Morgunblaðið - 30.01.2013, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.01.2013, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 2013 María Ólafsdóttir maria@mbl.is Músíkmeðferð er hefð-bundin meðferð semsameinar eiginleikatónlistar og hefð- bundinnar samtalsmeðferðar með því markmiði að hafa jákvæðar breytingar á andlega, líkamlega, hugræna og/eða félagslega hæfni einstaklinga sem glíma við geð- ræn vandamál. Slík meðferð hef- ur verið notuð bæði fyrir börn og fullorðna en Sara Hrund Signýj- ardóttir er í litlum hópi músík- meðferðarfræðinga hérlendis. Tungumál í meðferðinni Sara Hrund lauk fimm ára námi sem músíkmeðferðarfræð- ingur frá Danmörku og þreytti inntökupróf til að komast inn í námið. Í Danmörku er mús- íkmeðferðarfræði rótgróin aðferð sem hefur verið kennd í rúmlega 30 ár og er námið samstarf milli sálfræði- og tónlistardeildar. Það er að stærstum hluta hefðbundið sálfræðinám en víðtækara að því leyti að nemendur læra að nota tónlistina innan ólíkra sviða sál- fræðinnar. „Tónlistin er notuð sem tungumál í meðferðinni en slíkt er okkur mönnunum í raun ótrú- lega eðlislægt þó að mörgun finnist kannski einna erfiðast að skilja við meðferðina. Tónlistin getur verið gagn- legur tjáningarmáti fyrir fólk sem t.d. getur ekki talað vegna þroskahömlunar, fötlunar eða heilablóðfalls. Tónlistarstöðin og málstöðin eru tvær ólíkar stöðvar í heilanum og tónlistin örvar fleiri svæði í heilanum heldur en tungumálið. Því er hægt að kenna fólki að tala aftur í gegn- um tónlist eins og tókst t.d. með bandarísku þingkonuna Gabrielle Tónlistin notuð sem tungumál Músíkmeðferð er hefðbundin meðferð sem sameinar eiginleika tónlistar og hefð- bundinnar samtalsmeðferðar. Í slíkri meðferð er tónlistin notuð sem tungumál og hægt að kenna fólki að tala aftur í gegnum tónlist. Aðferðir sem notaðar eru í músíkmeðferð eru margar en Sara Hrund Signýjardóttir músíkmeðferðarfræð- ingur segir meðferðina snúast um að fólk skoði sjálft sig í nýju ljósi. Tjáningarmáti Hægt er að kenna fólki að tala aftur í gegnum tónlist. Von Fólk uppgötvar oft nýjar hliðar á sjálfu sér í músíkmeðferðinni. Steinar B. Aðal- björnsson næringar- fræðingur heldur úti vefsíðunni www.hl-nuna.com, þar sem hann fjallar um ýmislegt sem viðkemur heil- brigðum lífsstíl. Þar birtir hann hugleið- ingar sínar um þessi mál, hvað vel er gert og hvað má betur fara. Allir ættu að láta sig slík málefni varða og full ástæða er til að benda fólki á að skoða síðuna hans Steinars. Hann skoðar meðal ann- ars vörur sem seldar eru sem heilsuvörur og sýnir fram á að þær innihalda margar hverjar mikinn sykur og eru ekki svo frábrugðnar sælgæti. Afar athyglisverð síða. Vefsíðan www.hl-nuna.com Ýmislegt um heilbrigðan lífsstíl Hollusta Sumar vörur, sem margir halda að séu hollar, eru það ekki þegar betur er að gáð. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Bókakaffi er haldið í samstarfi við Borgarbókasafn Reykjavíkur og Gerðubergssafn en umsjónarmaður er Jón Björnsson. Bókakaffi er haldið fjórða miðvikudag hvers mánaðar og er þar með í kvöld klukkan 20. Að þessu sinni verða þau Hjörtur Pálsson, Sigrún Óskarsdóttir og Ali Amoushahi Jóni til aðstoðar en þau munu fjalla um kvæðið Rúbajat eða Ferhendur tjaldarans eftir Ómar Kajam. Sex sinnum hefur þetta makalausa kvæði austan úr Persíu verið þýtt á íslensku, varla annað oft- ar, þar á meðal af Einari Benedikts- syni, Magnúsi Ásgeirssyni og Helga Hálfdanarsyni. Á bókakaffinu verður rætt um ástæðuna fyrir því og kvæð- ið verður kynnt í þýðingu og á frum- málinu og fjallað um Ómar og Persíu á hans dögum. Jón er sálfræðingur og rithöfundur, fæddur 1947 norður í Húnavatnssýslu. Hann nam sálfræði í Þýskalandi; var félagsmálastjóri Ak- ureyrarbæjar um tuttugu ára skeið en síðan sviðsstjóri menningar-, upp- eldis- og félagsmála hjá Reykjavík- urborg 1995-2001. Frá 2001 hefur hann unnið sjálfstætt sem sálfræð- ingur og við ráðgjöf af ýmsu tagi, kennslu, fyrirlestrahald og ritstörf. Hann hefur gefið út fjórar bækur, þar af tvær ferðabækur, en undan- farinn áratug hefur hann árlega ferðast á reiðhjóli um Evrópu og Asíu. Bókakaffi í Gerðubergi Ómar Kajam Orti kvæðið Rúbajat. Kvæði frá Persíu þýtt á íslensku Í myndatexta með grein í Daglegu lífi mánudaginn 28. janúar var rangt farið með staðreyndir. Á mynd af skipalíkani var það sagt vera Bergur VE44 sem síðar flutti Vestmannaeyinga til hafnar í gosinu. Svo var ekki því það skip sökk veturinn 1962-’63 en Vestmannaeyingarnir voru fluttir með nýrra skipi með sama nafni. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. LEIÐRÉTTING Villa í myndatexta Hugmyndir og tillögur: Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri SA Ásdís Halla Bragadóttir, stjórnarformaður Sinnum Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar Sigríður Heimisdóttir, iðnhönnuður Kolbeinn Kolbeinsson, forstjóri Ístaks Eva María Þórarinsdóttir Lange, eigandi og framkvæmdastjóri Pink Iceland Halldór Árnason, hagfræðingur hjá SA Innskot úr íslensku atvinnulífi – í tærum og ferskum litum. Fundarstjóri: Vilmundur Jósefsson, formaður SA Samantekt: Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA Þátttakendur fá nýtt tímarit SA sem kemur út sama dag. Boðið verður upp á kraftmikla morgunhressingu frá kl. 8. FLEIRI STÖRF – BETRI STÖRF! Opinn fundur SA í Hörpu - Silfurbergi - fimmtudaginn 31. janúar kl. 8.30-10. SKRÁNING Á WWW.SA.IS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.