Morgunblaðið - 30.01.2013, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.01.2013, Blaðsíða 23
23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 2013 Stuð Greiðvikinn maður á Barónsstíg í Reykjavík hjálpar ökumanni að koma bíl hans í gang með því að leiða startkapla í bílinn til að gefa straum eftir að rafgeymir bílsins tæmdist. Golli Ítrekaðar tilraunir til að þjóðnýta skuldir einkabanka mistókust. Mikill meirihluti landsmanna kom í veg fyrir að skuldum Landsbanka Íslands vegna Icesave yrði velt yfir á íslenska skattgreiðendur þrátt fyrir að meirihluti þingmanna hafi í þrí- gang gert tilraunir til þess með lagasetningu. Hatrömm pólitísk átök um rétt- mæti þess að færa skuldir einka- aðila yfir á almenning klufu þing og þjóð. Tvisvar þurftu landsmenn að ganga til þjóðaratkvæðis til að koma stjórnmálamönnum í skilning um að engin rök væru fyrir því að ríkið tæki ábyrgð á gjörðum ein- staklinga og/eða fyrirtækja þeirra. Dómur EFTA-dómstólsins í Ice- save-deilunni er fagnaðarefni fyrir alla landsmenn, jafnt þá sem töldu rétt að ríkið ábyrgðist skuldir Landsbankans og hinna sem börð- ust gegn slíkri ábyrgð. Rannsókn á Icesave Fyrir okkur Íslendinga er nauð- synlegt að draga réttan lærdóm af Icesave-deilunni. Til þess þarf ann- ars vegar að draga allt fram í dags- ljósið og hins vegar að tryggja að aldrei komi aftur til þess að þingmenn velti því fyrir sér að gera almenning ábyrgan fyrir skuldum einka- aðila. Nauðsynlegt er að rannsaka Icesave- málið frá upphafi til enda, líkt og Sigurður Kári Kristjánsson, fyrrverandi þingmað- ur Sjálfstæðis- flokksins, lagði til árið 2010. Í tillögu til þingsályktunar lagði Sigurður Kári til að „skipuð verði sérstök rannsóknarnefnd á vegum Alþingis sem rannsaka skuli emb- ættisfærslur og ákvarðanir ís- lenskra stjórnvalda og samskipti þeirra við bresk og hollensk stjórn- völd vegna innstæðna í útibúum Landsbanka Íslands hf. á Evrópska efnahagssvæðinu“. Íslenskur almenningur á heimt- ingu á því að allar upplýsingar um hvernig staðið var að verki allt frá falli bankanna verði opinberar. Því verður ekki trúað að nokkur þing- maður eða ráðherra reyni að koma í veg fyrir að rannsókn af þessu tagi fari fram. Það færi best á því að yfirstandandi þing samþykkti þingsályktun sem er efnislega sam- hljóða tillögu Sigurðar Kára. Niðurstaða rannsóknarnefndar kemur til kasta nýs þings að lokn- um kosningum, sem tekur ákvörð- un um hvort frekari aðgerða sé þörf. Vörn almennings En Alþingi getur ekki látið þar við sitja. Þingmenn verða að tryggja að aldrei aftur komi upp deila þar sem hugsanlegt er að lagðar séu þungar byrðar á al- menning með þeim hætti sem stefnt var að með samþykkt Ice- save-samninganna. Leiða má að því sterk rök að hvergi í stjórnarskrá lýðveldisins sé veitt heimild fyrir því að ís- lenska ríkið taki á sig skuldbind- ingar líkt og Icesave-skuldir Landsbankans. Í 40. grein stjórnarskrárinnar, sem hefur ver- ið óbreytt frá lýðveldisstofnun og er samhljóða ákvæðum eldri stjórnarskrár frá 1920, segir: „Engan skatt má á leggja né breyta né af taka nema með lögum. Ekki má heldur taka lán, er skuld- bindi ríkið, né selja eða með öðru móti láta af hendi neina af fast- eignum landsins né afnotarétt þeirra nema samkvæmt lagaheim- ild.“ Með þessari grein er verið að verja almenning og koma í veg fyr- ir að framkvæmdavaldið geti, án samþykkis Alþingis, stofnað til skulda sem almenningur verður síðan að greiða. Andi ákvæðisins er skýr. Óhætt er að fullyrða að engum þingmanni hafi komið það til hugar árið 1944, að sá tími kynni að renna upp að reynt yrði að þjóð- nýta skuldir einkafyrirtækja með því að ábyrgjast þær. Þessu vill stjórnlagaráð hins vegar breyta með frumvarpi sínu til nýrrar stjórnarskrár. Verði frumvarp stjórnlagaráðs samþykkt verður opnað fyrir þann möguleika að meirihluti þingmanna geti tekið ákvörðun um að almenningur ábyrgist fjárhagslegar skuldbind- ingar einkaaðila. Með öðrum orð- um; stjórnarskráin mun beinlínis heimila slíka ábyrgð. Stjórnlagaráð tengir tímasprengju Í 72. grein frumvarpsins segir að stjórnvöldum sé „óheimilt að ábyrgjast fjárhagslegar skuldbind- ingar einkaaðila“ en þó megi með lögum „kveða á um slíka ríkis- ábyrgð vegna almannahagsmuna“. Þetta ákvæði stjórnarskrár- frumvarpsins er stórhættulegt og gengur gegn þjóðarhagsmunum. Bitur reynslan af Icesave kenndi stjórnlagaráði lítið. Nái tillaga stjórnlagaráðs fram að ganga, sem meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis styður, verður sett í gang tímasprengja. Sú sprengja mun ekki heita Ice- save en hún verður ekki aftengd auðveldlega eftir að sérstök heim- ild er fengin fyrir henni í stjórnar- skrá. Ábyrgð ríkisins á skuldbind- ingum einkaaðila, hvort heldur það eru bankar eða önnur fyr- irtæki, er ekki aðeins siðferðilega röng, heldur einnig skaðleg fyrir allt hagkerfið. Með henni er ýtt undir óábyrga hegðun í við- skiptum í trausti þess að almenn- ingur borgi brúsann ef illa fer. Viðbót við 40. grein Flest bendir til að fyrirhuguð bylting á stjórnarskránni muni ekki takast áður en þing lýkur störfum fyrir komandi kosningar. Því ber að fagna. En um leið ættu þingmenn að huga alvarlega að því að sameinast um að bæta setningu við 40. grein stjórnarskrárinnar. Í ljósi reynslunnar geta sósíalistar jafnt sem hægri menn sameinast um viðbót sem gæti hljóðað: „Aldrei má skuldbinda íslenska ríkið með neinum hætti vegna skulda einstaklinga eða einkafyrir- tækja.“ Eftir Óla Björn Kárason » Þetta ákvæði stjórnarskrárfrum- varpsins er stórhættu- legt og gengur gegn þjóðarhagsmunum. Óli Björn Kárason Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. Opnað fyrir nýtt Icesave og tímasprengja tengd

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.