Morgunblaðið - 30.01.2013, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.01.2013, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 2013 TILBOÐ á 1 lítra Kókómjólk Faxafen 10 • 108 Reykjavík • sími 568 2870 • Opið mán.- fös. kl. 11.00-18.00 friendtex.is • praxis.is • soo.dk Útsöluvörur - Frábær tilboð ÚTSÖLULOK Á MORGUN FIMMTUDAG 40-70% ÖLL BARNAFÖT 50-70% Afsláttur 2 fyrir 1 af öllum friendtex fatnaði Lokað laugardaginn 2. febrúar BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Fyrirhuguð hækkun Íslandspósts á sendingarkostnaði blaða kemur illa við rekstur héraðsfréttablaða sem seld eru í áskrift, sérstaklega í dreif- býlli héruðum. Hækkunin kemur til viðbótar miklum hækkunum á send- ingarkostnaði síðustu misseri. Póst- og fjarskiptastofnun og Samkeppn- iseftirlitið beindu því til fyrirtækis- ins að breyta gjaldskránni. Breytingar sem Íslandspóstur til- kynnti nýlega felast í því að vöru- flokkurinn „blöð og tímarit“ leggst af og munu öll blöð framvegis verða póstlögð sem almenn bréf yfir 51 gramm að þyngd. Þá munu afslátt- arkjör breytast. Póstkostnaður héraðsfréttablaða sem seld eru í áskrift eykst verulega við þessar breytingar. Þannig hefur komið fram hjá Magnúsi Magnús- syni, ritstjóra Skessuhorns, að kostnaðurinn muni aukast um 30%. Hann og fleiri útgefendur héraðs- fréttablaða vekja athygli á að þessi hækkun komi í kjölfar 70% hækk- unar á síðustu tveimur árum. Breyt- ingin virðist hafa lítil áhrif á útgef- endur blaða sem dreift hefur verið frítt inn á heimili og í fyrirtæki. Utan einkaleyfis ríkisins Þessi starfsemi Íslandspósts fell- ur ekki undir einkaleyfi ríkisins til bréfadreifingar og Póst- og fjar- skiptastofnun (PFS) þarf því ekki að samþykkja breytingar á gjaldskrá fyrirfram. Breytingarnar eiga sér þó þann aðdraganda að Póst- og fjar- skiptastofnun og Samkeppniseftir- litið hafa beint því til fyrirtækisins að breyta uppbyggingu gjaldskrár. Kom það meðal annars fram í úr- skurðum PFS og úrskurðarnefndar í kærumálum fyrirtækja á póst- markaðnum. Samkeppniseftirlitið taldi að Ís- landspóstur notaðist við afar mats- kennda og huglæga mælikvarða við ákvarðanir um afslætti í þyngdar- flokknum 51 til 2.000 g. Gæti það falið í sér röskun á samkeppni. Jafn- framt taldi Samkeppniseftirlitið að sérstök flokkun blaða og tímarita styddist ekki við hefðbundin viðmið við markaðsskilgreiningu og ætti að teljast til þyngri bréfa. „Okkur ber samkvæmt lögum um póstþjónustu að byggja verðskrár okkar þannig upp að þær taki mið af raunkostnaði fyrir þá þjónustu sem verið er að veita. Þetta er beinlínis útkoman úr því,“ segir Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts. Hann segir að þessi flokkur, „blöð og tímarit“, hafi á árum áður verið verulega niðurgreiddur og frá stofn- un Íslandspósts markvisst unnið að aðlögun hans þannig að tekjur stæðu undir kostnaði. Ingimundur segir að fyrirtækið hafi ekkert val haft, póstlögin séu skýr sem og samkeppnislög. Hann tekur fram að flest blöðin séu þyngri en 50 grömm og hafi Íslands- póstur því ekki einkarétt á dreifingu þeirra. Hin samræmda gjaldskrá Ís- landspósts á að taka gildi 1. apríl. Blaðamannafélag Íslands hefur gagnrýnt Íslandspóst harðlega vegna hækkunar póstburðargjalda og telur hana aðför að héraðs- fréttablöðum landsins. Unnið gegn byggðastefnu Ásmundur Einar Daðason, þing- maður Framsóknarflokksins, hefur óskað eftir fundi í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis til að ræða málið og að kallaðir verði til fulltrú- ar frá innanríkisráðuneytinu, Ís- landspósti og Blaðamannafélagi Ís- lands auk fulltrúa héraðsfrétta- blaða. Segist Ásmundur hafa fengið góð orð hjá formanni nefndarinnar um að boðað verði til fundarins. Ásmundur segir að útgáfa héraðs- fréttablaða sé mikilvæg út frá menningar- og byggðalegum sjón- armiðum. Þau séu mikilvægur vett- vangur skoðanaskipta á landsbyggð- inni og til að tryggja fréttaflutning úr öllum byggðum landsins. „Í Nor- egi er útgáfa héraðsfréttablaða við- urkenndur hluti af byggðastefnu og er styrkt. Hér er ríkisfyrirtækið Ís- landspóstur að vinna gegn byggða- stefnu,“ segir Ásmundur. Stofnanir töldu rétt að hækka gjöldin  Hækkanir á sendingarkostnaði blaða og tímarita koma illa við útgáfu héraðsfréttablaða  Þing- maður óskar eftir fundi  Forstjóri Íslandspósts segir að útburður blaða hafi verið niðurgreiddur Morgunblaðið/Eyþór Blaðberi Póstur borinn í hús í viðeigandi litum. „Þetta tekur verulega í, þetta eru stórar fjárhæðir fyrir lítinn rekstur. Ég sé ekki alveg hvernig ég leysi málið,“ segir Gísli Valtýsson, út- gefandi Frétta í Vestmannaeyjum. Gísli vekur á því athygli að út- gáfan fái 1.350 kr. á mánuði fyrir áskrift að blaðinu, fyrir utan virð- isaukskatt. Íslandspóstur vilji fá 533 krónur af því. Samsvarar það því að Pósturinn taki 40% af áskriftargjaldinu til sín. Blaðberar dreifa Fréttum í heimabænum en Gísli segist ekki hafa aðra möguleika en Póstinn til að dreifa blaðinu til fjölmargra áskrifenda uppi á landi. „Við höf- um enga samningsstöðu. Þeir segjast bara þurfa að hækka,“ seg- ir Gísli um samskiptin við Íslands- póst. „Maður verður að reyna að finna smugu til að spara. Varla er hægt að hækka áskriftargjöldin, þau eru nógu há fyrir,“ segir Gísli. Hann segir að möguleikar á netáskrift hafi verið í athugun. Þetta verði ef til vill til þess að flýta því. „Það er ekkert víst að Pósturinn fái meiri tekjur af okkur, þegar upp verður staðið,“ segir hann. Ekki hægt að hækka Sigmundur Sigurgeirsson, ritstjóri og útgefandi Sunnlenska frétta- blaðsins, segir að hækkun póst- kostnaðarins komi illa við blaðið. Blaðberar annist dreifingu á nokkrum stöðum en pósturinn dreifi því um allar sveitir í þremur sýslum auk þeirra brottfluttu Sunnlendinga um allt land sem kaupi blaðið. Sigmundur segir að útgáfu- kostnaðurinn aukist óhjákvæmi- lega, nái þessi breyting fram að ganga. Ekki sé hægt að velta hon- um út í áskriftarverðið. Fólk þoli ekki slíkar hækkanir, þegar laun hækki lítið. „Ég hugsa að við höld- um uppi heilum starfsmanni á pósthúsinu. Mér finnst skrítið að þeir haldi að maður sé í útgáfu- starfsemi fyrir þá,“ segir Sigmund- ur. Ekki burðugur rekstur „Þetta er hlutfallslega stór liður í bókhaldinu. Þessar miklu hækk- anir gera það að verkum að rekst- urinn verður þyngri. Rekstur fjöl- miðla í dag er ekki það burðugur að hann þoli það en ekki einfalt að bregðast við,“ segir Karl Eskil Pálsson, ritstjóri Vikudags á Akur- eyri. Blaðburðarfólk annast dreifingu blaðsins á Akureyri en blöð til ann- arra áskrifenda í þéttbýli og sveit- um héraðsins og úti um allt land eru sett í póst. Karl segir að dreif- ingin hafi löngum verið þriðji stærsti kostnaðarliður héraðs- fréttablaða. Sá kostnaður hafi ver- ið að rjúka upp og blöðin megi tæpast við frekari hækkunum. Skil vel áhyggjur kollega Hækkun póstkostnaðar virðist ekki koma eins illa við blöð sem dreift er frítt. Páll Ketilsson, ritstjóri og útgefandi Víkurfrétta á Suður- nesjum, segist að minnsta kosti ekki hafa fengið neina tilkynningu um það. Íslandspóstur dreifir blaðinu frítt til allra heimila og fyrirtækja á Suðurnesjum og það er einnig sent til fólks utan svæð- isins sem eftir því hefur óskað. „Ég skil vel áhyggjur kollega minna af ósanngjörnum hækk- unum. Þessar héraðsmiðlaútgáfur eru ekki á neinum styrkjum og ekki er verið að leita eftir þeim.“ 40% af áskriftargjaldi fara í að greiða sendingarkostnað ÚTGEFENDUR HÉRAÐSFRÉTTABLAÐA Í VANDRÆÐUM Gísli Valtýsson Sigmundur Sigurgeirsson Karl Eskil Pálsson Páll Ketilsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.