Morgunblaðið - 30.01.2013, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 30.01.2013, Blaðsíða 36
36 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 2013 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú hefur einbeitt þér um of að and- legri líðan þinni og um leið vanrækt líkama þinn. Hafðu ekki áhyggjur af þeim sem eru dómharðir í þinn garð því það er ekki þess virði. 20. apríl - 20. maí  Naut Sýndu samstarfsmönnum þolinmæði, það skiptir máli. Barnaleg viðbrögð gætu vilj- að brjótast fram, en best er að streitast gegn þeim því svo gæti farið að þú skammist þín fyrir þau seinna. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú færð aldrei nóg af spennu. Þú ert samt komin/n á þann stað í lífinu að þú ættir að draga úr spennunni hægt og síg- andi. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Til þess að viðhalda samböndum þurfa allir aðilar að leggja sitt af mörkum. Um leið og þú nýtur félagsskapar þarftu að muna að slík vinátta verður að vera gagn- kvæm. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Forgangsröðunin stjórnar því hvað maður tekur sér fyrir hendur og hverju mað- ur fær áorkað. Þér eru allir vegir færir í ásta- málunum. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Leyfðu öðrum að njóta bjartsýni þinn- ar og fástu ekki um það, þótt einhverjar úr- töluraddir heyrist. Fylgdu þessu ráði þótt nýtt verkefni sé að reyna að soga þig til sín. 23. sept. - 22. okt.  Vog Taktu á erfiðum og leiðinlegum málum í dag hvað varðar tryggingar, skatta eða arf. Þín bíður skemmtilegt frí. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú veist ekki hlutinn fyrir víst fyrr en þú tekur á. Myndir sem koma fyr- irvaralaust upp í kollinum á þér í dag virðast eiga rætur í fortíðinni. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú getur valið á milli þess að leyfa öllum að vera með eða engum. Notaðu daginn til einveru og endurnæringar því framundan er annasöm vika. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það er gott að vita hvert stefnt er og þú átt hrós skilið fyrir að hafa gefið þér tíma til þess að hugleiða þau mál. Sam- skiptamynstur fjölskyldunnar flækist. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Mörkin milli draums og veruleika liggja ekki alltaf í augum uppi. Einhver rugl- ingur liggur í loftinu. 19. feb. - 20. mars Fiskar Það má oft leysa hlutina með hugviti og litlum peningalegum kostnaði. Sýndu þakklæti þitt og þá verður starfið sem þú þráðir þitt. Það er alltaf gaman að rekast ánýjan kveðskap eftir Þórarin Eldjárn, sem hann laumar stundum inn á fésbókarsíðu sína. Þar birtist 12. desember: Einmitt um að gera öldungiss og alltaf vissara að vera viss. Og tveim dögum fyrr: Þegar nýtt ljós nagar næturlangar rætur draumar burtu dæmast dagur kemur fagur vakan við mér tekur vaggar mér og flaggar Ólafur Stefánsson skrifaði á Leir- inn, póstlista hagyrðinga: „Afburða gott yfirlit í Morgunblaðinu um ICESAVE-málið frá upphafi til dagsins í dag. Þetta er blað sem all- ir ættu að lesa og geyma. Það verð- ur betra innlegg í sögu þjóðar en jafnvel dansspor Jóhönnu. Vænan sigur vinnur þjóð, verum kát og roggin. Frásögnin er firna góð, flytur sannleik Mogginn (eða fráleitt lýgur Mogginn). Davíð Hjálmar Haraldsson sér þetta frá annarri hlið og yrkir í létt- um dúr: Einlægur með orðaleppum fínum á Íhaldsvöllum sópar bæjarhlaðið og Faðirvori og fyrirbænum sínum fjálgur snýr hann upp á Morgunblaðið. Og Davíð Hjálmar lét ekki krap og hálku aftra sér frá skokki: Að hlaupa úti og hrista skvap hlæja okkur lætur en dapurt er að detta í krap og digna í alla fætur. Ármanni Þorgrímssyni leist hins- vegar betur á að halda sig inni við: Út um gluggann oft má sjá aðra skrensa til og frá mannbroddana mína þá mér finnst gott að horfa á. Jón Ingvar Jónsson hittir nagl- ann á höfuðið: Skáld er ég gott og ljóð mín elska allir sem endalausa mönnum veita fró. Séu menn frekar undir Hjálmar hallir og hampi Breiðfjörð, upp úr stend ég þó. Kvæði mín eru meir en lítið mögnuð og margur gréti væri raust mín þögnuð. Þá rifjast upp vísa Hallmundar Kristinssonar: Ljóð mín munu leiða af sér siðbót. Líka það að fleiri verða góð skáld. Ef ég gerði eina vísu í viðbót er viðbúið að ég yrði kallað þjóðskáld! Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af Þórarni, Icesave og ódauðlegum kveðskap Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÞÚ KLÁRAÐIR ALLAR HNETURNAR!“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að senda honum til baka að þér lítist líka vel á hann. HUGSAÐU FINNDU ÞAÐÁ NETINU AUMINGJA JÓN Á ERFITT MEÐ SVEFN. ÁLAGIÐ OG ÁBYRGÐIN ERU AÐ FARA MEÐ HANN. ÞAÐ ER SKRÝMSLI UNDIR RÚMINU MÍNU. OG NÁTT- LJÓSIÐ HANS ER BILAÐ. ÞAÐ ERU TVÆR REGLUR SEM ALLIR ÆTTU AÐ FARA EFTIR. SÚ FYRRI ER: „VERTU DUGLEGUR TIL VINNU OG DUGLEGUR AÐ SPARA PENINGA“. HVERNIG ER REGLA NÚMER TVÖ? „SETTU SVO PENINGANA ÞAR SEM VÍKINGAR GETA FUNDIÐ ÞÁ!“ Það verða ugglaust ýmsir hvumsavið að heyra að nú ríki gullöld á Spáni. Sú er þó raunin að sama hvað segja má um efnahagsástandið í land- inu bera Spánverjar af öðrum þjóð- um sem askur af þyrni í liðsíþróttum og gildir einu hvort litið er til hand- bolta, fótbolta eða körfubolta. Um helgina urðu Spánverjar heimsmeist- arar í handbolta. Í úrslitaleiknum unnu þeir Dani með 35 mörkum gegn 19. Aldrei hefur úrslitaleikur í HM í handbolta unnist með jafn afgerandi hætti. Spænskir knattspyrnumenn hafa farið mikinn undanfarin ár. Spánverjar urðu heimsmeistarar 2010 og Evrópumeistarar 2008 og 2012. Spánverjar eiga reyndar nokk- uð í land með að skáka Bandaríkja- mönnum í körfubolta, en eru þó með mjög frambærilegt landslið í íþrótt- inni og urðu heimsmeistarar 2006 og Evrópumeistarar 2009 og 2011. x x x Þá er Spánverjum ekki alls varnað íeinstaklingsíþróttum og nægir þar að nefna tennisleikarann Rafael Nadal og kappakstursmanninn Fern- ando Alonso. Þeir kunna meira að segja á skautum suður á Spáni. Stutt er síðan Javier Fernandez vann gull- verðlaun í listhlaupi á skautum á Evrópumeistaramóti. Á Ólympíu- leikunum í London í sumar var upp- skeran hins vegar ekki afgerandi og lenti Spánn í 21. sæti í medalíutaln- ingunni. x x x Þetta er rifjað upp í grein á vefsíðuþýska blaðsins Die Zeit í tilefni af sigri Spánverja á HM, sem haldið var á Spáni þrátt fyrir efnahags- kröggurnar, um helgina. Þar er sagt frá því að í tíð einræðisherrans Fran- cos hafi engin áhersla verið lögð á íþróttir og uppskeran verið rýr, en viðsnúningur hafi orðið með Ólympíuleikunum í Barselónu 1992. Í greininni segir hins vegar að brátt gætu hinir spænsku íþróttakonungar misst krúnur sínar. Í kreppunni hafi fjárframlög til íþrótta verið skorin rækilega niður. Þetta hafi reyndar ekki áhrif á þá íþróttamenn, sem þeg- ar eru komnir á toppinn, en muni bitna á uppbyggingarstarfi í íþrótt- um. víkverji@mbl.is Víkverji Því að laun syndarinnar er dauði en náðargjöf Guðs er eilíft líf í Kristi Jesú, Drottni vorum. (Rómverjabréfið 6:23) Nethyl 2 110 Reykjavík Sími 568 1245 Sérfræðingar í líkamstjónarétti Veitum fría ráðgjöf fyrir tjónþola Pantaðu tíma: fyrirspurnir@skadi.is www.skadi.is Þ. Skorri Steingrímsson, Héraðsdóms- lögmaður Steingrímur Þormóðsson, Hæstaréttar- lögmaður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.