Morgunblaðið - 30.01.2013, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 30.01.2013, Blaðsíða 29
um tímamótum er ég full þakk- lætis fyrir að hafa fengið að verða samferða Kalla þennan tíma. En hugur minn er líka fullur af djúpri sorg yfir sam- vistum og minningum sem ekki verður nú fjölgað. Innilegar samúðarkveðjur sendum við Finnbogi móður Kalla, systkinum hans, börnum og öðrum afkomendum. Sér- stakar kveðjur sendum við elskulegum bróður mínum, Sigga, sem svo mikið hefur misst úr lífi sínu. Blessuð sé minning Kalla, þessa góða vinar og samferða- manns. Ingibjörg Vigfúsdóttir. Í dag kveð ég mág minn og góðan vin, Karl Valdimarsson. Karl eða Kalli eins og hann var kallaður, var eldri bróðir mannsins míns, frændi dætra minna og einstakur vinur vina sinna. Hann hefur ávallt skipað stórt hlutverk í fjölskyldu okkar ásamt Sigga, eftirlifandi eigin- manni hans. Það var því mikið áfall þegar þær fregnir bárust þann 30. desember síðastliðinn að Kalli hefði slasast alvarlega og óvíst væri um framhaldið. Einnig var það óendanlega sárt þegar bat- inn varð ekki eins og vonast var eftir og enginn viðbúinn því að hann myndi falla frá langt fyrir aldur fram. Með skyndilegu frá- falli Kalla hefur skapast skarð í raðir fjölskyldunnar. Kveðju- stundin kom allt of fljótt og höggið því snöggt og óvænt. Síðustu dagar hafa verið erfiðir þar sem mikil sorg og söknuður ríkir í fjölskyldunni. Á svona tímum áttar maður sig á hversu huggandi það er að skynja þann kærleik og væntumþykju sem býr í stórfjölskyldunni og finna stuðning frá góðum vinum. Þegar ég hugsa til baka þá er ég afar þakklát fyrir að hafa kynnst Kalla. Fyrstu kynni okk- ar voru þegar ég og maðurinn minn Jón Gretar byrjuðum að vera saman árið 1996. Kalli tók vel á móti mér með sínum ákveðna svip en ég skynjaði strax að undir yfirborðinu bjó mýkt og hlýja. Allt frá fyrstu kynnum urð- um við miklir vinir og áttum auðvelt með að sjá spaugilegu hliðarnar á lífinu. Við áttum einnig sama afmælisdag og við töluðum oft um hvað okkur þótti vænt um það. Kalli var einstakur maður með stóran persónuleika. Hann var hreinskiptinn og ræddi mál- in umbúðalaust. Það var hress- andi að spjalla við hann, þó sér- staklega um pólitík. Þar dró hann ekkert af og hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum. Kalli var ekkert að sykurhúða hlutina sem varð til þess að oft sköpuðust skemmtilegar umræður. Marg- ar af mínum bestu minningum með Kalla eru við eldhúsborðið hjá ömmu Gretu á Kleppsveg- inum. Það verður víst seint sagt að þau tvö hafi verið skoðana- systkini í pólitík og áttu það til að hrista hausinn yfir hvort öðru. Pólitískar umræður við eldhúsborðið hjá ömmu Gretu enduðu þó oftast nær vel…ef boðið var uppá kaffi og með því á eftir. Margs er að minnast. Ég á þó eina sérstaka minningu frá því í haust þegar Kalli og Siggi buðu okkur hjónum heim ásamt Ingu mágkonu Kalla og Finn- boga eiginmanni hennar. Við áttum saman dásamlega kvöld- stund, borðuðum góðum mat og tókum þátt í skemmtilegum samræðum.Kalli var í essinu sínu og sýndi sínar bestu hliðar. Þetta kvöld er ein af þeim dýr- mætu minningum um Kalla sem ég mun ávallt geyma. Elski Siggi minn, innilegar samúðarkveðjur, þinn missir er mestur. Einnig sendi ég sam- úðarkveðjur til barna hans frá fyrra hjónabandi, þeirra Mar- ínar, Grétu, Jóns Hilmars og Auðuns, auk tengdabarna og af- komenda. Hugur minn er hjá ykkur. Elsku Kalli, ég bið Guð að blessa þig og kveð þig með söknuði. Ég, Jón Gretar og stelpurnar elskuðum þig öll svo heitt. Minning þín lifir í hjört- um okkar. Hvíl í friði, kæri vin- ur. Þín vinkona. Anna Katrín. Dáinn – horfinn – harma- fregn. Elsku Kalli minn. Við sem vorum búin að ákveða að verða gömul saman og hafa gaman eins og alltaf en Guð ræður. Við Kalli höfum ekki bara verið frændsystkin, við vorum miklir vinir. Allt frá því við vorum lítil börn vorum við mikilir mátar og brölluðum margt saman sem ég get nú ylj- að mér við. Ég sakna þín, Kalli minn. Hvers vegna er leiknum lokið? Ég leita en finn ekki svar. Ég finn hjá mér þörf til að þakka þetta sem eitt sinn var. (Starri í Garði) Megi algóður Guð geyma Sigga þinn, börnin þín, Gretu frænku og alla aðstandendur. Erla. Kær vinnufélagi og elskuleg- ur vinur er fallinn frá og komið er að ótímabærri kveðjustund. Það var fyrir rúmum áratug sem leiðir okkar Kalla lágu saman á Tryggingastofnun. Ég hafði unnið þar í nokkra mánuði þegar Kalli var ráðinn og saman gengum við veg nýliðans við að kynna okkur lög og reglugerðir tryggingalöggjafarinnar. Kalli var einn af þeim mönn- um sem vöktu strax athygli þess fólks sem leið átti í Þjón- ustumiðstöðina. Ekki bara vegna þess að hann var lengi vel eini karlmaðurinn á 1. hæð- inni heldur einnig vegna þess að hann var myndarlegur og með heillandi framkomu. Félagslyndur var Kalli og hafði gaman af því að ræða um menn og málefni og lá sjaldnast á skoðunum sínum. Hann hafi yndi af því að tala um mat og matargerð og var matgæðingur frá náttúrunnar hendi. Ósjaldan kom hann með alls kyns góð- meti í vinnuna sem hann leyfði vinnufélögum sínum að njóta með sér, sultur, kæfu eða ný- bökuð brauð. Á okkar fyrstu árum hjá TR var ýmislegt brallað með vinnu- félögunum eins og gengur og gerist á góðum vinnustöðum. Við stofnuðum gönguklúbb sem átti að sjá okkur, innisetufólk- inu, fyrir hreyfingu, útiveru og skemmtun. Hver meðlimur útbjó gönguleið í nágrenni heimilis síns, sagði göngufólki sögur og fróðleik um hverfið og endað var á kvöldverði. Þetta voru óviðjafnanlegar stundir þar sem Kalli fór á kostum með fádæma kímni og hreinskilni. Í sumarferðum TR var feng- ur að sitja nálægt Kalla því hann var manna hressastur og sagði óspart skopsögur af sér og sínum. Í vinnunni hefur skapast sá siður að efna til Vinaleikjar í byrjun aðventu ár hvert. Eitt- hvað var farið að draga úr áhuga Kalla á leiknum fyrir síð- ustu jól og fann hann leiknum allt til foráttu, sagði m.a. að hann væri alveg orðin uppi- skroppa með hugmyndir að því hvernig gleðja ætti vini sína og dró frekar lappirnar með það að vera með. Að lokum tókst okkur þó að tala Kalla til og gáfum honum ýmis góð ráð til að nota við leik- inn. Það var ekki að sökum að spyrja, Kalli fór alveg á kostum við að gleðja sinn vin og það gerði einnig sá sem átti að gleðja Kalla. Kalli fékk hvern óvæntan glaðninginn á fætur öðrum og gleðin og eftirvænt- ingin óx með degi hverjum. Á síðasta deginum hafði Kalli það á orði að þetta hefði verið skemmtilegasta vinavikan sem hann hefði nokkru sinni tekið þátt í. Svona var Kalli í hnot- skurn, oft þvermóðskufullur í upphafi en þvermóðskan breytt- ist oftar en ekki í barnslega og einlæga gleði. Heimili Kalla og Sigga var glæsilegt og þeir höfðingjar heim að sækja. Þeir höfðu líka eignast sinn eigin skika á Suð- urlandi þar sem þeir nostruðu við að setja niður tré, runna og blóm. Þeir nutu þess að sitja í lundinum sínum og horfa á feg- urðina í gróðrinum og ímynda sér hvar litla draumakotið mundi rísa. Kalla hlakkaði til að komast á eftirlaunin og njóta lífsins með Sigga sínum, hann ætlaði svo sannarlega að mála bæinn bleikan. En fyrirætlanir ganga ekki alltaf eftir og svo var með fyrirætlun Kalla. Ég mun minnast Kalla með hlýju og þakklæti. Hvíl í friði, kæri vinur. Fríða Björg Aðalsteinsdóttir. Minn kæri vinur Karl Valdi- marsson er fallinn frá og minn- ingar hrannast upp. Allar þess- ar góðu og gefandi minningar sem eru svo mikils virði. Það er mikið áfall að horfa á eftir góð- um vini sem ætlaði að njóta efri ára með manninum sínum. Hann var ákveðinn í að rækta garðinn sinn áfram, bæði hér í borg og fyrir austan fjall, þar sem yndisreitur beið þeirra. Ég var svo heppin að verða vinnu- félagi og vinur Kalla þegar við unnum saman hjá Trygginga- stofnun. Þegar ég lít til baka var tíminn sem við áttum saman einstakur. Tími gleði, kímni og kærleika og það er ekkert smá- ræði. Við áttum líka oft alvarlegar samræður um lífið og tilveruna, sem oftar en ekki fóru út í mun- aðarfullar mataruppskriftir og enduðu oft á tíðum með um- ræðum um megrunarkúra og fullkominn lífsstíl. Kalli var öfl- ug og sterk persóna, hreinskil- inn og sagði sína meiningu. Hann gat verið algerlega þvers- um ef hans skoðanir lágu þann- ig. Hann var heill í sínu. Ég þakka fyrir einlæga vináttu og þann tíma sem við áttum sam- an. Elsku Siggi minn, þú átt alla mína samúð og mínar dyr munu alltaf standa opnar þegar þú þarft á að halda. Með saknaðarkveðju. Bergþóra Einarsdóttir. Karl Valdimarsson hóf störf í Tryggingastofnun ríkisins haustið 2001. Hann hafði afar sterka nærveru og verður þjón- ustumiðstöðin okkar ekki söm að honum gengnum. Kalli kom til okkar frá Geð- hjálp þar sem hann hafði unnið um nokkurt skeið. Hann hafði því mikla þekkingu á málefnum þeirra sem búa við geðræn vandamál. Sú þekking nýttist honum vel í þjónustu hans við skjólstæðinga og viðskiptavini Tryggingastofnunar. Hann var ljúfur drengur, traustur og fast- ur fyrir. Þau sem nutu hans þjónustu óskuðu enda mörg eft- ir því að hann væri til kallaður þegar þau áttu við okkur erindi. Ljóst er að þau munu nú sakna þess að geta ekki lengur leitað til hans. Kalli hafði afdráttarlausar skoðanir á málefnum líðandi stundar og lá ekki á þeim, það var því oft líflegt í kringum hann – og mikið hlegið. Um- ræðum lauk svo jafnan á því að hann sagði: „En þetta er nú bara mín skoðun!“ – kastaði aft- ur höfðinu og parkeraði því þannig. – Þá þurfti ekki að ræða það frekar. Kalli var vanafastur og ekki tilbúinn til að breyta breyting- anna vegna en lagði sig fram um að koma til móts við breytt- ar þarfir. Fór m.a. á námskeið til þess að læra að takast á við breytingar þegar okkur lá hvað mest á í úrbótavinnunni í Tryggingastofnun. Hann var samviskusamur starfsmaður, stundvís og sinnti starfi sínu af trúmennsku. Góður félagi sem við söknum og syrgjum. Við munum einnig sakna þess mikið að hitta ekki eiginmann hans – hann Sigga – á hátíðar- og samverustundum starfs- manna og maka þeirra. Þeir voru afar samhentir, eins ólíkir og þeir e.t.v. voru. Báðum var þeim gefið að vera miðpunktar samkvæmisins, hvor á sinn hátt. Á milli hátíðanna datt Kalli illa á leið sinni í vinnuna. Hann sinnti þó vinnunni allan daginn, fann fyrir verkjum í skrokknum en vildi ekkert gera í því. Það var ekki fyrr en um kvöldið, að vinnudegi loknum, að hann fékk óbærilegar höfuðkvalir og fór upp á spítala þar sem hann svo hné niður. Hann kom ekki aftur til fullrar meðvitundar. Um tíma leit þó út fyrir að um hæg- an en öruggan bata væri að ræða, en skyndilega fór á annan veg. Við höfum fylgst með líðan Kalla þessar vikurnar og glaðst þegar vel virtist ganga en fyllst mikilli sorg þegar sýnt var hvert stefndi. Við söknum góðs félaga og samstarfsmanns. Vottum eigin- manni hans, börnum þeirra, móður og öðrum aðstandendum samúð okkar við fráfall góðs drengs. Blessuð sé minning Karls Valdimarssonar. F.h. samstarfsfólks hjá Tryggingastofnun, Sigríður Lillý Baldursdóttir,forstjóri. Samstarfsfólk Karls Valdi- marssonar á Samskiptasviði Tryggingastofnunar saknar starfsfélaga sem var kippt af vettvangi með sviplegum hætti. Kalli, eins og hann var jafnan kallaður, starfaði í þjónustumið- stöð Tryggingastofnunar í meira en áratug og setti sinn svip á starfshópinn. Hann var sterkur persónuleiki, hafði skoðanir á mönnum og málefn- um, tók virkan þátt í umræðum á fundum og kom þá oft með óvænt sjónarhorn. Margir við- skiptavina Tryggingastofnunar vildu helst leita til hans þegar þeir áttu erindi í þjónustumið- stöðina. Á kaffistofunni var gott að byrja daginn með Kalla með vangaveltum um vinsælustu sjónvarpsþættina eða með því að taka snúning á helstu mál- efnum líðandi stundar. Það gat leitt til hressilegra skoðana- skipta. Hann hafði lifað margt, verið víða og átti margar góðar sögur sem hann deildi með okk- ur. Þannig er gott að muna Kalla, kankvísan, innan um „all- ar hinar kerlingarnar“, eins og hann sagði sjálfur. Við sendum Grétu, móður Kalla, Sigga, eiginmanni hans, börnum og öðrum aðstandend- um hugheilar samúðarkveðjur. Fyrir hönd starfsfólks Sam- skiptasviðs Tryggingstofnunar, Þorgerður Ragnarsdóttir. HINSTA KVEÐJA Elsku Kalli minn Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Takk fyrir allt og allt Þín Sesselja Sumarrós. MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 2013 ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, HINRIK ÓSKAR GUÐMUNDSSON, Bóli, Biskupstungum, andaðist á dvalarheimilinu Lundi 20. janúar. Jarðarförin fer fram frá Skálholtskirkju föstudaginn 1. febrúar kl. 14.00. Ólavía Vilhjálmsdóttir, Sigurður Þorvaldsson, María Þórðardóttir, Halla Steinunn Hinriksdóttir, Óskar Ingvi Sigurðsson, Eiríkur Elis Harðarson. ✝ Þökkum auðsýnda samúð vegna andláts og útfarar SIGRÍÐAR ÁSTU GUÐMUNDSDÓTTUR, Hábergi 3, Reykjavík. Aðstandendur. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, PETREA GUÐNÝ PÁLSDÓTTIR, Grundargötu 16, Grundarfirði, sem lést á Heilbrigðistofnun Vesturlands, Akranesi, laugardaginn 26. janúar, verður jarðsungin frá Grundarfjarðarkirkju laugardaginn 2. febrúar kl. 14.00. Steinbjörg Elíasdóttir, Árni Eiríksson, Petrína Guðný Elíasdóttir, Ólafur Ægir Jónsson, Margrét Elíasdóttir, Þorkell Pétur Ólafsson, Elín Katla Elíasdóttir, Steinar Helgason, Finnbogi Elíasson, Sigurlaug Björnsdóttir, Kjartan Elíasson, Svanhvít Guðmundsdóttir, barnabörn, langömmubörn og langalangömmubörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGUNN EGILSDÓTTIR, lést á Hrafnistu í Reykjavík föstudaginn 25. janúar. Jarðsungið verður frá Áskirkju þriðjudaginn 5. febrúar kl. 15:00. Sigríður Matthíasdóttir, Guðmundur Kristinsson, Helga Matthíasdóttir, Valmundur Gíslason, Erna Matthíasdóttir, Víðir Bergmann Birgisson, Egill Matthíasson, Linda Lek Thieojanthuk, barnabörn og langömmubörn. ✝ Elskuleg móðir mín, tengdamóðir og amma, ÞÓRA DÓRA EINARSDÓTTIR, Gógó, frá Varmahlíð undir Eyjafjöllum, lést 25. janúar sl. Útför fer fram frá Ásólfsskálakirkju laugardaginn 2. febrúar kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarfélög. Sigurður Jakob Jónsson, Anna Birna Þráinsdóttir, Einar Sigurðsson, Ingveldur Anna Sigurðardóttir. ✝ Ástkær eiginmaður minn, bróðir og frændi, SIGURÐUR ÞÓRÐARSON, Grandavegi 11, áður Fossagötu 14, Reykjavík, lést á dvalarheimilinu Grund mánudaginn 28. janúar. Jarðarförin verður auglýst síðar. Þóra Gísladóttir Helga Þórðardóttir og aðrir vandamenn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.