingibjörn væru byrjuð saman aftur. Nú gat hún kvatt, kvatt með stolti þó svo hún hefði kannski viljað lifað lífinu öðruvísi. Já lífið er hverfult, það skiptir máli hvernig við lifum lífinu. Njótum hvers dags, bros- um og segjum við hvert annað: Linda Guðrún Lilja Guðbrandsdóttir ✝ Linda GuðrúnLilja Guð- brandsdóttir fædd- ist hinn 14. sept- ember 1959. Hún lést í faðmi dóttur sinnar 18. janúar á líknardeild Land- spítalans í Kópa- vogi. Útför Lindu Guðrúnar Lilju fór fram 28. janúar 2013. Mér þykir vænt um þig. Linda, Okkur Adda þótti vænt um þig og við vit- um að þú munt fylgjast með börn- um þínum og barnabarni, þú varst búin að lofa því, manstu J. Allir í lífinu eiga jafnir að vera á lífsleiðinni þurfa allir að bera. Samvisku, metnað, glaðværð og hlýju mikið yrði magnað að fæðast að nýju Nýtum því kærleikann og gefum af hjarta gleðin og gæfan mun okkur svo skarta. Skælbrostu, gefðu af þér, það gefur okkur yl ég móður Teresu svo sannarlega skil (KE) Kristbjörg og Arnar Elsku Linda. Það er erfitt að horfast í augu við það að þú sért farin frá okkur. Í hvert og eitt sinn sem við hittumst var það einhvern veginn alltaf þannig að það var eins og við hefðum hist í vikunni áður en ekki einhverjum mánuðum fyrr, hversu langt sem um var liðið. Þessu fann ég sterkt fyrir þeg- ar við hittumst síðast þegar ég kom að heimsækja þig í Kópa- voginn og við rifjuðum upp gamla og góða tíma. Og nú sækja minningarnar stöðugt á. Minningar frá bernskunni okkar á Selströnd- inni; þegar við lékum okkur saman í fjörunni, skunduðum í berjamó og leituðum uppi æv- intýri af ýmsu tagi. Þegar við svo uxum úr grasi varst þú mér mikilvæg stoð og stytta og dásamleg vinkona sem fyrr. Þegar ég flutti að norðan urðu samskiptin vissulega slitróttari en vinaböndin ætíð jafnsterk. Ég naut þess mjög þegar þú komst í heimsóknir suður og bý að þeim minningum um ókomna tíð. Að lokum læt ég fylgja ljóð sem á óneitanlega við nú. Hversvegna er leiknum lokið? Ég leita en finn ekki svar. Ég finn hjá mér þörf til að þakka þetta sem eitt sinn var. (Starri í Garði) Við fjölskyldan sendum Berglindi, Kolbrúnu Lilju og Guðbrandi Mána okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Elín Ragnarsdóttir (Ella frá Hellu). Elsku Tóta okkar er fallin frá. Síðari árin sá ég Tótu ekki nógu oft. Þessi örfáu skipti sem við hitt- umst í fjölskylduveislum, eða þá sjaldan ég gerði mér sérstaka ferð til hennar, urðu alltaf dýrmætari eftir því sem árin liðu. Ég hugsaði hins vegar alltaf mikið til hennar, sérstaklega seinni árin. Eftir því sem ég hef þroskast og fullorðnast Þórunn Stefánsdóttir ✝ Þórunn Stef-ánsdóttir fædd- ist 16. júní 1928 í Skipholti, Hruna- mannahreppi. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Sunnuhlíð 22. jan- úar 2013. Útför Þórunnar fór fram frá Kópavogskirkju 28. janúar 2013. hef ég áttað mig bet- ur á hversu mikil- væga rullu hún hefur spilað í mínu lífi. Þegar ég lít til baka á æsku mína er Tóta án nokkurs vafa bjartasta ljósið; allt- af glöð, alltaf bros- andi og alltaf að setja í pönnsur. Það atvikaðist þannig að foreldrar mínir, gegnum vini, komust í kynni við Tótu með það í huga að fá pössun fyrir mig þegar ég var á þriðja aldursári. Þetta reyndist ótrúleg gæfa fyrir mig, foreldra mína og svo systur mínar sem fylgdu í kjölfarið. Upp frá þessu var Borgarholtsbrautin mitt ann- að heimili. Ragnheiður dóttir Tótu fékk mig til umsjár fyrst um sinn, en allar dætur hennar; Ella, Vala og Ragnheiður, eru steyptar í sama ljúfa mótið og móðir þeirra. Upp frá þessu tókst með fjölskyld- unum vinátta sem er ennþá sterk og mun vafalaust endast lífið. Í minningunni er heimili Tótu gleðistaður. Sjálf var hún alltaf kát og með bros á vör. Þegar ég nú á fullorðinsárum horfi til baka átta ég mig á því hversu stór og mikill karakter Tóta var. Mér eru minn- isstæðir hlutir eins og við tvö að spila á spil langt fram eftir nóttu þegar ég var í pössun hjá henni, sem mér þótti sjálfsagt þá en sé nú að það er það alls ekki. Þessi endalausa þolinmæði gagnvart stálpuðum krakka í pössun og öll athyglin sem hann krefst – þetta er langt frá því sjálfsagt. En henni fannst þetta sjálfsagt, alltaf með dillandi hláturinn og tapandi vilj- andi fyrir mér í rommí. Hún hafði áru sem er svo sjald- séð í fólki. Það var bjart yfir henni, hún var mikill húmoristi og maður sótti í félagsskap hennar. Meira að segja seinni árin þegar hún var orðin sjúklingur var engan bilbug á henni að finna, alltaf fyndin, já- kvæð og ljúf. Að kynnast svona manneskju var mín gæfa. Við systkinin tölum um það okkar á milli og vitum hvað við erum hepp- in. Við tengjum hluti í okkar lífi við Tótu – Hulda systir á „Tótu-sófa“, við sjáum í verslunum „Tótu- púða“ og þar fram eftir götunum. Ég er líka viss um að ekkert okkar hefur smakkað eins góðar pönns- ur og Tóta gerði. Trúið mér, ég hef reynt. Eftir stendur hjá mér þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast þessari dásamlegu manneskju. Hún hefur verið stór hluti af mínu lífi og hún mun lifa með mér það sem eftir er. Hún var einstök kona, ég er viss um að allir sem fengu að kynnast henni eru sam- mála um það. Í greinum sem þess- ari er tískan að mæra fólk og upp- hefja. Þess þarf ekki í þessu tilfelli. Tóta er einfaldlega besta manneskja sem ég hef kynnst. Hvíl í friði mín kæra. Tryggvi Þór Kristjánsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.