Morgunblaðið - 30.01.2013, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 30.01.2013, Blaðsíða 35
og flutt erindi á fjölmörgum ráð- stefnum í boði háskóla víða um heim. Liggur yfir þróun fjölmiðla Þorbjörn er vakinn og sofinn yfir eðli og þróun fjölmiðla, sem hefur verið hans meginviðfangsefni. „Þróun fjölmiðla er svo hröð, spennandi og áhrifarík að maður verður að hafa sig allan við til að missa ekki þráðinn. Tæknin hefur t.d. skapað örmiðla þar sem einyrkjar sitja við tölvur og senda út sinn boðskap og hugðar- efni, og hins vegar ofurmiðla með mörg hundruð manna fréttastofur á alþjóðlegum grunni sem þó draga mjög dám af hugmyndafræðilegum uppruna sínum. Síðan rísa upp nýir fjölmiðlarisar meðan aðrir leggja upp laupana. Það er t.d. spennandi að fylgjast með fréttastofunni Al Jazeera sem ættuð er frá Katar, en mér finnst hún bera af þessum stóru fréttastofum um þessar mundir.“ Eru dagblöðin á undanhaldi? „Dagblöðum á pappír fjölgar gíf- urlega í Kína og á Indlandi, en dagar þeirra virðast taldir í okkar heims- hluta. Þetta vita þeir sem stjórna stærstu blöðunum og þeir eru áreið- anlega tilbúnir með björgunarbát- ana.“ Fjölskylda Eiginkona Þorbjörns er Guðrún Helga Hannesdóttir, f. 18.6. 1944, bókasafnsfræðingur, myndlistar- maður og rithöfundur. Hún er dóttir Sigrúnar Helgadóttur, f. 27.9. 1920, fyrrv. skrifstofumanns, og Hannesar Pálssonar, f. 5.10. 1920, fyrrv. að- stoðarbankastjóra. Dóttir Þorbjörns og Guðrúnar er Guðrún, f. 18.2. 1964, sjúkraliði; hennar maður er Risto Jouhki og eiga þau börnin Þorbjörn Rami Aaro og Arnlín Suvi. Systkini Þorbjörns: Guðrún, f. 1941, hjúkrunarfræðingur í Borg- arnesi og síðar í Kópavogi; Þor- steinn, f. 1948, d. 2009, kennari á Kjalarnesi og víðar; Ingibjörg, f. 1950, sálfræðingur og deildarsér- fræðingur í velferðarráðuneytinu; Broddi, f. 1952, aðstoðarfréttastjóri RÚV; Soffía B. Sverrisdóttir, f. 1959, geislafræðingur á Húsavík. Foreldrar Þorbjörns voru dr. Broddi Jóhannesson, f. 21.4. 1916, d. 10.9. 1994, rektor Kennaraháskóla Íslands, og Guðrún Þorbjarnar- dóttir, f. 10.1. 1915, d. 5.6. 1959, hús- freyja. Seinni og eftirlifandi kona dr. Brodda er Friðrika Gestsdóttir, f. 13.7. 1927, BA og kennari. Morgunblaðið/Árni Sæberg Á skrifstofunni Fræðimaðurinn í ríki sínu með bækur á alla kanta. Úr frændgarði Þorbjörns Broddasonar Þorbjörn Broddason Árndís Pétursdóttir Eggerz húsfr. í Vatnsfirði Guðrún Pálsdóttir húsfr. á Bíldudal Þorbjörn Þórðarson héraðslæknir á Bíldudal Guðrún Þorbjarnardóttir húsfr. í Rvík Guðrún Guðmundsdóttir húsfr. á Hálsi Þórður Guðmundsson hreppstj. og útvegsb. á Hálsi í Kjós af Fremri-Hálsaætt þeirra Styrmis Gunnars- sonar, Össurar Skarphéðinssonar, Marðar Árnasonar og Þráins Bertelssonar Broddi Broddason fréttamaður Sæunn Dýrleif Árnadóttir húsfr. í Goðdölum Jóhann Lárus Jónsson b. í Goðdölum Ingibjörg Jóhannsd kennari og húsfr. á Uppsölum Jóhannes Þorsteinsson kennari og b. á Uppsölum í Blönduhlíð Broddi Jóhannesson rektor KHÍ Guðrún Jóhannesdóttir húsfr. í Hvammkoti Þorsteinn Lárusson b. í Hvammkoti Kristín Þorbjarnard. húsfr. í Rvík Þórður Þorbjarnarson forstjóri Þórður Þ. Þorbjarnarson borgarverkfræðingur Þórður Ingvi Guðmunds sendiráðunautur Sigurður Guðmunds fyrrv. landlæknir Páll Ólafsson alþm. og prófastur í Vatnsfirði Ólafur Ólafsson pr. í Saurbæjarþingum ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 2013 Ármann fæddist í Neðridal íBiskupstungum og ólst þarupp. Foreldrar hans voru Einar Grímsson, bóndi í Neðridal, og k.h., Kristjana Kristjánsdóttir húsfreyja. Einar var sonur Gríms, b. á Þórarinsstöðum í Ytrihreppi Ein- arssonar, af ætt Jóns, hreppstjóra í Skipholti, bróður Fjalla-Eyvindar. Móðir Einars var Katrín Jónsdóttir, af Bolholtsætt. Kristjana var dóttir Kristjáns, b. í Heysholti á Landi Guðmundssonar, og Kristínar Jónsdóttur, b. á Gadd- stöðum Sveinssonar. Móðir Jóns á Gaddstöðum var Guðrún Jónsdóttir, systir Jóns, afa Árna, afa Jóns Dalbú sóknarprests. Ármann kvæntist Guðrúnu Re- bekku Runólfsdóttur sjúkraþjálfara og eignuðust þau þrjár dætur. Ármann stundaði nám við Íþrótta- skólann í Haukadal, lauk kenn- araprófi frá KÍ, sótti kennara- námskeið í Askov, stundaði nám við Lögregluskólann og stundaði nám við Kennaraháskólann í Kaup- mannahöfn í bókmenntum og bóka- safnsfræði. Ármann var kennari á lands- byggðinni, var lögregluþjónn í Reykjavík á stríðsárunum, skóla- stjóri Barnaskólans á Álftanesi og loks kennari við Hlíðaskólann í Reykjavík. Þá stundaði hann leigu- bílaakstur á sumrin við BSR í tæpa tvo áratugi. Ármann var einn vinsælasti og af- kastamesti barnabókahöfundur hér á landi en hann samdi 38 barnabæk- ur auk þess sem hann sendi frá sér þrjár skáldsögur og eitt smásagna- safn fyrir fullorðna. Margar bóka hans voru þýddar á Norðurlanda- mál, auk rússnesku, þýsku og græn- lensku. Ármann var formaður Félags ís- lenskra rithöfunda, varaformaður Rithöfundasambands Íslands frá stofnun og sat í Rithöfundaráði. Ármann hlaut Solfugl-verðlaunin norsku 1964, verðlaun Fræðsluráðs Reykjavíkur fyrir bestu barnabók ársins, var heiðurfélagi Félags ís- lenskra rithöfunda og var sæmdur riddarakrossi fálkaorðunnar. Ármann lést 15.12. 1999. Merkir Íslendingar Ármann Kr. Einarsson 90 ára Ragnheiður Klemensdóttir 85 ára Helgi Hálfdánarson Sigríður Karlsdóttir 80 ára Árni Jóhannsson Bragi Ingason Sigurþór Hallgrímsson Svava Sverrisdóttir 75 ára Bjarni Björnsson Gréta Hulda Hjartardóttir Ólafur Haraldsson Steina Einarsdóttir 70 ára Bjarni Þórhallsson Erna Kristín Jónsdóttir Gréta Viðars Jónsdóttir Hörður Alfreðsson Lúðvík Grétar Lúðvíksson Sigríður Hjartar 60 ára Bergþór Erlingsson Bernhard María Svavarsson Drífa Antonía Ragnarsdóttir Guðrún Björg Ingimarsdóttir Jón Bergmann Ársælsson Magnea Bergþóra Aradóttir Martyna Danuta Jensson Sigríður Halldórsdóttir Sigurður Þorbjörnsson 50 ára Birgir Guðbergsson Gísli Sigurbjörn Óttarsson Guðni Heiðar Guðnason Herdís Anna Friðfinnsdóttir Jóhanna Ósk Breiðdal Jóhannes Eyfjörð Eiríksson Kolbrún Kristjánsdóttir Sigfinnur Steinar Gíslason Þórður Hreinn Högnason Ævar Már Finnsson 40 ára Ágúst Nikulás Einarsson Árni Jóhann Oddsson Árni Páll Jóhannsson Björn Ingi Kristvinsson Eiríkur Sverrir Björnsson FrederikKrautwald Gunnar Heiðdal Hrólfur Pétur Eggerz Ólafsson Jón Páll Finnbogason Pálmi Phuoc Du Ragna Rut Magnúsdóttir Sigrún Jóhannsdóttir Þórdís Linda Guðmundsdóttir 30 ára Agnieszka Porzezinska Anna Karen Jónasdóttir Birkir Baldvinsson Birna Kristinsdóttir Didzis Kulikovskis Gunnþór Kristinsson Hilmar Jónsson Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Jónína Kristín Ágústsdóttir Lauris Veidins Þráinn Arnar Þráinsson Til hamingju með daginn 60 ára Gunnar fæddist í Rvík, lauk embættisprófi í lögfræði frá HÍ 1977 og rekur lögmannsstofu. Maki: Sigrún Elísabet Ein- arsdóttir, f. 1953, sjúkra- þjálfari og þýðandi. Börn: Árni Hrafn, f. 1980; Guðrún Sóley, f. 1981; Ein- ar Bjarki, f. 1987, og Guð- mundur Reynir, f. 1989. Foreldrar: Guðmundur H. Oddsson skipstjóri og Laufey Halldórsdóttir húsfreyja. Gunnar Guðmundsson 40 ára Guðný ólst upp í Vogum, er nú búsett í Mosfellsbæ, lauk prófum sem nuddari og rekur nuddstofu í Mosfellsbæ. Maki: Vignir Sveinbjörns- son, f. 1970, húsasmiður. Börn: Ingvar Egill, f. 1990, og Elvar Ingi, f. 1995. Foreldrar: Bára Þórarinsdóttir, f. 1955, skrifstofumaður, og Kristján R. Kristjánsson, f. 1953, d. 2006, múrari. Guðný Helga Kristjánsdóttir 30 ára Soffía ólst upp í Reykjavík, er þar búsett, lauk MSc-prófi í stjórnun og stefnumótun frá HÍ 2010 og starfrækir nú tímaritið Nordic Style Ma- gazin sem hún stofnaði á síðasta ári. Foreldrar: Tryggvi Frið- jónsson, f. 1955, fram- kvæmdastjóri Sjálfs- bjargar, og Kristbjörg Leósdóttir, f. 1956, hjúkr- unarfræðingur. Þau eru búsett í Reykjavík. Soffía T. Tryggvadóttir Hægt er að senda mynd og texta af nýjum borgara eða brúðhjónum af slóðinni mbl.is/islendingar eða á netfangið islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.