Morgunblaðið - 30.01.2013, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.01.2013, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 2013 Andríki nefnir til sögunnarnokkra þætti umræðunnar um Icesave:    Þingmaður Samfylkingarinnarsagði til dæmis á þingi að Ís- lendingar ættu að taka á sig Icesave- ánauðina, til að „kenna börnunum okkar mannasiði“. Og var hann þá ekki að tala um Icesave III, sem var þó skárri en hinir. Nú eru allar líkur á því að „börnin okkar“ verði af þeirri mannasiðakennslu sem þingmað- urinn vildi að þau fengju.    Prófessor einn, hátíðlegur álits-gjafi í Ríkisútvarpinu, vildi einnig að Íslendingar tækju á sig sem þyngstar byrðar, því þeir myndu finna fyrir þeim lengi og læra af því að haga sér eins og menn. Þessir menn eru líklega von- sviknir í dag.    Gaman verður að fylgjast meðfréttaskýringaþáttunum á næstu vikum. Þar verða endurspil- aðir fræðimennirnir, Evrópusinn- arnir, hákarlanir, Kúbumennirnir, einangrunarkenningarsmiðirnir, ráðherrarnir, þingmennirnir, þór- ólfarnir, gylfarnir og allir hinir. Að ógleymdum stjórnarþingmönn- unum sem þrívegis samþykktu Ice- save-kröfurnar og urðu bálreiðir þegar efnt var til kosningar um málið.    Þegar forseti Íslands tilkynnti aðhann hefði synjað fyrri Ice- save-lögunum staðfestingar krafð- ist þingmaður Samfylkingarinnar þess opinberlega að forsetinn segði af sér.    Ætli þingmaðurinn sé ekki ennreiður yfir því að ekki hafi verið orðið við því? Ólafur Ragnar Grímsson Nú skal ekki segja STAKSTEINAR Veður víða um heim 29.1., kl. 18.00 Reykjavík 4 skýjað Bolungarvík 1 snjókoma Akureyri 1 snjókoma Kirkjubæjarkl. 2 léttskýjað Vestmannaeyjar 4 rigning Nuuk -6 skýjað Þórshöfn 5 skýjað Ósló 0 slydda Kaupmannahöfn 5 skýjað Stokkhólmur 2 skýjað Helsinki 0 skýjað Lúxemborg 7 skýjað Brussel 11 skúrir Dublin 8 skúrir Glasgow 11 skýjað London 12 skýjað París 11 skýjað Amsterdam 10 skýjað Hamborg 7 skýjað Berlín 7 skýjað Vín 5 skúrir Moskva -7 snjóél Algarve 16 heiðskírt Madríd 11 heiðskírt Barcelona 15 heiðskírt Mallorca 15 léttskýjað Róm 12 heiðskírt Aþena 7 skúrir Winnipeg -8 snjókoma Montreal -5 alskýjað New York 7 alskýjað Chicago 15 alskýjað Orlando 22 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 30. janúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 10:14 17:10 ÍSAFJÖRÐUR 10:36 16:57 SIGLUFJÖRÐUR 10:19 16:40 DJÚPIVOGUR 9:47 16:35 Svarið við spurningu dagsins tilbúnar í pottinn heima Verð 1.600 kr/ltr eða settur í pottinn um leið og súpan er borin fram. Hvað þarftu mikið? Súpa sem aðalréttur – 0,5 ltr/mann Súpa sem forréttur – 0,25 ltr/mann Súpan kemur í fötu en fiskinum er pakkað sér. Eldunaraðferð þegar heim er komið: Súpan er hituð upp að suðu, fiskinum er jafnað út á milli súpudiska Flugfélagið Ernir sinnir sjúkraflugi milli Íslands og annarra landa og fór hátt í 20 slíkar ferðir til Svíþjóðar á árinu 2012, eða alls 16. Flestar ferð- irnar voru farnar með fólk í líf- færaígræðslu til Gautaborgar en einnig voru nokkrar flugferðir farn- ar til Stokkhólms með gjörgæslu- sjúklinga. Flugfélagið festi kaup á fullkomnum sjúkrabúnaði fyrir um tveimur árum síðan og er þetta einn fullkomnasti búnaður sem völ er á og samþykktur af Flugöryggis- stofnun Evrópu, að því er segir í til- kynningu frá félaginu. Búnaðurinn er í eigu Ernis og ætl- aður til nota í sjúkraflugi erlendis og er hann sá eini sinnar tegundar á landinu. Má nefna að um borð er öndunarvél, hjartalínurit, gangráð- ur, stuðtæki ásamt fjölda lyfja og sérhæfðs búnaðar til inngripa. Einn- ig eru bráðatæknar frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í flestöllum sjúkraflugferðum félagsins. Hjá Flugfélaginu Erni starfa um 50 manns og sinnir félagið samhliða sjúkrafluginu áætlunarflugi til fimm áfangastaða ásamt leiguflugi innan- lands sem utan. Ernir 16 sinnum í sjúkraflug til Svíþjóðar Sjúkraflug Flugvél Ernis sem sinnir sjúkrafluginu innanlands sem utan. Slys varð á Vest- urlandsvegi við Ártúnsbrekku um klukkan tvö í gær þegar að- vífandi bifreiðar rákust saman fyrir aftan bif- reið sem hafði verið skilin eftir bensínlaus með aðvörunarljós á. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni á höfuðborgarsvæðinu var ökumaður annarrar bifreið- arinnar fluttur á slysadeild en tal- ið er að meiðsl hans séu minni- háttar. Lögreglan fékk í gær nokkrar tilkynningar um þjófnað í versl- unum í Reykjavík og Kópavogi. Einnig var tilkynnt innbrot í hús í Garðabæ. Að öðru leyti var gær- dagurinn stóráfallalaus þrátt fyrir nokkurn eril. Árekstur við Ártúns- brekku og þjófnaðir í verslunum Fyrrverandi formaður Bergur Þorri Benjamínsson við- skiptafræðingur er fyrrverandi for- maður Varðar á Akureyri, en ekki formaður, eins og sagt var í Morg- unblaðinu í gær. Þá er hann formað- ur kjördæmisráðs ungra sjálfstæð- ismanna í Norðausturkjördæmi. LEIÐRÉTT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.